Morgunblaðið - 04.05.1985, Page 10

Morgunblaðið - 04.05.1985, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985 Hluti vörubrettanna vid húsnæði Trésmiðju Þóröar skál sem raðar þeim í magasín. Til þess að geta annað þessari fram- leiðslu urðum við að koma okkur upp góðum tækjakosti." Það kom fram í máli Þórðar Karlssonar að fyrirtækið hefði fyrir ári smíðað 3.000 bretti fyrir Eimskip og fékkst það verk einnig eftir útboð. Þórður sagði ennfrem- ur að allt það efni sem til þarf í 20.000 bretti væri um 800m3 ósamsett en verður að 3.600m3 þegar búið er að setja þau saman. Til þess að halda þessu öllu saman þarf um 1,6 milljónir nagla, það væri mikið verk ef hver nagli væri kýldur inn með hamri. Trésmiðja Þórðar gerir sér vonir um frekari verkefni á þessu sviði „nýiðnaðar" enda hefur fyrirtækið komið sér upp tækjakosti og áunnið sér reynslu við brettasmíðarnar. — hkj. V estmannaeyjar: Morgu n blaðid/Sigurgei r Nota 1,6 milljónir nagla í 20 þúsund vörubretti Vestmannaeyjum, 29. apríl. HJÁ Trésmiðju Þórðar hf. í Vestmannaeyjum hófst í lok febrúar sl. framleiðsla á 20.000 vörubrettum undir frystan fisk fyrir Sölumiðstöðvar Hraðfrysti- húsanna. Verksamningur þessi kom í kjölfar útboðs SH í des- ember í fyrra þar sem boðin var út stpíði á 30.000 vörubrettum. Framleiðslugeta Trésmiðju Þórðar er 400—500 bretti á dag og við þetta verk starfa 6 menn að staðaldri. Þórður Karlsson var spurður nánar um þetta stóra verkefni. „Við gátum boðið í brettin í sam- ráði við skipafélagið Víkur og fengum samning um smíði á 20.000 stk. Vegna þess hvað SH lá á að fá tilbúin bretti fljótt eftir áramótin keyptu þeir 10 til 15 þús. stk. frá útlöndum. Allt það efni sem við notum í brettin er keypt frá Portúgal og kemur hingað til- sniðið í þeim stærðum sem þarf. Naglar eru sérstaklega búnir til fyrir okkur í Borgarnesi og koma þeir til okkar í 200 lítra tunnum sem síðan er mokað úr í sérstaka Unnið við samsetningu á brettunum, naglastamparnir í forgrunni. Dalborg í Dalvíkurböfn er unnið var við löndun á 35 tonnum af rækju. Góður afli á Dalvík Dalvlk, 1. maí. AÐ UNDANFÖRNU hefur verið góður afli hjá togurum Dalvíkinga. I gær kom Björgúlfur inn með 180 tonn af grálúðu og karfa og í dag kom svo Björgvin með 170 tonn af grálúðu og karfa. Því er mikil vinna í frystihúsinu á Dalvík þess dagana, þrátt fyrir að hluti aflans fari til vinnslu í frystihúsinu í Hrísey. Dalvík: Ráðstefna um æskulýðsmál Frá fundi Sjálfstæðisfélags Dalvíkur um æskulýðsmál Lf.v. Gísli Pálsson, Svanhildur Björgvinsdóttir, Pétur Þórarinsson, Erlendur Kristjánsson og Sturla Kristjánsson. Á myndina vantar Þórgunni Vigfúsdóttur sem var einn frummælenda. Afli netabáta eftir páskastopp var með ágætum og gekk þorskur á grunnmið hér út með firðinum, en það hefur ekki gerst í áraraðir að slík fiskgengd hafi komið á þessi mið. Síðustu dagana hefur afli þó stórlega minnkað, en sumir netabátanna munu senn fylla kvóta sinn. Rækjutogarinn Dalborg hefur aflað með ágætum undanfarið og hefur nú landað á tæpum hálfum mánuði rúmum 70 tonnum af úr- vals rækju. Að sögn Snorra Snorrasonar skipstjóra hefur afli þessi fengist á sunnanverðu Hér- aðsflóadýpi. Sagði hann að þar hefði að undanförnu allur rækju- Stykkishólmun Ný bensín- Stjkkishólmi, 26. apríi. í VETUR hefir verið unnið að bens- ín- og olíustöð hér í StykkLshólmi, á-samt stóru þvottaplani. Er þetta á vegum olíufélaganna. Húsið stendur við aðalgötu bæj- arins og er með fyrstu húsum þeg- ar ekið er í bæinn. Þarna verður ýmis önnur þjónusta sem fylgir veiðiflotinn haldið sig og flestir aflað vel en þó hefði dregið mjög úr afla nú síðustu daga. Snorri hóf á sínum tíma fyrstur rækjuveiðar við miðlínuna milli Grænlands og íslands, Dohrnbanka, en af þvi svæði veiddist úrvals rækja að stærð og gæðum og taldi Snorri að rækja sú sem fengist hefði í Hér- aðsflóadýpi minnti sig einna helst á djúpsjávarrækju. Sagði hann að í hvert kíló færu 86—120 rækjur. Afli Dalborgar er unninn að jöfnu í Árveri á Árskógsströnd og hjá Söltunarfélagi Dalvíkur. Hjá sölt- unarfélaginu er unnið á tviskipt- um vöktum frá kl. 3.30—20 dag hvern. Fréttaritarar og olíustöð bensín- og olíustöðvum. Er þetta mikið og veglegt fyrirtæki og eig- endum til sóma. Verktakar úr Grundarfirði, PP-byggingarverk- takar, hafa unnið þetta verk og hefir miðað vel áfram og fer nú að nálgast sá tími að þessi bygging verði tekin í notkun. — Árni. LAUGARDAGINN 27. aprfl efndi Sjálfstæðisfélag Dalvíkur til ráðstefnu um æskulýðsmál. Góð fundarsókn var og lýstu fundar- menn ánægju sinni með umræður á fundinum og þökkuðu stjórn Sjálfstæðisfélagsins fyrir að hafa forgögu um fund þennan. Frummælendur voru 5, Er- lendur Kristjánsson formaður æskulýðsráðs ríkisins, Pétur Þórarinsson sóknarprestur, Sturla Kristjánsson fræðslu- stjóri, Þórgunnur Vigfúsdóttir nemandi og Gísli Pálsson æsku- lýðsfulltrúi, en fundarstjóri var Svanhildur Björgvinsdóttir kennari. Framsögumenn komu víða við í erindum sínum og má segja að þeir hafi komið inn á flesta þætti þessa viðamikla málaflokks. Erlendur Krist- jánsson gerði fundarmönnum grein fyrir ári æskunnar, en kjörorð þess er „þátttaka, þróun, friður". Greindi hann frá hvað á döfinni væri víða um land í tilefni ársins. Þá fjallaði hann um æskulýðsráð ríkisins, verkefni þess og störf. Sr. Pétur Þórarinsson sagði að í allri umfjöllun um æsku- lýðsmál hætti mönnum til að draga unglinginn út úr öllu þjoðfélagslegu samhengi. „Er unglingurinn sjúkleiki eða vandamál eða hluti af þjóðfé- lagi okkar þar sem hvert ald- ursskeiðið tengist öðru?“ spurði Pétur fundarmenn. Þá fjallaði hann um samskipti unglinga og foreldra, sem hann taldi þurfa að vera meiri. Hann átaldi fjöl- miðla á hvern hátt þeir fjölluðu um unglinga og sagði að þeir gerðu sér mestan mat úr hinu neikvæða í fari þeirra. Pétur Þórarinsson taldi að ekki þyrfti að örvænta um æsku þessa lands því hún væri dugleg, frjálsleg og skemmtileg. Sturla Kristjánsson tók skólamál til umfjöllunar. Vildi hann meina að íslenski grunn- skólinn vær grundvallaður á misskilningi. Skólaskylda hér- lendis hafi verið tekin upp að erlendri fyrirmynd, en í öðrum löndum hafi skólaskyldu verið komið á til að eyða ólæsi en hér á landi hafi öll skólaskyld börn verið læs. Því hafi markmið skólaskyldunnar hér á landi orðið annað en erlendis. Taldi hann starf grunnskólans ein- kennast af því hlutverki að vera flokkunarvél fyrir fram- haldsskólann og reyndar lítill eðlismunur á þessum tveim skólastigum. „Æskan á þá kröfu að grunnskólinn ástundi markvissara uppeldisstarf, höfði fyrst og fremst til mann- legra þátta og persónulegra einkenna í stað þeirrar meðal- mennskumótunar sem nú er við lýði,“ sagði Sturla. Til að brúa rökréttan eðlismun grunnskóla og framhaldsskóla taldi hann þörf á nýju skólastigi, mið- skóla. Miðskóli yrði þannig tenging frá ræktunar- og þjálf- unarhlutverki grunnskólans til alvörunnar og átakanna í fram- haldsskólanum. Miðskóli væri tveggja ára skólastig, fræðslu- skylt og tæki við af grunnskóla sem þá væri skólaskyldur í 8 ár. Þórgunnur Vigfúsdóttir fjall- aði um upplifun sína af að vera unglingur á Dalvík. Sagði hún að þótt margt hafi verið vel gert að undanförnu í æskulýðs- málum á Dalvík væri enn margt ógert. Æskulýðs- og íþróttamál væri málaflokkur sem sífellt þyrfti að vinna að og möguleikar unglinga til tóm- stundastarfa þyrftu að vera sem fjölbreyttastir og minnti á að æskan væri framtíð full- orðna fólksins. Gísli Pálsson gerði grein fyrir æskulýðsstarfsemi á Dalvík. I máli hans kom fram að starfsemi á vegum æsku- lýðs- og íþróttafélaga á staðn- um hefði eflst mjög undanfarið. Nokkrar framkvæmdir hefðu átt sér stað á þessu sviði af hálfu bæjaryfirvalda nú síð- ustu ár og fyrirhugaðar frekari framkvæmdir. Að framsöguræðum loknum voru frjálsar umræður og fyrir- spurnir og tóku margir til máls og ræddu ýmislegt sem fram kom í framsöguerindum. Að fundi loknum var fundar- mönnum boðið að skoða nýtt æskulýðsheimili á Dalvík sem tekið var í notkun sl. haust. Fréttaritarar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.