Morgunblaðið - 04.05.1985, Side 16

Morgunblaðið - 04.05.1985, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985 Hópurínn sem fer vestur í ágúst ásamt leiðbeinendum og stjórnendum ASSE. Ævintýraár í Ameríku — Rætt við Stefaníu Harðardóttur um skiptinemasamtökin ASSE „MIKILVÆGAST er að krakkarnir fái upplýsingar um, að þeir eigi kost á því að komast í tæplega ársdvöl til Ameríku. Skilyrðin eru þau, að vera 16 til 18 ára að aldri, hafa meðmæli frá umsjónarkennara, skila ritgerð á ensku og hafa ákveðna lágmarkseinkunn út úr skólanum.“ Þetta eru orð Stefaníu Harðar- dóttur, sem sér um skipulagningu námsdvalar í Bandaríkjunum. „Ævintýraár í Ameríku" er náms- dvölin kölluð en hún er á vegum ASSE, sem eru skiptinemasamtök Ameríku og Skandinavíu. Stefanía segir, að hægt sé að velja á milli Bandaríkjanna og Kanada og f ág- úst næstkomandi fari hópur 48 unglinga vestur um haf. Þar gangi þeir í skóla og búi hjá þarlendum fjölskyldum rétt eins og meðlimir þeirra, en dvölin tekur alls yfir 11 mánaða tímabil. Þetta er fyrst og fremst námsdvöl og ekki háð nein- um tilteknum trúarbrögðum. Stefanía segir, að námsdvölinni fylgi töluverð ábyrgð. Unglingarn- ir þurfi að stunda landkynningu, bæði í skólum og á fundum ýmissa félagasamtaka. Þess vegna séu gerðar heilmiklar kröfur til þeirra áður en haldið sé vestur. Tvö nám- skeið séu haldin hér heima, en sfð- an fái þeir upplýsingar sendar f pósti meðan á dvölinni stendur. „Fyrsti hópurinn er i Bandaríkj- unum nú og hefur vegnað mjög vel. Við höfum gott samband við þessa unglinga og fylgjumst með því hvernig þeim reiðir af. Einnig höfum við gott samband við for- eldra þeirra og þetta gengur allt vel. Eiginlega er eini vandinn í þessum samskiptum sá, að það vantar fjölskyldur hér á landi til að taka við skiptinemum, þar sem sú fjölskylda, sem sendir frá sér barn þarf ekki að taka annað f staðinn. Það er mikil ásókn amer- ískra unglinga f að kynnast ís- landi, en til þessa höfum við ekki getað komið öllum fyrir, sem þess hafa óskað,“ sagði Stefanía. ASSE-ísland er til húsa í Braut- arholti 4. Námsdvalarkostnaður er um 125.000 krónur og er innifal- ið flug á áfangastað og til baka, fararstjórn og aðstoð meðan á ferðum stendur, fæði og húsnæði meðan á dvölinni stendur, skóla- vist i „high schooT og námsbækur og undirbúningsnámskeið fyrir brottför. Sýning Þóru Sigurðardóttur Myndlist Valtýr Stefánsson í Nýlistasafninu við Vatnsstig stendur nú yfir lítil en geðþekk sýning. Það er ung listakona, Þóra Sigurðardóttir, sem gert hefur þær snotru myndir, er þar hanga á veggjum. Það mun vera í fyrsta skipti, sem þessi unga listakona heldur einkasýningu og ekki rekur mig minni til að hafa séð verk hennar á samsýn- ingum áður. Það er því frumraun hvað sýningar snertir, sem hér er á ferð. Það eru fimmtán númer í sýn- ingarskrá, og ekkert þeirra er olfumálverk og er það nokkuð sérstakt. Þama er grafík, sem er síðan handlituð, pastel og lituð ljósrit. Verkin virðast unnin f myndröðum, og fer ekki mikið fyrir stórum myndverkum á þessari sýningu. Yfirleitt eru þetta litlar myndir, en gefa samt nokkuð góða hugmynd um að þarna er á ferð manneskja sem hefur næmt auga fyrir litum og nær, í sum þessara verka, þýðum og ljúfum tónum. Ef ég væri spurður, hvert væri einkenni þessarar sýningar, yrði svarið: Litameðferðin. Myndröð fyrir enda innri salar vakti sérstaka eftirtekt hjá mér er ég leit þarna við. Það er eggið sem er meginþráðurinn í þeirri myndröð, sem unnin er f pastel og er mjög snotur. Það verður ekki sagt um verk þessarar ungu listakonu, að þau séu veigamikil að neinu leyti, en eins og áður er sagt eru þau aðlaðandi og snot- ur. Það er meir en oft verður sagt um sýningar nú á dögum, og ég hnýti hér við, að það væri heldur óraunhæft, ef allt það sem á boðstólum er i borginni á sviði myndlistar væri fyrsta flokks. Það væri heimsmet og meira en það. Þóra Sigurðardóttir má vel una við þann árangur, sem hún birtir með þessari sýningu sinni í Nýlistasafninu. Auðvitað verð- ur næsta sýning öðruvísi, en hvernig? Enga spádóma hér. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Það var gott að líta inn hjá Þóru í góða veðrinu og ég færi henni þakkir mfnar. e HAGSTÆÐINNKAUP p, 0 LÆKKAÐ VÖRUVERÐ £ rt Tilboösverö á pústkerfum í Mazda og Volvo vegna hagstæðra innkaupa |J ^ Lækkun allt að 25% gegn staðgreiðslu rt Lækkun allt að 25% gegn staðgreiðslu T.d. kostar pústkerfi I Volvo 142 og 242 kr. 3.600 Dmiðað við að keypt sé heilt sett p Gæðavara úr álseruðu efni sem gefur 70%-80% betri endingu gegn ryði 0 0 0 0 D D T.D. KOSTAR PÚSTKERFI í MAZDA 323 ÁRG. 77-80 KR. 3.538,- MAZDA 323 ÁRG. 81-84 MAZDA 626 ÁRG. 78-82 KR. 3.800,- MAZDA 929 ÁRG. 73-78 MAZDA 929 ÁRG. 79-82 KR. 3.200,- KR. 4.706,- KR. 4.100,- HVER BYÐUR BETUR? 0 0 0 0 0 0 Bílavörubú&in FJÖDRIN Skeifunni 2 82944 Púströraverkstæöi 83466

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.