Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1985
Morgunblaöiö/Friðþjófur
Teitur Minh Phuoc-Du með eiginkonu sinni Nives E. Walthersdóttur og
syninum Enric Má Du Teitssyni.
Sumu venst
ég senni-
lega aldrei
— segir Teitur Minh Phuoc-Du
„Við höfðum ekki um neitt að
velja, við urðum að fara frá Viet-
nam,“ sagði Teitur Minh Phuoc-
Du. Hann kom hingað ásamt fjór-
um af tólf systkinum sínum í sept-
ember 1979. Nú býr hann ásamt
eiginkonu sinni, Nives E. Walth-
ersdóttur, og syninum, Enric Má
Du Teitsson, í íbúð, sem þau hafa
nýlega eignast. Fyrir rúmu ári
komu hingað til lands foreldrar
hans og þau systkini, sem urðu eft-
ir í Vietnam, öll nema elsta systir-
in. Hún varð eftir til að sjá um
ömmu sína en hún lést nýlega og
nú bíður fjöiskyldan eftir að hún
komi hingað líka.
Sammála um að forðast
kommúnistaríki
„Fjölskyldan átti stórt hús, en
eftir að N-Vietnamar komu
fengum við að leigja efstu hæð
hússins. Allt sem við áttum
reyndu þeir að taka af okkur.
Við máttum víst þakka fyrir að
vera ekki send út á land í endur-
hæfingu eins og varð hlutskipti
margra annarra.
Um það leyti sem við fórum
gat ég átt á hættu að verða kall-
aður í herinn hvenær sem var.
Það mátti ekki tæpara standa að
ég kæmist úr landi. Foreldrar
okkar urðu að greiða háa fjár-
hæð fyrir vegabréf handa okkur
öllum. Það var og er aðferð
stjórnvalda til að fyrirbyggja
mikið fjárstreymi úr landi. Við
systkinin höfðum ekki neitt
ákveðið land í huga áður en við
lögðum af stað frá Vietnam en
vorum sammála um að forðast
kommúnistaríki.
Ferðin til Malaysíu tók fjóra
daga. Þar vorum við í tvær vikur
þegar við vorum rekin á haf út
aftur en við gáfumst ekki upp og
loks vorum við sett í flótta-
mannabúðirnar. Þar vorum við í
rúma fjóra mánuði. í flótta-
mannabúðunum var fólk með
bækur til að afla sér upplýsinga
um þau lönd, sem buðu flótta-
mönnum að koma til sín. í þeim
var ekki að finna nema takmark-
aðar upplýsingar um ísland. En
við ákváðum að koma hingað eft-
ir að hafa hitt sendimenn frá
Rauða krossi íslands. ísland var
fyrsta landið, sem okkur var
boðið að koma til.
Þakklátur fyrir
móttökurnar
Ég er mjög þakklátur íslend-
ingum fyrir að taka svona vel á
móti okkur systkinunum og
seinna foreldrum okkar. Þetta
hefur oft verið erfitt en það eru
erfiðleikar, sem fyrst og fremst
má rekja til uppruna míns. Ég
get ekki neitað því að ýmsu
venst ég sennilega aldrei.
Kuldinn og myrkrið, sem er
hér á veturna, reynist mér alltaf
erfitt að sætta mig við. í fyrstu
fannst mér tungumálaerfiðleik-
arnir vera óyfirstíganlegir og ég
saknaði allra vinanna. Við gát-
um ekki talað við neinn og okkur
fannst mjög erfitt að versla, þá
urðum við að nota fingramál.
Tveir okkar bræðra voru fljót-
lega sendir til Hornafjarðar I
fiskvinnu. Það var alveg hræði-
legt. Við þekktum engan, skild-
um ekkert af því sem sagt var
við okkur og fannst við nánast
vera fangar þarna í fámenninu.
Fámenni á ekki við mig, ég
sakna þess að hafa ekki margt
fólk í kringum mig. Mamma mín
fer í bæinn á sautjánda júní og
tekur myndir af fólki, öllu fólki
sem hún sér, en hún saknar
margmennisins eins og ég. Pabbi
er hinsvegar öllu hressari enda
má segja að hann sé vanur lífinu
sem flóttamaður. Hann flúði
nitján ára frá Kína til Vietnam
og byrjaði þar með tvær hendur
tómar. Seldi fyrst gler síðan
gamla varahluti i bíla en var
kominn með fína varahlutaversl-
un, sem við unnum öll við saman
fjölskyldan þegar N-Vietnam-
arnir komu og tóku allt. Nú
vinnur hann hjá Skeljungi við að
fylla olíu á brúsa.
Langar að stofna eigið
fyrirtæki
1 dag er ég mjög sáttur við að
búa hérna. ísland og fslendingar
koma mér ekki eins oft á óvart
og áður. Samt get ég sennilega
seint vanist hugsanagangi ykk-
ar. Þið hafið stöðugar áhyggjur
af því hvað nágranninn hefur
fyrir stafni. í hvernig fötum
hann eða þið sjálf klæðist og
eyðið miklum peningum í að
fylgja tískunni. Við hugsum ekki
svona. Okkur er alveg sama hvað
nágranninn gerir eða hvaða álit
hann hefur á fötunum sem við
erum í. Við förum á útsölur og
kaupum þar 50 buxur á 2.500.-
kr., sem endast í mörg ár.
Þó ótrúlegt sé hefur mér tekist
að venjast íslenskum mat, borða
svið og allt. Gæti samt alveg
hugsað mér að hér fengist meira
af því grænmeti, ávöxtum eða
kryddi, sem ég er vanur og get til
dæmis fengið í London.
Ég vinn hjá Sjóklæðagerðinni
og líkar það vel en Jangar til að
stofna eigið fyirtæki. Gjarnan
eitthvað sem hefði með viðgerðir
á bílum að gera en það er miklu
erfiðara að stofna fyrirtæki hér
á landi heldur en það var í Vi-
etnam. KG
Tíu ár frá
faUi Saigon
Rætt við íslenska Vietnama
UM þessar mundir eru liðin tíu ár frá því Víetnam-stríðinu lauk með falli
Saigon. Af því tilefni hafði Mbl. samband við nokkra víetnamska flóttamenn,
sem búsettir eru hér á landi. Erindið var að forvitnast um hvernig högum þeirra
var háttað í stríðslok, hvernig þeim hefði vegnað frá því þeir komu hingað og
hvernig þeim líkaði að búa hér á landi.
MorgunblaAið/Fríðþjófur
„Vietnam kemur æ sjaldnar upp í huga minn,“ segir ión Búi.
Ég hafði allt
að vinna en
engu að tapa
segir Jón Búi
„Hvaða vitleysu hef ég nú gert,
hugsaði ég þegar og virti fyrir mér
landslagið á leiðinni frá Keflavík til
Reykjavíkur. Hér er ekki hægt að
búa eða vinna, ekkert nema gras og
grjót," sagði Jón Búi, og brosti þegar
hann var spurður um áhrifin, sem
hann varð fyrir við komuna til lands-
ins í september 1979. „Erfiðast
fannst mér að skilja ekki orð af því
sem sagt var við mig en eftir að ég
fór að geta bjargað mér á íslensku,
fór allt að ganga betur. Nú er ég
búinn að koma mér vel fyrir, á eigin
íbúð, hef góða vinnu og á stundum
peninga aflögu til að senda fóstur-
foreldrum mínum, sem enn eru í
Vietnam.
Undirforingi í njósnasveit
Ég fæddist í Hue en ólst upp í
Saigon. Eftir menntaskólann
lærði ég landmælingar, en féll á
prófinu. Þá fór ég í skóla hjá hern-
um og útskrifaðist þaðan sem
undirforingi eftir tveggja ára
nám. Námið tekur venjulega fjög-
ur ár en vegna stríðsins var það
stytt og tvö ár látin nægja.
Ég varð síðan undirforingi
njósnasveitar í fremstu víglínu. f
lok stríðsins vorum við sendir til
Kamranh, en þar var bandarísk
flotastöð. Við áttum að tefja fyrir
framsókn N-Víetnama þar en það
tókst ekki, borgin féll og við vor-
um teknir til fanga. Eftir viku
fangavist vorum við látnir lausir,
stríðinu var lokið. Á leiðinni til
Saigon, þaðan sem við gengum svo
þúsundum skipti um 400 km leið,
fórum við úr einkennisbúningun-
um og gengum á stuttbuxunum til
að villa á okkur heimildir. Eina
fæðan á leiðinni var hrár kartöfl-
ur.
f Saigon var ég hjá fósturfor-
eldrum mínum í tíu daga. Þá hófst
manntalsskráning og allir urðu að
láta skrá sig. f tilkynningunni um
manntalsskráninguna stóð að
menn ættu að koma til endur-
menntunar og hafa með sér sæng-
urföt og mat til tiu daga. Það gat
þýtt ýmislegt, enda kom á daginn
að þegar ég gaf mig fram þá var
ég settur beint í endurhæfingar-
búðir sem líktust helst fangelsi.
Þar var farið með okkur eins og
svín. Við vorum látin læra „fræð-
in“ og vinna erfiðisvinnu en feng-
um lítinn mat. Þessi meðferð dró
smátt og smátt máttinn úr föng-
unum. Sumir þoldu þetta ekki og
dóu, aðrir iðruðust og sögðust
hata allt og alla.
Heppnin var með mér, ég komst
heim um jólin 1978, en ef maður
var duglegur að vinna allt árið þá
fékk maður að fara heim og vera
þar í eitt ár. Síðan gat maður allt-
af átt von á því að verða að fara
aftur í endurhæfingu.
Engin framtíð í Vietnam
Þegar ég var látinn laus var mér
skipað að fara til Hue þar sem ég
fæddist. f Hue þekkti ég engan og
þar var enga vinnu að fá en ég
fékk að búa í kirkjunni því ég er
kaþólskur. Fyrir mér var dvölin í
Hue síst skárri en í endurhæf-
ingarbúðunum.
Svo var það einhverntíma í
febrúar 1979 að ég hitti vin minn,
sem hafði verið með mér í herskól-
anum. Við ræddumst lítillega við
og allt í einu segir hann: „Eg vil
fara héðan, flýja." Ég varð hissa
og spurði hann hvernig hann ætl-
aði að fara að því. „Kaupa bát og
róa,“ svaraði hann. Það er ekki
hægt, þetta eru bara draumórar
sagði ég. En þá benti hann mér á
að ef ég ekki færi þá mundi ég
ekki lifa lengi eins og högum mín-
um var háttað. Ef ég hinsvegar
reyndi að flýja, þá ætti ég a.m.k.
helmingslíkur á mun betra lífi.
Þetta varð mér umhugsunarefni
og ég ráðfærði mig við nunnu sem
ég þekkti og var mér góð. Hún
sagði að í Vietnam ætti ég enga
framtíð, en annars staðar ætti ég
hana ef til vill. Ég átti enga pen-
inga fyrir farinu með vini mínum,
sem hafði ásamt 15 öðrum
mönnum, flestir námsmenn eða
hermenn, keypt báta til ferðarinn-
ar. Nunnan bauðst til að hjálpa
mér um peninga, sem látnir voru
duga.
Tveggja mánaða hrakn-
ingar á sjó
Útgöngubann var í gildi þegar
við laumuðumst frá Hue í átt að
litlu þorpi við ströndina. Þar föld-
um við okkur í djúpri holu og bið-
um eftri myrkrinu. Ég man að það
var 25. mars. Við fórum á þremur
bátum, rérum í röð. Einn í miðið
og tveir til hvorrar handar fullir
af timbri og létumst vera í timb-
urflutningum. Eftir að við vorum
komnir talsvert frá landi, sleppt-
um við timburhlöðnu bátunum og
tróðum okkur allir i einn lítinn
bát.
Togari frá Taiwan tók okkur í
tog nokkrum dögum seinna og dró
okkur að landhelgi Thailands eftir
að skipverjar höfðu gefið okkur
talsvert af mat. Við náðum aldrei
landi þar vegna óveðurs sem skall
á heldur hröktumst við áfram á
sjónum. Einu Thailendingarnir
sem urðu á vegi okkar voru sjó-