Morgunblaðið - 26.05.1985, Side 11
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1985
ÞRÁSETA
Kennslustund
í kergju
Fáar þjóðir hafa eins mikla
nautn af vinnu og Japanir.
Japanskt máltæki segir að
standi nagli út verði að reka
hann inn. Eigi að siður ber það
við, að þessir miklu hagleiks-
menn á sviði þjóðfélagsmála
rekist á nagla sem illmögulegt
virðist að reka inn með eðli-
legum hætti. Og þar sem þjóðfé-
lagið gerir ekki ráð fyrir slíku
verður niðurstaðan oft fáránleg.
Eitt slíkt dæmi varðar kenn-
ara nokkurn, 39 ára að aldri.
Hann starfar í skóla fyrir fötluð
börn í bænum Zentsuji á sunn-
anverðri Shikoku-eyju, þ.e.a.s
þar er hann ráðinn til kennslu,
þó að lítið hafi borið á henni á
siðastliðnum tveimur árum.
Meðan á skólatíma stendur situr
hann nefnilega í bifreið sinni á
bílastæði skólans en er á fullum
launum. Yfirvöld hafa ekki vilj-
að skýra frá nafni hans og vita í
rauninni ekki hvernig þau eiga
að snúa sér i þessu undarlega
máli.
Hann mætir stundvíslega á
hverjum morgni og skráir sig á
viðvistarskrá kennara. Þvínæst
fer hann aftur út i bílinn. Þar
situr hann til kl. 5 siðdegis en til
hádegis á laugardögum.
Hann hefur haft. þennan hátt-
inn á frá því i maí 1983. Þá var
hann kennari við framhalds-
skóla i annarr borg, en var
færður um set í von um að hann
léti láta af uppteknum hætti.
Það gerði hann þó ekki og hið
opinbera verður að greiða hon-
um tæpar 40 þúsund krónur
mánaðarlega fyrir að vera í fýlu.
Síðustu tvö ár hafa skólayfir-
völd og fræðsluráð sárbeðið
manninn um að fara aftur að
kenna. Hann segist ekki gera
það nema með því skilyrði að
hann fái vinnustofu í skólanum
til einkaafnota. Hann hefur
tvisvar sinnum kvartað yfir því
að framhjá sér hafi verið gengið
við stöðuhækkun og hann á í
stöðugum útistöðum við sam-
starfsmenn sína og granna.
Foreldrar nemenda eru að
vonum æfir vegna þessarar
framkomu kennarans og hafa
lagt fast að fræðsluráði að að-
hafast eitthvað í málinu.
Fræðsluráð hefur lýst yfir fyrir
sitt leyti að við svo búið verði
ekki lengur látið standa. En þeg-
ar undirritaður hafði samband
við skólann fyrir skömmu til að
spyrjast fyrir um málið, fengust
þau einu svör, að þeir sem önn-
uðust málefni starfsmanna skól-
ans yrðu ekki viðlátnir þann
daginn.
— PETER MCGILL
tannlæknaskýrslunni upp í röntg-
en- og heilaskoðanir.
Höfundar kortsins eru þrír ung-
ir menn, sem allir eru hinir mestu
snillingar i tölvufræðunum þótt
enginn þeirra hafi neitt próf upp á
það. Foringinn í hópnum er 19 ára
gamall, Douglas Becker að nafni,
en hann fékk til liðs við sig tvo
félaga sína, 23 ára gamla, sem
hætt höfðu námi eftir fall I
menntaskóla. Með hugmyndina
fullbúna fóru þeir síðan til sjúkra-
tryggingafyrirtækisins „Blue
Cross and Blue Shield" í Maryland
og þar var henni tekið tveim hönd-
um.
„Þetta var stórkostlegt," sagði
John Anderson, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins. „Þeir fengu
þessa hugmynd, fullunnu hana og
komu með hana til okkar. Að
sjálfsögðu tókum við henni fagn-
andi því að við erum alltaf að
reyna að bæta félagsskírteinin."
Fyrir margan manninn getur
nýja kortið verið nokkurs konar
björgunarhringur því að læknar
hika oft við að meðhöndla sjúkl-
inga nema þeir þekki sjúkrasögu
þeirra og viti fyrir vfst, að þeir séu
tryggðir.
Meðal þess, sem minnið í kort-
inu geymir, er mynd af sjúklingn-
um, mynd af eiginhandaráritun
hans, sjúkratryggingarupphæðin
og að sjálfsögðu öli sjúkrasagan.
Læknar á sjúkrahúsum og heimil-
islæknar viðkomandi geta skoðað
öll þessi gögn en þeir, sem aðeins
fást við sérhæfð svið eins og t.d.
tannlæknirninn og augnlæknir-
inn, geta aðeins skoðað það, sem
þeim kemur við, nema fram á ann-
að sé farið. Þannig er einnig um
lyfsala, sem geta kynnt sér þau
lyf, sehi sjúklingurinn hefur áður
fengið.
— ALEX BRUMMER
Afleiöingarnar geta oröiö
hrikalegar ef hitastigið
hækkar um þrjár til fjórar
gráður eins og ýmsir vísinda-
sjá: veðurfar menn óttast
B 11
Örin: Þrettán milljónir tonna af sprengjum.
__________________________________________________________ f
úttekt
Víetnam er enn
flakandi í sárum
egar þess var minnst, að tíu
ár voru liðin frá því að Víet-
namstríðinu lauk með falli Sai-
gon-borgar, birtu stjórnvöld þar
skýrslu um ástand umhverfismála
í landinu og kemur þar fram, að
langt sé í frá, að landið sé búið að
jafna sig á sprengjuregninu i
styrjöldinni. Landsmenn voru líka
varaðir við og sagt, að ef þeir
lærðu ekki að fara betur með
minnkandi náttúruauðæfin
stefndi i stórslys fyrir þjóðina.
Skýrslan var unnin að nokkru
leyti fyrir sænskt fé og einnig
starfaði að henni ráðgjafi frá Al-
þjóðlegu náttúruverndarsamtök-
unum, sem aðsetur hafa i Sviss.
Er skýrslan framlag Vietnama til
þess átaks í umhverfismálum, sem
samtök um allan heim byrjuðu ár-
ið 1980.
í skýrslunni segir, að í stríðinu
hafi Bandaríkjamenn dreift 72
milljónum lítra af skordýraeitri
yfir landið og varpað á það 13
milljónum tonna af sprengjum.
Sýru var kastað á kalksteininn og
risastórar jarðýtur sópuðu jarð-
veginum og skóginum ofan af
berginu undir. Síki og flóðgarðar
urðu illa úti í sprengjukastinu og
svo var einnig um mangrófenin og
skógana og jafnvel villt dýr eins
og fílinn, sem annars hefði mátt
nota til flutninga.
Komist er að þeirri niðurstöðu í
skýrslunni, að 135.000 hekturum
af gúmmíviðarekrum og 20 millj-
ón rúmmetrum af viði hafi verið
eytt og að enn séu 1,7 milljónir
ekra ónothæfar vegna dioxíneitr-
unar. í Víetnam eru enn 25 millj-
ónir sprengjugíga, sem upp úr
þyrluðust þrír milljarðar rúm-
raetra af mold, ár hafa brotist úr
fyrri farvegi sínum og áveitu-
skurðirnir gegna ekki þvi hlut-
verki, sem þeim var upphaflega
ætlað.
í skýrslunni er viðurkennt, að á
þessa eyðiieggingu hafi verið auk-
ið með óheftri fólksfjölgun og
FERDALÖG
Dýrt spaug að
æja í Osló
Niðurstöður alþjóðlegrar verð-
lagskönnunar, sem birtar
voru fyrir skömmu, leiða í ljós að
dýrast er fyrir útlendinga að
dveljast í Lagos, höfuðborg Níg-
eríu, en þá koma Tókýó, Teheran
og Kairó.
Það var fyrirtækið Business Int-
ernational sem hafði veg og vanda
af þessari könnun. Hún fór fram í
janúar síðastliðnum og fram-
kvæmd hennar var þannig að
rannsakað var verð á sambæri-
legum vörutegundum í 98 borgum.
Samkvæmt niðurstöðum könn-
unarinnar er verðlag í Lagos 46%
hærra en í New York og er ástæð-
an einkum svimandi hátt svarta-
markaðsverð, sem veldur því með-
al annars að kíló af hrísgrjónum
kostar um það bil 700 krónur.
Eins og fyrr segir er verðlag
næsthæst í Tókýó og Teheran, en
þar í borg er mun dýrara fyrir
ferðamenn að framfleyta sér en þá
innfæddu, því að þeir siðarnefndu
fá skömmtunarseðla en hinir ekki.
í könnuninni segir, að sterk
staða Bandaríkjadals hafi haft
þau áhrif að verðlag hafi hækkað í
bandarískum borgum en lækkað
að sama skapi annars staðar fyrir
bandaríska þegna. Verðlag er
hærra í Osló en í nokkurri annarri
höfuðborg í Evrópu, en næst koma
Zúrich og Genf í Sviss og þá Vín-
arborg og síðan Stokkhólmur.
Óvíða er verðlag hagstæðara
fyrir ferðamenn en í Lundúnum.
Hins vegar er Lissabon sú borg í
stórkostlegri rányrkju á auðlind-
um landsins. Fyrir 40 árum var
50% meira af skógi í Víetnam en
nú er og árlega fara 200.000 hekt
arar forgörðum í skógareldum og
stanslausri ásókn eftir timbrinu.
Nokkuð er um, að reynt sé að
planta út nýjum trjám, en talið er,
að aðeins sé staðið við lítinn hluta
áætlana þar að lútandi.
— IAIN GUESTI
Evrópu þar sem verð er lægst, en
Rio de Jeneiro á þá heimsmetið
þótt verðbólga þar á siðasta ári
hafi verið 219%.
Þegar bornar eru saman niður-
stöður þessarar könnunar og ann-
arrar sambærilegrar sem gerð var
fyrir árið 1983 kemur í ljós að í
Buenos Aires jókst verðbólgan á
þessu tímabili um 865%, en 453%
í Tel Aviv.
I Evrópu var verðlag hinsvegar
yfirleitt stöðugt með fáeinum und-
antekningum. Til dæmis var 22%
verðbólga í Aþenu á síðastliðnu
ári og 10% í Rómaborg. í Lundún-
um reyndist hún 6%, en hvergi
minni en í Frankfurt eða aðeins
2,5%.