Morgunblaðið - 04.05.1985, Page 26

Morgunblaðið - 04.05.1985, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985 Á grynningum — eftir dr. Benjamín H.J. Eiríksson Grein Ara Skúlasonar í Morg- unblaðinu 16.4. Nokkrir punkUr um vísitölubindingu launa og afleið- ingar afnáms hennar gefur tilefni til nokkurra athugasemda um verðbólguna og vísitölubinding- una. Um þetta mál hefi ég áður skrifað nokkuð, fyrst og fremst í Hugleiöingum um kjarabaráttu og þjóðfélag (Ég Er, bls. 40-60). Þessi grein verður með nokkuð öðru sniði. Sveiflur Lengi átti ég erfitt með að sætta mig við þetta ljóta orð, verðbólga. Mér fannst að dýrtíðin væri full- gott orð. Dýrtíð var almennt um- ræðuefni í fyrri heimsstyrjöldinni, og umfram allt fyrstu árin þar á eftir, áður en verðlagið tók að lækka aftur. En þótt gamall kunn- ingi væri kominn á kreik þar sem dýrtíðin var, þá varð ég að lokum að játa, að nýtt væri komið til, sem kallaði á nýtt orð, verðbólgan. { verðbólgu er hækkun kaupgjalds og verðlags orðin háttbundin víxlhækkun. Fyrir alllöngu áttuðu menn sig á því, að vaxið hafði fram sérstök fræðigrein, sveiflufræði, sem væri þáttur margra vísindagreina. öldugangur eða sveiflur væru þekkt fyrirbrigði á mörgum svið- um og viðfangsefni greina eins og haffræði, hljóðfræði, mannfjölda- fræði og jafnvel hagfræði. Þegar steini er kastað á sléttan vatnsflöt myndast öldur, sveiflur. Þær hverfa brátt, deyja út. En stundum deyja sveiflur ekki út, heldur haldast við. Og enn eru dæmi um sveiflur sem ekki aðeins haldast við, heldur magnast stig af stigi, eins og verðbólgan á til með að gera, og enda að lokum í einhvers konar sprengingu. Fyrir skömmu brá fyrir mynd í sjón- varpinu, gamalli mynd af hengi- brúnni við Takoma þar sem hún var að liðast í sundur. Hún tók að sveiflast í stormi og hrundi að lok- um. Eftir óhappið var gert stórt yfirbyggt líkan af brúnni við ríkis- háskóla Washingtonríkis í Seattle, þar sem ég skoðaði það 1943. Verið var að rannsaka eiginleika brúar- innar. Hlutföllin í henni höfðu gert hana aö einskonar hljóm- borði. Þegar sveiflur deyja ekki út stafar það af því að þær fá nýja hrindingu. Þetta fyrirbrigði, hrindingin, kallast á ensku „feed- back“. Til bráðabrigða mætti ef til vill kalla þetta andbragð á ís- lenzku. Gott dæmi um sveiflu af þessu tagi er framleiðsla á svínakjöti og verzlun með það. Setjum sem svo að verð á fóðurkorni lækki. Bænd- ur sjá sér þá hag í því að fjölga svínum. Eftir nokkurn tíma kem- ur svo aukið framboð á svínakjöti. Verðið lækkar. Bændur setja þá á færri svín. Með tímanum minnkar framboð á svínakjöti, verðið hækkar. Aftur verður hagkvæmt að fjölga svínum. Og svona koll af kolli. Þetta fyrirbrigði er vel þekkt í flestum greinum húsdýraafurða, raunar á fleiri sviðum. Fermingar á Ferming í Brautarholtskirkju sunnu- daginn 5. maí. Prestur sr. Gunnar KrLstjánsson. Fermd verða: Geir Gunnar Geirsson, Vallá, Kjalarnesi. Jessica Tómasdóttir, Esjugrund 39, Kjalarnesi. Kristbjörg Eiðsdóttir, Mógilsá, Kjalarnesi. Margrét Geirsdóttir, Melavöllum, Kjalarnesi. Stokkseyrarkirkja. Ferming sunnudag- inn 5. maí kl. 11. Dýrtíð verður að verðbólgu Kjarni vísitölubindingarmálsins er einfaldur. Hann er þessi: Vísi- tölubindingin skapar sveiflukerfi með andbragði, hún innleiðir „feed-back“ i dýrtíðina, breytir henni þar með í verðbólgu, það er að segja, í háttbundna víxlhækkun launa og verðlags, þar sem menn stritast við að skipta því sem ekki er til. Vísitölubindingin breytir tréhesti dýrtíðarinnar í rugguhest verðbólgunnar. Þótt laun hækki um 10%, án þess að vísitölubindingin fylgi, þá er ekkert samningsbundið um það, að kaupgjald skuli hækka aftur þótt verðlag hækki. í ástandinu er ekkert innbyggt andbragð. Það er ekkert í samningunum sem komi í veg fyrir að verðbreytingarnar deyi út, hætti. Sé hinsvegar visitölubinding í gildi, þá myndast verðbólga, hafi afurð launþegans ekki stækkað, og því ekki meira til skiptanna en áð- ur. Verðlag hækkar þar sem sama afurð verður að skila fleiri krón- um, vegna hærri launa, sem nú á að greiða. Sé vísitölubindingin í gildi, þá skiptir ekki máli hvað launþegarnir hafa hugsað sér, hverskonar verðlagaþróunar þeir hafi vænst. Samningarnir ákveða að þeir skuli fá nýja launahækkun, sem svari til hækkunar verölags- ins, hvort sem þeim iíkar sú þróun betur eða verr. Ég segi þetta, þar sem ég þykist vita að launþegarnir skilji, að nýju verðhækkanirnar taka til sín nýju launahækkanirn- ar, þannig að þeir eru jafn slyppir eftir sem áður, nema hvað ástand þjóðfélagsins fer versnandi. Ég tel það engan veginn víst, að fyrir þeim hafi vakað að hrinda af stað nýrri verðbólguöldu. Með vísitölubindingunni er verðlagskerfi atvinnulífsins orðið að einskonar apparati með óstöð- ugu jafnvægi. Minniháttar áreiti getur sett af stað sveiflur, sem geta jafnvel farið stækkandi. Ahrifin frá verðlagskerfinu fara svo um allt atvinnulífið með vond- um afleiðingum. Þessum afleið- ingum er þjóðin orðin nokkuð kunnug, en á eftir að kynnast þeim betur. Mér hefir lengi verið það undr- unarefni, að þrátt fyrir áratuga reynslu, þá skuli launþegar — að minnsta kosti stór hluti foryst- unnar — ætla sér að græða á ófreskju verðbólgunnar, ófremd- arástandi því sem henni fylgir, og þeirri óstjórn sem auðvitað fylgir í kjölfarið á óviðráðanlegum vanda- málum. Á forsíðu NT má lesa, að til hafi staðið að taka erlend lán á liðnu ári, alls 4,6 milljarða, en í reynd voru teknir að láni 7,6 mj. kr. Varðar launþegana nokkuð um þessa þróun, fái þeir aðeins að stunda eltingaleikinn við fleiri krónur? Einfeldni Það er meira en lítill ljóður á grein Ara, að það örlar hvergi á kjarna málsins. Hann virðist ekki hafa minnstu hugmynd um eðli verðbólgunnar. Ég tek fram, að það sem ég segi um verðbólguna, sunnudag Fermd verða: Garðar Örn Hinriksson, Eyrarbraut 22. Gísli Fannar Gylfason, Sæbakka. Ingunn Alexandersdóttir, Austurbrún. Skúli Baldursson, Tjörn. Lúðvik Rúnar Sigurðsson, Stjörnusteinum. Sturla Geir Pálsson, Snæfelli. Sævar Örn Sigurvinsson, Sævarlandi. Víðir Reyr Þórsson, Baldurshaga. það á við um verðbólguna eins og hún er hér á landi. Verðbólga, sem myndast við aðrar aðstæður, til dæmis við varanlegan hallarekst- ur, svo sem halla á ríkissjóði, sem mætt er með prentun peninga, er að sjálfsögðu af öðrum toga, þótt víxlverkan launa og verðlags komi eins út. Ari segir það meginrökvillu að verðtryggingin, þ.e. vísitölubind- ingin, ein út af fyrir sig, skapi verðbólgu. öllum ætti að vera ljóst, að enginn þáttur einn sér skapar verðbólgu, þótt einn þáttur geti nægt til þess að setja hana af stað, séu önnur nauðsynleg skil- yrði til staðar. En visitölubinding- in er eitt mikið frumskilyrði henn- ar. Ég nefni sem dæmi, að vanti peningana í viðskiptalífið, þá myndaðist engin verðbólga þótt sveifluapparatið, sem ég hefi lýst, væri til staðar. Jafnvel peningarn- ir, einir sér, geta ekki skapað verð- bólgu, aðeins dýrtíð. Samskonar vöntun væri ef verðbólguber- serkina vantaði. Launahækkanir miðuðust þá aðeins við aukna framleiðni. Þannig getur „ein út af fyrir sig“ verið rétt, en upplýsir þá ekkert. Ég held að venjulegu fólki nægi það sem ég hefi sagt til þess að það sjái, að þetta fyrirkomulag — vísitölubindingin — er verð- bólguvaldurinn, við ríkjandi að- stæður, þ.e. peningaviðskipti, og nóg af kröfuhörðum og valdamikl- um mönnum til þess að gangsetja atburðarás verðbólgunnar með óraunhæfum kauphækkunum. Apparatið setur ekki verðbólguna í gang, én það er það sem gerir atburðarásins háttbundna, gerir að framhaldið verður verðbólga. Öraunhæfar kauphækkanir — al- mennar óraunhæfar kauphækkan- ir — með vísitölubindingu, sjá um að setja hana af stað. í grein sinni hreinsar Ari sig af öllum skilningi á þessu meginmáli. Rangar staðhæfingar Þá er komið að hinum ýmsu staðhæfingum Ara, sem flestar bera samskonar hreinlæti vitni. Ari fullyrðir hvað eftir annað, að „launahækkanir vegna verð- tryggingar (séu) að engu leyti frá- brugðnar öðrum launahækkun- um“ svo sem „vegna launaskriðs, starfsaldurshækkana, eða hvers- konar annarra launahækkana". í gamla daga, þegar embættis- maðurinn fékk 10 ríkisdala launa- hækkun vegna langrar þjónustu, þá urðu af þessu verðbólguáhrif, samkvæmt Ára. Embættismaður- inn lifði á verðbólgutímum, þótt hann vissi það ekki. Hann var eins og maðurinn sem hafði alltaf talað prósa, án þess að vita það. Þegar stjórn járnblendifélagsins greiðir starfsfólkinu launauppbót í eitt skipti, vegna góðrar afkomu fé- lagsins, þá verða af þessu verð- bólguáhrif, segir Ari. Þeir sem vilja geta auðvitað fallizt á svona fullyrðingu, þótt engin rök séu færð fyrir henni, en ég geri það ekki. Víst geta verðhækkanir vald- ið dýrtíð, og kaupgjald getur hækkað, en til þess að úr verði verðbólga þarf meira. Ari segir að það sé rangt að álíta að verðbólgan hafi hjaðnað vegna afnáms visitölubindingar- innar, heldur vegna þess að allar launahækkanir voru bannaðar, fyrir utan þær sem lögin leyfðu, réttara er víst: ákváðu. Það er nú varla hægt að kalla þetta annað en hártogun. Hafi vfsitölubindingin ákveðið 10% hækkun launa, þá skiptir það auðvitað engu máli þótt hún sé bönnuð, en 10% grunnkaupshækkun leyfð. Ég full- yrði að prósenturnar þekki sig ekki hver frá annarri. Hægt er að stöðva verðbólguna Með ráðstöfunum ríkisstjórnar- innar sannaðist þaö, að verðbólgu- Benjamín H J. Eiríksson „Þar sem reynsla sýnir, að við núverandi að- stæður verður ekki við launþegasamtökin tjónkað, þau taka hvorki mark á röksemd- um né reynslu, þá er að styðja við bakið á at- vinnurekendum, þannig að þeir geti ekki gefíð eftir fyrir óraunhæfum kaupkröfum. Þetta verður bezt gert með því að innleiða gullmyntfót. Þá verður engu velt út í verðlagið — né greitt óraunhæft kaupgjald. Ennfremur myndu lög- gjafar og ríkisstjórnir læra ráðdeild, almenn- ingur líklega líka, við öll.“ valdurinn er óraunhæfar almenn- ar launahækkanir, gerðar af kröf- um launþegasamtakanna, ásamt vísitölubindingunni. Við afnám vísitölubindingarinnar og stöðvun kaupgjaldsins, eftir hækkanir lag- anna, gufaði verðbólgan að mestu upp á fáum vikum. En áður en hún næði að hverfa alveg gripu verð- bólguberskerkirnir til sinna ráða og blésu nýju lífi í hana. Eins og stendur er því angist á öllum and- litum, nema Ara og sálufélaga hans. Eftir síðustu átökin við verðbólguófreskjuna er ríkis- stjórnin eins og hryggbrotin. Bjartsýnismenn virðast helzt vera í hópi blaðamanna og alþing- ismanna, sem hamast við að gera bankastjórana að fjáraflamönn- um eða koma þeim í atvinnu er- lendis að öðrum kosti. Trú á pappír Þegar hér er komið sögu í grein Ara, er hann farinn að sjá hina „ótvíræðu kosti“ vísitölubindingar launa. Hún „tryggir að umsamdar kjárabætur haldist út samnings- tímabilið". Auk þess hafa „allir hópar“ einhverja tryggingu gegn kjaraskerðingu. Af hverju leitar Ari sér ekki upplýsinga um þetta atriði hjá launþegum og fær hjá þeim upplýsingar um haldgæði þessara trygginga, nú, eða hjá ein- hverjum sér reyndari áhugamanni um hagmál, t.d. Svavari Gests- syni? Þegar Svavar var að undir- búa brottför ríkisstjórnar Gunn- ars Thoroddsen lýsti hann því yf- ir, að komið væri neyðarástand, það er rétt lesið: neyóaristand. Hann gerði virðingarverðan hlut: Hann lagði fram neyðaráætlun í 10 liðum. Ég held að hann hafi horft framan í ástand þar sem innihald allra samninga var sem óðast að breytast, og það til hins verra, og það þótt Alþýðubanda- lagið hefði setið 5 ár I ríkisstjórn. Ég held að Svavar hafi séð að pappfrsgögn hafa ákaflega tak- markað gildi í sviptibyljum efna- hagslífsins, oft ekki neitt. Hann sá áreiðanlega að hagur almennings var að versna, hvað sem öllum samningum liði. Lffskjörin fóru versnandi. Við þessa þróun yrði ekki ráðið að öllu óbreyttu. Ráð- herrarnir stukku fyrir borð. Það hindrar þá alls ekki í því að spretta fingrum að núverandi rík- isstjórn. Ég er að segja, að ekki er hægt að gera óraunhæfa samninga að veruleika þótt stuðst sé við vísi- tölusvardaga: Þeir tryggja ekki, að „umsamdar kjarabætur haldist út samningatímabilið“. Það er ekki hægt að búa mönnum til lffskjör úr óraunhæfum pappírsákvæðum. Mér finnst það sýna eitthvert and- legt sakleysi að halda fram svona fásinnu. Lítillæti Ari fer sjálfur á stúfana að leita að verðbólguvöldum, og finnur þá, með því að vera ekki mjög kröfu- harður. Hann segir einn möguleik- ann þann, að atvinnurekendur „gangi á lagið“ og hækki vöru og þjónustu óþarflega mikið strax eftir launahækkanir. Sem hag- fræðingur hlýtur Ari að þekkja eitthvað til markaðsaflanna, t.d. samkeppninnar, og svo hins, að til þess að „kaupa upp“ það sem kem- ur á markaðinn, þarf kaupendur og kaupmátt. Þetta eru aðstæður, sem takmarka getu þeirra sem vilja selja dýrt. Þeir verzla innan ramma, sem setur þeim ákveðnar skorður. Mér finnst þessi röksemd Ara eins og hvert annað skitti. Hún grundvallast á þeiri skoðun, að atvinnurekendur vilji græða. En það á örugglega við á öllum tímum, og skýrir því ekki verð- bólguna, sem ekki hefir verið til staðar á öllum tímum. Hjá Ara vantar alla skýringu á þvf, hvernig það megi verða, að hægt sé að „velta öllu út i verðlagið“, og að sú aðgerð sé orsök verðbólgunnar. Er þá hægt að selja hvaða magn sem er á hvaða verði sem er? Ari reynir að styðja sig við álit ólafs Bjömssonar prófessors. Ég álit að ólafur hafi skrifað margt betra en grein þá sem Ari vitnar til, um kaupgjald og verðlag, og hefi sagt Ólafi það. Léleg röksemd verður hvorki góð né gild þótt mætur maður eins og ólafur setji hana fram. Röksemdir verða að standa á eigin fótum. Línurit Ari birtir línurit, sem sýnir launahækkanir umfram samninga síðan á 2. ársfjórðungi 1983. Sýnir línuritið að hækkanir umfram samninga hafa orðið minnstar hjá verkamönnum, og er hjá þeim miðað við „hækkanir á hreinu tímakaupi". Línuritið á að sýna óæskilegar afleiðingar afnáms vfsitölubindingarinnar. Við þetta er það að athuga að „hreint tíma- kaup“ er minni hluti sögunnar hjá verkamönnum en hjá hinum hóp- unum, sem eru skrifstofufólk, af- greiðslufólk og iðnaðarmenn, og því ekki óeðlilegt að útkoman verði í samræmi við það. Ég tel sennilegt að útkoman yrði svipuð hjá öllum hópunum, væru allir þættir launanna réttilega metnir. Mér þykir Ari halda sig á ákaf- lega grunnu vatni. En greinin er blessunarlega laus við þann inn- antóma fúkyrðavaðal, sem farinn er að skjóta upp kolli i skrifum um hagfræðileg efni, og sagður koma úr forsætisráðuneytinu. Lausnin í leiðinni sjáum við svarið sem gildir gegn verðbólgunni, ráðið sem dugir. Þar sem reynslan sýn- ir, að við núverandi aðstæður verður ekki við launþegasamtökin tjónkað, þau taka hvorki mark á röksemdum né reynslu, þá er að styðja við bakið á atvinnurekend- unum, þannig að þeir geti ekki gefið eftir fyrir óraunhæfum kaupkröfum. Þetta verður bezt gert með því að innleiða gull- myntfót. Þá verður engu velt út í verðlagið — né greitt óraunhæft kaupgjald. Ennfremur myndu löggjafar og ríkisstjórnir læra ráðdeild, almenningur líklega líka, við öll. Höfundur er fyrrr. bankastjóri Framk ræmdabanka íslands og rádunautur ríkisstjórna um efna- hagsmál um árabiL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.