Morgunblaðið - 26.05.1985, Síða 4

Morgunblaðið - 26.05.1985, Síða 4
-4- 'fi MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1985 Stúlkurnar í sex efstu sætunum í Fegurðarsamkeppni íslands árið 1959. Frí vinstri: Sigríður Jósteinsdóttir (6. sæti), Þuríður Guðmundsdóttir (5. sæti), Sigurbjörg Sveinsdóttir (4. sæti), Edda Jónsdóttir (3. sæti), Sigríður Geirsdóttir (1. sæti) og Ragnheiður Kristín Jónasdóttir (2. sæti). Keppnin var haldin undir berum himni í Tívolí og greinilega hefur ekki verið blankalogn í þetta sinn. Fegurðarsamkeppni var fyrst haldin á íslandi árið 1950, en þá var Kolbrún Jónsdóttir kjörin fegurðardrottning Reykjavíkur. Engin keppni var árið 1951, en ’52 og ’53 sigra Elín Snæbjörns- dóttir og Sigríður Jóna Árnadóttir í þessari keppni. I>að var Fegrunarfélag íslands sem stóð fyrir þessum keppnum reyk- vískra fegurðardrottninga. Árið 1954 er fyrsta fegurðar- Jrottning íslands kosin í Tivolí, en ,>að var Ragna Ragnars. 1955 sigr- aði Arna Hjörleifsdóttir og hún tók siðar þátt í keppninni Ungfrú alheimur, fyrsta íslenska fegurð- ardrottningin sem fór utan til keppni. Árið 1955 markaði þvi að vissu leyti tímamót, því upp frá bví gátu íslenskar fegurðardísir vænst þess að fá eitthvað út úr því að hreppa titilinn fegurðardrottn- ing íslands. Þetta ár komu stúlkur fyrst fram í baðfötum. Ágústa Guðmundsdóttir sigraði keppninni árið 1956, en þar sem hún var gift gat hún ekki tekið :>átt í Miss Universe-keppninni, og Guðlaug Guðmundsdóttir fór utan sem fulltrúi íslands það ár. Árið 1957 er Bryndís Schram kosin fegurðardrottning íslands, <>g Sigríður Þorvaldsdóttir 1958. Sigríður náði fyrst íslenskra feg- irðardrottninga raunverulegum irangri í keppni erlendis, en hún komst f 15 stúlkna úrslit í keppn- nni am Ungfrú alheim. Árið 1959 fór fegurðardrottning Islands, Sigríður Geirsdóttir, á Miss International-keppnina, sem þá var haldin i fyrsta sinn á ^angasandi í Kaliforníu, og náði þar þriðja sæti. Hún var einnig kjörin Miss photogenic, eða Ung- frú „myndræn", vinsælasta stúlk- an og auk þess í fegursta þjóð- búningnum. Árinu á eftir, 1960, lék fegurðardrottning þess árs, Sigrún Ragnars, það eftir Sigríði aö vera kjörin vinsælasta stúlkan i sömu keppni, og hafnaði auk þess í fimmta sæti í aðalkeppninni. Árið 1961 komst Fegurðar- drottning íslands, Maria Guð- mundsdóttir, í undanúrslit í Miss International-keppninni og sú sem varð í öðru sæti, Kristjana Magn- úsdóttir, komst i 15 stúlkna úrslit í Miss Universe. Árið 1962 er „stóra árið“ í sögu íslenskrar fegurðarsamkeppni, en stúlkurnar sem hrepptu fyrsta og annað sætið í keppninni um Ung- frú ísland, Guðrún Bjarnadóttir og Anna Geirsdóttir, náðu báðar frábærum árangri í erlendum keppnum. Guðrún varð númer þrjú í keppninni um Ungfrá Norð- urlönd, númer fimm í Ungfrú Evr- ópu-keppninni, og sigraði síðan árið eftir í Miss International- keppninni á Long Beach. Anna varð hins vegar í öðru sæti í keppninni um Miss Universe og var auk þess kosin besta ljós- myndafyrirsætan eins og systir hennar Sigríður þremur árum áð- ur. Árið 1963 varð Thelma Ingvars- dóttir fegurðardrottning íslands og 1964 vann hún keppnina um Ungfrú Norðurlönd. Arið 1964 varð Pálína Jónasdóttir Ungfrú ísland og Elísabet Ottósdóttir I öðru sæti, eða Ungfrú Reykjavík. Elísabet komst í 15 stúlkna úrslit í Miss International-keppninni. Árið 1965 sigraði Sigrún Vign- isdóttir í fegurðarsamkeppni ís- lands og Kolbrún Einarsdóttir 1966. Árið 1967 var engin fegurð- arsamkeppni haldin á landinu, en Guðrún Pétursdóttir var kjörin fulltrúi fslands á allar erlendu keppnirnar. Jónína Konráðsdóttir Ungfrú Astralía krýnir Guðrúnu Bjarnadóttur Miss International árið 1963. Einar Jónsson framkvæmdastjóri í Tívolí og maðurinn i bak við Feg- urðarsamkeppni íslands um iratuga- skeið er þarna með Sigrúnu Ragn- ars, fegurðardrottningu íslands irið 1960. sigraði 1968, en Helen Knútsdótt- ir, sem varð í öðru sæti, keppti fyrir íslands hönd í erlendum keppnum það ár. María Baldurs- dóttir varð Ungfrú ísland árið 1%9 og náði þriðja sæti í keppn- inni um Miss Scandinavia. Árið 1970 hófust sýslukeppnirn- ar svokölluðu, undankeppni sem fram fór um allt land fyrir sjálfa úrslitakeppnina. Erna Jóhannes- dóttir hreppti titilinn það ár, en stúlkan í fimmta sæti, Anna Scheving, komst í undanúrslit í Miss World-keppninni í London. Árið 1971 var Guðrún Valgarðs- dóttir kjörin Ungfrú ísland, en þetta ár kom upp deila á milli framkvæmdaaðila Miss Universe og Miss International, sem leiddi til þess að það þurfti að halda sér- staka keppni fyrir væntanlega þátttakendur í Miss International, bæði í yngri og eldri flokki. Henný Hermannsdóttir, sem hafði árinu áður sigrað í keppninni um Miss Young International, sá um þessa keppni hér og sigurvegarar urðu þær Matthildur Guðmundsdóttir í eldri flokki og Helga Eldon í yngri flokki. Helga komst í undanúrslit í keppninni um fulltrúa ungu kyn- slóðarinnar í Japan. Árinu á eftir hafði tekist að leysa deiluna, þannig að hægt var að velja keppendur í Miss Young International í Fegurðarsam- keppni fslands. Þórunn Símonar-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.