Morgunblaðið - 04.05.1985, Page 4

Morgunblaðið - 04.05.1985, Page 4
4 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985 Skuldir nema nú um 20 millj. „Gerum endurnýjað átak til þess að halda úti öflugu blaði,“ segir forsætisráðherra Fjárhagsstaða NT mjög erfið: FJÁRHAGSSTAÐA NT, áður Tímans, málgagns Fram- sóknarflokksins, hefur aldrei verið verri en nú, því blaðið skuldar nálægt 20 milljónum króna. Húseign Framsóknar- flokksins á Rauðarárstíg 18 hefur verið veðsett fyrir 10 milljónir króna, en það er sá hluti hússins sem er í í eigu Framsóknarflokksins, en ekki séreign Reykjavíkurfélaga Framsóknarflokksins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gerðu forráðamenn Framsóknarfé- lagsins í Reykjavík það að kröfu sinni, þegar ljóst var að í fjármálalegt stórslys stefndi með rekstur NT, að gerður yrði sameignarsamningur um hús- eignina Rauðarárstíg 18, þann- ig að ekki væri hægt að veð- setja eignarhluta Reykjavíkur- félaganna fyrir skuldum NT. Var það gert, en eignarhluti Framsóknarflokksins hefur hins vegar verið veðsettur í topp, eða fyrir 10 milljónir króna. Segja forystumenn i Fram- sóknarfélagi Reykjavíkur að Framsóknarflokknum hafi ekki borið nein skylda til þess að halda áfram að ausa fé í NT eftir að fyrirtækinu hafi verið breytt í hlutafélag. Enda segj- ast þeir ekki líta þannig á aö NT hafi verið málgagn þeírra undanfarið ár. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við blm. Mbl. í gær að það hefði verið ljóst frá því að verkfalli prentara lauk í haust, að það hlyti að koma til upp- stokkunar á NT, þar sem verk- fallið hefði reynst blaðinu geysilega kostnaðarsamt. Sagðist Steingrímur telja að tap blaðsins á verkfallinu hefði verið í kringum 6 millj- ónir króna. Steingrímur sagði að þegar ákveðið hefði verið að stofna hlutafélag í kringum rekstur blaðsins, þá hefði hann lýst því yfir að stjórn þess fé- lags yrði að vera algjörlega ábyrg fyrir rekstri félagsins fram að næsta aðalfundi og sagði hann það alrangt að hann hefði verið meira og minna flæktur í rekstur blaðs- ins á þessum tíma. Aðspurður hvort Framsókn- arflokkurinn hefði ekki að- stoðað við rekstur blaðsins með því að veita veð, sagði Steingrímur: „Vissulega höf- um við veitt veð fyrir lánum, sem er náttúrlega út af fyrir sig alvarlegt að þurfa að gera þegar búið er að stofna hluta- félag. En auðvitað getur flokk- urinn aldrei annað en viður- kennt, sem stærsti hluthafinn í þessu hlutafélagi, með 40% eign, að hann á þarna mikilla hagsmuna að gæta. Að vísu hefur mér ekki þótt sem NT hafi verið nógu markvisst málgagn Framsóknarflokks- ins, en engu að síður var ákveðið að veita þessi veð.“ Aðspurður um hvort Fram- sóknarflokkurinn liti á þessar 10 milljónir sem tapað fé sagði Steingrímur: „Það vona ég ekki, en ég skal þó ekkert um það fullyrða." Steingrímur var spurður hvert yrði framhaldið varð- andi útgáfu NT og hvað Fram- sóknarflokkurinn myndi gera í málinu: „Aðalfundur verður fljótlega haldinn, og það verð- ur áreiðanlega gert endurnýj- að átak til þess að halda úti öflugu blaði." Yfir helmmgur rit- stjórnar NT á förum — „spámaður“ talar úr leiðara blaðsins: Þessi dagur er liðinn TVeir til viðbótar sögðu upp í gær: YFIR helmingur 39 starfsmanna ritstjórnar dagblaösins NT hefur nú sagt upp störfum eða verið sagt upp. í gær sögðu upp tveir úr hópi reyndustu blaðamanna þar, þeir Jón Guðni Kristjánsson, trúnaðarmaður blaðamanna á NT, og séra Baldur Kristjánsson, sem undanfarið ár hefur verið helsti Jeiðarahöfundur blaðsins ásamt með ritstjóran- um. Baldur sagðist í gær vilja með uppsögninni skipa sér í sveit þeirra blaðamanna er segðu upp til að lýsa vanþókn- un á vinnubrögðum stjórnar útgáfufélagsins Nútímans hf. „Ég hef starfað hér í umboði ritstjóra blaðsins. Með brott- för hans sýnist mér sá starfs- grundvöllur vera brostinn," sagði Baldur. Af 39 starfsmönnum rit- stjórnar eru aðeins átján, sem eftir sitja þegar hinir láta af störfum á næstu þremur mán- uðum. Uppsagnirnar fylgja flestar í kjölfar uppsagnar rit- i stjóra blaðsins, Magnúsar ólafssonar, sem sagði upp sl. þriðjudag vegna deilna við stjórn Nútímans hf. um rekst- ur blaðsins og fjárhagsvanda. Magnús Olafsson ritstjóri sagði í gær að óvíst væri hversu lengi enn hann myndi sinna ritstjórastörfum á blað- inu. Hann gerði sér vonir um að það yrði ljóst fljótlega eftir helgina en minnti á, að venju- legast væri að ritstjóri blaðs léti af störfum um leið og hann segði upp. í forystugrein NT í gær, sem ber yfirskriftina „Þessi dagur er liðinn" segir m.a.: „Á tímum umbrota og ólgu er gott að lyfta huganum upp fyrir gráma hversdagsins og huga að þvi sem er gott og varan- legt. Þess vegna talar spámað- urinn til okkar úr leiðara NT í dag. Spámaðurinn Almústafa, hinn útvaldi og elskaði, sem beið í 12 ár í borginni eftir skipi sínu sem bera skyldi hann heim til lands feðranna. En er hann sá skipið koma settist að honum tregi og hann hugsaði: „Hvernig ætti ég að geta yf- irgefið fólkið í borginni rór í skapi og án saknaðar? Langir voru dagar þján- inganna í þessari borg og lang- ar voru nætur einsemdarinnar Það er ekki skikkja mín, sem ég hef afklæðst í dag, heldur er hörund mitt flegið af mér. Það er ekki hugsun mín, sem ég skil að baki, heldur hjarta, sem varð ríkt af hungri og þorsta. Þó get ég ekki dvalist leng- ur.“ Síðar í forystugreininni seg- ir: „Og áfram lætur Almústafa hugann reika: „Hið sanna sjálf dvelst ofar fjöllum og svífur á vængjum vindanna. Það er ekki eitthvað, sem skríður inn í hlýju sólskins- blettanna eða grefur holur inn í myrkrið í leit að öryggi ... Ég kveð ykkur, syni og dætur Orphalesu. Þessi dagur er lið- inn.“ Þegar Magnús ólafsson, rit- stjóri og ábyrgðarmaður blaðsins, var spurður hvernig bæri að túlka þessa forystu- grein NT sagði hann: „Það er hlutverk lesandans að túlka það.“ Baldur Kristjánsson sagði: „Það verður hver að skilja það fyrir sig. Það liggur nokkuð ljóst fyrir finnst mér — á svona degi er ekki viðeigandi að skrifa leiðara um byggða- mál.“ >hell Morgunblaöið/Bjarni Olíugejmir fluttur í Örfirisey OLÍUGEYMIR Skeljungs, sem verið hefur í Skerjafirði, var í gær flutt- ur út í Örfirisey. Björgunarskipið Goðinn dró olíugeyminn úr Skerjafirði á flóðinu klukkan sex í gærmorgun og síðdegis var geymirinn kominn í Örfirisey. Olíugeymirinn er 16 metra hár og meðan beðið var flóðs var geymir- inn dreginn austur að Sætúni og síðan aftur að örfirisey. Allt gekk að óskum, en til stóð að geymirinn yrði fluttur síðdegis á fimmtudag. Frá því var horfið vegna óhagstæðs veðurs. Öldugata 11, hið nýja hús Félags einstæðra foreldra. Morgunbl«ðið/Bjarni FEF kaupir Öldugötu 11: Nýtt neyðar- og bráðabirgðahúsnæði einstæðra foreldra FÉLAG einstæðra foreldra gerdi í g«r, föstudag, kaupsamning um húseign- ina Öldugötu 11 og ætlar að reka þar neyðar- og bráðabirgðahúsnæði fyrir einstæða foreldra og börn þeirra með svipuðu sniði og það hefur gert undanfarin fjögur ár í Skeljanesi 6. Á Öldugötu 11 er ætlunin að búa út híbýli fyrir tíu fjölskyldur. Með húsnæðinu í Skeljanesi getur FEF því veitt fyrirgreiðslu tuttugu fjölskyldum samtímis. öidugata 11 verður afhent FEF 1. ágúst nk. og að sögn Jóhönnu Kristjónsdóttur, formanns Félags einstæðra foreldra, verða þá gerðar snarlega nauðsynlegar breytingar og allt húsið verður tekið í notkun fyrir veturinn. Varðandi hús FEF í Skeljanesi 6 sagði Jóhanna, að i þau fjögur ár sem eru frá því heimilið opnaði hefðu búið þar 92 einstæðir foreldrar með samtals 125 börn. Hámarks verutími í Skeljanesi hef- ur verið sex mánuðir, en í nokkrum tilvikum hefur verið veitt undan- þága til lengri búsetu þar. Félag einstæðra foreldra er og um þessar mundir að hefja sölu á happdrættismiðum til að hægt verði að gera nauðsynlegar breyt- ingar á Öldugötu 11 um leið og hús- ið verður afhent. Vinningar eru m.a. myndsegulband, útvarp með segulbandi, mínútugrill, tölvur, djúpsteikingapottar o.fl. Allir vinn- ingarnir eru frá Heimilistækjum sf. Dregið verður í happdrættinu 18. júní. Miða má vitja á skrifstofu FEF í Traðarkotssundi 6. Jóhanna sagði, að það gæfi auga- leið, að FEF hefði farið út I að kaupa annað hús vegna þess hve húsnæðisvandi einstæðra foreldra væri mikill og ekki hefði tekizt að sinna nema hluta umsækjenda þessi fjögur sl. ár. Hún sagðist vænta þess að félagar og margir velunnarar FEF legðu fram lið sitt, þar sem málið væri hið brýnasta og bezta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.