Morgunblaðið - 26.05.1985, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 26.05.1985, Qupperneq 36
36 B MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1985 ... að kela örlítið. TM Rea. U.S. Pat. Off.—all rights reserved »1985 Los Angeles Times Syndicate Með morgimkaffinu I'ú sleppir ekki takinu meðan ég labba eftir hjálp! HÖGNI HREKKVISI miÉi \ j \ > eftirlvstur - „PAPI " " ^EKKVÍSI „ HAMN VILL FA EiNA STeKKUN OG þfZJÁH PASSAA\yNPlR." Gjöf Alþingis til æskunnar V.G. skrifar: Kæri Velvakandi. Ég treysti á velvilja þinn að þú ljáir línum þessum rúm í dálkum þínum. Það undrar mig stórum að á sama tíma og áfengi er að gera hluta þjóðarinnar að afbrotafólki skulu alþingismenn telja það eitt helsta mál er þurfi nauðsynlega að koma í höfn sé bjórfrumvarpið. Ég sá í Mbl. 22. maí sl. að 87% unglinga neyttu áfengis. Vilja þingmenn koma neyslunni upp í 100%? I allan vetur hefur verið eins og framhaldssaga hve óbæri- legir erfiðleikar steðji að þjóðinni. Hvað er svo bjargráðið? Jú, sterk- ur bjór handa öllum. Ég er það roskinn að ég hef fylgst með störfum Alþingis I um hálfa öld en á öllum þeim tíma man ég ekki eftir að þingmenn úr öllum flokkum hafi sameinast svo dásamlega um nokkurt málefni eins og um bjórinn. Takið eftir því. Einn þingmaðurinn lét hafa það eftir sér í blaðaviðtali í fyrra að honum þætti bjórinn góður. Nú spyr ég: Kjósum við menn á Al- þingi til þess að berjast fyrir eigin hagsmunum eða smekk? Þessir bjórmenn virðast allir geta verið í sama flokknum ef svo ber undir, en hörmulegt er að slík samstaða virðist einkum eiga sér stað þegar neikvæð málefni eru á dagskrá, t.d. fyrrnefnt bjórfrumvarp og út- burður ófæddra barna. Með tilliti til hinn ómannúðlegu fóstureyðingalaga vil ég þakka Þorvaldi Garðari Kristjánssyni fyrir þau skilningsríku skrif um þau mál, ásamt ýmsum öðrum. Það hryggir mig óumræðilega að það skuli hafa verið konan — móð- irin — sem barðist fyrir frjálsri fóstureyðingu. Vitur maður sagði fyrir löngu síðan að í flestum til- fellum hefði minnihlutinn rétt fyrir sér. Feimnismál hjá sumum ráðamönnum Húsmóðir skrifar: Það er að vísu leiðinlegt að ólaf- ur Þórðarson skyldi brigsla starfsbræðrum sínum um ósæmi- legt athæfi í sambandi við bjór- málið, en þeir sem eru mótfallnir bjórnum, hljóta þó að virða hann fyrir það að hann hafði hug og dug til að taka harkalega á þessu máli sem virðist vera eins og feimnis- mál hjá sumum ráðamönnum. Þeir slá úr og í ef minnst er á það og drepa því á dreif svo að enginn veit hvar þeir standa eða hvernig þeir muni viðsnúast þegar á reyn- ir. Það er ömurleg tilhugsun ef ráðamenn þjóðarinnar vilja steypa henni út í bjórdrykkju, til viðbótar því áfengisvandamáli sem fyrir er og mörg heimili eru að kikna undir. Það er ekki nóg að kosta miklu til skólagöngu og hverskyns menntunar barna okkar ef þau verða svo áfenginu að bráð. Ég veit ekki hvers vegna eða hver leyfði sölu á svokölluðu bjór- líki og rekstur á öllum þeim krám sem spruttu upp í sambandi við það og virðast blómstra, öllum til óþurftar og mörgum til stórskaða. Það er hræðileg ógæfa fyrir ís- lenska þjóð ef hún hefur kallað yfir sig ráðamenn sem vilja drekkja henni í áfengi. Það verður erfiðara og langvinnara dauða- stríð heldur en í Drekkingarhyl til forna. Þessir hringdu . . Fyrirmyndar- þjónusta Margrét hringdi: Við viljum vekja athygli á því hvað matur og þjónusta er góð í „Kvosinni“. Við fórum út að borða saman sex húsmæður og höfum varla rekið okkur á jafn- góða þjónustu á neinum veit- ingastað í Reykjavík. Maturinn var til fyrirmyndar. Hann var góður, vel heitur og framreiddur alveg samkvæmt okkar ósk. Og í sambandi við þjónustu, þá þurft- um við ekki að bíða lengi ef við óskuðum einhvers frekar. Fáránleg könnun KJ. hringdi: Ég get alls ekki orða bundist um svo heimskulega hugmynd, sem könnun um áfengis- og fíkniefnamál meðal barna og unglinga og að tíunda hina háu prósentutölu I yngstu aldurs- flokkunum sem reynt hafa þessi efni. Vita ekki þessir menn sem standa að slíkum könnunum að börn og unglingar á þessum aldri vilja allir vera eins og finnst þeim þeir hreint afbrigði- legir ef þeir eru ekki eins og hin- ir. Engir hópar eru eins áhrifa- gjarnir og þessir barna- og ungl- ingahópar, svo að könnunin get- ur aðeins komið illu til leiðar. Mér er nær að halda að ein- hverja sprenglærða fræðinga þessa lands hafi vantað ein- hverja vinnu og því gert þessa könnun en ég er hrædd um að það hafi verið á kostnað þeirra er síst skyldi. í könnuninni var talað um óreglu barna og ungl- inga, sem jafn sjálfsagðan hlut og óreglu fullorðinna, sem er fáránlegt. Gerið í framtíðinni könnun á áfengis- og eiturlyfja- málum fullorðinna ef ykkur sýn- ist svo en látið börn og unglinga liggja á milli hluta I slíkum könnunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.