Morgunblaðið - 04.05.1985, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 04.05.1985, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAl 1985 31 Bænastund páfa vegna Maríumyndar Godards PáfagmrAi, 3. mai. AP. JÓHANNES Páll páfí II, sem svíður sárt sú meðferð, sem María Guðsmóðir fær í nýjustu mynd franska leikstjórans Jean-Luc God- ard, hefur hafið baráttu gegn henni, sem ekki á sér neinn líka. Verður útvarpað til hinna trúuðu um allan heim og þeir beðnir að biðja fyrir þeim, sem hafa „afskræmt og dregið niður í svaðið andiega þýðingu" kristinnar trúar. í tilkynningu í gær í útvarpi Páfagarðs og dagblaði hans, L’Osservatore Romano, sagði, að á morgun, laugardag, myndi páfi fara með Maríubænir fyrir fram- an Postulahöllina í Páfagarði og var skorað á trúað fólk að biðja með honum. Verður bænastund- inni útvarpað um allan heim í út- varpi Páfagarðs. í myndinni er Maríu lýst sem nútímastúlku, dóttur bensínsölu- manns og ástkonu leigubilstjóra, sem Jósef heitir. Er sambandið þeirra lýst af nokkurri bersögli og sést María oft allsnakin. Gagnrýni páfa hefur verið mis- jafnlega tekið í ítölskum blöðum og hefur sumum fundist viðeig- andi að gera grín að öllu saman og birta mynd af nakinni konu á krossi. Á það er þó bent, að í aug- um Páls páfa sé Maríudýrkunin einn af hornsteinum páfadómsins og í skjaldarmerki hans er stafur- inn „M“ og einkunnarorðin „Totus tuus“, „allur þinn“. Köln: Hermdarverk gegn frönsku fyrirtæki IfXl. 4 mmmf AD Köln, 3. maí. AP. RÉTT fyrir dögun í morgun sprakk sprengja í húsnæði fransks fyrirtækis í Köln, sem sinnir viðgerðum á tölvum og fjar- skiptatækjum fyrir herinn í Vestur-Þýskalandi. Að sögn lög- reglu í borginni urðu miklar skemmdir á húsinu, en cngan sakaði. Grunur beinist að vinstri sinnuðum hermdarverkamönn- um, sem hafa verið athafnasamir í Vestur-Þýskalandi og öðrum Evr- ópuríkjum að undanförnu. Tjón fyrirtækisins er metið á um 30 þúsund vestur-þýsk mörk (jafnvirði um 400 þús. ísl. króna). Fyrir fjórum dögum sprungu sprengjur hjá nokkrum öðrum fyrirtækjum í Köln og Dússeldorf og ollu tjóni, sem metið er á rúm- lega 200 þúsund vestur-þýsk mörk. Hryðjuverkasamtök vinstri sinna, sem nefnast Byltingarsellurnar, hafa lýst ábyrgð þeirra á hendur sér. Segir í yfirlýsingu frá sam- tökunum, að með þessu athæfi vilji þau sýna andúð sína á fundi leiðtoga iðnríkjanna, sem nú stendur yfir í Bonn. Japanir ætla að kaupa langdrægt radarkerfi Tókýó, 3. m»í. AP. JAPÖNSK varnarmálayfirvöld íhúga nú kaup á radarkerfi, sem gert gæti kleift að að fylgjast með svæð- inu frá Okhotsk-hafí til Mið-Síberíu og Norður-Kyrrahafs, að því er fram kemur ( frétt í þekktu japönsku dagblaði, Asahi Shimbun, í dag. Radarkerfið myndi gera kleift að sjá herskip og flugvélar í allt að 4.000 km fjarlægð, að sögn blaðs- ins, sem hafði upplýsingarnar eft- ir heimildum í varnarmálaráðu- neytinu. Samkvæmt frétt blaðsins verð- ur að setja upp tvær radarstöðvar til að kerfið komi að fullum not- um, aðra á eyjunni Iwo Jima, og hina á Ryukkyu-eyjum. Reagan og Nakasone hittast í Bonn Þessi mynd var tekin í Bonn á fímmtudag, er Ronald Reagan Bandaríkja- forseti og Yasuhiro Nakasone, forsætisráðherra Japans, komu saman til viðræðna um viðskiptamál landa sinna. Leiðtogarnir eru báðir í opinberri heimsókn í Vestur-Þýskalandi og sitja jafnframt leiðtogafund sjö helstu iðnríkja heims. DREIFING A ISLANDI: BUSTCŒ) Sími: 923377 230 Keflavík Póstnr.: Sveitarfél. | Klippið seðilinn út og sendið með pósti til: Bústoð Pósthólf 192 230 Keflavík I V_________________________________________________________________J Hvernig vœri að slá til strax í dag og senda okkur útfylltan pöntunarseðilinn og við sendum þér vöruna um hœl ípóstkröfu. 14,daga skilafrestur. Viltu losna við bakverkinn og eymslin í hálsinum? Þá skaltu reyna heilsudýnu og -kodda frá Bay Jacobsen, viðurkennda framleiðslu sem skilar ótrúlegum árangri. Dýnan sér um að dreifa þunga líkamans í svefninum, þannig að blóðstreymi haldist jafnt um allan skrokkinn, hún heldur góðum hita á bakinu og hefur notaleg nuddáhrif á vöðvana. Ummál: 70/80/90x190 cm. Pykkt: Aðeins 3 cm og því leggst hún ofan á dýnu sem fyrir er. Þyngd: 1,9 kg. Verð: 3.260,- kr. Vitisamlegast sendið mér: □ .....stk. heilsudýnu, breidd .. □ .....stk. kodda á kr. 1.390,- Nafm Koddinn tryggir höfðinu og hálsinum rétta hvíldarstöðu og réttur þéttleiki ásamt góðum hita gerir það að verkum að þú vaknar með slaka háls- og axlarvöðva eftir góðan nætursvefn. Ummál: 45x55 cm. Pykkt: 9-11 cm. Verð: 1.390.- kr. . cm x 190, á kr. 3.260.- Símanr. BORGARNESDAGAR j LAUGARDALSHÖLL 2.-5. MAÍ Þingmenn Vesturlands taka lagið klukkan 20:30 í kvöld. Tískusýningar klukkan 16.00 og 21.00 f kvöld. Lukkugestir fá verdlaun. Nú er fjölskylduhátíö í Höllinni. Tívolí, tölvuspil, golf, bragöprufur og matvæli á EINSTÖKU kynningarveröi, vörusýn- ing, málverk. Eitthvaö fyrir alla, pabba, mömmu, afa, ömmu og krakkana. Opid frá 13—22 fram á sunnudagskvöld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.