Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 47
MORGONBLAÐIÐ, ÞRIDJUPAGUR 30. APRÍL1985
Minning:
Sigurður Atli
Gunnarsson
alla leið, heldur hlýtur að því að
koma að hin ópersónulega skynjun
tekur við.
Ég þakka Sigvalda nær þrjátíu
ára vináttu og samfylgd fyrst í
Guðspekifélaginu en lengst af í
Sam-frímúrarareglunni. Fræðsla
hans þar og fordæmi verður okkur
öllum ómetanlegt veganesti. Fjöl-
skyldu hans sendi ég einlægar
samúðarkveðjur.
Fari vel bróðir og vinur, farnist
honum vel á leiðinni sem liggur
inn í gegnum sólarlagið.
Njörður P. Njarðvík
Kvedja frá Indlands-
vinasamtökunum
Kveðja og þökk. Eitt af fegurstu
kvæðum Þorgeirs Sveinbjarnar-
sonar frá Efstabæ í Skorradal „Að
lifa“ er á þessa leið:
Að lifa
er að skynja
nýja tíma.
Tíðin liðna
er jörðin
Að deyja
er að lifa
nýjum tíma.
Tíðin framundan
er himinninn.
Opinn nýrri stund.
Indlandsvinasamtökin harma
brottför góðs félaga og vinar,
mannsins Sigvalda Hjálmarsson-
ar rithöfundar —, sem átti hvað
stærstan hlut í að sá vaxtarsprota
indverskrar menningar í vitund
íslenzku þjóðarinnar, með skrif-
um, ferðalýsingum, og framtaki
sínu með stofnun Indlandsvina-
samtakanna, sem kappkostað hef-
ur að hlúa að þeim sprota með
aukinni kynningu þessara ólíku
þjóða — austurs og vesturs.
Vegir Almættisins eru órann-
sakanlegir.
Sigvalda Hjálmarssyni tókst
ekki að ljúka því dagsverki, sem
hann þó ætiaði sér í þágu sam-
skipta hinna tveggja heima. Hann
vann að stóru ritverki um menn-
ingarsögu Indlands, sem hann
lauk ekki við en sem tók hug hans
allan. 1 boði indversku stjórnar-
innar átti hann vísan samastað, á
þeim stað í Indlandi, þar sem
hann sjálfur kaus að dvelja, ásamt
nauðsynlegri styrkveitingu í því
skyni. Það var ósk hans heitust að
geta þekkst þá viðurkenningu —
unnið bókmenntaverk sitt — með
þeirri þjóð, sem hann unni og
þekkti af margra ára reynslu.
Sigvaldi Hjálmarsson átti um
árabil sæti í stjórn Félagasamtak-
anna Verndar — meðan undirrit-
uð var formaður þeirra — og tók
virkan þátt i starfi félagsins, auk
margháttaðra annarra verkefna,
sem við áttum sameiginleg frá
fyrstu kynnum.
Það er sagt að sá sem þekkir
aðra sé hygginn — sá sem þekkir
sjálfan sig sé vitur.
Á líðandi stundu — þegar mat
samtíðarinnar byggist að mestu á
framtaki eða stjórnmálaframa —
þar sem múgmennskan oft ræður
ríkjum — án tillits til persónu-
leika og mannkosta — var það
dýrmæt reynsla og lærdómur að
kynnast manninum Sigvalda
Hjálmarssyni, sem átti þá ómet-
anlegu eiginleika að Iáta ekki há-
vaða dagsins hafa áhrif á fastmót-
aðar skoðanir sínar, sem áttu ræt-
ur að rekja til óvenjulegrar
dómgreindar, þekkingar og trú-
arvissu.
Sigvaldi Hjálmarsson var vitur
maður.
Ég bið kærum vini blessunar i
nýjum heimkynnum.
„Flýt þér vinur, í fegra heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans,
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa Guðs um geim“.
Ég votta eiginkonu og öðrum
ástvinum Sigvalda Hjálmarssonar
samúð mína. Megi sá sem öllu
ræður hjálpa þeim á erfiðum
stundum.
Þóra Einarsdóttir
Fæddur 3. mars 1948
Dáinn 22. aprfl 1985
Sigurður Atli, félagi minn og
mágur, er kvaddir hinstu kveðju í
dag. Sjúkdómsstríðinu er lokið
með sigri þess vágests er fellir svo
margan manninn í dag og lækna-
vísindin eiga svo erfitt með.
Það er erfitt að skilja tilgang og
sætta sig við er maður á besta
aldri er hrifinn burt í blóma lífs-
ins. Ótímabærir viðkomustaðir
dauðans eru í þessu tilviki, sem í
svo mörgum öðrum, illskiljanlegir
okkur sem eftir lifum og kalla
fram spurningar um tilgang lífs
og dauða sem erfitt er að fá svör
við. Á slíkri stundu virðist maður-
inn ósköp lítill gagnvart máttar-
völdunum.
Sigurður Atli var fæddur í
Reykjavík 3. mars 1948 sonur
hjónanna Gunnars Sigurðssonar
og Jóhönnu Þorvaldsdóttur. Flutti
hann ungur að árum með foreldr-
um sínum og Maríu systur sinni
að Hjarðarhaga 28 og var heimili
hans þar lengstan hluta ævinnar.
Atli átti góða æsku, gekk hefð-
bundinn skólaveg í Vesturbænum
og stundaði íþróttir og útivist með
æskufélögunum. Á sumrin var
Atli í sveit vestur á Rauðasandi
hjá móðurafa sínum og ömmu.
Hafði hann alla tíð mjög sterkar
taugar til þess staðar og til alls
ættfólks síns í Barðastrandar-
sýslu. Fór hann sína síðustu ferð
þangað sl. sumar í níræðisafmæli
ömmu sinnar sem syrgir nú kæran
dótturson. Eftir hinn hefðbundna
skólaveg í Vesturbænum fór Atli í
Tækniskóla íslands og lauk þaðan
prófi í byggingatæknifræði árið
1972. Jafnframt skólanáminu
stundaði hann byggingavinnu á
sumrin ásamt sjómennsku á milli-
landaskipinu öskju. Var hann að-
eins 16 ára þegar hann fór sinn
fyrsta túr á því skipi.
Eftir að náminu lauk hóf Atli
störf hjá Borgarverkfræðingi í
Reykjavík, en síðan lá leiðin til
verktakafyrirtækisins Breiðholts
hf. Starfaði hann hjá Breiðholti
hf. þar til hann flutti til Seyðis-
fjarðar árið 1978 til að taka við
starfi bæjartæknifræðings. Þar
var hann þangaö til hann veiktist
í janúar 1983. Atli tók sér annað
slagið frí frá tæknifræðistörfun-
um nokkra mánuði i senn til að
komst á sjóinn og fór nokkra túra
sem háseti á millilandaskipinu
Skeiðsfossi. Átti það sérstaklega
vel við hann að breyta um um-
hverfi og hafði hann sterkar taug-
ar til sjómannastéttarinnar. Eftir
að Atli veiktist starfaði hann eftir
því sem kraftar leyfðu hjá Verk-
fræðistofu Stanleys Pálssonar og
á framkvæmdadeild Innkaupa-
stofnunar ríkisins.
Árin á Seyðisfirði voru Atla
mjög mikilvæg og greinilegt að
hann varð þar fyrir miklum áhrif-
um, bæði af fallegu umhverfi og
ekki síður góðu fólki.
Kunningjahópurinn á Seyðis-
firði var orðinn stór og var þar að
finna hina ólíkustu karaktera.
Einn félagi hans úr þessum hópi,
Sigurður Mikaelsson, var honum
sérstaklega kær. Þeir háðu um
tíma sameiginlega baráttu gegn
sjúkdómi þeim, sem hefur nú lagt
þá báða að velli. Það kom í hlut
Atla að skrifa minningargrein um
þennan félaga sinn haustið 1983
og var þetta tímabil honum ákaf-
lega erfitt. Annað dauðsfall var
Atla ekki síður erfitt, en það var
er Jóbanna móðir hans dó sumarið
1979. Atli var þá starfandi á Seyð-
isfirði og fylgdist með veikindum
móður sinnar úr fjarlægð. Áfallið
var mikið enda Jóhanna mikil
sómakona, sem hugsaði fyrst og
fremst um að láta öðrum líða vel,
og fór einkasonurinn ekki var-
hluta af því.
Atli var alla tíð mikill áhuga-
maður um menningarmál og fróð-
leik ýmiss konar. Kvikmyndagerð
var honum sérstaklega hugleikin
og fylgdist hann vel með því, sem
var þar að gerast, bæði innan-
lands sem utan. Iþróttaáhuginn
var mikill og var Evrópuleikur
Víkings við Barcelona síðasta
mannamótið, er Atli fór á. Synir
mínir og ég munum lengi minnast
þessa leiks, ekki bara fyrir góðan
sigur Víkings, heldur fyrir að hafa
Ástkær eiginkona mfn. t
HELGA R. HJÁLMARSDÓTTIR
ffrá Uafiröi,
andaöist i Landspítalanum laugardaginn 27. apríl.
Fyrir hönd barna okkar. Helgi H. Halldórsson.
t
Eiginmaöur minn, faðir okkar. tengdafaöir og afi,
ÓSKAR BJÖRNSSON,
Skálagerði 5,
Reykjavfk,
lést í Landspítaianum 26. april.
Jaröarförin fer fram fró Fossvogsklrkju föstudaginn 3. maí kl. 10.30.
Margrét Þóröardóttir,
Ingólfur Óskarsson, Margrét Kjartansdóttir,
Sigurbjörg Óskarsdóttir, Hjalti Jóhannesson,
og barnabörn.
t
Systir okkar,
KRISTBJÖRG JÚLÍU8DÓTTIR
fré Hvassafelli,
andaöist i Fjóröungssjúkrahúsi Akureyrar 29. apríl.
Jaröarför verður ákveöin síöar.
Fyrfr hönd vandamanna,
Gunnlaug Thorarensen,
María Júliusdóttir.
Atla þar með okkur glaðan og reif-
an, þótt sjúkur væri. Sú íþrótt er
Atli stundaði mest sjálfur var
skákíþróttin og var hann mjög
sterkur í þeirri list. Tefldi mikið í
skákklúbbum og við félagana í
heimahúsum. Þá hafði hann og
mjög gaman af allri spilamennsku
og var liðtækur bridgespilari.
Áhugi hans á sjónum var ávallt
mikill og naut hann þess mjög er
við fórum til veiða á Snúð, en svo
köllum við bátinn sem við áttum
með tveim félögum okkar.
Minning mín um Atla við veiðar
úti á spegilsléttum sjónum, á góðri
stund á öldurhúsi eða í viðræðum
á heimili sínu verður mér dýrmæt
eign um ókomna tíð. Margt var
spjallað og dáðist ég oft að æðru-
leysi hans og hversu hispurslaust
hann gat talað um sjúkdóm sinn
og lífslíkur. Þannig var raunsæis-
maðurinn Atli, málin metin með
köldum rökum eins og i skákin'ni,
þó að viðkvæmnin væri mikil
innst inni. Synir mínir sjá nú á
bak frænda sínum er var þeim svo
________________________ <47
mikils virði. Nú er ekki lengur
neinn frændi á Seyðisfirði, sem
hringir til að spyrja frétta af
gengi þeirra I kappleikjum og
öðru, sem þeir höfðu fyrir stafni.
Síðustu tvö árin verða þeim minn-
isstæðust er Atli dvaldi á heimili
okkar. Bíóferðirnar þegar heilsan
leyfði, skákkennslan, borðtennis, f •*
sjóorustuleikir og ekki síst að fá
að umgangast fullorðinn mann
sem jafningja.
Margir munu nú sakna vinar i
stað, því kunningjahópurinn var
stór. Missir okkar allra er mikill,
þó sárastur sé hann hjá föður
hans og systur, Gunnari og Maríu.
Það er þó huggun harmi gegn, að
þrautunum hefur nú linnt eftir
svo langa og stranga baráttu.
Minningin um góðan dreng mun
lifa með okkur alla ævi.
Félagi minn og vinur fari í friði.
Sævar Jónsson ”
í dag er til moldar borinn Sig-
urður Atli Gunnarsson, tækni-
fræðingur sem lést langt um aldur
fram 37 ára gamall.
Kynni okkar hófust er við lékum
knattspyrnu og aðra leiki í hópi
ungra drengja í Vatnsmýrinni og
nágrenni hennar í Reykjavík. Þau
kynni efldust og urðu að vináttu
sem entist æ síðan.
Þegar við kveðjum nú Atla rifj-
ast upp minningar um margs kon-
ar samverustundir liðinna ára. í
hugann koma knattleikir á björt-
um sumarkvöldum, ferðalög um
ísland og í útlöndum, einbeittar
stundir við skákborðið, hraðfleyg-
ar stundir er glóði vín á skál og
ófá síðkvöld, sem liðu við spjall
um nám og störf, nýjungar í tækni
og vísindum, kvikmyndir meistar-
anna eða landsins gagn og nauð-
synjar. Atli hafði mikla ánægju af
ferðalögum og siglingum og eru
sérstaklega minnisstæðar frá-
t
Eiginmaöur minn,
GUDMUNDUR EYSTEINSSON,
Skriöustekk 15,
Reykjavík,
sem andaöist i Landspítalanum miövikudaginn 24. apríl si., veröur
jarösunginn frá Fossvogskapeliu fimmtudaginn 2. maí nk. kl. 15.00.
Blóm eru afþökkuö en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á
Krabbameinsfélagiö.
F.h. vandamanna,
Vigdie Ámundadóttir.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar,
tengdamóöur, ömmu og langömmu,
JÓNÍNU MARÍU PÉTURSDÓTTUR,
Droplaugarstööum.
Birna og Ólafur Jónsson,
Guómundur og Jóhanna Markúsdóttir,
Pétur Geir og ósk Óskarsdóttir,
Lúövík og Ásthildur Michelsen,
Sígriöur og Jón Valdimarsson,
Marla Pélsdóttir,
Ingibjörg Kriatjénsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
t
Alúöarþakkir fyrir samúö og vináttu vlö andlát og útför bróöur
okkar,
ERLINGS GUDMUNDSSONAR
fré Melum.
Eggert Guömundsson,
Guörún Guömundsdóttir,
Hjéimar Guömundaaon,
Frimann Jóhannsson.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
GUÐBJARGAR INGIMUNDARDÓTTUR.
Sérstakar þakkir eru fœröar samstarfsfólki á Innheimtudeild Rfkls-
útvarpsins og hjúkrunarfólki á Grensásdeild Borgarspítaians.
Ari Agnarsson,
Leonhard I. Haraldason, Amalía H.H. Skúladóttir,
Haukur Haraldsaon, Sigurbjörg Aóalsteinadóttir,
barnabörn og systkini hinnar létnu.