Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAl 1985 Selfoss: 857 bæjar- búar styðja bæjarstjóra Selfosa, 29. maí. f DAG var forseta bæjarstjórnar, Óla Þ. Guðbjartssyni, og formanni bæjar- ráðs, Ingva Ebenhardssyni, afhent mappa sem innihélt traustsyfirlýsingu við Stefán Ómar Jónsson, bæjarstjóra, sem undirrituð var af 857 bæjarbúum. Það voru 857 atkvæðisbærir bæj- arbúar sem undirrituðu svohljóð- andi áskorun til bæjarstjórnar Sel- foss: „Við undirritaðir atkvæðisbærir íbúar Selfosskaupstaðar lýsum yfir fyllsta trausti við bæjarstjóra Sel- fosskaupstaðar, Stefán Ómar Jóns- Páll Jónsson fyrrver- andi bókavörður látinn Þess vegna gerum við þá kröfu til fulltrúa okkar f bæjarstjórn, að þeir geri nú þegar þær ráðstafanir sem megi veröa til þess að bæjarfélagið fái áfram notið starfskrafta hans.“ Þessi áskorun afhentu Guðjón Eg- ilsson og Gunnþór Gíslason forseta bæjarstjórnar og formanni bæjar- ráðs á skrifstofu bæjarins og óskuðu þess að hún yrði færð til bókar á næsta bæjarstjórnarfundi. Eins og áður hefur komið fram i Mbl., hefur Stefán Ómar Jónsson bæjarstjóri sagt starfi sinu lausu vegna samstarfsörðugleika við veitu- stjóra bæjarins. Slg. JÓHH. PÁLL JÓNSSON fyrrverandi bóka- vörður er látinn. Páll fæddist í Lundum í Stafholts- tungum þann 20. júní 1909. Foreidrar hans voru hjónin Jón Gunnarsson og Ingigerður Kristjánsdóttir. Páll fluttist til Reykjavikur er hann var unglingur og stundaði þar verslunarstörf. Hann stundaði nám í Þýskalandi og Sviss árið 1936. A árunum 1941—1953 var hann auglýsingastjóri dagblaðsins Vfsis. Þá var Páll ráðinn bókavörður í Borgarbókasafni Reykjavíkur og gegndi því starfi til 1980. Hann var einn af stofnendum Bandalags ísienskra farfugla og sat lengi í stjórn félagsins. Hann átti einnig sæti í stjórn Ferðafélags ís- iands frá 1947 og var kjörinn heið- ursfélagi þess 1980. Páll var ritstjóri Árbókar FÍ frá 1968. Páll fékkst mikið við ljósmyndun og hafa myndir hans birst í árbókum Ferðafélagsins og ýmsum blöðum og Páll Jónsson tímaritum. Auk þess hafði Páll um- sjón með útgáfu myndabóka. Páll var ókvæntur og barnlaus. Björn Bergmann kennari látinn Álftirnar hraktar úr hólmanum sínum ÁLFTAPAR sem hafði gert sér hreiður í hólma í Elliðaánum, hefur verið hrakið frá hreiðri sínum og eggjunum stolið. Fólk óð út í hólmann og hestamenn fóru á hestum sínum til þess að skoða hreiðrið. Álftirnar reyndu að verja hólmann sinn og nokkrum sinnum hringdi fólk í nágrenninu til lögreglu, sem brást vel við og stuggaði við forvitnum og tillitslausum vegfarendum. En nú hefur hreiðrið verið rænt og álftirnar hraktar í burtu. Nokkur undanfarin ár höfðu þær verpt í hólmanum og ævinlega komið upp ungum, frá þremur upp í fimm. BJÖRN BERGMANN kennari er lát- inn. Björn fæddist þann 24. maí 1910 á Marðarnúpi í Vatnsdz.1. Foreldrar hans voru Jónas Bergmann bóndi og smiður og Guðrún Krístín Guðmundsdóttir. Björn nam við Héraðskólann að Laugum 1932—1934. Hann tók kenn- arapróf 1936 og kenndi síðan f Skútustaðahreppi i Suður-Þingeyj- arsýslu 1936—1939, í Svfnavatns- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu 1941—1942 og við barnaskólann á Blönduósi frá 1942 þar til hann hætti kennslu fyrir nokkrum árum fyrir aldurs sakir. Björn bjó lengst af á Blönduósi, en eftir að hann hætti störfum átti hann heima á öxl og Leysingjastöð- um i Þingi. Björn var í stjórn Ungmennafé- lagsins Hvatar á Blönduósi i 3 ár. Hann sat á náttúruverndarþingi frá upphafi og var mikill náttúruskoð- andi. í fjölda ára var hann fréttaritari Morgunblaðsins. Björn tók fjöldann allan af ljósmyndum, m.a af flestum bæjum í Austur-Húnavatnssýslu. Hann var ókvæntur og barnlaus. Björn Bergmann SJÓMANNADAGSHÓF ISULNASAL sunnudag 2. júní Hófið hefst með borðhaidi kl. 19.30 Matseðill Rjómalöguð kjúklingasúpa Nautahryggur m. villisveppasósu Mokkaís með kalúha-sósu * Magnús og Finnbogi spila létta tónlist meðan borðhald stendur yfir. -K Hin frábæra Carol Nielsen syngur lög úr þekktum söngleikjum ma. CATS -K Hinn óborganlegi Ómar Ragnarsson skemmtir af sinni alkunnu snilld. ■K Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi. Borðapantanir og miðasala í anddyri Súlnasalar frá kl. 17-19 fimmtudag, föstudag og laugardag, eða í síma 20221. (Tilvalið fyrir sjómenn á hafi úti að notfæra sér símaþjónustuna). Dansað til kl. 2. Miðaverð með mat kr. 1200. Verð kr. 350 fyrir aðra en matargesti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.