Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985
29
Kúbumenn heim
Kúbanskir hernaðarráðgjafar stíga um borð í sovézka farþegaþotu á flugvellinum í Managua í Nicaragua. Þeir eru í hópi kúbanskra hermanna, sem
sandinistastjórnin í Nicaragua hefur ákveðið að senda aftur heim til sín, eins og segir í myndatexta með myndinni.
Geimferjan:
Vísindatæki
starfa á ný
Houston, 3. maí. AP.
GEIMFÖRUM um borð í geimferj-
unni Challenger tókst í nótt og
morgun að lagfæra tvær bilanir í
tækjabúnaði, sem notaður er við til-
raunir. Stefnir því allt í að ferð
Challenger verði árangursríkasta
ferð geimferjunnar til þessa, hvað
rannsóknir snertir.
I
Annað tækið var til að nema og _ i
mæla geimgeisla og hitt tækið var
notað til tilrauna í vökvafræði.
Stjórnstöð á jörðu niðri hafði
gefið upp alla von um að takast
mundi að koma tækjunum tveim-
ur í lag, og því var fögnuður þar
mikill þegar geimfararnir til-
kynntu að þau störfuðu eðlilega.
Var geimförunum hælt á hvert
reipi vegna þessa, enda beittu þeir
ýmsum brellum til að leysa þraut
þá, sem við þeim blasti.
Ferð Challenger lýkur á mánu-
dag er ferjan lendir í Edwards-
flugstöðinni í Kaliforníu.
%
íhalds-
*
flokkurinn
tapar í
Ontaríó
Hafði meirihluta í 41 ár
Toronto, 3. maí. AP.
FRANK Miller forsætisráðherra
Ontario hélt naumlega velli sjálf-
ur í kosningum til fylkisþingsins,
en flokkur hans, sem ráðið hefur
fylkinu í 41 ár, missti meirihluta
sinn.
Flokkur Millers, íhaldsflokk-
urinn, hlaut aðeins 52 sæti af
125 og tapaði því 20 sætum.
Frjálslyndir hlutu 48 sæti og
Nýi demókrataflokkurinn hlaut
25. Einn nafntogaðasti fram-
bjóðandi Frjálslyndra, hafna-
boltahetjan Ferguson Jenkins,
féll í kjördæminu Windsor.
Atkvæði féllu þannig að 38%
komu í hlut Frjálslynda flokks-
ins, 37% til íhaldsflokksins,
24% til Nýja demókrataflokks-
ins og 1% til annarra. Miller,
sem kosinn var flokksleiðtogi
fyrir þremur mánuðum, getur
Frank Miller
enn um sinn setið á stóli forsæt-
isráðherra, en völd hans eru
undir stuðningi Nýrra demó-
krata komin. Leiðtogi Nýja
demókrataflokksins, Bob Rae,
sem er 36 ára, er nú í oddaað-
stöðu. Gert er ráð fyrir því að
hann geri það að skilyrði fyrir
stuðningi við stjórn íhalds-
flokksins að ný stjórn hrindi í
framkvæmd ýmsum stefnumál-
um flokksins.
Nígería:
700.000 manns
reknir úr landi
Lagos, Nígeríu, 3. maí. AP.
NÍGERÍUMENN opnuðu ( dag
landamærin og hófust handa við að
reka úr landi ólöglega innflytjendur,
700.000 talsins. Er þetta í annað
sinn frá 1983, sem til þessara ráða er
gripið, en þá voru milljónir manna
reknar frá landinu.
Það var fyrir ári, sem landa-
mærunum var lokað, en þá var
byrjað á mikilli herferð gegn spill-
ingu í landinu. 15. apríl sl. var til-
kynnt, að fólk frá grannríkjunum,
sem sest hefur að í Nígeríu, yrði
rekið þaðan og landamærin þess
vegna höfð opin frá deginum í dag
til 10. maí. Verður innflytjendun-
um ekið að landamærunum í bif-
reiðum stjórnarinnar eða leyft að
kaupa sér flugfar með nígerískum
gjaldmiðli.
Um 300.000 ólöglegu innflytj-
endanna eru Ghanamenn, sem
komið hafa til Nígeríu í atvinnu-
leit, um 100.000 frá Níger og hinir
aðallega frá Chad og Kamerún.
Margt af fólkinu hafði flúið þurrk-
ana og hungrið í landi sínu.
í janúar árið 1983 voru um tvær
milljónir manna reknar frá Níg-
eríu en þar höfðu þeir sest að þeg-
ar olían virtist óþrjótandi upp-
spretta auðs og allsnægta. Þegar
olíuverðið lækkaði harðnaði held-
ur betur á dalnum fyrir Nígeríu-
menn og atvinnuleysið jókst. Var
þá gripið til þessara ráða.
Námsmenn mótmæla
Bitburg-heimsókninni
Frankfurt, 3. mai. AP.
HÓPUR námsmanna af gyðingaætt-
um hyggst taka sér stöðu í Bitburg-
herkirkjugarðinum nú um helgina til
að mótmæla heimsókn Ronaids
Reagan Bandaríkjaforseta þangað.
Að sögn leiðtoga gyðinga, sem
búsettir eru í V-Þýzkalandi, munu
þýzkir gyðingar hins vegar halda
kyrru fyrir og ekki efna til mót-
mæla af nokkru tagi.
Að sögn talsmanna náms-
manna, er við því búist að um 500
námsmenn frá 17 ríkjum verði í
kirkjugarðinum, þegar Reagan
kemur þangað.
Vestur-þýzkir gyðingar munu
ekki verða viðstaddir heimsókn
Reagans í útrýmingabúðir nasista
í Bergen-Belsen, og námsmanna-
hópurinn verður einnig víðs fjarri.
OPIÐ í DAG 7-4