Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1985 45 GEORGE MICHAEL: Tapað kapphlaup við tímann Aumingja George Michael. Um daginn kom hann fram við sérstakt tilefni sem ekki var getið hvað var, nema hvað auðvitað var gífurlegur fjöidi aðdáenda hans þar saman kominn til þess að snerta hann, heimta eiginhandar- áritanir og þvíumlíkt. George þyk- ir slíkur átroðningur auðvitað heldur hvimleiður þegar fram úr hófi keyrir, þannig að hann út- hugsaði flóttaleið: Hann faldi bílinn sinn á bíla- stæði nokkru talsverðan spotta frá þeim stað þar sem hann átti að koma fram. Laumaði sér inn um bakdyrnar og gekk svo frá hnút- unum að hann gæti iaumast út um þær aftur svo enginn sæi til. Síðan leið umrætt „tilefni" og áhangend- um var haldið í skefjum, þeir iétu sér það vel lynda, staðráðnir í því að góma George að tilefninu ioknu. Stundin rann upp, George leit í kringum sig og smaug svo út um bakdyrnar, tók á rás í átt að bíiastæðinu. Er hann kom að bíl sínum var fólkið fyrst að taka eft- ir því að George var horfinn, George vippaði sér inn í bílinn í sömu svipan og áhangendaskarinn áttaði sig á því að bakdyr væru á húsinu. Tók fólkið á rás en George sá um leið sér til hryllings, að hann komst ekki út úr stæði sínu nema með umtalsverðum tilfær- ingum, svo gróflega höfðu menn lagt bílum sínum i kringum bíi hans meðan hann var í burtu. Hófst nú kapphiaup við tímann, George mjakaði bílnum tii og frá, hamaðist á stýrinu og rakst á nokkra bíia í leiðinni. Skarinn nálgaðist óðfluga. Það stóð nokk- urn veginn á endum, George var að losa bílinn er mannhafið fyllti bílastæðið og söngvarinn vinsæli komst hvergi. Ekki næstu klukku- stundina a.m.k. ROD STEWART: Var píndur í hjónabandið Rod Stewart er nýfarinn af landi brott og kunni hann ágætlega við sig í faðmi ísiendinga. Það fór fram hjá fáum sem urðu á vegi Rods, að með honum í för var gullfalleg banda- rísk ljósmyndafyr- irsæta að nafni Kelly Emberg. Eigi er langt síðan að Rod skildi við eiginkonu sína Al- önu og gekk ýmis- legt á meðan þau mál stóðu yfir. Voru þau litlir vinir meðan allt stóð sem hæst. Eigi löngu áður en Rod kom hingað til iands, var hann staddur í hófi einu miklu. Hann tók ekki eft- ir því fyrr en hann var sestur og bú- inn að rýna um hríð í matseðiiinn, að kona nokkur sem sat andspænis honum á næsta borði var engin önnur en Alana. Margir biðu þarna spenntir eftir því að sjá upplitið á Rod þegar hann tæki eftir því hver sæti við næsta borð. Hafi þeir hinir sömu búist við áflogum þá urðu þeir fyrir von- brigðum, því þegar Rod leit upp, varð honum að visu dálitið bilt við, en síðan risu þau bæði úr sætum, gengu hvort á móti öðru og féllust í faðma. Á myndinni sést mæta vel á svipum þeirra að fundurinn var ekki þvingaður. Vitni að þessum atburði voru sammáia um að Alana hefði líkleg- ast ekki séð nýlegar yfirlýsingar Rods í viðtali þar sem hann tjáði sig um hjónaband. Þar sagði hann m.a. að hann hefði verið píndur í hjónabandið með Alönu, „reyndar býst ég við að flestir menn séu píndir með þeim hætti, annars myndu þeir aldrei ganga út, heldur búa heima hjá mömmu alla ævi,“ sagði Rod. Jane Birkin í nýrri kvikmvnd Franska leikkonan Jane Birkin, sem einu sinni stundi nautnaiega inn á hljómplötu sem seldist furðu grimmt, lék síðan í nokkrum gam- anmyndum og varð fræg, hefur komið fram í sviðsljósið á nýjan leik eftir að lítið hafði borið á henni í seinni tíð. Hún leikur aðal- hlutverkið í kvikmynd um rithöf- undinn Katherine Mansfield og mótleikari hennar er ekki ófræg- ari maður en Sir John Gielgud. Upptökurnar fara fram á Nýja Sjálandi... COSfER 'W:. .«// COSPER — Viö getum ekki hist hór oftar, manninn minn er fariö aö gruna eitthvaö. Þaö fiska allir vel með ABU Stangir og hjól viö allra hæfi fást hjá okkur í Hafnarstræti 5, Reykjavík. Sími (91)-16760. ALLTAFÁ LAUGARDÖGUM Í.VSfíílK Brúðuleikhús að fornu og nýju Kristín Bjarnadóttir ræðir viö Helgu Steffensen um þetta sérstæóa og gamla listform. Rainer Werner Fassbinder Guöbrandur Gislason skrifar um þennan fræga leik- stjóra og kvikmyndahöfund, sem jafnframt var hrika- legur gallagripur og fór ilia með þá, sem næstir hon- um stóöu. Ungir og fígúratífir Fransmenn eru nokkuö sér á parti í nýbylgjumál- verkinu. Laufey Helgadóttir listfræðingur í París skrif- ar um þá. Tækni í stóru og smáu Jón Baldur Þorbjörnsson skrifar um nokkur atriöi á „messunni" í Hannover. Vöndud og menningarleg helgarlesning iTOf A KfaSTiNAR HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.