Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985 5 Ávarp biskups: 40 ár frá styrjaldarlokum í Evrópu PRÓFASTAR og prestar landsins munu minnast þess við guðsþjón- ustur á sunnudaginn, 5. maí, að í næstu viku verða liðin 40 ár frá því að styrjaldarátökum í Evrópu lauk, 8. maí 1945. Þá hafði seinni heims- styrjöldin staðið á sjötta ár. Friðardeginum fyrir 40 árum var fagnað hér á landi með ósegjanlegri gleði, eins og þeir muna sem þátt tóku í atburðum dagsins. Meðal hátíðahalda var guðsþjónusta í Dómkirkjunni að loknum útihátíðahöldum á Aust- urvelli við Alþingishúsið. Á þessum tímamótum er vert að minnast þess og þakka, að böli og blóðsúthellingum seinni heimsstyrjaldar var aflétt og þá er og tilefni til að biðja þess, að önnur eins ógn og skelfing eða útrýming alls mannkyns nái ekki fram að ganga, eins og nú horfir. Leitum friðar þar sem hann er að finna: „Ef einhver óskar lífs, þráir lífdaga til þess að njóta hamingjunnar þá varðveit tungu þína frá illu og varir þínar frá svikatali, forðast illt og gjörðu gott. Leita friðar og legg stund á hann.“ (Davíðssálm. 34:13.) „Lát- ið frið Krists ríkja í hjörtum yð- ar,“ (Kól. 3:15) er hvatning lífs- ins á þessum tímamótum. Fyrir atbeina hans er það hægt sem segir í fornum griða- málum íslenskum: „Vér skulum vera sátt og sammála og í huga góðum.“ Pétur Sigurgeirsson Jón Nordal Áskell Másson Árni Haröarson Musica Nova tónleikar: Verk eftir þrjú íslensk tón- skáld frumflutt FIMMTU og síðustu tónleikar Mus- ica Nova á þessu starfsári veröa í Norræna húsinu á morgun, 5. maí, og befjast þeir klukkan 17.00. Á tónleikunum verða frumflutt verk eftir þrjú íslensk tónskáld, þau Mist Þorkelsóttur, Áskel Másson og Jón Nordal. Verkið eftir Mist nefnist „Dans“ og var það samið á þessu ári fyrir einleiksgítar. Það er Páll Eyjólfs- son sem leikur. Þá verður flutt eftir Jón Nordal „Ristur". Það er samið fyrir klar- inett og píanó og eru flytjendur Sigurður I. Snorrason og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Að lokum verður frumflutt „Duo“ eftir Áskel Másson. Verkið er samið fyrir gítar og slagverk, Joseph Fung og Roger Carlsson leika. Árni Harðarson samdi árin 1982—83 þrjú sönglög við texta breska ljóðskáldsins Mervyn Peake. Lögin hafa ekki verið flutt hérlendis áður. Sigrún Vala Gestsdóttir sópran mun syngja þau við undirleik Hrefnu Egg- ertsdóttur. Sigrún mun einnig við undirleik Hrefnu syngja þrjú lög eftir Alb- an Berg, sem á þessu ári á hund- rað ára fæðingarafmæli. Að lokum flytur Roger Carlsson „Time“ eftir japanska konu, Min- oru Miki á Marimbu. AUt fram stre^mir... Ár og dagar líöa Nú eru 30 ár frá því aö fyrstu plaströrin frá Reykjalundi voru tekin í notkun og gerbreyttu veitumálum íslendinga. Ekkert vatnsiagnaefni hefur reynst betur íslenskum aöstæðum. Eins og ný liggja rörin á sínum stað - 30 ár eins og dropi í hafið. 30 áfallalaus ár og ekki verður séð fyrir endann á verkefnum, endingu eða möguleikum röranna frá Reykjalundi. REYKJALUNDUR Reykjalundur, sími 666200 Mosfellssveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.