Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAl 1985
Verktakasamband íslands:
Bjóða ber út allar
vegaframkvæmdir
STJORN Verktakasambands íslands hefur bent á mikilvægi verkframkvæmda
Ld. vegaframkvæmda og fagnar sérhverri hugmynd sem flýtir framkvæmdum
sem áætlað hefur verið að byrja á eftir mörg ár enda er varanleg vegalagning
þjóðfélagslega hagkvæm, segir í frétt frá sambandinu.
„Það hefur verið eitt af helstu
baráttumálum Verktakasambands-
ins að draga ur þeim miklu sveifl-
um sem verið hafa í verktakaiðnaði
og hefur verið varað við afleiðing-
um mikilla sveiflna en nú er mikill
samdráttur t.d. í virkjunarfram-
kvæmdum og fé til vegagerðar hef-
ur verið skorið niður miðað við
langtímaáætlun.
í einu könnuninni sem gerð hefur
verið til að kanna leiðir til bættrar
nýtingar þess fjár sem varið er til
opinberra framkvæmda var komist
að þeirri niðurstöðu „að útboð á
mannvirkjagerð á vegum ríkisins
sé hagkvæmasta og eðlilegasta að-
ferðin við opinberar framkvæmd-
ir“.
1 lögum sem samþykkt voru á
grundvelli þessarar könnunar, iög
um skipan opinberra framkvæmda
nr. 63/1970 13. gr. segir:
„Verk skal að jafnaði unnið skv.
tilboði á grundvelli útboðs. Ef verk
er þess eðlis eða aðstæður slíkar að
öðru leyti, að útboð telst ekki munu
gefa góða raun, er heimilt, að feng-
inni umsögn samstarfsnefndar, að
opinberar framkvæmdir, sbr. 22.
gr. að víkja frá útboði, sbr. þó 2.
mgr.“
I 21. gr. 3. mgr. er tekið fram:
„Heimilt er að fela einstökum
ríkisstofnunum umsjón nánar
skilgreindra flokka opinberra
framkvæmda, enda hafi þessar
stofnanir aðstöðu til að annast
þetta verkefni."
Verktakasambandið hefur ávallt
talið að stofnanir væru skyldar að
bjóða út verk í samræmi við 13. gr.
þó svo þeim hafi verið falin umsjón
opinberra framkvæmda. Með lög-
um frá árinu 1984 voru öll tvímæli
tekin af þvi við 3. mgr. 21. gr. var
bætt:
„Engu að síður skal verk að jafn-
aði unnið skv. tilboði á grundvelli
útboðs, skv. 13. gr. laganna."
Niðurstaðan er sú að Vegagerð
ríkisins ber að bjóða út alla vega-
gerð en nægir verktakar eru til í
landinu til að takast á við meiri-
háttar verkefni í vegagerð."
Páll Lýð88on formaður Norræna félagsins á Selfossi tekur við treyju kvennakórsins Lyran frá Finnlandi.
Selfoss:
Finnskt-íslenskt kóra-
samsæti og söngur
.SelfoHBÍ. 26. oprfl.
FINNSKI hákólakórinn Lyran kom
við á Selfossi í gærkvöldi á ferð
sinni um Suðurland.
Það var Norræna félagið á Sel-
fossi og Samkór Selfoss sem höfðu
forgöngu um móttökur og buðu til
RITSTJÓRNIN FLUTT
Ritstjórn tímarita Frjáls framtaks hf. er nú flutt í nýtt húsnæði í Ármúla 38 og jafnframt
hefur ritstjórnin fengiö nýtt símanúmer 685380
ABC, barnablaö — ritstjóri Margrót Thorlacius
Átangar — ritstjóri Sighvatur Blöndahl
Á veiðum — ritstjóri Olafur Jóhannsson
Bíllinn — ritstjóri Sighvatur Blöndahl
Fiskifréttir — ritstjóri Guðjón Einarsson
Frjáls verslun — ritstjóri Sighvatur Blöndahl
Blaöamenn:
Anna Kristine Magnúsdóttir
Charles Egill Hist
Eiríkur S. Eiríksson
Jóhanna Birgisdóttir
Jóhannes Tómasson
Þorgrímur Þráinsson
Gróður og garöar — ritstjóri Sighvatur Blöndahl
Iðnaðarblaðiö — ritstjóri Steinar J. Lúövíksson
íþróttablaöið — ritstjóri Steinar J. Lúövíksson
Nýtt líf, tískublaö — ritstjóri Gullveig Sæmundsdóttir
Sjávarfréttir — ritstjóri Guöjón Einarsson
Við aem fljúgum — ritstjórar Steinar J. Lúðvíksson og Sæ-
mundur Guövinsson
Auglýsingadeildir blaðanna, afgreiösla, skrif-
stofa Frjáls framtaks og ritstjórn íslenskra fyrir-
tækja verður áfram í Ármúla 18, sími 82300.
Frjálst framtak hf.
kvöldverðar og söngskemmtunar í
gagnfræðaskólanum.
Kórarnir skiptust á söng og
þessi heimsókn finnsku kvenn-
anna var hin líflegasta. Þær sungu
undir borðum finnskar snapsvísur
sem þær nefndu svo. Eftir hangi-
kjöt og tilheyrandi sungu kórarnir
til skiptis, Samkórinn undir stjórn
Helga Kristjánssonar og Lyran
undir stjórn Lenu von Bonsdorff.
Að loknum söng skiptust kór-
arnir á gjöfum, Samkórinn færði
Lyrunni plötu sína og fána og Lyr-
an gaf Samkórnum tvær plötur.
Páli Lýðssyni formanni Norræna
félagsins gáfu finnsku konurnar
treyju með merki kórsins og Sel-
fosskaupstað kristalsvasa eftir
Alvar Alto.
Fararstjóri finnsku kvennanna
lýsti ánægju sinni með móttökur á
lslandi sem hún sagði hvarvetna
hafa verið hinar innilegustu og
kvaðst vonast til að sjá Samkórs-
fólkið á finnskri grund. Hvort svo
verður skal ósagt látið en fram-
undan hjá Samkórnum eru tón-
leikar 4. maí í Selfossbíói.
Sig. Jóns.
Kvenfélagið
í Hólminum
hefur byggingu
skrúðhúss
Stjkkishólmi, 26. aprfl.
KVENFÉLAGIÐ Hringurinn í
Stykkishólmi hefir nú hafið fram-
kvæmdir með að byggja 40 fm hús í
skrúðgarði félagsins og Hólmara,
Hólmgarði. Er þessi bygging fyrir-
huguð sem birgðageymsla og einnig
skáli til smásamkomu- og funda
halda og veitinga að sumri til þegar
garðurinn er opinn öllum vegfarend-
um.
Fyrsta skóflustungan var tekin
síðasta vetrardag af Auði Júlíus-
dóttur sem hefir verið áhuga- og
vinnusöm við að auka fegurð
garðsins. Þegar fréttaritari kom í
Hólmgarð í morgun var þar komin
stærðar skurðgrafa til að grafa
fyrir grunninum og virtist verkið
ganga vel, enda grafan ekkert að
dunda við þetta. Við óskum kven-
félaginu farsældar og til hamingju
með þetta framtak.
— Árni.
VJterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!