Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 33
anre MOHGUNfiLADIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAI 1985 tT »4 Sýnir ótrúlega fjölbreytta fram- leiðslu og þjónustu — segir Henry Þ. Granz, fram- kvæmdastjóri Borgarnesdaga „TIL AÐ kynna fyrir fólki það sem við höfum uppá að bjóða, sem við vitum að er margt, enda er ótrúlega fjölbreytt framleiðsla og þjónusta í Borgarnesi,“ sagði Henry Þ. GrSnz, framkvæmdastjóri Borgarnesdaga ’85 sem haldnir eru í Laugardalshöll um helgina, þegar hann var spurður um tilgang Borgarnesdaganna. Henry kvaðst vera þess full- viss að sýningin heppnaðist vel, sagði að vísir menn teldu opnun- ina gefa vísbendingu um hvað á eftir kæmi á slíkum sýningum. Hann sagði að opnunin á fimmtudag hefði heppnast vel. Hátt í þúsund manns hefðu séð sýninguna við opnunina og þann stutta tíma sem hún var opin þá um kvöldið og fólkið hefði kunn- að að meta það sem boðið var uppá. Heriry sagði að fólk væri undrandi á því hvað jafn lítill bær og Borgarnes hefði fram að færa í framleiðsluvörum, þjón- ustu og menningu. „Ég vil endilega hvetja fólk til að heimsækja okkur á Borgar- nesdögum. Ég veit að allir verða ánægðir og sjá ýmislegt sem þeir hafa ekki vitað um áður,“ sagði Henry Þ. Gránz. „Víst er fiskur í Borgarnesi,” segir fisksali bæjarins, Þóróur Pálsson, en hann býður uppá fjölbreytt úrval sjávarrétta á Borgarnesdögum. Bás Prjónatofu Borgarness á Borgarnesdögum ’85. Morgunblaöiö/Júlíus BORGARNESDAGAR ■ ■ YFIR 20 SÝNENDUR Eftirtalin fyrirtæki, félög og stofn- anir taka þátt í Borgarnesdögum ’85 í Laugardalshöll: BIFREIÐA- OG TRÉSMIÐJA BORGARNESS, BTB Pyrirtækið var stofnað 1946. Fyrirtækið starfar á sviði framleiðslu og þjónustu. Eink- um er unnið að raflögnum í bifreiði og viðgerð- um á landbúnaðarvélum, svo og ýmiss konar járnsmíði. Þá rekur BTB verslun með vara- hluti og efni til raflagna. Þá sér fyrirtækið um bílamálun. Fyrirtækið sér um smíði á húsum á sendi- og vöruflutningabíla, ásamt framleiðslu á hurðum fyrir iðnaðarhúsnæði, bifreiða- geymslur o.fl. og er leiðandi fyrirtæki á þvf sviði hér á landi. BLIKKSMIÐJA MAGNÚSAR THORVALDSSONAR Blikksmiðja Magnúsar Thorvaldssonar hóf starfsemi sína árið 1967. Fyrirtækið tekur að sér alla almenna blikksmíði og framleiðir ennfremur sorpskápa og pokahengi á veggi. Ennfremur framleiðir blikksmiðjan milli- veggjastoðir úr stáli, sem þekktar eru vfða um land. Þá hefur fyrirtækið nýlega gert tilraunir með framleiðslu á leiktækjum á leikvelli. Loks má geta þess, að hjá blikksmiðjunni hefur sfð- astliðin fimm ár verið unnið að þróun uppfinn- ingar eigandans, Magnúsar Thorvaldssonar, á svonefndum Magn-húsum, sem er ný gerð timbureiningahúsa, sem eru 1 senn einföld og auðveld í uppsetningu. BORGARNESHREPPUR Borgarnes varð löggiltur verslunarstaður 22. mars 1867. Hreppurinn varð sjálfstætt sveitar- félag 28. maf 1913. Sveitarfélagið rekur skrif- stofu, áhaldahús, leikskóla, íþróttamiðstöð, grunnskóla, rafveitu, höfn og vatnsveitu. Einn- ig er hreppurinn aðili að rekstri heilsugæslu- stöðvarinnar f Borgarnesi, Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Brunavörnum Borgarness og nágrennis. Þá er Borgarneshreppur eignaraðili að Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, Dval- arheimili aldraðra f Borgarnesi og Hótel Borg- arnesi. BAUÐGERÐ KAUPFÉLAGS BORGFIRÐINGA Kaupfélag Borgfirðinga stofnaði brauðgerð árið 1941 og var hún fyrst til húsa f elsta húsnæði félagsins „Sölku“. Árið 1951 var starfsemin flutt í nýtt hús við Egilsgötu og jókst þá starfsrými og vélakostur mikið, auk þess sem framleiðslan varð fjölbreyttari. BYGGINGAFÉLAGIð BORG HF. Byggingafélagið Borg hf. var stofnað árið 1976. Fyrirtækið hefur staðið fyrir margs kon- ar verkum, auk þess sem það hefur byggt og selt einbýlishús, raðhús og fjölbýlishús. Bygg- ingafélagið Borg hefur sérhæft sig f fram- leiðslu glugga, faga og útihurða. BORGARPLAST HF. Borgarplast var stofnað árið 1971 af sex ein- staklingum. Framleiðslan var I fyrstu ein- göngu einangrunarplast. Auk einangrunar- plasts eru nú framleidd pfpueinangrun og drenplast, auk þess sem Borgarplast selur ýmiskonar byggingarefni. Á vegum fyrirtækis- ins er rekið útibú f Kópavogi, þar sem fram- leiddur er margs konar plastvarningur, svo sem vörupallar, fiskiker og fleira. FERÐAMÁLASAMTÖK VESTURLANDS Ferðamálasamtök Vesturlands voru stofnuð fyrir rúmum þremur árum, fyrst slíkra sam- taka á Islandi. Samtökin hafa frá stofnun unn- ið að því að Vestlendingar sameinist f átaki um að kynna náttúrufegurð og ferðamannaþjón- ustu á Vesturlandi. FISKBÚÐ ÞÓRÐAR PÁLSSONAR Fiskbúð Þórðar Pálssonar sér Borgnesingum og nærsveitamönnum fyrir fiskmeti. Búðin hefur lengi verið þekkt fyrir góða vöru og fjöl- breytta. HÓTELBORGARNES I Hótel Borgarnesi eru 36 herbergi, þar af 20 með baði. Morgunverður er framreiddur í kaffiteriu. 1 hótelinu eru veitingasalir fyrir ráðstefnur, dansleiki og veislur, fyrir allt að 300 manns. KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA Kaupfélag Borgfirðinga var stofnað árið 1904 f Deildartungu f Reykholtsdal. Félags- svæðið nær yfir 5 hreppa í Borgarfjarðarsýslu, norðan Skarðsheiðar alla Mýrasýslu, 8 hreppa, og 5 hreppa í Hnappadals- og Snæfellsnessýslu allt vestur í Breiðuvfk. I Borgarnesi rekur kaupfélagið kjörbúð, vefnaðarvörudeild, búsá- halda- og bókabúð, bygginga- og járnvörudeild, fóðurvörudeild, slátur- og frystihús, reykhús, frystihólf, rafmagnsverkstæði, bifreiðaverk- stæði, varahlutaverslun, yfirbyggingarverk- stæði, brauðgerð, bensfnafgreiðslu og verslun, mjólkursamlag, bifreiðastöð, kjötvinnslu og tryggingar. Auk þess starfræktir kaupfélagið verslun á Akranesi og Hellissandi og verslun, veitingahús og bensínafgreiðslu á Vegamótum á Snæfellsnesi. KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KAUPFÉ- LAGS BORGFIRÐINGA Kjötiðnaður hófst hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga árið 1951. Nú er verið að byrja á nýrri pökkun á frystu og fersku kjöti. Sala á fram- leiðslu stöðvarinnar hefur aukist mjög á hðf- uðborgarsvæðinu á undanförnum árum, t.d. á hinu vinsæla Borgarneshangikjöti. Þá hefur sala á þorramat fimmfaldast á sfðustu þremur árum. Árið 1984 tók kjötiðnaðarstöðin á móti 440 lestum af afurðum til meðhöndlunar að meira eða minna leyti. LOFTORKA SF. Fyrirtækið Loftorka var stofnað 1962 og var fyrsta verkefnið gatnagerð f Borgarnesi. Jarð- vinna er snar þáttur í rekstri fyrirtækisins, en framleiðsla á vörum fyrir byggingariðnað sæk- ir stöðugt á. Nú framleiðir Loftorka allar stærðir af steinrörum, fittings, holræsabrunna og keilur, auk hleðslusteina. Einnig eru fram- leiddir forsteyptir bitar og súlur í peningshús, flórbitar og grindur. Fyrir fjórum árum hóf Loftorka framleiðslu á svonefndum samloku- einingum, sem eru einangraðir, steinsteyptir húshlutar. MJÓLKURSAMLAG BORGFIRÐINGA Mjólkursamlag Borgfirðinga hefur verið starfrækt frá árinu 1932. Samlagssvæðið nær yfir Borgarfjarðardali, uppsveitir Borgarfjarð- ar og sunnanvert Snæfellsnes vestur í Breiða- víkurhrepp. Mjólkursamlagið sér um pökkun á mjólk og undanrennu fyrir heimamarkað, en um 20% af mjólkinni fer á heimamarkað. Að auki sér samlagið öllu suðvesturlandi fyrir ým- iss konar mjólkurvöru, svo sem sýrðum rjóma og vörum unnum úr honum, svo sem ídýfum. Þá fer skyrið, sem framleitt er í Borgarnesi víða, en það er svonefnt pokaskyr, sem pakkað er í plastpoka. Þá framleiðir mjólkurbúið ennfremur ávaxtagrauta undir merki Mjólk- ursamsölunnar. PRJÓNASTOFA BORGARNESS HF. Prjónastofa Borgarness var stofnsett árið 1970. Fyrirtækið framleiðir og flytur út alls konar prjónafatnað úr íslenskri ull, undir merkinu Eider Knit Ltd. LEIKFANGAIÐJA SONJU, LAXÁRHOLTI Leikfangaiðja Sonju I. Elíason framleiðir margs konar uppstoppuð leikföng og tusku- brúður. SAFNAHÚS BORGARFJARÐAR Nú eru starfrækt í Borgarfirði bókasafn, byggðasafn, héraðsskjalasafn, listasafn og náttúrugripasafn. Söfnin búa við ófullnægj- andi húsakost, en nú liggja fyrir fullbúnar teikningar að safnahúsi Borgarfjarðar og hef- ur húsinu verið valinn staður á Gíslatúni við Borgarbraut. Bókasafn: í Héraðsbókasafni Borgarfjarðar eru nú tæplega 22 þúsund bindi, þar af eru um 8.000 bindi i geymslu vegna mikilla þrengsla. Útlán úr safninu eru mjög mikil. Byggðasafn: Safnið var stofnað árið 1960 af Ungmennasambandi Borgarfjarðar, Kvenfé- lagasambandi Borgarfjarðar, Búnaðarsam- bandi Borgarfjarðar, Borgfirðingafélaginu i Reykjavík og Kaupfélagi Borgfirðinga. Inn- skráðir munir f safnið eru nú 2.374. Héraösskjalasafn: Héraðsskjalasafn Borgar- fjarðar var stofnað 1961 og er sameiginlega rekið af Mýra- og Borgarfjarðarsýslum. Safnið hefur aukist mjög af ýmiskonar efni er varðar heimildir um fólk, jaröir og héraðið í heild á þessari öld og fyrr. í safninu eru nú 180 hillu- metrar. Listasafn: Listasafn Borgarness var stofnað ár- ið 1971 með gjöf Hallsteins Sveinssonar, er hann gaf Borgarneshreppi 100 listaverk. Síðan hefur hann gefið safninu mörg listaverk og veitt því fjárstuðning. Safnið á nú um það bil 300 listaverk. Náttúrugripasafn: Náttúrugripasafn Borgar- fjarðar var stofnað árið 1972 og er safnið sam- eign Mýra- og Borgarfjarðarsýslna og Borg- arneshrepps. Upphaflega var safnað fuglum og steinum, en árið 1973 var keypt til safnsins einkasafn Kristjáns Geirmundssonar frá Ak- ureyri, en í því safni var óvenju mikið af ýms- um fágætum fuglum, islenskum og flækingum. SAUMASTOFA PÁLÍNU HJARTARDÓTTUR Saumastofa Pálinu var stofnuð haustið 1983. Hugmyndin var að framleiða leikfðng og gjafavöru úr taui. Enn sem komið er hefur framleiðslan verið lítil og aðallega framleiddar eldhúsgrýlur og trúðar. Fyrirhugað er að hefja fjölbreyttari framleiðslu, m.a. á taudúkkum með höfuð og útlimi úr plasti. SHELLSTÖÐIN Shellstöðin í Borgarnesi var opnuð 1964. Stöðin hefur frá upphafi séð um dreifingu á bensini og olíu á öllu Vesturlandi fyrir Olíufé- lagið Skeljung hf., að undanskildu svæðinu sunnan Skarðsheiðar. Shellstöðin hefur frá upphafi haft með höndum umboð fyrir Al- mennar tryggingar hf. og síðar fyrir Flugleiðir hf. í júni 1983 opnaði stöðin í nýjum húsakynn- um við Brúartorg, þar sem nú er rekin fjölþætt þjónusta við ferðamenn. SKILTAGERÐ BJARNA STEINARSSONAR, MÁLARAMEISTARA Skiltagerð Bjarna hefur starfað um tveggja ára skeið. Fyrirtækið hefur málað skilti og auglýsingar fyrir fjölmörg fyrirtæki í Borg- arnesi og víðar. Fyrirtækið gerir tiliöguupp- drætti að merkingum, sé þess óskað, og enn- fremur föst tilboð í verk. Þjónusta skiltagerð- arinnar felst m.a. í málun auglýsinga og merk- inga á bifreiðir, málun skreytinga á bíla, mál- un merkinga og auglýsinga utan á hús fyrir- tækja og stofnana, gerð götuskilta og umferð- armerkja og hvers konar aðra skiltagerð og auglýsingamálun. SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU Sparisjóöur Mýrasýslu er eina peningastofn- unin i héraðinu. Viðskiptasvæði sjóðsins er, auk Mýrasýslu, Borgarfjarðarsýsla innan Skarðsheiðar og sunnanvert Snæfellsnes, ennfremur í litlum en vaxandi mæli sveitirnar utan Skarðsheiðar. Sparisjóðurinn var stofn- aður árið 1913. Stærstu útlánaflokkar við sparisjóðinn eru nú landbúnaður, íbúðabygg- ingar og iðnaður ýmiss konar. Á sýningunni kynnir sparisjóður Mýrasýslu nýtt innláns- form með lánsréttindum vegna fbúðabygginga og sýnir ýmsa þjónustu, sem tölvutæknin gefur möguleika á. TRÉSMIÐJA ÞORSTEINS THEODÓRSSON AR Trésmiðjan hóf starfsemi sína árið 1962: Fyrirtækið hefur starfað sem verktaki f bygg- ingariðnaði og framleiðir margvfslegar inn- réttingar. Tækjakostur fyrirtækisins hefur nýlega verið endurnýjaður. VÍRNET HF. Vírnet hf. var stofnað árið 1956. Upphaflega var í ráði að framleiða vírnet, eins og nafnið bendir til, en frá því var horfið. Framleiðsla var hafin á nöglum og var það meginþáttur framleiðslunnar um árabil. Árið 1978 var hafin framleiðsla á galvaniseruðu bárujárni og árið 1983 hófst framleiðsla á lituðu klæðningar- stáli. Helstu nýjungar hjá fyrirtækinu á seinni árum voru þegar keyptar voru vélar til völsun- ar á trapisulöguðu klæðningarstáli. Jafnframt var keypt beygjuvél af GRO-KO-gerð, með einkaleyfisrétti fyrir ísland. Vél þessi beygir trapisuvalsaö stál þvert á báru. Þessi nýjung opnar hönnuðum ýmsar nýjar og áður ófærar leiðir við hönnun og húsakæðningar, auk ann- arra nota.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.