Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 30. APRÍL 1985
37
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Er ekki óhjákvæmi-
legt að Líbanon
líði undir lok?
Múslímahermenn kæra sig
ekki um stuðning Sýrlendinga,
svo fremi sem hægt er að alhæfa
um hermenn þeirra vegna þess
að þar logar allt í deilum eins og
annars staðar. Ýmsir forsvars-
menn hafa reynt að bera klæði á
vopnin, þó ekki væri nema til
þess að þeir stæðu sameinaðir
gegn kristnum mönnum í Suð-
ur-Líbanon. Það hefur komið
fyrir litið eins og önnur viðleitni.
Þó er sennilegt að innan allra
þessara fylkinga, sem nú berjast
í Líbanon, séu drúsar þeir einu
sem eru verulega hlynntir skipt-
ingu landsins og þeir hafa ekki
farið í launkofa með þær skoð-
anir. En reyni menn, hvort sem
þeir eru Líbanir eða ekki, að
velta fyrir sér hvernig eigi að
brjóta upp landið svo að komið
verði á friði er líka auðsætt að
það er hægara ort en gert.
Hvernig á að skipta Beirút?
Hvernig á að tryggja rétt
Sunni-múslíma sem eru fjöl-
mennir í þremur stórum borgum
landsins, Beirút, Sídon og Trip-
oli, en hafa ekkert eigið land-
svæði nú? Geta maronitar sem
hafa fram á siðustu daga ráðið
lögum og lofum á strandlengj-
unni komið í veg fyrir að kristnir
menn annars staðar í landinu
verði einangraðir eða hreinlega
keyrðir í kaf af shitum? Og
myndu shitar, sem eru fjölmenn-
astir allra í landinu sætta sig við
eitt fylki í suðrinu? Á að leysa
málið með því að flytja fólk til í
landinu eftir trúarskoðunum og
hver er þá kominn til með að
segja að réttlætis verði gætt? Og
hvaða samband gætu Svo fylkin
eða kantónur þessar haft sin á
milli og hver væru þeirra efna-
hagslegu tengsl. Og hvar væri
yfirstjórn þessara héraða og
hvernig væri hægt að tryggja að
allir sættu sig við hana?
Við þessu eru engin svör. En
því lengur sem menn berjast því
skýrara virðist koma fram að
það er nöturlegur skrípaleikur
að tala um Líbanon sem ríki.
Líbanon er land í andarsiitrun-
um og dugir ekkert annað en
kraftaverk til að koma í veg
fyrir að það leysist upp.
(Newsweek, Economist, AP.)
UMRÆÐUR um framtíð Líbanons hafa allra síðustu vikur beinzt í annan
farveg en áður eftir að sáttastjórn Rashid Karamis forsætisráðherra
hefur gefizt upp. Kristnir menn í Suður-Líbanon eru tugþúsundum saman
á flótta undan sveitum múslíma, Amin Gemayel forseti hefur glatað
stuðningi meirihluta sveita kristinna manna, sveitir shita-múslíma og
sunni-múslíma berjast innbyrðis. Þá er líkast til orðið tímabært að horf-
ast í augu við að Líbanon er land í andarslitrunum. Oft hefur útlitið verið
dökkt en aldrei eins og nú og ekki örlar á raunverulegum áhuga stríðandi
fylkinga til að friður komist á.
Ibrezka blaðinu Economist
sagði nýlega að þó svo að það
hljómaði grimmdarlega mætti
spyrja, hvaða tilgangi það þjón-
aði að reyna að halda saman sem
ríki þessu hrjáða og blóði drifna
landi. Þá var ástandið í Suður-
Líbanon milli Líbana innbyrðis
þó ekki komið á það stig sem það
hefur færzt á allra síðustu daga.
f fljótu bragði sagði Economist
að erfitt væri að finna rök fyrir
því. Bandaríkjamenn hefðu
reynt að halda lffinu í Líbanon
og þeim hefði mistekizt. fsraelar
hefðu talið að þeir gætu kveðið
niður deilurnar í Líbanon. Þeim
hefði mistekizt það og aðgerðir
þeirra fyrir þremur árum ættu
sinn þátt í því hvernig komið
væri nú. Þó skyldi skuldinni ekki
skellt á neinn einstakan aðila.
Ágreiningur Líbana innbyrðis
væri óhugnarlega djúpstæður og
sáttavilji væri enginn þrátt fyrir
ólýsanlegar hörmungar I heilan
áratug því sýndist það eitt vera í
sjónmáli að Líbanon leystist
endanlega upp. Séu líbanskir
borgarar inntir eftir því hver sé
þeirra framtíðarsýn, er svarið að
það sé sterkt, sameinað Líbanon.
Svo fer það eftir því hvort rætt
er við kristna menn, shita-mú-
hameðstrúarmenn, sunni-mú-
hameðstrúarmenn eða drúsa
hverjir eiga að stjórna þessu
sterka og sameinaða ríki.
Og sundurlyndið er auðvitað
alvarlegast meðal stjórnmála-
mannanna. Þeir geta ekki komið
sér saman um leiðir til að endur-
reisa Libanon. Margir voru
vongóðir þegar Karami tók að
sér að mynda stjórn. Fáir efa að
karami gekk heill að því sem
honum var falið. En flesta aðra
virðist hafa skort heilindi og dug
til að vinna að því verkefni.
Sumir fréttaskýrendur segja,
að eina vitið nú sé að reyna að
Rashid Karami
ganga frá skiptingu landsins á
eins friðsamlegan hátt og hægt
er. Þar sem Sýrlendingar sýna
merki þess að þeir séu að gefast
upp á því metnaðarsama hlut-
verki sem þeir ætluðu sér í Líb-
anon verður brátt síðasta hindr-
unin í brottu, að sögn frétta-
skýrenda. Því að fram á síðustu
vikur hefur ástandið í landinu
verið Assad Sýrlandsforseta
þóknanlegt, veik stjórn undir
forsæti ennþá veikari forseta,
sem virtist sætta sig við að
þiggja leiðsögn Sýrlendinga.
Sveitir líbönsku stjórnarinnar
sýndu hollustu fyrst eftir að
Karami tók við. En ekki leið þó á
löngu unz herinn fór að molna, í
shita-múslíma, sunni-múslíma,
kristna maronita og skyndilega
voru Palestinumenn komnir I
spilið, en áttu þó flestir að hafa
verið hraktir á brott í innrás
ísraela.
Garöabær:
Samið við Hagvirki
um lagnavinnu
BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur samið við verktakafyrirtækið Hagvirki
hf. í Hafnarfirði um lagnavinnu (holræsi og vatnslagnir) á byggingasvæði
fyrir ungt fólk í Garðabæ. Verkið var boðið út og bárust sex tilboð í það.
Lægsta tilboðið var frá Sand-
sölu Jóhannesar Hannessonar,
3.387 þúsund kr. Tilboð Hagvirkis
var 5.198 þúsund kr., Gunnar og
Guðmundur buðu 5.123 þúsund kr.
og Borgarvirki bauð 4.951 þúsund
kr. Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri
í Garðabæ, sagði í samtali við
Mbl. að bæjarstjórnin hefði ekki
treyst sér til að taka tilboði
Sandsölunnar, sem þó var lægst.
Tilboðið hefði verið óeðlilega lágt,
fyrirtækið ætti ekki nauðsynleg
tæki og yrði því að byggja á leigu-
tækjum auk þess sem þeir sem
verkið ætluðu að vinna hefðu ekki
unnið saman að slíkum verkum
áður. Hann sagði að undirbúning-
ur byggingarsvæðisins hefði geng-
ið illa, tíminn væri orðinn naumur
og hefðu menn ekki talið þorandi
að eiga það á hættu að þetta verk
færi úr skorðum.
Hann sagði að þeir þrír verktak-
ar sem ættu næstu tilboð væru
allt virtir verktakar sem Garðbæ-
ingar hefðu átt ágæt viðskipti við.
Eftir viðræður við þá um lánstíma
og greiðslukjör hefði niðurstaðan
orðið sú að tilboð Hagvirkis væri
hagstæðast. Þar við bættist að
Hagvirki tengdist öðrum þáttum
þessa verks sem verktaki, bæði
undirbúningi og frágangi.
„Með lögguna
á hælunum“
í Tónabíói
TÓNABÍÓ hefur tekið til sýninga
frönsku myndina „Meó lögguna á
hælunum“, (La Carapate) eftir Ger-
ard Oury.
Myndin gerist í Frakklandi árið
1968 þar sem mikil ólga ríkir I
kjölfar óeirða stúdenta. Sagan
segir síðan frá Martial Gaulard
sem situr i fangelsi dæmdur til
dauða og lögmanni hans, Jean
Philippe Duroc. Gaulard sleppur
úr prísundinni og saman lenda
þeir félagarnir I ýmsum ævintýr-
um.
Með aðalhlutverk fara Pierre
Richard, Vicitor Lanux, Raymond
Bussieres og Yvonne Gaudeau.
PÖBB-3HR
í vikunni
í dag þriðjudaginn 30. apríl
Leikfélag Hafnarfjaröar leikur og syngur lög úr
söngleiknum „Rockhjartað slær“ í kvöld kl.
20.00.
Hinrik D. Bjarnason leikur klassíska gítartón-
list fyrir matargesti frá kl. 18.00.
Pöbb-bandiö sér síöan um tónlistina eftir söng-
leikinn.
Það veröur opiö hjá okkur í dag frá kl.
12.00—15.00 og í kvöld frá kl. 18.00—03.00.
Ath. aðgangur ókeypis.
Ódýr og góöur matur framreiddur í hádegi.
Kvöldveröur á gjafveröi (kr. 390.-) framreiddur í
kvöld frá kl. 18.00.
Pantiö í tíma borö í síma 19011.
Ódýr og góö skemmtun fyrir t.d. starfsmanna-
hópa.
Pöbb-inn
Miövikudaginn 1. maí
hátíöisdagur verkamanna.
Opiö í hádegi frá kl. 12.00—15.00.
Opiö um kvöldiö frá kl. 18.00—01.00.
Hinrik D. Bjarnason leikur klassíska tónlist
fyrir matargesti.
Pöbb-bandiö sér um tónlistina um kvöldiö af
sinni alkunnu snilld.
Ódýr og góöur matur öll hádegi og öll kvöld.
Pantið í tíma borö í síma 19011. )
PÖBB-INN
MINN A blNN