Morgunblaðið - 30.04.1985, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL1985
Ortega í Sovétríkjunum
Daniel Ortega, forseti Nicaragua, ræddi í gær við Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkanna. Jafnframt
undirrituðu þeir samning um mikla efnahagsaðstoð Sovétmanna við stjórn sandinista í Nicaragua. Talið
er að Ortega hafi farið fram á 200 millj. dollara fjárhagsaðstoð í reiðufé, en TASS-fréttastofan greindi
ekki frá því, með hvaða hætti efnahagsaðstoð Sovétmanna yrði látin í té. Mynd þessi var tekin við npphaf
viðræðna þeirra Ortega og Gorbachevs í Moskvu í gær.
Vorkuldar í V-Þýskalandi:
Snjókoma og
vegir lokaðir
l'rankfurt, 29. aprfl. AP.
HVÍT mjallarbreiða huldi mest
allt Vestur-Þýskaland í dag,
mánudag, og víða lokuðust vegir
vegna snjókomunnar.
I Svartaskógi í Suður-Þýska-
landi var jafnfallinn snjór
30—50 sm djúpur og hið ágæt-
asta færi fyrir skiðagöngumenn.
Þykir svona veðurlag á þessum
árstíma miklum tíðindum sæta.
Upp til fjalla höfðu snjóplóg-
arnir ærið að starfa og margur
ökumaðurinn mátti draga fram
snjókeðjurnar á nýjan leik til að
komast leiðar sinnar. Að sögn
lögreglunnar í Braunschweig
var 25 sm djúpur snjór í Harz-
fjöilum og nágrenni og margir
vegir á þessum slóðum voru lok-
aðir vegna fólksbifreiða, sem
komust hvorki lönd né strönd.
Veðurfræðingar telja, að þessir
vorkuldar geti staðið í nokkra
daga enn.
Reagan fús
til að ræða
við Gorbachev
För Reagans forseta til
Vestur-Evrópu hefst í dag
Evrópuför Reagans Banda-
ríkjaforseta:
2. maí
Fundur helstu
leiðtoga iðnríkja
heims í Bonn.
3.-4. maí
_ Leiðtogafundur
n inn í Bonn.
1. maí
Forsetahjónin
koma til Bonn.
5. maí
Skoðar útrýming-
arbúðir nasista í
Bergen Belsen.
5. maí
Heimsækir her-
mannagraf-
reitinn í Bitburg.
6. maí
Kemur til Madrid
og hittir Jóhann
Karl konung.
N
10. maí
Frá Lissabon og
áleiðis til Banda-
rfkjanna.
**'pf
L
9. maí
Fundur með Mar-
io Soares forsæt-
isráðherra;
ávarpar þjóð-
þingið.
8. maí
Kemur til Strass-
borg og ávarpar
Evrópuþingið.
Heldur til fundar
við Antonio Eanes
forseta í Lissabon.
7. maí
Hittir Felipe
Gonzale forsætis-
ráðherra.
-A^
New York, 29. aprfl. AP.
Reagan Banda-
rfkjaforseti
leggur af stað á
rnorgun, þriðju-
dag, í opinbera
heimsókn til
Vestur-Þýzka-
lands, en þar
mun hann jafn-
_ , , _ framt sitja fund
Ronald Reagan helztu iðnríkja
heims, sem fram á að fara í Bonn á
fostudag og laugardag.
För forsetans til Vestur-Þýzka-
lands hefur komið af stað miklum
deilum í Bandarikjunum sökum
þeirra áforma hans að heimsækja
þýzkan herkirkjugarð í bænum
Bitburg. Þá er einnig talið, að for-
setinn eigi eftir að mæta mikilli
gagnrýni á fundi iðnríkjanna vegna
stefnu Bandaríkjanna í efnahags-
málum, en auk Bandaríkjanna taka
Japan, Vestur-Þýzkaland, Frakk-
land, Bretland, Italía og Kanada
þátt í þessum fundi.
Helzta viðfangsefnið þar verður
að finna leiðir til þess að auka og
tryggja varanlegan hagvöxt í heim-
inum. Þar verður m.a. rætt um hinn
mikla halla, sem er á fjárlögum
Bandaríkjanna og leiðir til þess að
draga úr viðskiptahömlum f heim-
sverzluninni. Hinn geysilegi út-
flutningur Japans á hvers konar
iðnaðarvörum veldur mikium
áhyggjum í Bandaríkjunum, Kan-
ada og Vestur-Evrópn, en þessi út-
flutningur er meginástæðan fyrir
hinum hagstæða viðskipta- og
greiðslujöfnuði Japans.
Aftur á móti er gert ráð fyrir, að
Japanir, Kanadamenn og Vestur-
Evrópuþjóðirnar eigi eftir að leggja
hart að Bandaríkjamönnum að gera
hið bráðasta ráðstafanir til þess að
lækka vexti og draga úr hinu háa
gengi Bandarikjadollars.
Lítill hagvöxtur í Vestur-Evrópu
að undanförnu verður einnig ofar-
lega á baugi á þessum fundi. Jafn-
framt verður þar rætt um leiðir til
þess að endurbæta úreltar fram-
leiðsluaðferðir í iðnaði margra
ríkja Vestur-Evrópu.
f för sinni til Vestur-Þýzkalands
hyggst Reagan forseti heimsækja
bæina Bitburg og Bergen-Belsen og
minnast þar sigursins yfir Þýzka-
landi nazismans 8. maí. Áformað
hefur verið, að hann leggi blóm-
sveig á minnisvarða í kirkjugarðin-
um í Bitburg, en þar eru grafnir
mörg þúsund þýzkir hermenn, sem
féllu í báðum heimsstyrjöldunum. í
þeirra hópi eru 2.000 þeirra þýzku
hermanna, sem féllu í orrustunni í
Ardennafjöllum, en þar misstu
19.000 bandarískir hermenn lífið.
f þessum kirkjugarði eru einnig
grafnir 49 menn úr SS-sveitum
Þjóðverja, en eitt helzta verkefni
SS-sveitanna var að gæta dauða-
búða nazista og aðstoða við að út-
rýma milljónum gyðinga og öðru
fólki, sem talið var „óæskilegt" í
Þriðja ríkinu. Af þessum sökum
hefur fyrirhuguð heimsókn forset-
ans til Bitburg komið af stað mikl-
um deilum í Bandaríkjunum og víð-
ar.
Þannig hafa 257 þingmenn í full-
trúadeild Bandaríkjaþings ritað
Helmut Kohl, kanslara Vestur-
Þýzkalands, bréf, þar sem þeir fara
þess á leit, að heimboðið til Bitburg
verði fellt niður, er Reagan kemur
til Vestur-Þýzkalands. Þá hafa 78
þingmenn úr öldungadeild Banda-
ríkjaþings sömuleiðis óskað eftir
því við forsetann, að hann hætti við
heimsókn sína til Bitburg.
Donald T. Regan, starfsmanna-
stjóri Hvíta hússins, sagði í gær-
kvðldi, að vaxandi gagnrýni á fyrir-
hugaða heimsókn til Bitburg hefði
vissulega valdið forsetanum mikl-
um áhyggjum, en hann hygðist ekki
hætta við hana. Forsetinn færi
þangað „sem gestur Kohls kanslara.
Hann hefur heitið því að fara þang-
að og er ákveðinn í því að standa við
orð sín,“ sagði Regan.
Brottrekstur fimm Sovétmanna frá Bretlandi:
Suður-afrískur njósnari
kom lögreglunni á sporið
London. 29. anrfl. AP. ^ JL
liondon, 29. aprfl. AP.
TALIÐ ER að játningar suður-afríska
njósnarans Dieter Gerhardt hafi átt
mestan þátt í því, að fimm sovéskum
sendiráðsmönnum var vísað á brott frá
Bretlandi í þessum mánuði. Sagði frá
þessu nú um helgina í blaðinu The
Mail on Sunday.
Gerhardt, sem var foringi í suð-
ur-afríska sjóhemum, var í desem-
ber árið 1983 fundinn sekur og
dæmdur fyrir að hafa selt Sovét-
mönnum leynileg skjöl um varnir
Atlantshafsbandalagsríkjanna, en
hann mun hafa njósnað fyrir þá í tvo
áratugi samtals. Af þessum 20 árum
hafði hann þrjú ár aðsetur í Bret-
landi. Sagt er, að við yfirheyrslur
fyrir og eftir réttarhöldin hafi Ger-
hardt gefið upplýsingar um njósna-
hring í London, sem hafði það verk-
efni að komast yfir skjöl um nýja
tækni, sem gerir kleift að finna
kafbáta í mikilli fjarlægð. Er
hljóðsjá dregin á eftir skipi í tæp-
lega kílómetra fjarlægð og getur hún
fundið kafbát þótt hann sé 160 km
undan.
I Mail segir, að starfsmenn banda-
rísku leyniþjónustunnar, CIA, hafi
kynnt sér játningar Gerhardts og
síðan komið upplýsingunum áleiðis
til M15, bresku leyniþjónustunnar,
sem jók eftirlitið með Sovét-
mönnum.
Átjánda apríl sl. ráku Bretar
fimm Sovétmenn úr landi, þrjá her-
málafulltrúa við sovéska sendiráðið,
þriðja sendiráðsritara og starfs-
mann sovéska flugfélagsins Aero-
flot. Sovétmenn svöruðu með því að
reka þrjá Breta.
Washington, 29. aprfl. AP.
REAGAN Bandaríkjaforseti sagði
á fundi með 6 erlendum blaða-
mönnum í síðustu viku, að hann
væri „mjög fús“ að eiga fund með
Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sov-
étríkjanna, er sá síðarnefndi kem-
ur til New York á Allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna í haust.
Fundur forsetans og blaða-
mannanna fór fram sl. fimmtu-
dag, en frásögn af fundinum var
birt á laugardag. Þar sagði for-
setinn ennfremur, að hann vissi
ekki, hvernig dagskrá Gorbach-
evs yrði háttað er hann kæmi til
Bandaríkjanna, en kvaðst reiðu-
búinn til þess að sveigja sinn
tíma til, ef nauðsynlegt væri til
þess að fundur sinn og Gorbach-
evs gæti farið fram.
Veður
víða um heim
Lægst Hæst
Akureyri 5 skýjaö
Amsterdam 3 13 skýjaó
Aþena 12 24 heióskírt
Barcelona 15 léttsk.
Berlín 1 10 skýjaó
BrUssel 0 9 skýjaó
Chicago 4 14 skýjaó
Dublín 9 14 skýjaó
Feneyjar 13 léttsk.að
Frankturt 1 8 skýjaó
Gent 4 9 skýjaö
Helsinki 7 alskýjað
Hong Kong 20 25 skýjaó
Jerúsalem 12 27 skýjaó
Kaupm.höfn 1 6 heióskirt
Las Palmas 19 alskýjaó
Lissabon 12 20 heiöskírt
London 3 10 skýjaó
Los Angeles 12 22 skýjaó
Luxemborg 2 slydda
Malaga 20 skýjaó
Mallorca 14 alskýjað
Miami 22 32 skýjaó
Montreal 3 14 heióskirt
Moskva 4 5 skýjað
New York 12 20 heiðskirt
Osló h-2 3 heiöskírt
París 4 10 heiöskírt
Peking 10 29 skýjaó
Reykjavik 6 rígning
Rio de Janeiro 17 32 skýjaó
Rómaborg 11 21 heióskirt
Stokkhólmur 6 alskýjaó
Sydney 16 21 rigning
Tókýó 11 20 heiöskírt
Vinarborg 3 9 skýjaó
Þórsholn 2 alskýjaó