Morgunblaðið - 26.05.1985, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, StlWWJPAGffft.afr Mfá'lVW
B 27
Fní Higgins (Sunna Borg) og Pickering ofnrsti (Marinö Þoreteinason) í My
Fair Lady hjá Leikfélagi Akureyrar.
sama tíma höfum við sýnt nýtt
barnaleikrit eftir ólaf Hauk Sím-
onarson, „Köttinn, sem fer sínar
eigin leiðir“. Fyrir útsjónarsemi
Messíönu Tómasdóttur féll leik-
mynd barnaleikritsins inn í leik-
mynd söngleiksins um Bdith Piaf
og því gátu báðar sýningarnar
gengið í húsinu á sama tíma.
XI
Ef við snúum okkur nú að að-
stæðum atvinnuleikhússins hér á
Akureyri.
— Þetta gamla hús þjónar hlut-
verki sínu að ýmsu leyti vel. Helst
er þörf á að bæta aðstöðuna að
tjaldabaki. Það þarf að byggja við
suðurhlið húsins og samræma þá
viðbyggingu, og einnig gömlu við-
bygginguna að norðan, uppruna-
legum svip þess með hliðstæðum
burstum og þeim, sem fyrir eru.
Viðbyggingin við leiksviðshliðina
myndi gera okkur kleift að vera
með aðra leikmynd í gangi vegna
tveggja verkefna, leikmuna-
geymsla fengist og jafnframt
myndi búningsaðstaða leikara
batna verulega. Þetta er framtíð-
ardraumur, sem ég veit að mun
rætast. Akureyrarbær hefur gert
vel við leikhúsið. Við greiðum
enga leigu, en bærinn sér um allt
viðhald og rúmlega það. Á sl. ári
fengum við t.d. fullkominn ljósa-
útbúnað, tölvustýrt ljósaborð og
vandað ljósakerfi. Á þessu ári kom
síðan nýtt hljómkerfi, sem hefur
sannað ágæti sitt í Piaf-sýning-
unni.
Hvað starfslið varðar, þá þarf
að fjölga fastráðnum leikurum.
Þeir eru aðeins fimm um þessar
mundir og þess vegna erum við
alltaf með fjölda lausráðins fólks.
Þessir fimm leikarar þurfa að
inna af hendi alltof mikla vinnu,
eru bókstaflega ofkeyrðir. Kjör
þeirra eru þó sambærileg við það
sem gerist í hinum atvinnuleik-
húsunum. Nú eru horfur á að fast-
ráðnum leikurum verði fjölgað. Þá
virðist mér eðlilegt, að leikarar
hér fái tækifæri til þess að starfa
annað slagið við hin leikhúsin.
Fram að þessu höfum við verið
þiggjendur hér á Akureyri og all-
margir leikarar komið hingað að
sunnan til þess að taka þátt í sýn-
ingum. Ég hefi nú skrifað leikhús-
stjórunum í Reykjavík og óskað
eftir gagnkvæmum skiptum á
leikurum og vænti þess að þeir
taki þeirri málaleitan vel og
drengilega.
XII
Hefur þú í hyggju að gegna
starfi leikhússtjóra um langt
skeið?
— Nei, ég er þeirrar skoðunar,
að ekki sé hollt fyrir leikhúsið að
hafa sama leikhússtjórann of
lengi. Satt best að segja held ég að
íslendingar séu flestir allt of
bundnir við störf og dvalarstað.
Menn eiga ekki að velja sér ævi-
starf á þann hátt, að þeir reyri sig
við sama básinn, jafnvel þótt hann
þrengi að þeim, stöðvi þroska og
veiti enga lífsfyllingu. Það er öll-
um hollt að geta tekið sig upp,
jafnvel farið í nám, þótt þeir séu
ekki ungir lengur, og skipt siðan
um starf í samræmi við aukna
reynslu og þekkingu. 1 leikhúss-
heiminum öllum ríkir næsta lítið
öryggi, að því leyti að leikarar sjá
ekki fyrir, hvað þeirra bíður. Hér
á landi eru leikstjórar t.d. fæstir
fastráðnir.
Auk leikhússtjórastarfsins hefi
ég í tvö ár sinnt þáttagerð fyrir
RÚVAK. Það aukastarf hefur
veitt mér mikla ánægju. Þættin-
um valdi ég nafnið Kotra og hefi
ég haft ákveðin þemu að byggja á.
Fyrst var það ljóðabókin Spámað-
urinn eftir Kahlil Gibran og síðan
Hávamál. Þessi aukavinna mín er
raunar ágætur skóli. Ég verð að
fara á Amtsbókasafnið til þess að
afla mér fanga. Þangað er mjög
gott að koma og margt hefur þar
borist á fjörur mínar við lestur í
kyrrðinni. Þar ríkir til dæmis dag-
ur ljóðsins alla tíð. Þótt ég verði
að lesa leikrit vegna starfsins í
leikhúsinu, þá nýt ég þess að
sökkva mér niður í skáldsögur og
ljóð, þegar næði gefst heima.
Hér verðum við að láta staðar
numið, svo tölvan grípi ekki aftur
í taumana af óvæntri ertni. En
Húnvetningar eru yfirleitt engir
meðalmenn og mér er vel ljóst, að
Signý hefði haft frá mörgu fleiru
forvitnilegu og fróðlegu að segja.
Þegar Bjarni frá Gröf fjallaði
um veislugleði Húnvetninga, þá er
víst að hann hafði í huga bæði
andleg og tímanleg veisluföng:
„Húnvetninga lifir lenska,
löngum er þar veislan fríð.
Það hefur aldrei meðalmennska
mótað þeirra árshátíð.”
Og segja má með sanni, að engin
meðalmennska setji svip á störfin
í leikhúsinu á Akureyri.
a
íineis
l’ílll
3 vikur í ólympíuborginni
Brottför 24. júní
Kennsla í öllum hugsanlegum og óhugsan-
legum íþróttagreinum, hressandi útivist,
spennandi frönsk menning, glampandi
sólskin og geislandi líf og fjörl
Þessi ferð er einstök í sinni röð. Þú slæst í för með Jónínu
Benediktsdóttur og Jóni Páli Sigmarssvni og kynnist
sannkölluðum ævintýraheimi hollrar hrevfingar og
skemmtilegra iþrótta; McCill háskólanum i Montreal i Kanada
Þar nýtur þú gistingar og fagurs umhverfis og velur það sem
þér hentar af tugum iþi óttagreina þar sem þú færð
handleiðslu færustu kennara og afreksmanna. Þess á milli
baðarðu þig í sólinni, dólar á milli kaffihúsa, veitingastaða og
verslana, upplifir heimsviðburði í listalífinu, gleymir þér í
skemmtigörðum eða tivolíi eða lætur þig einfaldlega fljóta í
sundlauginni skammt frá háskólanum, hugsandi um ókomin
afrek og ævintýri. Það gildireinu hvort þú ert í góðri líkamlegri
þjálfun eða ekki. Þú velur það sem þér hentar og verður aldrei
minna en meistari i hollri hreyfingu!
Þetta er frábært tækifæri fyrir hresst fólk af öllum stærðum
og gerðum, einstaklinga, fjölskyldur, starfsfélaga og hópa.
úr nógu er að velja=
Yoga Karate Aeroblc
Vaxtarrækt Júdö Aerobic dans
Sigllngar colf sund
Segibrettaslgllngar Tal Chl Jassballett
Leikfimi SJálfsvöm fyrlr konur veggtennis
Skylmlngar Lyftlngar Tennls
o.fl. o.fl. Hjölrelðar Badmlnton
l/nsni W! j,
Ifrli
Skoöunarferðir og
skemmtilegar uppákomur
Farið verður í léttar kynnisferðir um nágrennið og m a.n'*'
æsispennandi hraðbátaferð um flúðir Lachine fljóts.
Nánari upplýsingar
Jónína Benediktsdóttir fararstjóri ferðarinnar verður á
aðalskrifstofunni i Austurstræti á þriðjudaginn og fimmtudag-
inn milli kl. 15.00 og 16.00 og veitir allar nánari upplýsingar
um íþróttanámskeiðin og ferðina.
Verðkr. 29.650"
innifalið: Flug Keflavik-Toronto- Keflavík, lestarferð
Toronto - Montreal - Toronto, gisting, hraðbátaferð og
islensk fararstjórn.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SiMAR 21400 « 23727