Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAl 1985 ÍSLANDSMEISTARI í HÁRGREIÐSLU 1985 DÓRÓTHEA MAGNÚSDÓTTIR, PAPILLU Gefur manni aukið sjálfs- traust Þetta gefur manni aukið sjálfs- traust, sagði Eiríkur Þorsteins- son er blm. spyrði hvort það breytti einhverju að verða íslandsmeistari. — Hefurðu verið þátttakandi í slíkri keppni áður? — Já, þetta er í þriðj^ skipti sem ég reyni við íslandsmeistaratitilinn. Fyrst var það 1975 er keppni þessi var fyrst haldin og síðan ’83. Reyndar nældi ég mér þá í silfrið fyrir blástur. Um haustið fór ég á Norðurlandamót- ið og það gekk bærilega. — Mikill undirbúningur fyrir keppnina? — Það er óhætt að segja það. Ég æfði mig síðustu mánuðina fyrir keppnina ekki sjaldnar en tvisvar í viku. Það kallast nú ekki mikið ef hárskerar erlendis eru teknir sem dæmi. Víða æfa þeir a.m.k. tvisvar til þrisvar í viku hálft ár fyrir keppni. Ég notaði þrjú nmodel“ til skiptis við æfingar. — Hefur keppnin breyst mikið síð- an fyrst? — Mikil ósköp. Kröfurnar eru allt aðrar og meiri. Það er þó alltaf gam- an að taka þátt í þessu og þetta eykur áhugann á starfinu. — Stefnirðu á keppni erlendis? — Já, maður stefnir á Norður- landamótið og síðan veltur allt á hvernig manni tekst þar til. Þess má geta að Danir voru í ööru sæti í hár- skurði í heimsmeistarakeppninni í fyrra, þannig að við keppum við menn á heimsmælikvarða. Sat í þurrku í þrjá og hálfan dag Við byrjuðum þrjár að æfa okkur í febrúar, ég, Guð- finna Jóhannsdóttir og Helga Bjarnadóttir. Að meðaltali höf- um við hist svona einu sinni í viku og auk þess að vera góð æf- ing þá varð þetta skemmtilegur félagsskapur. Við vorum mjög ánægðar að sjá að einhver ár- angur skilaði sér því allar lent- um við einhvers staðar í fimm efstu sætunum. Þegar við fórum að athuga hve miklum tíma „módelið" mitt hafði eytt í hárþurrku þennan æfingatíma fengum við út þrjá og hálfan dag. Var ekkert erfitt að fá sjálf- boðaliða til að æfa sig á? — Nei sú sem var valin besta „módelið" þetta kvöld var Jón- heiður Steindórsdóttir sem var mitt „módel" og er nemandi hérna á stofunni hjá mér. Hún hefur mikinn áhuga á því sem ég var að gera og fer náttúrulega út með mér á Norðurlandamótið. Hún varð að vísu að fórna sínum „stíl“ og fórna tíma en þetta lagði hún á sig fyrir málstaðinn. — Nú var hárgreiðslusætan þín klædd mjög sérstaklega. — Já, Jórunn Karlsdóttir hannaði og saumaði á Jónheiði þrjá mismunandi klæðnaði úr sama efni sem ég keypti sér- staklega fyrir tilefnið í London. Annars voru öll módelin mjög fagmannleg bæði í framkomu og útliti að' áliti flestra. Margar okkar fengu Heiðar Jónsson til að kenna „módelunum" stell- ingar og að koma fram. — Hefurðu tekið þátt í svona keppni áður? — Já einu sinni í nemakeppni í hárskurði og þar lenti ég í fyrsta sæti. Það var svo fyrir tveimur árum að ég var þátttak- andi í íslandsmeistaramóti og lenti þá í áttunda sæti. Ég var mjög illa undirbúin þá og kunni ekki eins til verka þannig að núna var ég staðráðin í að reyna aftur. Þetta er líka allt að breytast svo með þessa keppni. Nú er þetta farið að verða svo spenn- andi, þ.e. við eigum þess kost í fyrsta skipti að taka þátt í Evr- ópumeistaramóti og í heims- meistaramóti auk Norðurlanda- mótsins. Þetta virkar mjög hvetjandi og ýtir undir það að maður leggi eitthvað á sig. Þú stefnir þá líklega út í sumar? — A.m.k. á Norðurlandamótið, sem verður í lok ágúst. Maður er auðvitað spenntur fyrir hinum líka en þetta kemur bara í ljós. íslandsmeistarakeppni í hárgreiðslu og hárskurði er haidin hérlendis annaöhvert ár og nýlega fór hún fram á Broadway. Eiríkur Þorsteinsson varð ís- iandsmeistari í hárskurði 1985 en Doróthea Magn- úsdóttir í hárgreiðslu. ÍSLANDSMEISTARI í HÁRSKURÐI 1985 EIRÍKUR ÞORSTEINSSON, GREIFANUM Eiríkur Þorsteinsson að vinna við „módel“ sitt Rúnar Harðarson. Blástur og klipping ■k f Galagreiðsla Dórótheu en módelið hennar, sem var valið besta „módel“ kvölds- ins hjá dömunum, er Jón- fríður, nemandi Dórótheu. Dóróthea Magnúsdóttir að vinna að daggreiðslu. íslandsmeistari í hárskurði 1985, Eiríkur Þorsteinsson, Greifanum. Rúnar Harðarson nýklippt- ur ... en hann var valinn besta módel kvöldsins hjá herrunum. fclk í fréttum Spjallað við íslandsmeistarana í hárskurði og hárgreiðslu íslandsmeistari í hár- greiðslu 1985, Dóróthea Magnúsdóttir, Papillu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.