Morgunblaðið - 04.05.1985, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ1985
Kirkjudagur Safnaðar-
félags Ásprestakalls
ÁRLEGUR kirkjudagur Safnadarfé-
lags Ásprestakalls er á sunnudaginn
kemur, 5. maí.
Dagskrá kirkjudagsins verður
flutt í Áskirkju og tengd guðs-
þjónustu sem hefst klukkan 14.
Félagar úr Lúðrasveitinni Svani
munu leika nokkur lög. Þá mun
kirkjukór Áskirkju syngja undir
stjórn Kristjáns Sigtryggssonar,
organista.
Á þessu ári eru tuttugu ár liðin
frá stofnun kirkjukórs Áskirkju
og dagskrá kirkjudagsins helguð
þeim tímamótum. Flytur kórinn
sálmalög eftir íslenzka höfunda
auk kunnra erlendra sönglaga úr
sálmasjóði kirkjunnar. Einsöng
með kórnum syngur Elín Sigur-
vinsdóttir, söngkona.
Eftir samveruna í kirkjunni
verður kaffisala i Safnaðarheimili
Áskirkju og veizlukaffi á boðstól-
um eins og jafnan á kirkjudaginn.
Rennur ágóði kaffisölunnar til
kirkjubyggingarinnar, sem þrótt-
mikið starf safnaðarfélagsins átti
drýgstan þátt í að reisa og prýða.
I sumar er í ráði að ganga frá
bílastæðum ofan kirkjunnar og
upphitaðri göngu- og akbraut að
kirkjudyrum og stétt við inngang-
inn, sem verður til mikilla bóta.
Eg vænti þess að sem allra flest
sóknarbörn og vinir og velunnarar
Áskirkju leggi leið sína til hennar
á kirkjudaginn og njóti þess sem
fram verður reitt og styðji gott
málefni og samfagni hinum ágæta
kór kirkjunnar þakklátum huga.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Þóra Siguröardóttir
sýnir í Nýlistasafni
NÚ STENDUR yfir í Nýlistasafninu
sýning á verkum Þóru Sigurðardótt-
ur, en Þóra stundaði nám við Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands á ár-
unum 1975 til 1981.
Á sýningunni eru pastelteikn-
ingar, grafík og fleira. Nýlista-
safnið er opið frá klukkan 16—20
virka daga, en um helgar er opið
frá klukkan 14—20. Sýningunni
lýkur sunnudaginn 5. maí.
Kitt verkanna á sýningunni
Morgunblaðið/Bjarni
Asa Svavarsdóttir, Kjartan Bjargmundsson og Gísli Halldórsson æfa
gleðileik Olafs Hsuks Símonarsonar f Iðnó.
Leikfélag Reykjavíkur:
Gleðileikur Ólafs
Hauks Símonarsonar
síðasta verkefnið
ÆFINGAR standa nú yfir á síð-
asta verkefni leikársins hjá Leikfé-
lagi Reykjavikur. Er það nýr ía-
lenskur gleðileikur eftir Ólaf
Hauk Símonarson. Þetta leikrit
hefur að undanförnu verið sýnt á
Húsavík undir stjórn Þórhalls Sig-
urðssonar, en það er einmitt hann
sem setur upp sýningu Leikfélags-
ins nú.
f frétt frá Leikfélagi Reykja-
vlkur er gleðileikurinn kynntur
þannig:
„Leikurinn fjallar í stuttu
máli um ástarflækju ungra
hjóna sem hafa leitast við að lifa
í „opnu“ og frjálslegu hjóna-
bandi, en slíkt getur reynst erf-
itt til lengdar, ástin lætur ekki
að sér hæða. Við sögu koma
einnig, auk hjónanna, ung
menntakona sem býr á heimili
þeirra, tannlæknirinn Nói, sem
er heimilisvinur, og vaxtarrækt-
artröllið Hallur ásamt fleiri
spaugilegum persónum."
Með stærstu hlutverk í sýn-
ingu Leikfélagsins fara Kjartan
Bjargmundsson, Ása Svavars-
dóttir, Gísli Halldórsson, Val-
gerður Dan, Jón Hjartarson og
Margrét Ólafsdóttir. Jón Þóris-
son gerir leikmynd, en leikstjóri
er, sem fyrr sagði, Þórhallur Sig-
urðsson. Frumsýning er fyrir-
huguð um miðjan maí.
Revíu þeirri, sem verið hefur í
æfingu hjá Leikfélaginu eftir
Eddu Björgvinsdóttur, Jón
Hjartarson og Hlín Agnarsdótt-
ur og upphaflega átti að verða
lokaverkefni leikársins, hefur
verið frestað þar til síðar í vor.
Stefnt er að þvi að sýna hana þá
í Austurbæjarbíói.
Útivist um
helgina
Á SUNNUDAG eru tvær ferðir hjá
Útivist. Kl. 10.30 er ný ferð, en þá
verður gengið undir Festarfjalli á
stórstraumsfjöru. Þar er aðeins
hægt að ganga þegar mjög er lág-
sjávað. Áfram verður gengið að Is-
ólfsskála og Selatöngum. Að Sela-
töngum er einmitt ferðin kl. 13. Þar
er margt að sjá t.d. eru þar með
merkustu minjum um útræði fyrri
tíma. Einnig verða skoðaðar refa-
gildrur og sérkennilegar hraun-
borgir í Katlahrauni. Brottför er
frá BSl, bensínsölu. Á þriðjudags-
kvöldið verður myndakvöld hjá
Útivist, það síðasta á vetrinum.
Þar verða kynntar sumarleyfis-
ferðir. (FerWétafM Ottri-t)
Guðmundur Ómar Svavarsson meö
eina mynda sinna.
Guðmundur Ómar
sýnir í
Hafnarborg
GUÐMUNDUR Ómar Svavarsson
opnar málverkasýningu í Hafnar-
borg, Hafnarfirði, í dag, laugardag,
klukkan 14.
Á sýningunni er 31 mynd, unnar
í olíuvatnsliti og kol. Sýningin
verður opin daglega frá klukkan
14—19 nema sunnudag frá klukk-
an 14—22 til 19. maí.
HINN MANNLEGI ÞATTUR/EFTIR ÁSGEIR HVÍTASKÁLD
Hvalir og villimannseðli
Síðari hluti
Við höldum áfram þar sem við
vorum í miðjum hvalveiðitúr með
Færeyingum. Þar sem stór báta-
skari var að elta og smala stórri
hvalahjörð.
Mennirnir um borð í hraðbrátn-
um voru hundvotir. Það draup úr
hári drengjanna á gúmmíbátnum
og þeir skulfu af kulda. Maður í
stafni slippsbátsins kastaði hamri
stöðugt í sjóinn. Ég mundaði
myndavélina. Grindin fór að koma
tíðar upp; farin að þreytast.
Hryggurinn bognaði er hvalirnir
létu sig líða niður og sporðblaðið
lá þvert. Við nálguðumst hina bát-
ana og mér skildist að báðir flokk-
arnir væru komnir saman núna.
Nú röðuðu bátarnir sér í langa
lfnu og var engin undankomuleið
fyrir grindina. Ég hef aldrei séð
slíkan bátafjölda á sjó. Og í hverj-
um bát voru einum of margir
menn. Flestallir karlmenn kaup-
staðarins voru hér saman komnir.
Stundum reyndu hvalirnir að
kafa undir bátana en þá var kast-
að allt hvað af tók. Ég var með
grjót í bandi og kastaði svo gusað-
ist framan í mig. Einhver undar-
. )eg öfl höfðu náði valdi á mér.
Einn bátur var fremstur og var
hann með færeyska fánann í skut.
Það var bátur formannsins og
hann stjórnaði þessari aðför.
j Hann var með lúður og kallaði til
* mannanna. Bannaði þeim að fara
í
of nálægt og passaði að enginn
færi að stinga þá að óþörfu. En
mennirnir voru orðnir æstir og
stundum fóru þeir fram fyrir
formanninn, sem jós þá yfir þá
skömmum. Það var hans hlutverk
að sjá til þess að drápið færi
manneskjulega fram og ef vel var
gert, þá tókst að reka hvalina alla
upp á land þar sem hægt var að
lífláta þá með einum hnífskurði.
Ef það tókst töluðu Færeyingarnir
um gott grindardráp, en annars
var það slæmt. Hægt og sígandi
var hvalahjörðin rekin í átt að vík,
rétt við Þórshöfn, þar sem lítil á
rann til sjávar.
Nú var orðið mjög þétt á milli
bátanna og mennirnir orðnir mjög
æstir, margir voru komnir fram
fyrir formanninn. Formaðurinn
kallaði sífellt á menn um að stinga
ekki strax. Við drógum okkur aft-
ur úr, skipstjórinn vildi ekki taka
þátt í drápinu. Allt i einu heyrðust
öskur, einhver hafði stungið og
sást gusugangur í sandfjörunni.
Hvalahjörðin var nú afkróuð á
litlu svæði og kraumaði nú þar í
eins og suðupotti. Þetta hafði
eitthvað ekki tekist rétt; því hval-
irnir syntu ekki allir upp á land.
Hjartað í mér fór að slá hraðar og
ég bað um að vera settur í land.
Ég hljóp eins og fætur toguðu á
steinum í fjörunni, hélt um
myndavélina svo hún dinglaði
ekki. Allt var morandi í kvenfólki;
þær stóðu í öllum brekkum og á
steinum. Er ég kom í sandfjöruna,
lafmóður og titrandi í hnáliðun-
um, var sjórinn litaður blóði og
gusaðist hátt í loft frá sporðum
hvala sem verið var að stinga. Ég
byrjaði að taka myndir. Færey-
ingarnir óðu út í með kaðal á milli
sín og sá fremsti hélt á krók sem
hann síðan hjó í særðan hval sem
mannaflinn dró síðan upp í flæð-
armálið. Annar dró stóran hníf úr
tréhulstri og beið þar til hvalurinn
var rólegur augnablik, skar hann
þá skurð þvert, rétt fyrir aftan
öndunaropið. Blóð spýttist út,
hvalurinn tók einn dauðakipp og
var síðan samstundis látinn. Ég
titraði og skalf af spenningi og var
of æstur til að finna til með skepn-
unum. Auðvitað var filman búin
þegar mest gekk á.
Litlir pollar stóðu hálfir í sjó og
fylgdust með. Erlendir atvinnu-
ljósmyndarar óðu um. Mér sýndist
annar hver maður vera með
myndavél.
Mennirnir í bátunum stungu
hvalina með spjótum sínum, öðru
hvoru sást sporður eða höfuð
koma upp úr eldrauðum sjónum.
Hver hvalurinn á fætur öðrum var
dreginn á land. Sumir á bátunum
kræktu í þá og reyndu að teygja
sig út fyrir borðstokkinn og skera
Hvalur aflífaður með einni
hnífsstroku.
þvert. Mennirnir voru komnir í
slíkan ham að þeir hræddust ekk-
ert, veiðimannseðlið hafði náð
tökum á þeim og mér líka.
Maður um borð í litlum hvítum
árabát hafði krækt í hval sem var
þrisvar sinnum stærri en bátur-
inn. Hvalurinn tók á rás með bát-
inn. Tveir fullorðnir og tveir
drengir voru um borð og ríghéldu
sér i spottann. Báturinn svínhall-
aði, kastaðist til og skall utan í
aðra báta. Annar drengurinn flúði
fram í stafn. Menn í öðrum bátum
stungu hvalinn sem djöflaðist svo
að komu boðaföll. Eitt skiptið kom
hvalurinn hálfur upp úr og stang-
aði annan bát svo glumdi í og klið-
ur heyrðist frá áhorfendaskaran-
um. Hvað eftir annað munaði að-
eins hársbreidd að litli báturinn
færi á hliðina en alltaf héldu
mennirnir í spottann.
Ég hitti Færeying sem talaði ís-
Hvalsunginn tístir ekki lengur.