Morgunblaðið - 04.05.1985, Page 45

Morgunblaðið - 04.05.1985, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985 45 Videoleigur athugið! Súpur Matarmiklar, Ijúffengar og fljótlagaðar. Bregöið út af vananum og bjóðið upp á súpu einu sinni í viku sem aðalmáltíð. Til dæmis þessa: „Fiskisúpa hússins“ (fyrir 4) Notaðu þetta sem grunn- uppskrift að fiskisúpu „þíns húss“, hafðu það grænmeti og þann fisk sem þú vilt hverju sinni. Mín upp- skrift er svona: 4—5 stórar kartöflur 2 laukar (miðlungs) 2 msk. smjör lítil dós tómatar 1 fiskteningur (fisk-bouillon) 2 tsk. salt lk tsk. pipar 1 tsk. timian 1 hvítlauksrif (kramið) 450—500 gr. beinlaus fiskur (ýsa, karfi eða lúða) safi úr 1 appelsínu saxað grænmeti (ferskt eða þurrk- að) rúmlega 1 lítri vatn. Afhýðið kartöflurnar og skerið í teninga. Grófsaxið laukinn. Bræð- ið smjörið í potti, brúnið þetta í 2—3 mínútur. Leysið fisktening- inn upp í vatninu, bætið í pottinn ásamt tómötum og öllu kryddinu. Látið sjóða í lokuðum potti í um það bil 20 mínútur. Skerið þá fiskinn i litla bita og látið malla með súpunni í 5 mínútur í viðbót. Rétt áður en súpan er borin á borð er appelsínusafanum bætt út í og einhverju „grænu“, steinselju, blaðlauk, graslauk, dilli, (1—2 msk. eftir smekk). Framreidd sjóðandi heit með grófu brauði og smjöri (hvítlaukssmjör er afar gott). Súpa vikunnar (fyrir 4) Um það bil 400 gr. reykt pylsa eða kjötafgangar, 2 msk. smjör, 1 msk. hveiti, 1 stór laukur, 6 dl vatn, 2 súputeningar, 1 poki (mið- stærð) djúpfryst grænmeti (blandað). Saxið laukinn og steikið í smjöri í potti. Dreifið hveitinu yfir og hrærið. Þynnið með vatninu og tætið súpu- teninginn út f. Skerið pylsuna (eða kjötaf- gangana) í „stafi“ (lengjur) og látið í pottinn með grænmet- inu. Látið malla f 5—6 mínútur. Smakkið til og berið fram með brauði og smjöri. Gott ráð: Ef þeyta á saman egg er bæði fljótlegt og þægilegt að nota til þess „hveitihristar- ann“. Þau eru komin myndböndin frá Warner Home Video meö íslenskum texta. Takmarkað upplag. Hafið samband við sölumenn í símum 22214, 23698 og 651288. Hamrasel sf. „Teppaland opnar DUKALAND Teppaland hefur nú fært út kviarnar svo um munar og opnaö Dúkaland á jarðhæðinnl. í Dúkalandi fást allskonar gólfefni, önnur en teppi, mörg hver frá heimsþekktum framleiðendum. Aðaláhersla er lögð á hverskyns gólfdúka en einnig eru á boðstólum parket, grá- steinn og marmari, ásamt öðrum stein- tegundum, keramikflisar, korkflisar og linoleumdúkar. Dúkaland er þvi verslun sem almennir neytendur, fagmenn og hönnuðlr eiga erindi i. Verið velkomin i Dúkaland. Að sjálfsögðu býður Dúkalandallt sem þarf til dúka- og flisalagna, s.s. lim, sparsl, grunna, bætiefni, fúgur, verkfæri og ræsti- efni að ógleymdri ráðgjöf, tilboðsgerð og lögn. Dúkaland Grensásvegi 13 P.S. Leitið tilboða i gólfpakka (öll gólfefni) hjá Dúkalandi og Tepplandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.