Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL1985 Ortega í Sovétríkjunum Daniel Ortega, forseti Nicaragua, ræddi í gær við Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkanna. Jafnframt undirrituðu þeir samning um mikla efnahagsaðstoð Sovétmanna við stjórn sandinista í Nicaragua. Talið er að Ortega hafi farið fram á 200 millj. dollara fjárhagsaðstoð í reiðufé, en TASS-fréttastofan greindi ekki frá því, með hvaða hætti efnahagsaðstoð Sovétmanna yrði látin í té. Mynd þessi var tekin við npphaf viðræðna þeirra Ortega og Gorbachevs í Moskvu í gær. Vorkuldar í V-Þýskalandi: Snjókoma og vegir lokaðir l'rankfurt, 29. aprfl. AP. HVÍT mjallarbreiða huldi mest allt Vestur-Þýskaland í dag, mánudag, og víða lokuðust vegir vegna snjókomunnar. I Svartaskógi í Suður-Þýska- landi var jafnfallinn snjór 30—50 sm djúpur og hið ágæt- asta færi fyrir skiðagöngumenn. Þykir svona veðurlag á þessum árstíma miklum tíðindum sæta. Upp til fjalla höfðu snjóplóg- arnir ærið að starfa og margur ökumaðurinn mátti draga fram snjókeðjurnar á nýjan leik til að komast leiðar sinnar. Að sögn lögreglunnar í Braunschweig var 25 sm djúpur snjór í Harz- fjöilum og nágrenni og margir vegir á þessum slóðum voru lok- aðir vegna fólksbifreiða, sem komust hvorki lönd né strönd. Veðurfræðingar telja, að þessir vorkuldar geti staðið í nokkra daga enn. Reagan fús til að ræða við Gorbachev För Reagans forseta til Vestur-Evrópu hefst í dag Evrópuför Reagans Banda- ríkjaforseta: 2. maí Fundur helstu leiðtoga iðnríkja heims í Bonn. 3.-4. maí _ Leiðtogafundur n inn í Bonn. 1. maí Forsetahjónin koma til Bonn. 5. maí Skoðar útrýming- arbúðir nasista í Bergen Belsen. 5. maí Heimsækir her- mannagraf- reitinn í Bitburg. 6. maí Kemur til Madrid og hittir Jóhann Karl konung. N 10. maí Frá Lissabon og áleiðis til Banda- rfkjanna. **'pf L 9. maí Fundur með Mar- io Soares forsæt- isráðherra; ávarpar þjóð- þingið. 8. maí Kemur til Strass- borg og ávarpar Evrópuþingið. Heldur til fundar við Antonio Eanes forseta í Lissabon. 7. maí Hittir Felipe Gonzale forsætis- ráðherra. -A^ New York, 29. aprfl. AP. Reagan Banda- rfkjaforseti leggur af stað á rnorgun, þriðju- dag, í opinbera heimsókn til Vestur-Þýzka- lands, en þar mun hann jafn- _ , , _ framt sitja fund Ronald Reagan helztu iðnríkja heims, sem fram á að fara í Bonn á fostudag og laugardag. För forsetans til Vestur-Þýzka- lands hefur komið af stað miklum deilum í Bandarikjunum sökum þeirra áforma hans að heimsækja þýzkan herkirkjugarð í bænum Bitburg. Þá er einnig talið, að for- setinn eigi eftir að mæta mikilli gagnrýni á fundi iðnríkjanna vegna stefnu Bandaríkjanna í efnahags- málum, en auk Bandaríkjanna taka Japan, Vestur-Þýzkaland, Frakk- land, Bretland, Italía og Kanada þátt í þessum fundi. Helzta viðfangsefnið þar verður að finna leiðir til þess að auka og tryggja varanlegan hagvöxt í heim- inum. Þar verður m.a. rætt um hinn mikla halla, sem er á fjárlögum Bandaríkjanna og leiðir til þess að draga úr viðskiptahömlum f heim- sverzluninni. Hinn geysilegi út- flutningur Japans á hvers konar iðnaðarvörum veldur mikium áhyggjum í Bandaríkjunum, Kan- ada og Vestur-Evrópn, en þessi út- flutningur er meginástæðan fyrir hinum hagstæða viðskipta- og greiðslujöfnuði Japans. Aftur á móti er gert ráð fyrir, að Japanir, Kanadamenn og Vestur- Evrópuþjóðirnar eigi eftir að leggja hart að Bandaríkjamönnum að gera hið bráðasta ráðstafanir til þess að lækka vexti og draga úr hinu háa gengi Bandarikjadollars. Lítill hagvöxtur í Vestur-Evrópu að undanförnu verður einnig ofar- lega á baugi á þessum fundi. Jafn- framt verður þar rætt um leiðir til þess að endurbæta úreltar fram- leiðsluaðferðir í iðnaði margra ríkja Vestur-Evrópu. f för sinni til Vestur-Þýzkalands hyggst Reagan forseti heimsækja bæina Bitburg og Bergen-Belsen og minnast þar sigursins yfir Þýzka- landi nazismans 8. maí. Áformað hefur verið, að hann leggi blóm- sveig á minnisvarða í kirkjugarðin- um í Bitburg, en þar eru grafnir mörg þúsund þýzkir hermenn, sem féllu í báðum heimsstyrjöldunum. í þeirra hópi eru 2.000 þeirra þýzku hermanna, sem féllu í orrustunni í Ardennafjöllum, en þar misstu 19.000 bandarískir hermenn lífið. f þessum kirkjugarði eru einnig grafnir 49 menn úr SS-sveitum Þjóðverja, en eitt helzta verkefni SS-sveitanna var að gæta dauða- búða nazista og aðstoða við að út- rýma milljónum gyðinga og öðru fólki, sem talið var „óæskilegt" í Þriðja ríkinu. Af þessum sökum hefur fyrirhuguð heimsókn forset- ans til Bitburg komið af stað mikl- um deilum í Bandaríkjunum og víð- ar. Þannig hafa 257 þingmenn í full- trúadeild Bandaríkjaþings ritað Helmut Kohl, kanslara Vestur- Þýzkalands, bréf, þar sem þeir fara þess á leit, að heimboðið til Bitburg verði fellt niður, er Reagan kemur til Vestur-Þýzkalands. Þá hafa 78 þingmenn úr öldungadeild Banda- ríkjaþings sömuleiðis óskað eftir því við forsetann, að hann hætti við heimsókn sína til Bitburg. Donald T. Regan, starfsmanna- stjóri Hvíta hússins, sagði í gær- kvðldi, að vaxandi gagnrýni á fyrir- hugaða heimsókn til Bitburg hefði vissulega valdið forsetanum mikl- um áhyggjum, en hann hygðist ekki hætta við hana. Forsetinn færi þangað „sem gestur Kohls kanslara. Hann hefur heitið því að fara þang- að og er ákveðinn í því að standa við orð sín,“ sagði Regan. Brottrekstur fimm Sovétmanna frá Bretlandi: Suður-afrískur njósnari kom lögreglunni á sporið London. 29. anrfl. AP. ^ JL liondon, 29. aprfl. AP. TALIÐ ER að játningar suður-afríska njósnarans Dieter Gerhardt hafi átt mestan þátt í því, að fimm sovéskum sendiráðsmönnum var vísað á brott frá Bretlandi í þessum mánuði. Sagði frá þessu nú um helgina í blaðinu The Mail on Sunday. Gerhardt, sem var foringi í suð- ur-afríska sjóhemum, var í desem- ber árið 1983 fundinn sekur og dæmdur fyrir að hafa selt Sovét- mönnum leynileg skjöl um varnir Atlantshafsbandalagsríkjanna, en hann mun hafa njósnað fyrir þá í tvo áratugi samtals. Af þessum 20 árum hafði hann þrjú ár aðsetur í Bret- landi. Sagt er, að við yfirheyrslur fyrir og eftir réttarhöldin hafi Ger- hardt gefið upplýsingar um njósna- hring í London, sem hafði það verk- efni að komast yfir skjöl um nýja tækni, sem gerir kleift að finna kafbáta í mikilli fjarlægð. Er hljóðsjá dregin á eftir skipi í tæp- lega kílómetra fjarlægð og getur hún fundið kafbát þótt hann sé 160 km undan. I Mail segir, að starfsmenn banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, hafi kynnt sér játningar Gerhardts og síðan komið upplýsingunum áleiðis til M15, bresku leyniþjónustunnar, sem jók eftirlitið með Sovét- mönnum. Átjánda apríl sl. ráku Bretar fimm Sovétmenn úr landi, þrjá her- málafulltrúa við sovéska sendiráðið, þriðja sendiráðsritara og starfs- mann sovéska flugfélagsins Aero- flot. Sovétmenn svöruðu með því að reka þrjá Breta. Washington, 29. aprfl. AP. REAGAN Bandaríkjaforseti sagði á fundi með 6 erlendum blaða- mönnum í síðustu viku, að hann væri „mjög fús“ að eiga fund með Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sov- étríkjanna, er sá síðarnefndi kem- ur til New York á Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í haust. Fundur forsetans og blaða- mannanna fór fram sl. fimmtu- dag, en frásögn af fundinum var birt á laugardag. Þar sagði for- setinn ennfremur, að hann vissi ekki, hvernig dagskrá Gorbach- evs yrði háttað er hann kæmi til Bandaríkjanna, en kvaðst reiðu- búinn til þess að sveigja sinn tíma til, ef nauðsynlegt væri til þess að fundur sinn og Gorbach- evs gæti farið fram. Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri 5 skýjaö Amsterdam 3 13 skýjaó Aþena 12 24 heióskírt Barcelona 15 léttsk. Berlín 1 10 skýjaó BrUssel 0 9 skýjaó Chicago 4 14 skýjaó Dublín 9 14 skýjaó Feneyjar 13 léttsk.að Frankturt 1 8 skýjaó Gent 4 9 skýjaö Helsinki 7 alskýjað Hong Kong 20 25 skýjaó Jerúsalem 12 27 skýjaó Kaupm.höfn 1 6 heióskirt Las Palmas 19 alskýjaó Lissabon 12 20 heiöskírt London 3 10 skýjaó Los Angeles 12 22 skýjaó Luxemborg 2 slydda Malaga 20 skýjaó Mallorca 14 alskýjað Miami 22 32 skýjaó Montreal 3 14 heióskirt Moskva 4 5 skýjað New York 12 20 heiðskirt Osló h-2 3 heiöskírt París 4 10 heiöskírt Peking 10 29 skýjaó Reykjavik 6 rígning Rio de Janeiro 17 32 skýjaó Rómaborg 11 21 heióskirt Stokkhólmur 6 alskýjaó Sydney 16 21 rigning Tókýó 11 20 heiöskírt Vinarborg 3 9 skýjaó Þórsholn 2 alskýjaó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.