Morgunblaðið - 04.05.1985, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.05.1985, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985 29 Kúbumenn heim Kúbanskir hernaðarráðgjafar stíga um borð í sovézka farþegaþotu á flugvellinum í Managua í Nicaragua. Þeir eru í hópi kúbanskra hermanna, sem sandinistastjórnin í Nicaragua hefur ákveðið að senda aftur heim til sín, eins og segir í myndatexta með myndinni. Geimferjan: Vísindatæki starfa á ný Houston, 3. maí. AP. GEIMFÖRUM um borð í geimferj- unni Challenger tókst í nótt og morgun að lagfæra tvær bilanir í tækjabúnaði, sem notaður er við til- raunir. Stefnir því allt í að ferð Challenger verði árangursríkasta ferð geimferjunnar til þessa, hvað rannsóknir snertir. I Annað tækið var til að nema og _ i mæla geimgeisla og hitt tækið var notað til tilrauna í vökvafræði. Stjórnstöð á jörðu niðri hafði gefið upp alla von um að takast mundi að koma tækjunum tveim- ur í lag, og því var fögnuður þar mikill þegar geimfararnir til- kynntu að þau störfuðu eðlilega. Var geimförunum hælt á hvert reipi vegna þessa, enda beittu þeir ýmsum brellum til að leysa þraut þá, sem við þeim blasti. Ferð Challenger lýkur á mánu- dag er ferjan lendir í Edwards- flugstöðinni í Kaliforníu. % íhalds- * flokkurinn tapar í Ontaríó Hafði meirihluta í 41 ár Toronto, 3. maí. AP. FRANK Miller forsætisráðherra Ontario hélt naumlega velli sjálf- ur í kosningum til fylkisþingsins, en flokkur hans, sem ráðið hefur fylkinu í 41 ár, missti meirihluta sinn. Flokkur Millers, íhaldsflokk- urinn, hlaut aðeins 52 sæti af 125 og tapaði því 20 sætum. Frjálslyndir hlutu 48 sæti og Nýi demókrataflokkurinn hlaut 25. Einn nafntogaðasti fram- bjóðandi Frjálslyndra, hafna- boltahetjan Ferguson Jenkins, féll í kjördæminu Windsor. Atkvæði féllu þannig að 38% komu í hlut Frjálslynda flokks- ins, 37% til íhaldsflokksins, 24% til Nýja demókrataflokks- ins og 1% til annarra. Miller, sem kosinn var flokksleiðtogi fyrir þremur mánuðum, getur Frank Miller enn um sinn setið á stóli forsæt- isráðherra, en völd hans eru undir stuðningi Nýrra demó- krata komin. Leiðtogi Nýja demókrataflokksins, Bob Rae, sem er 36 ára, er nú í oddaað- stöðu. Gert er ráð fyrir því að hann geri það að skilyrði fyrir stuðningi við stjórn íhalds- flokksins að ný stjórn hrindi í framkvæmd ýmsum stefnumál- um flokksins. Nígería: 700.000 manns reknir úr landi Lagos, Nígeríu, 3. maí. AP. NÍGERÍUMENN opnuðu ( dag landamærin og hófust handa við að reka úr landi ólöglega innflytjendur, 700.000 talsins. Er þetta í annað sinn frá 1983, sem til þessara ráða er gripið, en þá voru milljónir manna reknar frá landinu. Það var fyrir ári, sem landa- mærunum var lokað, en þá var byrjað á mikilli herferð gegn spill- ingu í landinu. 15. apríl sl. var til- kynnt, að fólk frá grannríkjunum, sem sest hefur að í Nígeríu, yrði rekið þaðan og landamærin þess vegna höfð opin frá deginum í dag til 10. maí. Verður innflytjendun- um ekið að landamærunum í bif- reiðum stjórnarinnar eða leyft að kaupa sér flugfar með nígerískum gjaldmiðli. Um 300.000 ólöglegu innflytj- endanna eru Ghanamenn, sem komið hafa til Nígeríu í atvinnu- leit, um 100.000 frá Níger og hinir aðallega frá Chad og Kamerún. Margt af fólkinu hafði flúið þurrk- ana og hungrið í landi sínu. í janúar árið 1983 voru um tvær milljónir manna reknar frá Níg- eríu en þar höfðu þeir sest að þeg- ar olían virtist óþrjótandi upp- spretta auðs og allsnægta. Þegar olíuverðið lækkaði harðnaði held- ur betur á dalnum fyrir Nígeríu- menn og atvinnuleysið jókst. Var þá gripið til þessara ráða. Námsmenn mótmæla Bitburg-heimsókninni Frankfurt, 3. mai. AP. HÓPUR námsmanna af gyðingaætt- um hyggst taka sér stöðu í Bitburg- herkirkjugarðinum nú um helgina til að mótmæla heimsókn Ronaids Reagan Bandaríkjaforseta þangað. Að sögn leiðtoga gyðinga, sem búsettir eru í V-Þýzkalandi, munu þýzkir gyðingar hins vegar halda kyrru fyrir og ekki efna til mót- mæla af nokkru tagi. Að sögn talsmanna náms- manna, er við því búist að um 500 námsmenn frá 17 ríkjum verði í kirkjugarðinum, þegar Reagan kemur þangað. Vestur-þýzkir gyðingar munu ekki verða viðstaddir heimsókn Reagans í útrýmingabúðir nasista í Bergen-Belsen, og námsmanna- hópurinn verður einnig víðs fjarri. OPIÐ í DAG 7-4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.