Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1965 Alþjóðlega skákmótið í Borgarnesi: Karl Þorsteins er alþjóðlegur skákmeistari MorgunblaðiÖ/ól.K.Mag. Stúlkurnar sjö í prófi hjá Stefáni Baldurssyni og Kjartani Ragnarssyni í Iðnó í g*r, talið frá h«egri: Ylva Edelstein 17 ára, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir 15 ára, Pálfna Jónsdóttir 16 ára, Birna Björnsdóttir 15 ára, Helena Jónsdóttir 16 ára, Sif Einarsdóttir 14 ára og Berglind Einarsdóttir 18 ára. I lokaprófi í Iðnó SJÖ STÚLKUR mættu í Iðnó í gær, en þar fór fram lokapróf vegna vals í hlutverk Önnu í leik- riti Kjartans Ragnarssonar, Land míns föður, sem frumsýnt verður í haust Þetta er eitt viðamesta hlut- verk leiksins og stúlkan verður að geta leikið, dansað og sungið. Leikrit Kjartans er eitthvert hið viðamesta, ef ekki það viða- mesta, sem leikfélagið hefur ráð- ist í. Um 40 manns koma fram í sýningunni, bæði leikarar og hljómsveit. Land míns föður er söngleik- ur, sem gerist á stríðsárunum. Leikurinn hefst þann 9. maí árið 1940 og honum lýkur 6. maí 1945. Hann spannar því öll stríðsárin og fjallar um áhrif styrjaldar- innar á íslenskt þjóðfélag, ein- staklingana jafnt sem heildina. Karl Þorsteins, meistari. alþjóðlegur skák- Ögri seldi í Bremerhaven ÖGRI RE seldi síðastliðinn föstudag afla sinn í Bremerhaven. Þokkalegt verð fékkst fyrir hann. Ögri seldi alls 197,5 lestir, mest karfa. Heildarverð var 6.287.800 krónur, meðalverð 31.83. í næstu viku er fyrirhugað að eitt islenzkt skip selji afla sinn í Þýzkalandi og þrjú í Bretlandi. Útstreymi 105 milljónum meira en innstreymi „FYRSTU þrjá mánuði þessa árs greiddum við út 105,3 millj. kr. meira en inn kom á skyldusparnaðarreikn- inga. Á árinu 1984 var greitt út tæp- um 82 millj. kr. meira en inn kom, þannig að það má kannski segja, að ein ástæðan fyrir því að eitthvað var faríð að velta því fyrir sér, hvað hægt værí að gera í skyidusparnaðar- málum, sé sú að útstreymi er meira en innstreymi," sagði Katrín Atla- Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins: Mótfallinn skyldu- sparnaði námsmanna dóttir, forstöðumaður Byggingarsjóðs ríksins, er rætt var við hana um drög að nýju frumvarpi félagsmálaráð- berra, Alexanders Stefánssonar, um breytingar á lögum um skyldusparn- að ungs fólks, en Katrín átti sæti í starfshópi þeim sem vann að gerð frumvarpsdraganna samkvæmt skip- an félagsmálaráðherra. Frumvarpið gerir ráð fyrir hert- um reglum um undanþágur frá skyldusparnaði og heimilda til endurgreiðslna. Námsfólk og fólk sem stofnar heimili og til hjúskap- ar fær nú ekki lengur endurgreitt. Undanþágur verða einvörðungu veittar þeim sem fjárfesta í íbúð- um, einstæðum foreldrum og ör- yrkjum, en þó tímabundið. Katrín var því spurð hversu hátt hlutfall endurgreiðslna hefði verið til ein- stakra hópa, og fer yfirlit um þær hreyfingar hér á eftir. Katrin tók fram, að hreyfingar t.d. vegna skólanáms hefðu verið um átta þúsund talsins, en ekki væri hægt að tiltaka hversu margir einstakl- ingar ættu þar í hlut, því sumir kæmu jafnvel mánaðarlega og æsktu endurgreiðslna og væri hvert skipti því skráð. Hið sama ætti við um aðrar undanþágur, sami einstaklingur gæti farið fram á endurgreiðslur vegna náms, vegna þungrar fjárhagsbyTðar o.s.frv. Endurgreiddur skyldusparnaður til þeirra sem keyptu eða byggðu húsnæði á árinu 1984 og ekki höfðu náð 26 ára aldri nam 211,6 millj. kr. eða 39,2% og er það langstærsti hópurinn. Vegna skólanáms voru greiddar út 94,3 millj. kr. eða 17,5%. 82,6 millj. kr. voru endur- greiddar til þeirra sem náðu 26 ára aldri, eða 15,33%. Stór þáttur er ennfremur til þeirra sem undan- þágur fengu vegna þungra fjár- hagsbyrðar eða 12,3%, samtals 66,6 millj. kr. Hjúskapur og stofnun heimilis var ástæða fyrir 7% endurgreiðslna eða 37,6 millj. kr. Inngreiddur skyldusparnaður nam samtals 509,4 millj. kr. en út var greidd 591 millj. kr. Katrín sagði aðspurð í lokin, að með nýju reglunum væri reiknað með að ná höfuðstólnum á núll eða jákvæðum, en erfitt væri að reikna dæmið til hlítar af fyrrgreindum ástæðum þar sem sami aðili gæti notið undanþáguheimilda á fleiri en einu sviði. Skyldusparnaður ungs fólks fyrstu þrjá mánuði ársins: „Er í sjöunda himni“ sagði Karl eftir að hafa náð þriðja og síðsta áfanganum KARL Þorsteins varð í gærkvöldi alþjóðlegur skákmeistari þegar hann gerði jafntefli við Sævar Bjarnason á alþjóðlega skákmót- inu í Borgarnesi. „Ég er í sjöunda himni yfir því að albjóðlegur meist- aratitill er í höfn. Eg hef stefnt að þessu á annað ár. Nú mun ég ein- beita mér að prófum í Háskóla ís- lands en sfðan taka þátt í alþjóð- lega skákmótinu í Vestmannaeyj- um,“ sagði Karl Þorsteins í gær- kvöldi í samtali við Mbl. „Af sigrum mínum í Borgar- nesi veitti sigurskák mín gegn Margeiri Péturssyni mér mesta ánægju. Ég er í góðri æfingu og meiri stöðugleika gætir í tafl- mennsku minni en áður. Ég hef aðeins tapað einni skák í mótinu, en var áður brokkgengari," sagði Karl Þorsteins. Nú bera fimm ís- lenzkir skákmenn nafnbót al- þjóðlegs meistara; Karl Þor- steins, Margeir Pétursson, Jón L. Árnason, Jóhann Hjartarson og Haukur Angantýsson. Önnur úrslit í gærkvöldi urðu: Magnús Sólmundarson vann Hauk Angantýsson, Margeir Pétursson vann Dan Hansson. Jafntefli gerðu Tékkarnir Mokry og Jansa, Bandaríkjamennirnir Lombardy og Lein og Curt Han- sen og Guðmundur Sigurjóns- son. Staðan í mótinu fyrir síðustu umferð er: 1. Jansa 7. 2. Curt Hansen 6'Æ og biðskák. 3. Mokry 6Vfe 4.-5. Karl og Guðmundur 6. Margeir 5l/i og biðskák. 7. Lein 5 og biðskák. 8. Lombardy 4% og biðskák. 9. Sævar Bjarnason 4 og biðskák. 10. Magnús 3. 11.—12. Haukur og Dan Hansson 1 'k vinning. Síðasta umferð verður tefld í dag í Hótel Borgarnesi. ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðisflokksins hefur ýmsar athugasemdir fram að færa við tillögur Alexanders Stefánssonar félagsmálaráðberra í húsnæð- ismálum, samkvæmt því sem Halldór Blöndal alþingismaður upplýsti blm. Mbl. í gær. „Þessi frumvörp hafa ekki komið til umræðu í þingflokki Sjálfstæðisflokksins," sagði Hall- dór í gær, „og þessi frumvörp fela bæði í sér ýmis atriði sem ágrein- ingur er um milli flokkanna. Hús- næðisráðherra var kunnugt um að ágreiningur er um þessi atriði. Það hefur verið starfandi nefnd á vegum þessara flokka, að frum- kvæði Sjálfstæðisflokksins, sem á að taka til meðferðar þau atriði i húsnæðisstefnunni sem ágrein- ingur er um. Hún hefur hist á nokkrum fundum og framsókn- armenn hafa þar sett fram sín áhersluatriði. Þar er ekki drepið á neitt af því sem í þessum frum- vörpum stendur. Þetta kemur af- skaplega á óvart, og bendir til þess að fulltrúar félagsmálaráð- herra hafi ekki starfað af fullum heilindum í þeirri nefnd." Halldór sagði að þetta mál yrði tekið upp á fundi nefndarinnar nk. mánudag, og þar sagðist hann mundu leggja áherslu á sjónar- mið Sjálfstæðisflokksins varð- andi skyldusparnað o.fl. „Við get- um ekki fallist á það að skyldu- sparnaði skuli haldið fyrir náms- mönnum,“ sagði Halldór, „okkur finnst óeölilegt að námsmenn sem eru að reyna að vinna fyrir sér, skuli ekki fá að njóta sinna tekna, í staðinn fyrir að taka lán til framfærslu sinnar. Auk þess leggjum við áherslu á að ríkis- stjórnin, og þar af leiðandi fé- lagsmálaráðherra, reyni að standa við þau loforð sem gefin hafa verið í húsnæðismálum og að betur verið komið til móts við þá sem eru að reyna að eignast sína fyrstu íbúð, en gert hefur verið." Frumvarpsdrögin um skyldusparnað: Tilfærslur frá þeim sem verst eru staddir segir formaður Stúdentaráðs, Guðmundur Jóhannsson „MÉR finnst þetta hljóti að koma verst niður á þeim sem sízt skyldi. Þetta verða tilfærslur á fjármunum frá þeim sem hvað verst eru staddir í húsnæðismálum, það er unga fólkinu innan við 25 ára, sem margt er bæði í námi og að stofna heimili," sagði Guðmundur Jóhannsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands, er hann var spurður álits á frumvarps- drögum þeim, sem félagsmálaráð- herra, Alexander Stefánsson, sendi þingflokkum stjórnarliðsins f fyrra- dag varðandi breytingar á lögum um skyldusparnað. I frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir hertum reglum um und- anþáguheimildir til að fá endur- greiddan skyldusparnað. Sam- kvæmt þeim fá m.a. námsmenn og þeir sem stofna heimili og ganga í hjúskap ekki þessar undanþágur, eins og verið hefur. Guðmundur sagði að stjórn Stúdentaráðs hefði ekki fjallað um málið og þvi væri hann aðeins að lýsa sínum persónulegu skoðunum. Hann sagði ennfremur: „Ég tel þetta ósanngjarnt og vanhugsað. Þetta kemur fyrst og fremst og verst niður á þeim sem reyna að vinna sjálfir fyrir sínu námi. Ef þeir námsmenn fá ekki greiddan skyldusparnað hugsa ég að ásóknin í námslánin aukist. Þá skilst mér að þeir sem hafa keypt íbúðir til eigin þarfa fái endurgreiðslurnar, en það eru einmitt þeir sem verða að búa í leiguhúsnæði og eru hvað verst settir. Þetta kemur þvf ekki til með að bæta kjör þeirra."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.