Morgunblaðið - 04.05.1985, Síða 41

Morgunblaðið - 04.05.1985, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985 41 Eiðar: Prestafélag Austurlands starfrækir sumarbúðir Kgilsstödum, 29. apríl. PRESTAFÉLAG Austurlands mun starfrækja nú í sumar sérstakar sumarbúöir fyrir börn á aldrinum 9—13 ára á Eiðum, en allt frá sumrinu 1968 hefur félagið starfrækt slíkar búöir í Barnaskólanum á Eiðum. Sumarbúöir þessar eru ætl- aðar börnum af Austurlandi og fer innritun fram nú í maí- mánuði hjá sóknarprestunum og æskulýðsfulltrúa þjóðkirkj- unnar á Reyðarfiröi, sem jafn- framt gefa allar nánari upplýs- ingar. Að sögn sr. Vigfúsar Ingv- ars Ingvarssonar hefur aðsókn að sumarbúðunum farið vax- andi hin síðari ár, einkum Fæddur 7. júní 1920 Dáinn 24. apríl 1985 Okkur langar til þess að minn- ast afa okkar í fáum orðum. öll höfum við barnabörnin verið með annan fótinn á Skriðustekknum frá því að við munum fyrst eftir okkur. Sjaldan fórum við þaðan án þess að afi segði okkur eina af þeim fjölmörgu sögum sem hann kunni og oft fengum við eitthvert góðgæti á meðan á sögunni stóð. 1 okkar augum var afi sá maður sem að allt vissi og allt gat. Mörg skiptin sátum við nokkur i kring- um hann og horfðum á hann gera einn af mörgum göldrum sem barna af Héraði, og hafa færri komist að en vildu. Hver hóp- ur dvelur 7—8 daga í búðunum í senn og er dvalargjald kr. 3.100-3.500. Á Eiðum er nú nokkuð góð aðstaða fyrir sumarbúðir. Þar er íþróttasvæði UÍ A, sundlaug og kirkja. Umhverfið býður upp á tækifæri til að kynnast náttúrunni og leyndardómum hennar með skoðunarferðum. Áform eru uppi um eflingu og frekari uppbyggingu sumarbúðastarfs Prestafélags Austurlands á Eiðum og hefur skáli verið reistur við Eiða- vatn í því augnamiði, sem nú er fokheldur. Þar hefur enn- fremur verið sáð í íþróttavöll og sumarbúðabörn hafa plant- hann kunni, þá var oft glatt á hjalla og mikið hlegið. Þar sem hann vann við að keyra út öl hjá Ölgerðinni, þá tók hann okkur elstu börnin gjarnan með í ferð- irnar og alltaf var hann hress og kátur hvað sem á bjátaði. Á heitum sumardögum var oft safnast saman í garðinum á Skriðustekknum og farið í marga góða leiki og oftast var það afi sem stjórnaði. Erfitt er að sætta sig við að aldrei framar munum við fá að njóta návistar hans og heyra hann segja okkur sögur. Ávallt munum við minnast hans sem góðs manns sem var í senn afi okkar og góður vinur. að þar trjám undanfarin sum- ur. - Ólafur Veiðimaðuriim kominn út TÍMARITIÐ Veiðimaðurinn kom nýlega út, 41. árgangur, blað núm- er 117. Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda, skýrsla yfir veiðina á landinu 1984, aflaskýrslur úr ein- stökum laxveiðiám svo sem Sog- inu, Svartá, Laxá í Aðaldal og Ell- iðaánum, grein eftir Orra Vigfús- son um gáruhnútinn svokallaða, viðtal við Þorvald Jónsson, gaml- an laxabana, fólksíður, veiðisögur og fleira. Útgefandi er Stangveiðifélag Reykjavíkur, en ritstjórar eru Víglundur Möller og Magnús Ólafsson. Við þökkum þær góðu stundir sem við höfum notið með honum og munum aldrei gleyma. Barnabörn Vinabæjarmót í Danmörku StykkÍHhólmi, 29. ipríl. VINABÆR Stykkishólms í Dan mörku er Kolding. Undanfarin ár hefír verið unnið að því að treysta vinabæjartengslin milli þessara staða og hefír talsvert áunnist í þeim efnum. Fyrstu dagana í maí á að vera vinabæjarmót í Kolding og í til- efni þess fara héðan 4 hrepps- nefndarmenn ásamt konum sínum til að taka þátt í þessu móti. Árni Guðmundur Eysteins- son — Kveðjuorð Svanberg Olesen sjómaður - Minning Svanberg Olesen fæddist i Danmörku 28. júní 1961, sonur hjónanna Sven Olesen og Ingi- bjargar Svanbergsdóttur frá ísa- firði. Við fæðingu hlaut hann vöggugjafir góðar og afmælt æviskeið sem nú er á enda runnið. Á fyrsta æviári hans var sú ráðabreytni að foreldrar hans slitu samvistir og móðirin fluttist með son sinn út til æskustöðva á ísafirði. Þar ólst hann upp með henni og síðan í fóstri afa og ömmu. Hann var kallaður Svenni, at- hafnasamur og fjörmikill, fríð- leiksbarn og þroskaðist brátt. Afi og amma, þau Svanberg Sveins- dóttir og Þorbjörg kona hans, studdu hann fyrstu fetin og kenndu honum. Þeim var hann alla tíð nátengdur. Undir brúnum vestfirsku fjall- anna vaknaði spurningin um það sem býr hinum megin og drenginn greip útþrá sem engu eirði. Úr fjallahringnum er opin, bjóðandi leið út á hafið. Það togaði f hann með þúsund þráðum, fullnægði þránni og það tók hann að lokum til sín. Hann hóf sjómennsku ung- ur, fyrst á varðskipum, svo á fiski- skipum. Leiðir hans lágu til Austfjarða. Þar var móðir hans, bræður og stjúpfaðir sem hann tók tryggð við. Þangað hafði líka flust ung stúlka, Unnur Bjarnadóttir frá Vestmannaeyjum. Þeim var skap- að að lifa saman þar til dauðinn skildi þau að. Þau bundust heituin og eignuðust tvo syni, Guðmund Heiðar og ívar Má. Þótt ung væru, bjuggu þau í eigin húsnæði sem heimilisfaðirinn hafði snemma lagt grunn að. Þar sýndi hann ráðdeild og atorku. Hjónin voru hraust og bjartsýn. Seint í janúar í vetur lagði tog- arinn Hólmanes út frá heimahöfn á Eskifirði. Engan gat grunað að einn af áhöfninni ætti nú að inna af hendi það skyldugjald sem allir menn verða að greiða með lífi sínu. En hafið var óþolinmótt og stormurinn eirðarlaus. Ótrúar öldur hrifu einn úr hópnum. Það var Svenni frændi minn. Honum varð ekki auðið grafar í grænum reit, stuttri en starfsamri ævi hans var lokið og ástvinirnir reyndu sáran söknuð. Seint verður kveðin sátt við svo miskunnarlausan dauða og sakar- afl skortir við sonar bana. Þrátt fyrir allt er bjart yfir minning- unni og hún mun ævinlega vaka með þeim sem lifa. á.s. SVAR MITT eftir Billv Craham Fjögurra ára sonur minn sagði í gær: „Mamma, ef Guð hefur skapað mig og alla menn, hver skapaði þá Guð?“ Hvað segið þér við slíkri spurningu? Ég verð að viðurkenna, að ég hef oft heyrt þessa spurningu, en aldrei vitað til, að fjögurra ára barn hafi spurt hennar. En ef hann er svo kotroskinn að spyrja svona gæti verið, að hann skildi, að spurningin er 1 samræmi við venjulega rökhyggju okkar, er við tölum um orsök og afleiðingu. Við menn lítum í kringum okkur og segjum: Þetta hús er til, en smiður smíðaði það! Þetta úr er til, en úrsmiður smíðaði það! Þannig er þessu háttað meðal okkar manna. Við hugsum á sama veg um alheiminn. Við getum sagt: Alheimurinn er til, en að baki hans er skaparinn — en hver skóp skaparann? Hér rekst mannleg rökhyggja á vegg — því að Guð er orsök allra hluta og hann hefur hvorki upphaf né endi. í Opinberunarbókinni segir: „Ég er alfa og ómega (a og ö), upphafið og endirinn ... hann sem er og var og kem- ur, hinn alvaldi„ (21,6; 1,8). Þetta eilífa eðli Guðs eigum við erfitt með að skilja með takmarkaðri hugsun okkar, því að við gerum ráð fyrir byrjun og endi, en Guð er eilífur: Hann hefur alltaf verið og hann verður alltaf. Hann sagði við börn ísraels í 5. Mós. 32,40: „Ég lyfti hendi minni til himins og segi: Svo sannarlega sem ég lifi eilíflega." Allt, sem við sjáum, finnum og heyrum, mun taka enda — það eru allt „afleiðingar" hans, sem er orsökin. En orsökin, Guð, hefur lifað og mun lifa að eilífu. KÓR ÖLDUTÚNSSKÓLA 1965—1985 AFMÆLISTÓNLEIKAR í Haf narf jaröarkirkju ídag, laugardaginn 4. maíkl. 16.00. Dvöl í orlofshúsum Iðju löjufólagar, sem óska eftir aö dvelja í orlofshúsum fé- lagsins í Svignaskaröi sumariö 1985, veröa aö hafa sótt um hús eigi síðar en föstudaginn 17. maí. Umsóknareyöublöö liggja frammi á skrifstofu félagsins Skólavöröustíg 16. Dregiö veröur úr umsóknum á skrifstofu félagsins 20. maí kl. 16.00 og hafa umsækjendur rétt til aö vera viöstaddir. Þeir félagar, sem dvaliö hafa í húsunum á 3 undanförn- um árum, koma aöeins til greina ef ekki er full bókaö. Leigugjald veröur kr. 2.500 á viku. Sjúkrasjóöur löju hefur eitt hús til ráöstöfunar handa Iðjufélögum, sem eru frá vinnu vegna veikinda eöa fötl- unar, og veröur þaö endurgjaldslaust gegn framvísun læknisvottorös. Stjórn lóju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.