Morgunblaðið - 04.05.1985, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAl 1985
31
Bænastund páfa vegna
Maríumyndar Godards
PáfagmrAi, 3. mai. AP.
JÓHANNES Páll páfí II, sem svíður sárt sú meðferð, sem María
Guðsmóðir fær í nýjustu mynd franska leikstjórans Jean-Luc God-
ard, hefur hafið baráttu gegn henni, sem ekki á sér neinn líka.
Verður útvarpað til hinna trúuðu um allan heim og þeir beðnir að
biðja fyrir þeim, sem hafa „afskræmt og dregið niður í svaðið
andiega þýðingu" kristinnar trúar.
í tilkynningu í gær í útvarpi
Páfagarðs og dagblaði hans,
L’Osservatore Romano, sagði, að á
morgun, laugardag, myndi páfi
fara með Maríubænir fyrir fram-
an Postulahöllina í Páfagarði og
var skorað á trúað fólk að biðja
með honum. Verður bænastund-
inni útvarpað um allan heim í út-
varpi Páfagarðs.
í myndinni er Maríu lýst sem
nútímastúlku, dóttur bensínsölu-
manns og ástkonu leigubilstjóra,
sem Jósef heitir. Er sambandið
þeirra lýst af nokkurri bersögli og
sést María oft allsnakin.
Gagnrýni páfa hefur verið mis-
jafnlega tekið í ítölskum blöðum
og hefur sumum fundist viðeig-
andi að gera grín að öllu saman og
birta mynd af nakinni konu á
krossi. Á það er þó bent, að í aug-
um Páls páfa sé Maríudýrkunin
einn af hornsteinum páfadómsins
og í skjaldarmerki hans er stafur-
inn „M“ og einkunnarorðin „Totus
tuus“, „allur þinn“.
Köln:
Hermdarverk gegn
frönsku fyrirtæki
IfXl. 4 mmmf AD
Köln, 3. maí. AP.
RÉTT fyrir dögun í morgun
sprakk sprengja í húsnæði
fransks fyrirtækis í Köln, sem
sinnir viðgerðum á tölvum og fjar-
skiptatækjum fyrir herinn í
Vestur-Þýskalandi. Að sögn lög-
reglu í borginni urðu miklar
skemmdir á húsinu, en cngan
sakaði. Grunur beinist að vinstri
sinnuðum hermdarverkamönn-
um, sem hafa verið athafnasamir í
Vestur-Þýskalandi og öðrum Evr-
ópuríkjum að undanförnu.
Tjón fyrirtækisins er metið á
um 30 þúsund vestur-þýsk mörk
(jafnvirði um 400 þús. ísl. króna).
Fyrir fjórum dögum sprungu
sprengjur hjá nokkrum öðrum
fyrirtækjum í Köln og Dússeldorf
og ollu tjóni, sem metið er á rúm-
lega 200 þúsund vestur-þýsk mörk.
Hryðjuverkasamtök vinstri sinna,
sem nefnast Byltingarsellurnar,
hafa lýst ábyrgð þeirra á hendur
sér. Segir í yfirlýsingu frá sam-
tökunum, að með þessu athæfi
vilji þau sýna andúð sína á fundi
leiðtoga iðnríkjanna, sem nú
stendur yfir í Bonn.
Japanir
ætla að
kaupa
langdrægt
radarkerfi
Tókýó, 3. m»í. AP.
JAPÖNSK varnarmálayfirvöld
íhúga nú kaup á radarkerfi, sem gert
gæti kleift að að fylgjast með svæð-
inu frá Okhotsk-hafí til Mið-Síberíu
og Norður-Kyrrahafs, að því er fram
kemur ( frétt í þekktu japönsku
dagblaði, Asahi Shimbun, í dag.
Radarkerfið myndi gera kleift
að sjá herskip og flugvélar í allt að
4.000 km fjarlægð, að sögn blaðs-
ins, sem hafði upplýsingarnar eft-
ir heimildum í varnarmálaráðu-
neytinu.
Samkvæmt frétt blaðsins verð-
ur að setja upp tvær radarstöðvar
til að kerfið komi að fullum not-
um, aðra á eyjunni Iwo Jima, og
hina á Ryukkyu-eyjum.
Reagan og Nakasone
hittast í Bonn
Þessi mynd var tekin í Bonn á fímmtudag, er Ronald Reagan Bandaríkja-
forseti og Yasuhiro Nakasone, forsætisráðherra Japans, komu saman til
viðræðna um viðskiptamál landa sinna. Leiðtogarnir eru báðir í opinberri
heimsókn í Vestur-Þýskalandi og sitja jafnframt leiðtogafund sjö helstu
iðnríkja heims.
DREIFING
A ISLANDI:
BUSTCŒ)
Sími: 923377
230 Keflavík
Póstnr.: Sveitarfél.
| Klippið seðilinn út og sendið með pósti til: Bústoð Pósthólf 192 230 Keflavík I
V_________________________________________________________________J
Hvernig vœri að slá til strax í dag og senda okkur
útfylltan pöntunarseðilinn og við sendum þér vöruna
um hœl ípóstkröfu. 14,daga skilafrestur.
Viltu losna við bakverkinn
og eymslin í hálsinum?
Þá skaltu reyna heilsudýnu og -kodda frá
Bay Jacobsen, viðurkennda framleiðslu sem skilar
ótrúlegum árangri.
Dýnan sér um að dreifa
þunga líkamans í svefninum,
þannig að blóðstreymi haldist
jafnt um allan skrokkinn, hún
heldur góðum hita á bakinu og
hefur notaleg nuddáhrif á
vöðvana.
Ummál: 70/80/90x190 cm.
Pykkt: Aðeins 3 cm og því
leggst hún ofan á dýnu sem
fyrir er.
Þyngd: 1,9 kg.
Verð: 3.260,- kr.
Vitisamlegast sendið mér:
□ .....stk. heilsudýnu, breidd ..
□ .....stk. kodda á kr. 1.390,-
Nafm
Koddinn tryggir höfðinu
og hálsinum rétta hvíldarstöðu
og réttur þéttleiki ásamt
góðum hita gerir það að
verkum að þú vaknar með
slaka háls- og axlarvöðva eftir
góðan nætursvefn.
Ummál: 45x55 cm.
Pykkt: 9-11 cm.
Verð: 1.390.- kr.
. cm x 190, á kr. 3.260.-
Símanr.
BORGARNESDAGAR
j LAUGARDALSHÖLL 2.-5. MAÍ
Þingmenn Vesturlands taka
lagið klukkan 20:30 í kvöld.
Tískusýningar klukkan 16.00 og
21.00 f kvöld.
Lukkugestir fá verdlaun.
Nú er fjölskylduhátíö í Höllinni. Tívolí,
tölvuspil, golf, bragöprufur og matvæli
á EINSTÖKU kynningarveröi, vörusýn-
ing, málverk.
Eitthvaö fyrir alla, pabba, mömmu, afa,
ömmu og krakkana.
Opid frá 13—22 fram á sunnudagskvöld.