Morgunblaðið - 26.05.1985, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 26.05.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1985 B lð Afmælis- tónleikar Karlakórs Selfoss Á SUMARDAGINN fyrsta bélt Karlakór Selfoss sína árlegu vor- tónleika. Fóru þeir fram í íþrótta- húsi bæjarins og var húsið þéttsetið áheyrendum, sem fögnuðu tónleik- unum. Söngstjóri kórsins er Sigfús Ólafsson, og er þetta annað árið í röð, sem hann stjórnar kórnum. Þetta voru nokkurs konar af- mælistónleikar, þar sem kórinn er 20 ára, var stofnaður 2. marz 1965. Að þessu sinni flutti kórinn 16 lög eftir innlenda höfunda sem og erlenda. Einsöngvari á tónleikun- um var Anna Júlíana Sveinsdóttir. Vakti söngur hennar fögnuð áheyrenda sem og karlakórsins í heild. Allir fyrrverandi stjórnend- ur kórsins voru mættir á þessum tónleikum, svo og lagahöfundar, svo sem Skúli Halldórsson og Pálmar Þ. Eyjólfsson. Voru þeir allir kallaðir fram og þeim þakkað með lófaklappi. Undirleikari á pí- anó var Þórlaug Bjarnadóttir. Áheyrendur komu að vítt og breitt um allt Suðurland eða allt austan undan Eyjafjöllum og frá Reykjavík. Að lokum klöppuðu áheyrendur kórnum, undirleikaranum, ein- söngvaranum svo og stjórnanda kórsins, Sigfúsi ólafssyni, lof og þökk fyrir tónleikana. Það mun áætlað að karlakór Selfoss fari í söngferðalag til frænda vorra Færeyinga á kom- andi vori. Kynnir á tónleikunum var Magnús Karvel Hannesson, sveit- arstjóri. ÓJ. Egilsstaðin Ua sýnir í kaffihúsinu Tjarnarbæ ÞANN 24. mars síðastliðinn opnaöi listmálarinn Úa (Unnur A. Svavars- dóttir) sína fyrstu einkasýningu und- ir listaraannsnafni í kaffihúsinu Tjarnarbæ á Egilsstöðum. Þetta er f 9. sinn sem Unnur sýnir málverk sín. Úa stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands í 2 vetur og hefur auk þess sótt einkatíma. Myndir Úu verða til sýnis í kaffi- húsinu Tjarnarbæ frá 24. mars til 5. júní. Kaffihúsið er opið frá morgni til kvölds. Áttræðis- afmæli ÁTTRÆÐUR verður á annan í hvítasunnu Jón Þórðarsor. bóndi í Hagakoti í ögursveit við Djúp. Jón hel'ur búið í Hagakot! áratug- uni saman, góðu búi. 2 z SPORTSKÓR Leður Stærð: 34—45 Litur: Hvítir Verð: kr. 895,- Litur: Hvitir Verð: kr. 1.280,- LEVIS Leður Litur: Hvítir og ljósdrappir Stærð: 35—41 Verð: kr. 1.450,- Stærð: 42—45 Verð: kr. 1.640,- LEVIS Litur: Hvítir og gráir Verð: kr. 1.195,- LEVIS Leður Stærö: 34—42 Litur: Hvítir Verð: ki*. 1.680,- Leður Stærð: 40—45 Litur: Hvítir Verð: kr. 1.995, LEVIS Nælon Stærð: 40—45 Litur: Hvítir Verð: kr. 1.545,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.