Morgunblaðið - 26.05.1985, Page 15

Morgunblaðið - 26.05.1985, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1985 B 15 * Islensku hjálpar- liðarnir geta sér gott orð: Neyðar- kall frá Eþíópíu Engin lendingargjöld borguð af íslensku hjálparvélunum EVRÓPSKAR hjálparstofnanir í Eþíópíu hafa sent frá sér neyðarkall og óskað eftir fé til kaupa á útsæði. I>ar hefur rignt duglega að undan- förnu og eru akrar orðnir hæfir til erju — en sáðkorn er ekki til, að því er Árni Gunnarsson starfsmaður Hjálparstofnunar kirkjunnar sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins. Hann sagði óljóst hversu mikla hjálp hjálparstofnunin gæti veitt, það ylti á undirtektum almennings hér á landi. Fleiri íslenskir hjálparliðar eru nú á leið suður til Gþíópíu til hjálparstarfa á vegum Lútherska heimssambandsins og Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Árni sagði að íslendingarnir, sem þar hafa verið undanfarna mánuði, hafi getið Sér afburða gott orð og hefði verið óskað eftir að þeir yrðu leng- ur eða að aðrir eins yrðu sendir í staðinn. „Þörfin er geysilega mikil og þvi verðum við að vona að við getum haldið áfram að leggja okkar af mörkum til fólks í Eþíópíu, sem býr við ótrúlega ör- birgð," sagði Árni. í Morgunblaðinu á föstudag sagði frá nokkrum tekjum stjórn- valda suður þar af hafnargjöldum skipa, sem komið hafa með hjálp- argögn. Engin slík gjöld hafa ver- ið innheimt af íslenskum hjálp- arvélum sem farið hafa suðureftir, að því er Árni sagði. „Það liggur fyrir samþykkt ríkisstjórnar Eþíópíu um að innheimta ekki þessi gjöld af hjálparflugvélum. Mér hefur þó skilist að einhverjir hafi borgað þessi gjöld engu að síður enda hugsa vafalaust ein- hverjir sem svo, að ekki muni um einn kepp í sláturtíðinni og að greiðsla lendingargjalda gæti ef til vill líka verið þróunaraðstoð. Um hafnargjöld veit ég ekki en mér koma fréttir af þessu tagi á óvart." Bæklingar um Reykjavík fyrir ferðamenn Á VEGIIM samstarfsnefndar um ferðamál í Reykjvík hefur verið unn- ið að ýmsum kynningarmájum fyrir ferðamenn í Reykjavík. Á vegum nefndarinnar er nú verið a drcifa cftirtöldum bæklingum: Bæklingi á ensku með upplýs- ingum um Reykjavík; götukorti af Reykjavík með upplýsingum á ís- lensku og ensku; upplýsingabækl- ingi á íslensku og ensku um söfn og sýningar í Reykjavik; kynn- ingarbæklingi á ensku ætluðum til dreifingar erlendis. Einnig hefur verið gefið út veggspjald með mynd af Reykjavík. í Umferðarmiðstöðinni v/Hringbraut er tekið við farangri ferðamanna til geymslu. Opnun- artími hefur nú verið lengdur og verður opið um helgar í sumar. Opnunartíminn verður þannig; opið virka daga frá kl. 7.30—21.30; laugardaga kl. 7.30—14.30; sunnu- daga kl. 17.00-19.00. (Fréttatilkynning.) Sædýrasafnið • > T • -- ' V ' Sædýrasafnið er opið alla daga frá kl. 10—19. Fáar sýningavikur. MYNDLISTASKOLINN Á AKUREYRI Inntökupróf Irintökupróf í Myndlistaskólann á Akureyri fyrir skóla- áriö 1985—1986 veröur haldiö dagana 3.-6. júní nk. Umsækjendur láti skrá sig á skrifstofu skólans fyrir 29. maí. Skólastjóri. Drekkum mjólk ' Mjólk: Nýmjólk. léttmjólk, eða undanrenna. Til þess að bein líkamans vaxi eðlilega í œsku og haldi sfyrk sínum á efri árum þurfa þau daglegan skammt af kalki. Mjólkin er rfkasti kalkgjafi sem völ er á. Líkaminn framleiðir ekki kalk sjálfur en verður að treysta á að daglega berist honum nœgilegt magn til að halda eðllegri líkamsstarfsemi gangandi. 99% af kalkinu fertil beina og tanna; hjá bömum og unglingum til að byggja upp eðlilegan váxt; hjá fullorðnu fólki til að viðhalda styrknum og hjá ófrfskum konum og brjóstmceðrum til viðhalds eigin líkama auk vaxtar fóstursins og mjólkurframleiðslu f brjóstum. Kalkið gegnir því veigamiklu hlutverki og skortur á því getur haft slœmar afleiðingar. Algengasta einkennið er beinþynning, hrömunarsjúkdómur sem veldur stökkum og brothœttum beinum auk breytinga á líkamsvexti. Með daglegri mjólkumeyslu má vinna gegn kalkskorti og afleiðingum hans, byggja upp sterk bein hjá bömum og unglingum og viðhalda styrknum hjá fullorðnu fólki. Afleiðingar beinþynningar HÆÐ 160 Helstu heimildr: Bækínqunnn Kak og beinþynning efbr dr. Jón Óttar Ragnarsson og Nutrition and Phyécal Rlness, 11. úlg., efbr Briggs og Calciway. Holt Ftenharrt and Winslon, 1984. ALDUR Hvernig beinþynning leikur útlitið A. Eðlileg lögun og eðlileg hœð B. Bogið bak og minni hœð C. Herðakistill og enn minni hœð MJÓLKURDAGSNEFND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.