Morgunblaðið - 26.05.1985, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, 3UNNUDAGUR 26. MAl 1985 B 17
QuAmundur Emilsson hefur vsriö söngstjóri Söngsveitarinnar í þrjú ár og stjómar hér æfingu í Meiaskólanum. Söngsveitina Fflharmónfu skipa nú um 40 manns, konur og karlar, á
öllum aldri og úr öllum státtum.
Núvsrsndi stjórn, söngstjóri,
raddþjálfari og undirlsikari. Frá
vinstri: Sigrún Andrásdóttir radd-
þjálfari, Elín Möller gjaldkeri,
Astríöur Guömundsdóttir, Vil-
helmína Ólafsdóttir undirleikari,
Sigurbjörg Gröndal, Guðmundur
Emilsson söngstjóri, Margrét
örnólfsdóttir, Emma Eyþórsdótt-
ir. Fremstar á myndinni eru Anna
María Þórisdóttir ritari og Dóro-
thea Einarsdóttir formaóur.
Fyrstu stjómina skipuöu
þau Sigurlaug Bjarnadóttir
ritarí, Lúövík Albertsson
gjaldkeri, Rolf Markan vara-
formaður, Siguröur Þóröar-
son vararitari, og Aóalheióur
Guðmundsdóttir formaóur.
Róbert A. Ottósson var fyrsti
stjómandi söngsveitarinnar
og mótaói starf hennar frá
upphafi. Myndin er tekin
stuttu áóur en Carmina Bur-
ana var frumfiutt 23. apríl
1960, og heldur Róbert á
köku sem bökuö var af því
tilefni.
til að takast á við þetta verkefni,
og fá einsöngvarana hingað
heim. Stærsta sönghlutverkið er
í höndum Sigrúnar Hjálmtýs-
dóttur — Diddú — og er þetta í
fyrsta sinn sem hún syngur
opinberlega með Sinfóníu-
hljómsveit íslands að því er ég
best veit.“
Margrét
Örnólfsdóttir
einn af stofnfélögum og
í stjórn Söngsveitarinnar
„Ég byrjaði haustið 1959, þá
rétt orðin 18 ára. Valdimar
bróðir var í framkvæmdanefnd
félagsins Fílharmónía og var
duglegur að smala. Eitt sinn var
ég að syngja heima fullum hálsi,
það var söngur selstúlkunnar að
mig minnir, og þá gall við í
Valdimar; „hva, þú getur bara
alveg sungið líka!“ Eg átti svo
söngelskar systur að þær höfðu
alveg stolið senunni. Ég var
dregin í raddprófun heima hjá
dr. Róbert og byrjaði í söng-
sveitinni, við vorum tvær lang-
yngstar og gerðum fyrst heil-
mikið sprell á æfingu. í söng-
sveitinni voru þá um 40 manns
og síðan hef ég sungið í henni
með nokkrum hléum, var eitt ár
í Vestmannaeyjum og hef verið
nokkrum sinnum löglega afsök-
uð vegna barneigna og þesshátt-
ar.
Eitt sinn ákvað ég að hætta
alveg, það var 1981. En um ára-
mótin 1982—83 frétti ég að það
ætti að fara að syngja 9. sinfóní-
una og hún tældi mig, ég varð að
syngja hana enn einu sinni og
síðan hefur ekkert orðið úr því
að ég hætti. Æfingar eru tvisvar
í viku og þetta er því dálitið
tímafrekt, en ég er líklega hald-
in ólæknandi sönggleði, syng
alltaf, sama í hvaða skapi ég er,
og þar að auki hef ég mikla
anægju af að vera í margmenni,
innan um fólk, og ég hef eignast
marga ágæta vini hérna."
Ragnar
Árnason
fyrrverandi formaöur
Ég byrjaði í söngsveitinni í
febrúar ’69. Ég hef alltaf haft
talsverðan áhuga á tónlist, en
þegar ég fór að syngja í söng-
sveitinni hafði ég lítið sem ekk-
ert sungið frá því ég var í
Menntaskóla. Það vannst lítill
tími til þess meðan ég var í
námi erlendis og á fyrstu árun-
um eftir að ég kom heim.
Aðdragandi þess að ég fór í
söngsveitina var að ég var með í
Þingeyingakórnum ásamt Aðal-
geir Kristjánssyni sem var þá í
söngsveitinni. Aðalgeir notaði
tækifærið og smalaði liði yfir í
söngsveitina þar sem kórinn
vantaði karlaraddir, við æfðum í
ár áður en tónleikar voru haldn-
ir í mars ’70. Þessi fyrsti vetur
er mér minnistæðastur, enda
held ég að við höfum staðið
okkur þar mjög vel miðað við
aðstæður."
Ragnar hefur verið formaður
Filharmóníu lengur en nokkur
annar, fyrst 1970—1972, þá
1976—1978 og að lokum
1982-1983.