Morgunblaðið - 26.05.1985, Side 30

Morgunblaðið - 26.05.1985, Side 30
30 B MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAl 1985 fólk í fréttum Kvöldklæönaður keppenda um titilinn Fegurðardrottning Islands 1985 Á föstudagskvöldið komu stúlkurnar 13, sem keppa um titilinn Fegurðardrottning íslands 1985, fram í kvöldklæðnaði og á sundbolum í Broadway. Við birtum hér myndir af þeim í kjólunum sem þær voru í en þeir voru hver öðrum fallegri. Á morgun er svo úrslitadagurinn. í»á verður Ungfrú ísland 1985 valin og Ungfrú Reykjavík 1985 og meðal gesta verða Peter Stringfell- ow, eigandi ensku skemmtistaðanna Hippodrome og Stringfellow’s, Davíð Oddsson borgarstjóri og ekki má gleyma Rod Stewart sem ætlar að krýna Fegurðar- drottningu íslands 1985. Helga Melsteð „Frænka mín, Sonny Lisa, hannaöi og saumaði kjólinn minn.“ Helga Melsteð í hand- saumuöum hvítum pallíettu- og taftkjól. Hún bar við kjólinn einn hvítan stóran eyrnalokk. Hólmfríður Karlsdóttir „Kjóllinn er frá Maríunum," sagði Hólmfríður Karlsdóttir. Hvítur satínkjóll með slaufu að aftan og styttri að framan. Skartgripirnir sem hún bar voru semelíuhálsmen frá móður hennar og demantshringur frá unnustanum. Arnbjörg Finnbogadóttir „Anna Margrét Jónsdóttir vin- kona mín hannaði kjólinn og hún og mamma hennar, Marin Sam- úelsdóttir, saumuðu hann í sam- einingu.“ Arnbjörg Finnboga- dóttir í hvítum satínkjól, síðari að aftan með klauf aö framan og með stykki um mjaðmir sem var bundið yfir klaufina. Skartgrip- irnir eru úr silfri frá Jens. Sigríður A. Þrastardóttir „Vinkona mín, Guðríður Ólafs- dóttir, saumaði kjólinn en sjálf hannaði ég hann.“ Sigríður A. Þrastardóttir i dökkbleikum sat- ínkjól, flegnum í bakið með plís- eraðri klauf. Hún fékk sína skartgripi, hring, armband, háls- festi og eyrnalokka úr hvítagulli með demöntum hjá Kjartani Ásmundssyni. Hrafnhildur Hafberg Kjóllinn er hannaður af Maríu Lovísu. Hrafnhildur Hafberg í hvítum satínkjól með hvíta satín samkvæmishanska. Kjóllinn er með víðu pilsi og öðru stuttu lausu yfir. Hann er síðari að aft- an en að framan. Hún ber sem- elíusteina frá Tískuverzlun Steinunnar, Akureyri. Rósa María Waagfjörð „Þessi kjóll er saumaður hjá Maríunum, en hugmyndin er mín að mestu leyti." Rósa María Waagfjörð í silfurgráum sat- ínkjól með samkvæmishanska í sama lit, rykkta eins og kjóllinn. Kjóllinn er með klauf að framan, stórri slaufu að aftan og við hann bar hún semelíusteina frá Bylgjunni. Halla Einarsdóttir „Þennan kjól fékk ég hjá Marí- unum.“ Halla Einarsdóttir í dökkbleikum pífukjól úr tafti. Kjóllinn er fleginn í bakið með samkvæmishönskum í sama lit. Við kjólinn bar hún semelíu- steina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.