Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRlL 1985
Fiskurmn tekinn um borð í Keflavík.
í vesturátt er flogið með sólinni og komið til San Francisco á svipuðum tíma dags og farið var frá Keflavfk um 8
tímum áður.
íslenzka fyrirtækið Royal Iceland í Kaliforníu:
Selur fisk í 200.000
máltíðir í viku hverri
— 30 lestir af ferskum fiski og
20 af lausfrystum hörpudiski
ÞEIR færast mikið í fang, sem selja vikulega 30 lestir af
ferskum fiski til vesturstrandar Bandaríkjanna. Séu menn í
vafa um þessa fullyrðingu má benda þeim á það, að þetta
magn samsvarar 120.000 máltíðum! Sömu aðiljar selja enn-
fremur á sama markaðssvæði um 20 lestir af lausfrystum
hörpudiski vikulega svo í raun sjá þeir 200.000 manns fyrir
sem svarar um einni fiskmáltíð vikulega. Svo vel hefur til
tekizt, aö íslenzkur fiskur er auglýstur sem lúxus í heims-
borginni San Francisco og víðar í Bandaríkjunum og borga
menn yfir 200 krónur fyrir hvert kfló af íslenzku soðningunni
þar vestra.
Frá vinnslu í
veitingahús
Undirritaður átti þess kost fyrir
skömmu, að fylgja íslenzku soðn-
ingunni vestur um haf. Allt frá því
hún var unnin í frystihúsi hér
heima og þar til hún var komin í
glæsileg fiskborð í verzlunum
vestra og borin á borð í fínustu
veitingahúsum. Það er óneitanlega
merkileg tilfinning að fylgja
„flugfiskinum“ í einni af stærstu
og glæsilegustu fragtflugvél heims
yfir nær hálfan hnöttinn og sjá
hve fagmannlega er staðið að
þessum flutningum með fullkom-
inni flutningatækni og flutningan-
eti á jörðu niðri. Það er Royal Ice-
land í Berkeley við San Francisco,
sem sér um sölu soðningarinnar,
en Cargolux, fyrrum afkvæmi ís-
lendinga, sem flytur fiskinn.
Flutningafyrirtækið Cosmos er
einnig aðili að þessum flutningum.
Bæjarútgerð Reykjavíkur verkar
meginhluta fisksins, aðallega
karfa, en íslenzk matvæli í Hafn-
arfirði og Vogar hf. í Vogum eiga
einnig stóran hlut að máli.
Enn á tilraunastigi
Magnús Þ. Þórðarson heitir
maðurinn, sem stjórnar Royal Ice-
land. Hann tók á móti Morgun-
blaðsmönnum vestra f síðasta
mánuði og rakti fyrir þeim gang
mála. Magnús var hógvær er hann
var inntur eftir því, hvernig
ævintýrið eentri: „Ferskfisksalan
er enn sem komið er á tilrauna-
stigi. Takist öllum aðiljum máls-
ins að tryggja stöðugt framboð og
gæði er aldrei að vita nema þetta
geti gengið í framtíðinni. Við
þurfum minnst eitt ár til að
sannreyna möguleikana,“ sagði
Magnús.
UpphaHð eiginlega
tilviljun
„Hér er stór og mikill markaður
fyrir ferskan fisk og íslenzki fisk-
urinn hefur yfirburði yfir hérlend-
an fisk hvað gæði og ferskleika
varðar,“ sagði Magnús. „Þetta
byrjaði hins vegar eiginlega fyrir
tilviljun. Cargolux hafði þar til í
haust flogið yfir Keflavík á leið
sinni vestur um haf og tekið elds-
neyti á austurströnd Kanada,
reyndar með einstaka viðkomu í
Keflavík. f samtali mínu við Þór-
arin Kjartansson, svæðisstjóra
Cargolux í Bandaríkjunum, kom
upp sú hugmynd að millilenda f
Keflavík til þess að flytja fisk frá
íslandi vestur um. Meðan á undir-
búningi þessa stóð, var Cargolux
nauðsynlegt að taka eldsneyti í
Kanada eða Keflavík, þar sem
flugbrautin í Lúxemborg var of
stutt til að 747-flutningavélarnar
Mílin rædd í flugvellinum í San Francisco. Þórarinn Kjartansson, svæðis-
stjóri Cargolux í Bandaríkjunura, Magnús Þrándur Þórðarson og Arnold Van
Den Bosch, stöðvarstjóri Cargolux í San Francisco.
Það ber ekki i öðru en hitastigið sé
rétt við komuna vestur.
Og daginn eftir í kæligeymslu dreif-
ingarmanna er Ciskurinn auðvitað
enn sem nýr.
Svo er að selja fiskinn. Það er gert f stórmörkuðum og búðum af ýmsu tagi,
en fjölskrúðug fiskborð eru algeng vestra.
gætu hafið sig til flugs fullfermd-
ar. Eftir að samkomulag um flutn-
ingana náðist var hins vegar búið
að lengja flugbrautina í Lúxem-
borg, þannig að millilendingin
heima var alveg óþörf. Engu að
siður hófust þessir flutningar f
október síðastliðnum og hafa stað-
ið nokkuð sleitulaust síðan að und-
anskildum hléum um jól og ára-
mót og vegna verkfallsins. Undir-
tektir hér hafa verið mjög góðar,
en frumskilyrði þess að salan
gangi er að framboð sé stöðugt.
Það er því mikil skuldbinding, sem
fiskverkendur heima hafa tekið á
sig, en þeir skilja þetta mjög vel
og hafa staðið sig með prýði.
Fastur liður á mat-
seðlinum
Uppistaðan í þessu er karfi frá
BÚR, en að auki seljum við þorsk,
ýsu, lúðu, kola og steinbft auk
fleiri tegunda frá Islenzkum mat-
vaelum og Vogum hf. Sala þessara
tegunda gengur vel hér og fer hún
mikið í gegnum heildsala, en við
dreifum talsverðu magni sjálfir.
Við erum með auglýsingaherferð í
gangi, bæklinga, veggspjöld og
uppskriftir auk hefðbundinna
blaðaauglýsinga. Það miðar allt að
því, að tryggja söluna til helztu
stórmarkaðanna. Koma henni f
fastan farveg, þannig að íslenzkur
fiskur verði fastur liður á matseðli
sem flestra fjölskyldna og veit-
ingahúsa.
Fáurn 150 til 200 krón-
ur fyrir hvert kfló
Fyrir jól fengum við líklega
hæsta verð fyrir ferskan fisk, sem
um getur í Islandssögunni, en þá
var framboð mjög lítið. Verð hefur
síðan lækkað nokkuð í kjölfar auk-
ins framboðs frá öðrum. Við leggj-
um hins vegar áherzlu á, að ís-
lenzki fiskurinn sé einstakt góð-
gæti og reynum þannig að jafna út
óhjákvæmilegar verðsveiflur
vegna mismunandi framboðs frá
keppinautunum. Hingað til hafa
öll viðbrögð og viðtökur verið
mjög jákvæð og því mikil umsvif
hjá okkur. Hæsta verð til okkar
fyrir karfa hefur verið um 150
krónur fyrir kílóið og tæpar 200
krónur fyrir kíló af þorski og ýsu,
en við gerum okkur ánægða með
120 krónur fyrir karfakílóið að
jafnaði næstu þrjá mánuðina.
Álagning í verzlunum er síðan á
bilinu 25 til 30%. Kaupandinn
heldur með öllu 6—8 milliliðum
uppi, svo það er mikilvægt að fá
sem hæst verð.