Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1985 Ratsjárstöðvar og öryggismál sjómanna — eftir Hafstein Davíðsson Ratar- og ratsjárstöðvar hafa verið á dagskrá að undanförnu. Grein þessi er innlegg í þá um- ræðu og jafnframt um öryggismál sjómanna. Nafn á þessu mikla öryggistæki, sem við köllum ratar, er bein skammstöfun úr ensku, af orðun- um „RAadio Detecting And Rang- ing“. Það hefur ekki verið þýtt á íslensku að öðru leyti en því að stundum er skrifað „t“ í stað „d“ í miðju orðsins. Við getum þá sagt að íslenska þýðingin á enska orð- inu RADAR sé RATAR. Maðurinn hefur lengi þráð það að geta farið ferða sinna í myrkri og þoku án þess að rekast á hindr- anir og hættur. Hann veitti at- hygli hegðan sumra dýra sem virðast hafa hæfileika á þessu sviði, t.d. hestar og hundar, en sér- staka athygli vöktu þó leðurblök- urnar sem flugu um í stórhópum í myrkri, án þess að rekast hver á aðra eða kyrrstæða hluti. Þessi spendýr voru fyrst rann- sökuð af Harvard-háskólanum á Nýja Englandi á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina. Þá kom í ljós að leðurblökurnar senda frá sér hátíðni-hljóðbylgjur (óheyr- anlegar mannseyranu) og nota næma heyrn og hárnákvæmt tímaskyn frá bergmáli hluta til að staðsetja þá. Eflaust hefur þessi vitneskja um leðurblökurnar orðið hvatning manninum til smíði og þróunar þess tækis sem við köllum i dag RATAR. Á árunum um og eftir 1930 voru blikur á lofti í stjórnmálum Evr- ópu. Menn fóru að hugleiða nauð- syn þess að smíða tæki sem gæti fundið og staðsett óvinaflugvélar sem nálgast. Clerk Maxwell og Heinrich Hertz höfðu sett fram tæknilegar kenningar um grund- vallaratriði slíks tækis um það bil 50 árum áður. 1903 kom fram hugmynd um að setja upp varn- arkerfi vegna árekstrarhættu skipa á sjó. Kerfið átti að grund- vallast á endurkasti á radíóbylgj- um frá skipunum. 1933 kom þýskur vísindamaður fram með hugmynd að mælitæki sem grundvallaðist á míkróbylgj- um (örbylgjum). þetta tæki var þó ekki það frumtæki sem nútíma- radarinn byggist á. Allt frá 1922 vann ameríski sjó- herinn að smíði og þróun á tæki sem þróaðist í það að vera undan- fari þess ratars sem við þekkjum í dag. Um áramótin 1934—1935 ákvað breska stjórnin að láta fara fram nýjar vísindalegar athuganir 1 Hafsteinn Davíðsson á hugmyndum um loftvarnir Bret- lands. Allt til ársins 1935 var engin haldgóð hugmynd komin fram um smíði ratarsins, en á miðju ári 1935 tókst vinnuhópi sem vann að „Og ég spyr: Þurfum viö að vera varnarlausir gagnvart þessum veðr- um nú á tækniöld, verð- um við að sætta okkur við það að skip og sjó- menn týnist e.t.v. ár- lega? Ég tel að svo þurfí ekki að vera ... “ þessu verkefni að staðsetja hóp flugvéla í 39 mílna (63 km) fjar- lægð. Þessi flugsveit var réttilega ákvörðuð að vera þrjár vélar og það kom fram í ratarnum þegar ein þeirra sveigði frá hinum tveimur. Þetta mun vera talin fyrsta ratarmyndin af flugvélum. Ekki er ósennilegt að tilkoma ratarsins hafi haft útslitaþýðingu í vörnum Bretlands í síðari heims- styrjöld. Siðan hefur orðið geysi- leg þróun í smíði ratartækja og tenging hans við tölvu gefur undraverða möguleika. Ég þori að fullyrða að ekkert öryggistæki, sem fundið hefur verið upp, er bú- ið að bjarga og á eftir að bjarga eins mörgum mannslífum og rat- arinn, þó að e.t.v. sé erfitt að setja fram tölur þar um. Meginhluti af nútímaumferð, í lofti og sums staðar á sjó, væri óframkvæman- legur ef ratarinn væri ekki til að- stoðar og ekkert tæki sem þekkt er, getur komið í hans stað. Ratar- inn er t.d. talinn það ómissandi öryggistæki að nánast öll skip og bátar eru búin a.m.k. tveimur rat- arsettum. Hann er einnig kominn í flesta smábáta og trillur og t.d. er verið að setja ratar hér á Pat- reksfirði í fjögurra tonna trillu- bát. Ég hef löngum hugleitt það, eða allt frá þeim tíma er vélbáturinn Sæfari frá Tálknafirði fórst í janúar 1970 með allri áhöfn, hvort ekki væri hægt með einhverju móti og nútíma tækni að tryggja betur öryggi sjómanna. Mér kom til hugar LORAN-kerfi þar sem hvert skip og bátur væri með svartæki, sem kallað væri upp frá landstöð, en búnaðurinn um borð væri óháður skipshöfn. Þetta væri sem sagt sjálfvirkt kerfi, sem reiknaði út staðsetningu viðeig- andi skips. Það tilkynningaskyldukerfi, sem nú er notað, byggist á árvekni áhafnar og hefur ekki reynst vel. Ég man ekki eftir því, að það hafi bjargað mannslífi. Ég tel að sú reynsla sem komin er á núverandi tilkynningarskyldukerfi hefði átt að kalla á breytingar fyrir löngu síðan. Það sannar t.d. best þegar vélbáturinn Hellisey fórst við Vestmannaeyjar 11. mars 1984. Það ber að fagna því að Slysa- varnafélag íslands og Verkfræði- stofnun Háskólans vinna nú að því að samræma hugmyndir sinar um endurbætur á kerfi tilkynninga- skyldunnar og tilraunarekstrar sjálfvirks tilkynningarkerfis. Okosturinn við núverandi kerfi, og verður sennilega einnig við vænt- anlegt sjálfvirkt kerfi, er sá, að þau vinna ekki sem fyrirbyggjandi kerfi, þ.e.a.s. að vara við hættum í tæka tíð. Um mánaðamótin október/nóv- ember sl. (1984) var kynnt skýrsla, sem unnin er á vegum varnar- máladeildar utanríkisráðu- neytisins, ratsjárnefnd, og ber nafnið „Endurnýjun á ratsjárkerfi varnarliðsins“. Eins og nafn skýrslunnar ber með sér er aðal- lega fjallað um endurnýjun á ratsjárkerfinu sem felst í því að 'wt tsu Rochy 1 Þægindi, kraftur og frábærir aksturseiginteikar í byggð sem óbyggð. Hinn nýji Daihatsu Rocky hefur fengið frábærar viðtökur enda fyrsta flokks jeppi fyrir alla sem þurfa eöa vilja eiga slík farartæki. Viö bjóöum upp á tvær stæröir meö bensín- eöa dieselvél, meö eða án turbo. Komiö og skoðið og ræöiö viö sölumennina um alla Rocky-möguleikana Frábær þjónusta tryggir endursölu. Verð frá kr. 683.000 kominn á götuna (bensín styttri g). RDCKY ^]HO endurnýja tvær stöðvar og byggja tvær nýjar, aðra þeirra hér á Vestfjörðum og samtengingu þeirra við eina eftirlitsstöð. f skýrslunni segir, að megin- markmið kerfisins sé varnar- hlutverk og þar með forsendan fyrir uppbyggingu þess og rekstri. Ennfremur segir að hafa megi ýmis önnur afnot af kerfinu og er þar sérstaklega bent á þessi þrjú atriði: 1. Til almennrar flugumferðar- stjórnar. 2. Við eftirlit með skipaferðum. 3. Til að fylgjast með veðri og e.t.v. hafís. Ég vil nú ræða nokkuð nánar um þessi þrjú atriði. Þegar talað er um almenna flugumferðarstjórn er fyrst og fremst átt við millilandaflug og áætlunarflug innanlands. Þar að auki er svo sjúkraflug og ýmiss konar farþega- og þjónustuflug á litlum vélum. Flugi má skipta í tvo meginþætti, það er leiðarflug (flug milli staða) og aðflug eða lending. Ég tel, að enginn hluti landsins sé eins háður flugi og Vestfirðir, og jafnframt nokkrum annmörk- um háður með flug, vegna hárra fjalla, þröngra dala og flugvellir víðast undir og utan í bröttum fjallshlíðum. Með tilkomu ratsjárinnar verð- ur hægt að tryggja þetta flug til muna og auka öryggi þess. Sem dæmi, sem okkur er öllum í fersku minni, þar sem ratsjá hefði að öll- um líkindum getað komið í veg fyrir flugslys, má nefna, þegar kaupfélagsstjórinn frá ísafirði var á heimleið frá Suðureyri, en nauð- lenti í hafi og týndist hér út af Vestfjörðum 26. okt. 1982 og einn- ig þegar fjögur ungmenni fórust á Brunnahæð ofan Látrabjargs 15. júlí 1968. Við vitum að sjúkraflug er oft flogið af mikilli dirfsku. Með til- komu ratsjár verður öryggi þessa fliws bætt verulega. I öðru lagi er eftirlit með skipa- ferðum. Nú er unnið að stöðlun ratsjár- svara fyrir skip, á vegum Alþjóða- fjarskiptastofnunarinnar. Þegar þessi búnaður verður kominn í skip verður hægt með ratsjá, þar sem geisli hennar nær til, að fylgj- ast mjög náið með skipum sem eru með ratsjársvara, og gera aðvart um, ef eitthvað bregður út af. { þriðja lagi er svo talað um að ratsjána megi nota til að fylgjast með veðri og ef til vill hafís. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að barátta okkar við óblíð náttúruöfl er hörð og oft á tiðum mannskæð. Núna um síðustu páska vorum við minnt á mannskaðaveður, sem gekk yfir 1906. Þá fórust 68 manns, Halaveðrið var 1925, þá fórust tveir togarar, sem voru á veiðum á Halamiðum og með þeim 68 menn. í báðum þessum veðrum voru fleiri skip hætt komin. Flest- ir okkar muna eftir Þormóðsslys- inu 1943 og okkur er í fersku minni þegar rækjubátarnir frá Bildudal og Isafirði fórust innan- fjarða 25. febrúar 1980 og með þeim 6 menn. Ég ásakaði Veður- stofuna með sjálfum mér, hvers vegna hún gerði ekki aðvart um þetta fárviðri. Og ég spyr: Þurfum við að vera varnarlausir gagnvart þessum veðrum, nú á tækniöld, verðum við að sætta okkur við það að skip og sjómenn týnist e.t.v. árlega? Ég tel að svo þurfi ekki að vera, ef lögð er meiri áherzla á fyrirbyggjandi viðvörunar- og varnarkerfi. í ratsjártækjum sjást oft skýja- myndanir, sérstaklega úrkomu- ský, en þau fylgja oftast kröppum lægðum eða veðurhnútum. Ég geri ráð fyrir að í ratarskýrslunni sé fyrst og fremst átt við slíkar að- stæður. Ég tel, að jafnhliða langtíma veðurspám 3—4 daga þurfi einnig að þróa skammtíma spár. Gervi- tungl (veðurtungl) væru notuð við veðurathuganir, sem ná yfir stór svæði, en með ratarnum væri fylgst með einstaka svæðum eða landshlutum, sérstaklega þegar hættuleg veðrabrigði eru í aðsigi. Með ratarnum væri hægt að tíma- setja slík veður og koma upplýs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.