Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 4. MAÍ1985 Szymon Kuran Kristján Þ. Stephensen Pétur Þorvaldsson Sigurður Markússon tókst þó ekki að laða nægilega sannfærandi fram, enda hrifning viðstaddra i lágmarki ef marka má undirtektir. Betur gekk í „Symphonie conc- ertante" fyrir fiðlu, óbó, selló, fag- ott og hljómsveit. Þetta verk er einskonar kokteill af konsert og sinfóníu og leyna sér hvergi meist- araleg tök höfundar á verkefni sínu. Einleikarar voru þeir Szym- on Kuran fiðla, Kristján Þ. Stephensen óbó, Pétur Þorvaldson selló og Sigurður Markússon fag- ott, þar sem mest bar á Szymon Kuran, sem er góður fiðlari. Víða brá fyrir dágóðum leik hjá þeim félögum, þó hnökralaus væri hann ekki með öllu. Lokaþátturinn var fjörlega leikinn. Að sfðustu heyrð- um við svo 5. sinfóníu Schuberts. Þetta er bjart og gleðiríkt verk, sem býr yfir mikilli fegurð. Ef haft er í huga að höfundur var enn innan við tvítugt er hann samdi verkið, hljótum við að undrast þroska hans. 5. sinfónía Schuberts er hvorki gædd tröllauknum átök- um Beethovens né glitrandi léí’t- leika Mozarts, en lifir samt góðu lífi á ljúfum laglínum og hljóm- auðgi. Hljómsveitinni tókst sæmi- lega upp í glímunni við þetta verk, þó viðkvæmur annar þátturinn væri að mínu mati í heild of sterkt leikinn. henni langt að baki, ekki síst vegna veikinda Theodórs Júlí- ussonar, sem leikur köttinn. En Theodór var raunar ágætur og vel slóttugur köttur, þrátt fyrir veikindin. Pétur Eggerz var eÖli- lega hvimpinn foli og bar fæt- urna í samræmi við það. Sunna Borg var óþarflega glansleg í hlutverki Ljómalindar, en Mar- inó Þorsteinsson túlkaði hund- inn á sannferðugan og hóflega kímilegan hátt. Þórey Aðal- steinsdóttir lék konuna afbragðs vel. Var leikur hennar vandaður og samleikur hennar og Þráins Karlssonar mjög góður. Renni- lásinn á síðu mannsins var skemmtileg hugmynd. Fæð- ingaratriðið kom á réttu augna- bliki, þegar full mikil deyfð var að byrja að trufla athyglina, og var útfærsla þess sérlega góð. Rósberg Snædal var skondinn hvítvoðungur, sem lét að sér kveða með áhrifamiklum gráthviðum. Þótt hér hafi verið fundið að einu og öðru, þá er óhætt að hvetja bæði börn og fullorðna til þess að sjá Köttinn þeirra Kipl- ings og Ólafs Hauks. Endurvarp Myndlist Valtýr Pétursson Endurvarp er nafn á ljós- myndasýningu, sem sett hefur verið á veggi menningarstöðvar- innar Gerðubergs; undirtitill sýningar þessarar er: Lífið er list — ljósið leikur. Hér er um að ræða áhugavinnu nemenda úr framhaldsskólum, og er sér- staklega ánægjulegt að sjá þann árangur sem náðst hefur. Það er jafnan minnzt á ungt fólk, þegar okkur öldungunum þykja hlut- irnir fara úr böndunum, en sjaldnar talað um það sem betur fer hjá ungdómnum. Þessi sýn- ing er mjög skemmtileg í öllu tilliti. Ekki vil ég gera upp á milli þeirra mynda, sem valdar hafa verið til sýningar. Þær eru flest- ar í ágætum gæðaflokki og miklu betri en ég bjóst við, er mér barst boðskort frá Fram- kvæmdanefnd endurvarps. Ég vil fullyrða, að mín kynslóð hefði á æskuárunum ekki getað sýnt jafn ágæta sýningu sem þá, sem nú er í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi, en á þeim tíma voru þeir unglingar, sem áttu kassa- vélarnar gömlu, uppteknir af, að eitthvæð kæmi á pappírinn. Öll listræn átök voru langt undan, og maður þakkaði sínum sæla fyrir, ef filman varð ekki ónýt. Nú er öldin önnur; þetta unga fólk hefur ágætar vélar og alls konar apparöt til að gera mynd- ir. Það er einnig sjáanlegt á þessari sýningu, að myndrænn þroski er á allt öðru stigi í dag en áður var. Spilar þar margt inn í, og í stuttu máli má segja, að heimurinn í heild sé miklu myndrænni en áður var. Ekki þekki ég þá aðstöðu, sem þessir strákar hafa til að taka myndir, framkalla og stækka, en það er furðulegt, að engin stelpa er með í þessum félagsskap, ef marka má sýningarskrá. Hvað veldur? Spyr sá sem ekki veit. Hér mun vera að rætast marg- þráður draumur áhugamanna um ljósmyndun. Hann er orðinn að veruleika, og vonandi á þessi sýning eftir að verða örvandi fyrir þá, sem sinnt hafa þessum málum i framhaldsskólunum. Þessi hópur á allt gott skilið og miklar þakkir fyrir að hafa kom- ið þessari sýningu á framfæri. Það er ekki lítils virði að vita um aðra eins kappa og þá, sem hér eru á ferð, og segi menn svo, að æska landsins sé til fárra hluta dugandi. Hér er um mikinn heið- ur fyrir framhaldsskólana að ræða, og ég er sannfærður um að betur hefði ekki getað tekizt. Opið tii ú. 16 laugandag í MJÓDDINNI & STARMÝRI en til “13 í AUSTURSTRÆTI GlæsUegt úrval í matvöru! - Góð verð og góð þjónusta. Fjolbreyttar Vörukynningar AUSTURSTRÆT117 — STARMÝRI 2 — MJODDINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.