Morgunblaðið - 30.04.1985, Side 7

Morgunblaðið - 30.04.1985, Side 7
MORGUNBLAÐHD, ÞRlÐJUDAQUtt 30. APRtL 196&' Séra Ingiberg J. Hannesson próf- astur flutti ávarp og Þorrakórinn söng „ísland ögrum skorið". Stjórnandi Þorrakórsins er Hall- dór Þórðarson. Á minnisvarðann eru letruð ártölin 1179—1979. Fyrir neðan er letrað „Borgfirðingar reistu". Minnisvarðinn er teiknaður af Steinþóri Sigurðssyni listmálara en um gerð hans sá Steinsmiðja Sigurðar Helgasonar í Kópavogi. Eftir athöfnina að Hvammi hélt forsetinn ásamt fylgdarliði að Laugaskóla þar sem skoðuð var heimilisiðnaðarsvning sem Heim- ilisiðnaðarfélag íslands hafði sett þar upp í tilefni Jörfagleði. Börn úr skólunum á Laugum og í Búð- ardal fluttu leikþætti. Á eftir sátu forsetinn og aðrir gestir kaffi- samsæti sem kvenfélagið Guðrún Ósvífursdóttir annaðist. Fjölmenni var við Hvammskirkju i laugardag, en veður beldur rysjótt. Forseti íslands afhjúpar minnis- varða um Snorra Sturluson FORSKTI fslands, Vigdís Finnbogadóttir, afhjúpaði á laugardag að Hvammi í Dölum minnisvarða um Snorra Sturluson. Athöfnin hófst klukkan fjórtán með því að Rúnar Guðjónsson sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu flutti ávarp og afhenti Dalasýslu formlega að gjöf minnisvarða um Snorra Sturluson sem reistur hefur verið á fæðingarstað hans að Hvammi í Dölum. Minnisvarðinn er gjöf frá Borgfirðingum til Dalamanna. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, afhjúpaði minnisvarðann og sagði við það tækifæri: „Við minnumst hér í dag, á sögu- frægum stað, Hvammi i Dölum, mikilmenn- is í sögu okkar, skáldjöfursins sagnasnill- ingsins og höfðingjans Snorra Sturlusonar sem um aldir hefur borið hróður íslendinga sem bókmenntaþjóðar víða um heim. Megi sá minnisvarði sem Snorra Sturlusyni er hér reistur á fæðingarstað hans standa um aldur og ævi og minna alla sem tilheyra þessari þjóð á að hér eigum við saman frjálsir menn land, þjóð og tungu.“ Eftir að minnisvarðinn hafði verið af- hjúpaður flutti Pétur Þorsteinsson sýslu- maður Dalamanna ræðu og þakkaði Borg- firðingum góða gjöf. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, og Rúnar Gudjónsson sýslu- maður við athöfnina að Hvammi í Dölum. Helgi Skúlason í hlutverki sínu. „Hrafninn flýgur“ sýnd í sumar ÁÆTLAÐ er að sýna kvikmyndina „Hrafninn flýgur" eftir Hrafn Gunnlaugsson í Austurbæjarbíói f sumar. Verður myndin sýnd með enskun texta og eru sýningar eink- um hugsaðar fyrir erlenda ferða- menn og íslenska námsmenn sem dveljast aðeins hér heima á sumrin. Myndin verður sýnd daglega kl. 19 og fer sýningin fram í C-sal bíósins. Þar sem sýningum er einkum beint til erlendra ferðamanna verður myndin auglýst í kvikmyndadálkum dagblaðanna undir enska nafninu „When the Raven flies“. Myndin er nú sýnd í almennum kvikmyndahúsum í Svíþjóð, Nor- egi, ísrael og Indlandi og verður frumsýnd á aðaldagskrá kvik- myndahátíðarinnar í Tókýó í Jap- an 31. maí nk. Þá er verið að sýna myndina í Los Angeles, Washing- ton og New York. Úr rréttatilkjnninpi Leikarar ásamt leikstjóra, leikmyndahönnuði, Ijósahönnuöi og hljóðmanni. „Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir“ Leikfélag Akureyrar frumsýnir barnaleikrit NÝTT leikrit eftir Ólaf Hauk Sím- onarson var frumsýnt hjá Leikfé- lagi Akureyrar sl. sunnudag. Leik- ritið byggir á sögu Kiplings, „Kött- urinn sem fór sínar eigin leiðir“. Sigrún Valbergsdóttir leikstýrði, Messíana Tómasdóttir hannaði leikmynd og búninga, Alfreð Al- freðsson lýsti og Gunnar Þórðar- son útsetti og lék inn á hljómband lög eftir Ólaf Hauk sem sungin eru í sýningunni. Þetta er leikrit fyrir börn á öll- um aldri, ævintýraleikur um upphaf siðmenningar órafjarri viðteknum söguskoðunum, eins og segir í frétt frá LA. Leikarar eru: Theodór Júlíus- son (Kötturinn), Þórey Aðal- steinsdóttir (Konan), Þráinn Karlsson (Maðurinn), Sunna Borg (Kýrin), Pétur Eggerz (Hesturinn), Marinó Þorsteins- son (Hundurinn) og Rósberg Snædal (Barnið). Næstu sýningar eru miðviku- daginn 1. maí kl. 15, fimmtudag 2. maí kl. 18 og sunnudag 5. maí kl. 15. Kýrin og hesturinn, Sunna Borg og Pétur Eggerz. Viðflytjum í Nóatún17 úr Hamraborg 1 í Kópavogi Brandur Þorsteinsson, Bolli Magnússon, Davíð Guðmundsson, Hjalti P. Þorvarðarson, Guðmundur S. Guðmundsson, Kristjén Kristjánsson, Gestur Einarsson, Pétur önundur Andrésson, Birna Lérusdóttir, Sveinn Sigurösson, Jón Saavar Jónsson, Benedikt Eg- ilsson, Þórdís G. Bjarnadóttir, Gunnar H. Guömundsson, Magnús Haraldsson. Símanúmeriö veröur 686688 frá og meö 1. maí RÁÐGARÐUR STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁfXi)ÖF Nóatúni 17,105 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.