Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
120. tbl. 72. árg.
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1985
Prentsmiðja Morgunblaósins
Þjóðín er ekki agndofa
heldur lömuð af skömm
— sagði Thatcher, forsætisráðherra Breta, um harmleikinn í Brussel
Hörmuleg
endalok
Belgískir slökkviliðsmenn bera
á brott ungan mann sem beið
bana á HeyseMeikvanginum í
Brussel í fyrrakvöld. 37 menn
aðrir létu lífið í óeirðunum sem
urðu fyrir leik Liverpool og Juv-
entus og 375 slösuðust. Þar af
eru 100 enn á sjúkrahúsi.
Bresk knattspyrnulið í leikbann í Evrópu?
Londoa, Bruwel og Titer, 30. ui AP.
FÓLK um Evrópu alla harmaði í dag atburðinn á knattspyrnuleikvanginum í
Brussel í gcr og fordemdi bresku ofbeldisseggina, sem með framferði sínu
ollu því, að 38 manns týndu lífi og 375 slösuðusL Margaret Thatcher,
forsætisráðherra Breta, sagði, að ihangendur Liverpool-liðsins hefðu orðið
þjóð sinni til þeirrar skammar, að seint fyrntist yfir, og talsmaður belgísku
ríkisstjórnarinnar tilkynnti, að ikveðið hefði verið að banna breskum knatt-
spyrnuliðum að leika í landinu. Er búist við, að fleiri muni fara að hennar
daemL
Margaret Thatcher, forsætis-
ráðherra Breta, sagði i dag, að
óaldarlýðurinn, sem valdið hefði
hörmungunum í Brussel, hefði sér
ekkert til málsbóta. „Breska þjóðin
er ekki aðeins agndofa, heldur
beinlínis lömuð af skömm og
hneisu. Élg vil, að þeir, sem áttu
upptökin að óeirðunum, verði
dregnir fyrir rétt og dæmdir til
þyngstu refsingar," sagði hún. í
breskum blöðum kemur það fram,
að Bretar geti sjálfum sér um
kennt ef breskum knattspyrnu-
liðum verður bannað að leika utan
heimalandsins.
Andre Collard, talsmaður belg-
ísku ríkisstjórnarinnar, skýrði frá
því i dag, að ákveðið hefði verið að
banna breskum knattspyrnuliðum
að leika í landinu og að það yrði
tilkynnt formlega eftir ríkisstjórn-
arfund á morgun. Jacques Georg-
es, formaður UEFA, Knattspyrnu-
sambands Evrópu, sem 34 þjóðir
eiga aðild að, gaf einnig í skyn, að
á stjórnarfundi sambandsins 2.
júlí nk. myndi hann leggja til, að
breskum knattspyrnuliðum yrði
bannað að leika um gervalla Evr-
ópu og er búist við, að slíkt bann
standi í þrjú ár.
Tuttugu og sex þeirra 38 manna,
sem létust á leikvanginum í Bruss-
el, voru ítalskir og ríkir nú í landi
þeirra mikil sorg og mikil reiði í
garð Breta. Hafa stjórnvöld fyrir-
skipað opinbera rannsókn á at-
burðinum með það fyrir augum að
sækja upphafsmennina til saka
fyrir morð. Um alla Evrópu eru
menn sammála um, að atburður-
inn í Brussel marki þáttaskil í
sögu knattspyrnunnar, sem á
stundum hefur verið nokkuð blóð-
ug. Nú sé mælirinn fullur og að
grípa verði til ráða, sem dugi til að
koma í veg fyrir, að svona atburð-
ur endurtaki sig og til að bjarga
framtíð knattspyrnunnar sem
íþróttar.
Sjá aórar fréttir i bls. 23 og 24, 54
og 55 og forystugrein í mióopnu.
Beirút:
Ægilegt ástand í
flóttamannabúðum
AP/Símamynd
Assad, SýrlandsforsetL tók Gemayel, Líbanonforseta, tveimur höndum þegar
hann kom til Damaskus. Gemayel slapp í fyrradag naumlega úr forsetahöllinni
í Beirút en þi rigndi yfir hana sprengikúlum fri einhverjum þeirra sem nú
berast i banaspjót í borginni.
Beirút, 30. nuú. AP.
GRIMMILEGIR bardagar geisuðu
enn í dag í Beirút og létu hermenn
shíta sprengikúlunum rigna yfir
fióttamannabúðir Palestínumanna í
Réttarhöldin í Róm:
Stoðum rennt undir
samsæriskenningu
Kom, 30. mai. AP. —*
RÉTTARHÖLDUNUM vegna bana
tilræðisins við Jóhannes Pil pifa
fyrir fjórum árum var haldið ifram í
dag í Róm og spurði þi saksóknarinn
m.a. einn tyrknesku sakborninganna
hvað hann og Agca, sem reyndi að
riða pifa af dögum, hefðu verið að
gera samtímis í Búlgaríu.
Omar Bagci, sem ásamt þremur
Búlgörum og fjórum Tyrkjum er
sakaður um að hafa tekið þátt í
samsæri um að myrða páfa, hélt
því fram, að hann hefði aðeins ver-
ið í Búlgaríu í nokkra klukkutíma
en saksóknarinn, Antonio Marini,
lagði fram vegabréf Bagcis, sem
sýndi, að hann hefði verið í land-
inu í a.m.k. sólarhring í ágústlok
árið 1980. Hann vakti einnig at-
hygli á því, að þeir Agca hefðu ver-
ið á sama stað á þessum tíma.
Marini spurði Bagci einnig nán-
ar um byssuna, sem notuð var við
tilræðið, en hann hefur viðurkennt
að hafa farið með hana frá Sviss
til Mílanó á Ítalíu þar sem hann
afhenti Agca hana fjórum dögum
áður en hann beindi henni gegn
páfa.
Marini saksóknari sagði i dag,
að vitnisburður Bagcis varpaði
nýju ljósi á málið og sýndi, að
treysta mætti framburði tilræð-
ismannsins, Mehmet Ali Agca.
borginni. Gemayel, Líbanonsforseti, I
og Assad, forseti Sýrlands, ræddust í
dag við í Damaskus um leiðir til að
koma i vopnahléi og hvernig unnt er j
að koma í veg fyrir, að Líbanonsríki
liðist alveg í sundur.
Shítar héldu í dag uppi látlausri
stórskotahríð á palestínsku flótta-
mannabúðirnar í Beirút og beittu
fallbyssum, sprengjuvörpum og
skriðdrekum. Astandið í búðunum
er óskaplegt. Hluti þeirra er ein
rjúkandi rúst en menn, konur og
börn hafast við í húsakjöllurum
innan um hundruð særðra manna
og deyjandi. Ekki er um neina
læknishjálp að ræða og hafa shítar
meinað Rauða kross-fólki að fara
inn í búðirnar.
Þeir forsetarnir, Gemayel og
Assad, Sýrlandsforseti, hafa ræðst
við í allan dag en ekki var vitað um
árangur af viðræðum þeirra. Orð-
rómur var þó um, að Gemayel
myndi biðja Sýrlandsforseta að
stilla til friðar í landinu en í líb-
anska ríkisútvarpinu sagði, að þeir
hefðu verið sammála um, að „Líb-
anon væri líkt og tímasprengja,
sem koma yrði í veg fyrir að
spryngi og kæfði landið í blóði“.
w
Arás á
Kharg-eyju?
BafdaA. Irak, 30. maí. AP.
ÍRASKA herstjórnin tilkvnnti í
dag, að herþotur hennar hefðu rið-
ist á olíuútflutningshöfn írana i
Kharg-eyju og að mörg mannvirki
þar stæðu nú í Ijósum logum.
Á eyjunni er mesta oliuút-
flutningshöfn Irana og ef rétt
reynist að Irakar hafi ráðist á
hana, er styrjöld þjóðanna kom-
in á nýtt og alvarlegra stig. Á
olíunni hvílir efnahagur Irana
að miklu leyti og án hennar biði
þeirra ekkert nema gjaldþrot.
Fyrir ári kváðust trakar hafa
gert árás á Kharg-eyju en tranir
báru á móti því.