Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAl 1985 (( Cuðmundur J. Guðmundsson formaður VMSÍ: „Það var aðeins samþykkt að fresta þessu máli „ÞAÐ var aöeins ein samþykkt gerð á þessum fundi, og það var tillaga fri mér, þess efnis að málið yrði ekki af- greitt fyrr en á formannafundi á morg- un, þar sem ég hafði lofað for- mannafundi því að það gæti enginn hnekkt ákvörðun formannaráðstefnu nema annar formannafundur," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formað- ur Verkamannasambands íslands, f samtali við blm. MbL.l ger. Guðmund- ur var spurður hvort hann liti þannig i að hann veri að missa undirtökin í VMSf, þar sem meirihluti fram- kvemdastjórnar sambandsins lýsti þeim vilja sínum i fundi sl. þriðjudag, að hefja nú þegar viðreður við Vinnu- veitendasamband fslands um samn- ingstilboð þess. Þetta var gert í blóra við vilja Guðmundar, sem er andvígur slíkum viðreðum, og hefur sagt að ekki sé til neins að reða við VSÍ um kjarabetur iður en samningar eru út- runnir. „Þessi tillaga mín var samþykkt," sagði Guðmundur, „um meirihluta eða minnihluta veit ég ekki. Það hef- ur oft komið til þess að menn hafa haft misjafna skoðun á ýmsu i stjórn Verkamannasambandsins og ekki gert það að blaðamáli. Kg mun halda mig við þá reglu sem hefur verið f heiðri höfð í stjórn Verkamanna- sambandsins, að þó að skoðana- ágreiningur ríki í einhverjum mál- um, þá sé það afgreitt innan sam- bandsins en ekki f dagblöðunum.“ „Loftbrú“ Útsýnar til Spánar og Portúgal í sumar TVÖ HUNDRUÐ og fimmtíu farþegar fóru í gær utan til Algarve í Portúgal og Costa del Sol á Spáni með DC-8 þotu frá Flugleiðum, sem Ferðaskrifstofan Útsýn hefur tekið á leigu. Mun slík ferð farin þriðja hvern fimmtudag í allt sumar fram í október. Samkvæmt upplýsingum Ingólfs Guðbrandssonar, forstjóra Útsýn- ar, hefur það ekki gerzt frá árinu 1978 að svo margir farþegar hafi farið í einu á vegum ferðaskrifstofunnar, en hvert sæti var skipað í þotunni, sem fór utan í gær. Sagði Ingólfur að með því að senda svo marga utan í einu væri unnt að halda flugkostnaðinum í lágmarki. Farþegarnir verða erlendis um 3ja vikna skeið, en flest sætin á þessari flugleið eru seld í sumar. Athugasemd Axels Gíslasonar framkvæmdastjóra skipadeildar SÍS: Rainbow Navigation hefur undirboðið flutninga ÁTVR Vextir af ríkis- skuldabréfum ekki lækkaðir segir Albert Guð- mundsson fjármála- ráðherra „VEXTIR af þeim ríkisskuldabréf- um sem gefin hafa verið út og eru í gildi, verða ekki lækkaðir,“ sagði Al- bert Guömundson fjármilaráðherra er blm. Mbl. spurði hann hvort fyrir- huguð væri vaxtalækkun á ríkis- skuldabréfum. Fjármálaráðherra sagði að ekki kæmi til greina að breyta þeim kjörum sem væru á bréfunum. Þau hefðu verið seld með ákveðnum kjörum og þau kjör yrðu í gildi út gildistíma bréfanna. „íslenskir umboðsmenn banda- ríska skipafélagsins Rainbow Nav- igation hafa að undanförnu haldið uppi vörnum í dagblöðum fyrir bandaríska félagið vegna fullyrð- inga um undirboð þess á flutning- um til fslands sem undirritaður hefur upplýst að fram færu í skjóli úreltra einokunarlaga í Bandaríkj- unum,“ segir m.a. í athugasemd sem borist hefur Morgunblaðinu frá Axel Gíslasyni framkvæmda- stjóra skipadeildar SÍS. Þar segir ennfremur: „Fullyrða umboðsaðilar, Gunnar Guðjóns- son sf., Hafnarstræti 5, Reykjavík, að Rainbow Navigation hafi aldrei undirboðið neina flutninga, hvorki til né frá fslandi og benda á að undirritaður hafi ekki nefnt nein- ar tölur eða staðreyndir máli sínu til stuðnings. Af þessu tilefni vill undirritaður ítreka fyrri ummæli sín um undir- boð Rainbow Navigation og vill í því sambandi nefna dæmi um flutninga á tóbaki frá Bandarikj- unum til Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins, en staðfest hefur verið af forstjóra ÁTVR að boðnar hafi verið vörur, fluttar með Rain- bow Navigation, á farmgjaldi sem er langt undir því er íslensku fé- lögin hafa skráð hjá FMC í Wash- ington (Federal Maritime Comm- issionj.í þessu sambandi skal tek- ið fram að þó svo að gerð hafi verið tilraun til að fela undirboðin með því að bjóða vörumar CIF í stað FOB áður, breytir það í engu þeirri staðreynd að Rainbow Nav- igation hefur í skjóli einokunar- aðstöðu hafið undirboð á flutning- um til íslands. Undirritaður stendur við þau orð sem áður hafa verið sögð um undirboð Rainbow Navigation og tilburði Gunnars Guðjónssonar sf. til að halda uppi vörnum fyrir um- bjóðendur sína, Rainbow Navigat- ion, verður væntanlega að líta á sem þekkingarleysi því vart verð- ur þeim ætlað að fara vísvitandi með rangt mál“. Flutningar Rainbow Navigation: Hafskip hf. hefur tapað um 80 millj. kr. á síðasta ári NÚ hefur bandaríska skipafélagið Rainbow Navigation Inc. séð um alla flutninga fyrir varnarliðið í rúmt ár. Morgunblaðið hafði samband við Ragnar Kjartansson forstjóra Hafskips og var hann spurður hvernig þessi breyting horfði við forsvarsmönnum fyrirtækisins. „Þegar við misstum þessa flutn- Fjármálaleg ráðgjöf á Suðumesjum: 99 Þjónustan ekki bundin við vanda húsbyggjenda“ Segir Sævar Reynisson, viðskiptafræðingur „VIÐ FÖRUM HÆGT í sakirnar. Höfum í byrjun opið tvo tíma í senn tvisvar í viku,“ sagði Sævar Reynisson, viðskiptafræðingur, sem veitir forstöðu skrifstofu, er annast fjármálalega ráðgjöf fyrir almenning á Suðurnesjum. „Garðar Garðarsson, lögfræðingur hér á Suðurnesjum, reifaði fyrstur hugmyndina að fjármálalegri ráðgjöf fyrir almenning. Honum blöskraði ríkjandi ástand og var orðinn þreyttur á að skrifa upp sófasett fólks. Hann átti frumkvæði að viðræðum við banka hér á Suður- nesjum, Lífeyrissjóð verkamanna og Verkalýðsfélagið í Keflavík. Rætt var við Jóhann Einvarðsson, aöstoðarmann tryggingaráðherra, og Hús- næðismálastofnun ríkisins bættist svo við. í framhaldi af þessum viðræð- um var svo ákveðið að reyna þetta. Ég óttast helst að menn telji að héðan verði peningum ausið í allar áttir, en það er alls ekki hugmyndin. Fólk getur komið hingað og fengið ráð til að freista þess að leysa fjárhagsleg vandamál sín. I samráði við banka getum við skuldbreytt lánum eða lengt lánstíma og bent fólki á lánamöguleika. En jafnframt legg ég áherslu á, að þjónustan er alls ekki bundin við vanda húsbyggjenda. Ég tel mikilvægt að fólk, sem hyggur á kaup á húsnæði, geti komið hingað og fengið holl ráð. Við yfirförum kauptilboð — metum útgjöld og hvort dæmiö hreinlega gangi upp, stuðlum að því að fólk meti kalt og yfirveg- að, hvort það geti klofið þær fjárhagslegu skuldbindingar, sem það tekst á hendur með kaupum á húsnæði. í viðræðum um stofnun ráð- gjafarþjónustunnar kom fram gagnrýni á fasteignasala; ýms- um sýnist að sumir þeirra rækti ekki þá skyldu sína að upplýsa fólk. Margir hafa því miður reist sér hurðarás um öxl, hafa fest kaup á húsnæði, þrátt fyrir óvÍ8su um að geta staðið í skil- um. Ég tel algengt að ungu fólki hafi um of verið att út í kaup á húsnæði. Foreldrar jafnvel sagt: Jú, þetta gátum við þegar við vorum ung. Á undanförnum misserum hefur kaupmáttur launa minnkað. Fólk hefur þurft að standa skil á hávaxtalánum, sem hefur reynst mörgum ofviða." — Hvernig skiptist kostnaður við rekstur skrifstofunnar? „Bankarnir og verkalýðsfélag- ið skipta með sér kostnaði. Verkalýðsfélagið leggur fram húsnæði og aðstöðu, síma og fleira. Fólk getur snúið sér til félagsins og pantað tíma, en ég legg áherzlu á að þetta er öllum opið og án endurgjalds. Húsnæð- ismálastofnun leggur fram tölvuforrit til að gera greiðslu- áætlanir. Samningurinn er til sex mán- aða. Að þeim tíma liðnum tökum Morgunblaðið/Einar Falur Sævar Reynisson, viðskiptafræð- ingur, forstöðumaður fjármálalegr- ar ráðgjafaþjónustu á Suðurnesj- við afstöðu til framhaldsins; metum reynsluna af þessari til- raun,“ sagði Sævar Reynisson. inga fyrir rúmu ári, eftir að hafa annast þá að hluta til í mörg ár, urðum við að sjálfsögðu fyrir miklu tekjutapi," sagði Ragnar Kjartansson. „Nettótap á síðast- liðnu ári, sem rekja má til þessar- ar breytingar, nam um 80 milljón- um króna. Við höfum haft þá trú að islensk stjórnvöld væru að fást við málið og verið vongóðir um að það yrði leitt til lykta. Við erum enn þeirr- ar skoðunar og teljum líkur á að afgerandi hreyfing verði á málinu á næstu vikum," sagði Ragnar. Vinsældalisti rasar 2: Duran Duran í fyrsta sæti VINSÆLDALISTI rásar 2 er sem hér segir þessa vikuna: 1. (1) A View to a Kill/Duran Duran. 2. (2) Axel F./Harold Falter- meyer. 3. (3) 19/Paul Hardcastle. 4. (10) Just a Gigolo-Ain’t got Nobody/David Lee Roth. 5. (17) Clouds Across the Moon/ Rah Band. 6. (19) Lover Come Back to Me/ Dead or Alive. 7. (6) The Beast in Me/Bonnie Pointer. 8. (8) The Unforgettable Fire/U2. 9. (7) Some Like it Hot/The Power Station. 10. (5) Kiss Me (With Your Mouth)/Stephen „Tintin" Duffy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.