Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1985
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1985
29
|tíúri0íit Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Smánarleikur
í Briissel
Siðmenningarlegt stig
manna má mæla með
ýmsu móti. Oft er notuð sú
mælistika sem nær til þess
hve mikinn áhuga menn hafa
á íþróttum og hvernig þeir
láta hann í ljós. Á íþróttir er
litið sem æskilegt tómstunda-
gaman fyrir ungt fólk og allir
eru þess hvetjandi að sem
flestir leggi stund á íþróttir
með einum eða öðrum hætti:
Heilbrigð sál í hraustum lík-
ama. íþróttamennska getur þó
snúist í andhverfu sína. Breyt-
ist hún í takmarkalausa sókn
eftir fjármunum og frægð er
hætt við að íþróttaandinn víki
fljótt fyrir græðginni. Á mið-
vikudagskvöld gátu tugir eða
hundruð milljóna manna
fylgst með því í sjónvarpi
hvernig knattspyrnuleik-
vangur í Brússel breyttist á
örskömmum tíma í vígvöll.
Ekki er um það deilt hvern-
ig hörmungarnar á Heysel-
leikvanginum í Brússel hófust.
Drukkinn fylgismaður enska
liðsins frá Liverpool fór inn í
hóp ítalskra fylgismanna Juv-
entus. Þar hófust stimpingar
sem lauk með því um 40 áhorf-
endur týndu lífi. Veggur
hrundi undan þrýstingi
mannfjöldans, sumir létust
vegna þess, aðrir tróðust undir
og einhverjir urðu fyrir
hnífsstungum. Þetta gerðist
áður en leikurinn hófst. Um
skeið virtist leika vafi á því
hvort boltanum yrði sparkað á
Heysel-velli þetta kvöld. Það
var þó gert meðal annars af
öryggisástæðum að því er sagt
var, því að kannski hefði geng-
ið illa að hemja tæplega sextíu
þúsund áhorfendur hefðu þeir
misst af leiknum sínum.
Þjóðarsorg er á Ítalíu vegna
þessa máls, þótt Juventus hafi
sigrað með einu marki. Marg-
aret Thatcher, forsætisráð-
herra Breta, hefur lýst skömm
á hendur ofbeldismönnunum
og stjórnvöld í Belgíu sæta
ámæli fyrir að hafa ekki haft
nægilega mikið lið lögreglu-
manna og hermanna á vellin-
um til að halda áhorfendum í
skefjum.
Því er þessu lýst svo ná-
kvæmlega hér, að þessi at-
burður er til marks um þær
hryllilegu öfgar sem setja orð-
ið alltof sterkan svip sinn á
einhverja vinsælustu íþrótta-
grein samtímans, knattspyrn-
una. Verstar eru óeirðirnar í
kringum knattspyrnuleiki
þegar Bretar eiga í hlut. Þegar
Skotar komu hingað á dögun-
um höfðu menn helst áhyggjur
af því hvaða óskunda áhang-
endur þeirra myndu gera. Að-
dragandi leiksins í Brússel
einkenndist meðal annars af
því að fylgismenn Liverpool-
liðsins fóru með illindum um
höfuðborg Belgíu.
Hér skal sú skoðun hiklaust
látin í ljós, að sú ákvörðun að
efna til knattspyrnuleiksins
eftir það sem á undan var
gengið á áhorfendapöllunum
var röng og þeim ekki til sóma
sem að henni stóðu. Brauð og
leiki, hrópaði lýðurinn í Róm
til forna og fyrir það gátu
óprúttnir valdhafar náð sínu
fram. Væri nógu mikið um að
vera í Colosseum hélst friður á
götunum í Róm. Svipuð rök
réðu hjá þeim sem ákváðu að
láta leikinn fara fram í Brúss-
el á meðan lík hinna látnu
voru borin út og gert var að
sárum hundruð manna á
sjúkrahúsum í nágrenni vall-
arins en óeirða-lögreglumenn
gráir fyrir járnum fylgdust
með öllu því sem áhorfenda-
skarinn gerði. Hvaða mæli-
stiku er unnt að nota og kom-
ast að þeirri niðurstöðu að
þetta sé innan ramma sið-
menningarinnar?
Og öllu þessu var sjónvarp-
að beint á íslandi. Skyldi aldr-
ei hafa hvarflað að ráða-
mönnum sjónvarps íslenska
ríkisins að það væri ekki við
hæfi að halda þessari útsend-
ingu áfram? Voru þeir svo
uppteknir af því hvert boltinn
færi, að þeir gleymdu öllu
öðru? Afstaða vestur-þýsku
sjónvarpsstöðvarinnar sem
slökkti á útsendingunni frá
Brússel er virðingarverð og
einnig sú ákvörðun austur-
ríska sjónvarpsins að breyta
útsendingu sinni í viðvörun
gegn fjöldamorðum. íslenska
sjónvarpið gat auk þess ekki
sýnt leikinn í heild. Slökkt var
á gervihnettinum sem sendi
myndir hingað þegar um hálf-
tími var eftir af leiknum. Var
ráðamönnum sjónvarps ríkis-
ins ekki ljóst að það myndi
gerast, þegar þeir ákváðu að
láta allt sjónvarpsefni víkja
fyrir þessum smánarleik?
Breskir áhorfendur eru
orðnir alræmdir á knatt-
spyrnuvöllum. Það verður að
grípa til skipulegra, alþjóð-
legra aðgerða til að stemma
stigu við voðaverkum þeirra í
tengslum við íþróttaleiki. Get-
um við íslendingar ekki haldið
áfram þátttöku í alþjóðlegri
knattspyrnu án þess að efla
víkingasveit lögreglunnar?
Þurfi menn að njóta hervernd-
ar til að geta horft óhultir á
knattspyrnu er leikurinn orð-
inn svo öfgakenndur að jafn-
vel söguleg fordæmi finnast
ekki.
Lítum á sameinaða Evrópu
sem öflugan samherja
— eftir Ronald
Reagan
Við minnumst nú þeirra tíma-
móta er Evrópa var frelsuð frá
harðstjórum sem höfðu náð álf-
unni á sitt vald og steypt henni út
í hryllilega styrjöld. Fyrir réttum
fjörutíu árum hljóðnuðu byssurn-
ar og friður var hafinn — sá frið-
ur sem langvinnastur hefur orðið
á þessari öld.
Fyrir fjörutíu árum flykktist
fólkið út á breiðgötur Parísar,
streymdi undir Sigurbogann og
söng „Marseillaise“ undir beru
lofti þar sem frelsið var ríkjandi. í
Róm fyllti ómur kirkjuklukkna
loftið á Péturstorginu og bergmál-
aði um alla borgina. Fyrir réttum
fjörutíu árum stóð Winston
Churchill á svölum í Whitehall og
sagði við brezku þjóðina: „Sigur-
inn er ykkar" — og mannfjöldinn
tók undir, á þessu ógleymanlega
andartaki kærleika og þakklætis
„Nei — hann er þinn“. Lundúna-
búar sviptu myrkvunartjöldunum
frá gluggunum og flóðlýstu hin
miklu tákn sögu Englands. Og í
fyrsta sinn í nærfellt sex ár
gnæfðu turnar Big Ben, Buck-
ingham-hallar og Dómkirkju post-
ulans Páls upplýstir við himin.
Handan hafsins var hálfrar
milljón manna örtröð á Times
Square og fólkiö hló og spókaði sig
fyrir framan myndavélarnar. I
Washington kvaddi Harry Trum-
an, nýi forsetinn okkar, frétta-
menn á sinn fund og sagði: „Fánar
frelsisins blakta um alla Evrópu.“
Þann dag fyrir fjörutíu árum
var ég á mínum stað í stöðvum
flughersins í Culver City í Kali-
forníu. Nér var gengið fram hjá
útvarpstæki og heyrði þessi orð:
„Herrar og frúr, styrjöldin í Evr-
ópu er á enda.“ Það fór um mig
hrollur, eins og kaldur gustur
hefði farið hjá, og enda þótt
Bandaríkjamenn ættu enn í styrj-
öld á Kyrrahafsvígstöðvunum
varð mér það ljóst að ég mundi
aldrei gleyma þessari stundu.
Það fer ekki hjá því að tilfinn-
ingarnar ríki á þessum degi.
Römm er taug minningarinnar.
Sameiginleg gleði og sameiginleg-
ur sársauki rifjast upp. Gamall
hermaður í Kaliforníu sagði fyrir
nokkrum vikum með tárin í aug-
unum: „Heimurinn var svo allt
öðru vísi þá. Það er nánast ómögu-
legt að lýsa honum fyrir þeim sem
voru þar ekki en það var eins og
endurfæðing þegar þeir tendruðu
ljósin í borgunum á ný.“
En sé tjáning hamingju þessa
tima erfiðleikum bundin þá er
jafnvel enn erfiðara að lýsa ang-
istinni í Evrópu fyrir þeim sem
þar voru ekki þátttakendur. Mikill
hluti álfunnar var í rúst. Heilum
borgum hafði verið eytt. Börnin
léku sér í rústunum og betluðu
brauð.
Hvernig vildi þetta til?
Þennan dag fyrir fjörutíu árum
lágu meir en fjörutíu milljónir í
valnum og þeir sem eftir lifðu
byggðu álfu fórnarlambanna. Og
allt fram á þennan dag höfum við
spurt: Hvernig vildi þetta til?
Hvernig gat menningin tekið
þetta óheillaspor? Eftir allar þess-
ar bækur og alla þessa annála, eft-
ir alla þessa sagnaritun og fræði-
mennsku? Og enn spyrjum við:
Hvernig vildi það til?
Hannah Arendt kallaði það
„lágkúru hins illa* — lágkúru lít-
ilmennanna sem drýgðu ódæðin.
Við vitum, að þetta voru alræðis-
sinnar sem beittu fyrir sig ríkinu.
Þeir höfðu lyft því upp á „guð-
dómlegt stig“ og notuðu það til að
heyja styrjöld á hendur friðsöm-
um þjóðum og fremja morð á sak-
lausum þjóðflokkum.
Við vitum að hið illa býr í hjört-
um mannanna og við vitum að i
Þýzaklandi nazista var hið illa
bundið í kerfi. Því voru fengin
völd og yfirráð af hálfu ríkisins og
þeirra sem gengu erinda þess. Við
vitum líka að þær tilraunir sem
gerðar voru í fyrstu í því skyni að
sefa alræðissinnana forðuðu,
okkur ekki frá styrjöld, heldur
gerðu hana raunar óumflýjanlega.
Af þessu á að draga lærdóma og
gleyma þeim aldrei.
En það er önnur reynsla frá
þessum tíma sem vert er að draga
lærdóm af. Hana getum við nefnt
„alþýðlega dyggð". Alþýðumenn
og -konur grófu stórmennsku upp
úr hugskoti sínu. Það var fólkið
sem söng fyrir börnin meðan á
leiftursókninni stóð, fólkið sem
gekk í andspyrnuhreyfinguna og
hafnaði harðstjórninni, fólkið sem
faldi Gyðinga og andófsmenn,
fólkiö sem eina örskotsstund
geymdi í vörzlu sinni alla djörfung
á Vesturlöndum — allt frá barni
sem hét Anna Frank til hetju sem
nefndist Raoul Wallenberg. Þetta
eru nöfn sem birtu stafar af. Þau
gera hjörtu okkar eilíf. Ljómi
minningar þeirra lýsti upp Evrópu
þegar myrkur hennar var mest.
Evrópa rís úr rústum
Hver getur gleymt hinum erf-
iðum tímum að stríðinu loknu?
Við getum ekki annað en horft um
öxl og hugsað: Þá var lífið svo
sterkt. Það hafði svo mikinn til-
gang og sameiginlegt átak veitti
okkur svo mikla gleði. Síðar kom
þessi ótrúlega gleði yfir sigrinum
sem við höfðum unnið. Þetta var
þegar Vesturlandabúar brettu upp
ermarnar og bættu úr eyðilegging-
unni sem orðin var. Það var þegar
Evrópa reis í dýrð sinni úr rústun-
um. Gamlir fjendur sættust við
hina evrópsku fjölskyldu. í sam-
einingu sömdu Bandaríkjamenn
og Evrópubúar og framkvæmdu
Marshall-áætlunina um endur-
reisn rústanna. I sameiningu
mynduðum við Atlantshafsband-
alagið, ekki í þágu skammtíma-
hagsmuna Rikisins heldur í þágu
sameiginlegra hugsjóna. Saman
mynduðum við NÁTO, samtök
sem fengu það hlutverk að tryggja
að harðstjórar sem höfðu níðzt á
Evrópu skyldu aldrei níðast á
henni aftur.
NATO var árangur skipulagn-
ingar og átaks, um leið og það var
nýtt og mjög nýstárlegt. NATO
fékk styrk sinn beint úr siðgæðis-
vitund fólksins sem það var full-
trúi fyrir, úr háleiturn hugsjónum
þess, ást þess á frelsinu og ásetn-
ingi þess að varðveita friðinn.
Þó var mesti sigurinn e.t.v. ekki
í þágu skynsamlegra varna eða
efnahagslegs árangurs. Nei, mikil-
vægasti sigurinn í kjölfar styrj-
aldarinnar var sá að þrátt fyrir
allt öngþveitið, örbirgðina, sjúk-
leikann og ógæfuna sem hrjáðu
þessa álfu, anzaði fólkið í Vestur-
Evrópu ekki kalli nýrra harð-
stjóra sem reyndu að ginna það
með villukenningum. Þjóðlög ykk-
ar urðu ekki ný gróðrarstía nýrra
öfgakenninga. Þið stóðust freist-
ingar alræðisins. Fólkið ræktaði
með sér lýðræðið, drauminn sem
fasistum tókst ekki að eyðileggja.
Það kaus frelsið.
í dag minnumst við með virð-
ingu þeirra leiðtoga sem fóru í
fylkingarbrjósti — Churchills,
Monnets, Adenauers og Schum-
ans, De Gasperis og Spaaks,
Trumans og Marshalls. Við met-
um líka að verðleikum hina frjálsu
stjórnmálaflokka sem lögðu sitt af
mörkum, frjálslynda, kristilega
demókrata, sósíal-demókrata,
verkamannaflokka og íhaldsmenn.
Saman toguðu þeir í sömu árina
og hinn mikli og máttugi knörr
Evrópu hélt áfram.
Eining Evrópu
Efist einhverjir um árangur
irra þá ættu þeir að líta á ykkur.
þessum sal eru samankomnir
þeir sem börðust fyrir 40 árum,
synir þeirra og dætur. Nú starfið
þið saman að því að veita Evrópu
lýðræðislega forystu. Þið grófuð
úlfúð og hatur í rústunum. Um
sættir og friðsamlega einingu
Evrópu er enginn stórkostlegri
vitnisburður en karlar þeir og
konur sem eru samankomin í þess-
um sal.
Á áratugunum eftir styrjöldina
urðu völd og vöxtur hlutskipti
Evrópu og undraverð gróska ein-
kenndi allt athafnalíf, listir, tízku,
framleiðslu, vísindi og hugmynda-
smíð. Evrópa hafði á sér yfirbragð
hreysti og fjörs og það var engin
tilviljun. Þetta voru eðlileg áhrif
frelsisins, eðlilegur ávöxtur lýð-
ræðishugsjónarinnar. Við Banda-
rikjamenn litum til Evrópu og
nefndum hana réttu nafni: Efna-
hagsundur.
Það kom okkur varla á óvart.
Þegar við Bandaríkjamenn minn-
umst evrópskrar arfleifðar okkar
er okkur gjarnt að hugsa um
menningaráhrif ykkar og þjóðleg
verðmæti sem þið hafið látið
okkur í té. En sú efnahagslega
bylting sem breytti amerísku
efnahagslífi kom frá Evrópu. Vís-
dómurinn sem varð lýðræðisþjóð-
félagi okkar leiðarljós kom frá
Evrópu og nægir í því sambandi
að minnast manna eins og Locke,
Montesquieu og Adams Smith. Til
Evrópu áttu líka rætur sínar aö
rekja þeir snillingar sem voru
brautryðjendur á sviði nútíma-
iðntækni og í því sambandi nægir
að nefna tvö dæmi: Alexander
Graham Bell, en hin stórkostlega
uppgötvun hans velgir enn undir
uggum foreldrum barna sem vilja
fremur hringja í pennavini sína í
Evrópu en að skrifa þeim. Hann
var Skoti. Og Guglielmo Marconi,
sem fann upp útvarpið, var eins og
við vitum fæddur á ítaliu. Hann
sá ungum manni frá Dixon í 111-
inois sem síðar fór út í pólitík
fyrir lífsviðurværi. Ég ætti
kannski að bæta því við að sá ungi
maður var ég, svo þið getið kennt
Marconi um.
Á morgun minnumst við 35 ára
afmælis Schuman-áætlunarinnar,
sem var undanfari Kola- og stál-
bandalags Evrópu. Tilgangurinn
var sá að tengja iðnaðarfram-
leiðslu Frakka og Þjóðverja — svo
og Evrópu — svo náið að styrjöld
milli þessara þjóða yrði ekki ein-
ungis „nánast óhugsandi heldur
efnahagslega útilokaður mögu-
leiki“, eins og Robert Schuman tók
til orða. Kola- og stálbandalagið
var afsprengi snilli hans. Væri
hann meðal okkar í dag held ég að
hann mundi segja: „Við erum rétt
að byrja.“
Ég er hingað kominn til að segja
ykkur að Ameríka er enn þann
dag í dag staðráðin í því að standa
vörð um einingu Evrópu, á sama
hátt og hún var fyrir 40 árum.
Enn lítum við á öfluga og samein-
aða Evrópu, ekki sem keppinaut
heldur sem enn öflugri samherja.
Þegar John F. Kennedy flutti hina
frægu yfirlýsingu sína í Fíladelfíu,
þar sem Frelsisklukkan er varð-
veitt, um að við værum háð sam-
stöðunni, áréttaði hann svo ekki
varð um villzt að þetta var lykil-
atriði í stefnu Bandaríkjanna eftir
stríðið. Enn lítum við Ameríkanar
á einingu Evrópu sem meginatriði
í þessari sögulegu þróun. Við erum
hlynntir eflingu Evrópubanda-
lagsins. Við fögnum inngöngu
Spánverja og Portúgala í þetta
bandalag, af því að aðild þeirra
eflir Evrópu og efld Evrópa eflir
Vesturlönd.
Efasemdir samtímans
En þrátt fyrir evrópska efna-
hagsundrið sem varð svo mörgum
til hagsældar, þrátt fyrir fram-
sýni evrópskra Ieiðtoga, og þrátt
fyrir útfærslu landamæra lýðræð-
isins innan sjálfs Evrópubanda-
Iagsins þá er mér tjáð að efasemd-
ir aukist varðandi vöxt og viðgang
Evrópu. Ég heyri að menn eru
svartsýnir og hafa á orði að Evr-
ópa sé að lamast. Ég heyri að Evr-
ópubúar hafi glatað þvf sjálfs-
trausti sem var allsráðandi á ár-
unum eftir stríð. Hafi eitthvað
glatazt af ágæti þessa tíma stafar
það þá ekki m.a. af því að á síðustu
árum hafa ýmsir farið að efast um
þær hugsjónir og þá heimspeki
sem hefur verið Vesturlandabúum
leiðarljós um aldir? Af því að
ýmsir hafa jafnvel tekið að efast
um siðgæði og gildi vestrænnar
hugsunar?
Um þennan efa m.a. ætla ég að
ræða í dag. Hvergi hæfir betur að
gera það en í Strassborg — þar
sem Goethe nam, þar sem Pasteur
kenndi og Hugo fékk innblástur. I
þessari borg hefur vel gefizt að
efast og komast að niðurstöðu.
Þetta er líka borg sem sum
okkar hafa miklar mætur á. Þið
vitið að Frelsisstyttan okkar var
gjöf frá Frökkum og myndhöggv-
arinn, Auguste Bartholdi, var son-
ur Frakklands. Ég veit ekki hvort
Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, flytur ræöu sína á Evrópuþinginu í
Strasbourg.
þið hafið nokkurn tíma virt fyrir
ykkur ásjónu styttunnar, en inn-
flytjendur sem sigldu inn í höfn-
ina í New York voru vanir að
gaumgæfa hana og lesa út úr
henni eitthvað um nýja heiminn.
Þetta er svipmikil og góðleg
ásjóna. Fyrirmyndin var móðir
Bartholdis en hún var frá Elsass.
Við þökkum ykkur fyrir hana eins
og svo margt annað sem við Am-
eríkanar höfum að þakka ykkur
fyrir.
F’relsisstyttan var gerð í Evrópu
og reist í Ameríku. Hún minnir
okkur ekki einungis á tengsl for-
tíðarinnar heldur og staðreyndir
nútímans. Á þessar staðreyndir
verðum við að líta til þess að eyða
þeim efasemdum sem uppi kunna
að vera um þann farveg sem sagan
er í og stöðu frjálsra karla og
kvenna í henni. Við byggjum heim
sem er margslunginn, hættulegur
og klofinn, en þó er það heimur
sem getur veitt okkur öll þau gæði
sem við sækjumst eftir, andleg og
efnisleg, aðeins ef við höfum hug-
rekki og þrek til að svara þeim
kröfum sem sagan gerir til okkar.
Við Vesturlandabúar höfum
margt til að vera þakklátir fyrir,
frið, hagsæld og frelsi. Eigi okkur
að takast að varðveita þessi gæði í
þágu barna okkar og barna þeirra
verða þeir sem nú eru í forystu að
sýna af sér sömu staðfestu og
framsýni sem einkenndu Chur-
chill, Adenauer, De Gasperi og
Schuman. Hlutverk þeirra var að
endurreisa Evrópu undir merkjum
lýðræðis í skugga hins sovézka
valds. Verkefni okkar er að ýmsu
leyti enn torveldara. Það er að
halda friðinn við Sovétríki sem
verða æ öflugri, að koma á aukn-
um stöðugleika í samskiptum
okkar við þau og að lifa saman í
heimi þar sem gildi okkar fá að
dafna.
Lært af reynslunni
Leiðtogar og þjóðir Evrópu
drógu að stríðinu loknu lærdóm af
mistökum fyrirrennara þeirra.
Þeim lærðist að árásargirni nær-
ist á undanlátssemi og að veik-
lyndi getur í sjálfu sér verið ögr-
un. Við getum fyrir okkar leyti
dregið lærdóma af þeim árangri
sem fyrirrennarar okkar náðu. Við
vitum að unnt er að koma í veg
fyrir átök og árás og við vitum að
lýðræðisþjóðirnar búa yfir þeirri
staðfestu, fórnarlund og stefnu-
festu sem þarf til að verjast ásókn
slíkra afla.
Frá því að NATO var stofnað
árið 1949 og þar til snemma á átt-
unda áratugnum var árásarhneigð
Sovétríkjanna haldið í skefjum af-
dráttarlaust. Styrkur efnahagslífs
á Vesturlöndum, þróttmikið þjóð-
líf og stjórnvizka áttu sinn þátt í
því að halda aftur af Sovét-
mönnum. Þó fer ekki á milli mála
að meginatriðið hlýtur að hafa
verið hið hernaðarlega mótvægi
og umfram allt kjarnorkustyrkur-
inn sem Vesturlönd höfðu yfir að
ráða til varnar hagsmunum sín-
um.
Það var í upphafi áttunda ára-
tugarins sem Bandaríkin glötuðu
þeim yfirburðum á sviði lang-
drægs kjarnorkuvopnabúnaðar er
einkennt hafði eftirstríðstímabil-
ið. Afleiðingar þess komu ekki
skýrt í ljós í Evrópu þegar í stað.
En með tilliti til heimsbyggðar-
innar breyttist framkoma Sovét-
manna afdráttarlaust um leið og
hún varð ískyggileg. Fyrst kom
það fram í Angóla 1975 og síðan —
er vestrænar þjóðir létu undir höf-
uð leggjast að veita viðnám — í
Eþíópíu, Suður-Jemen, Kamp-
útseu og loks í Afganistan, en þeg-
ar þar var komið sögu voru Sovét-
menn orðnir áræðnari. Þeir seild-
ust til aukinna áhrifa og beittu nú
hervaldi sínu beint og óbeint. Nú
er svo komið að við stöndum and-
spænis því að Sovétmenn beita sér
með svipuðum hætti í því skyni að
hagnast á átökum á tilteknum
svæðum í Mið-Ameríku og magna
þau.
Hér birtist fyrri bluti ræðu sew
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
flutti hinn 8. maí síöastliðinn i
Errópuþinginu, þingi Evrópu-
bandalagsins, í Strassborg í
Frakklandi.
AF ERLENDUM VETTVANGI
Ríkisstjóra Craxis
treystir stöðu sína
NÚ BENDIR flest til þess að Bettino Craxi, forsætisráðherra Ítalíu, verði
lengur við völd en allir aðrir ítalskir stjórnmálaleiðtogar síðan Mussolini
réð lögum og lofum á árunum milli heimsstyrjaldanna.
Þessa ályktun virðist mega
draga af góðri frammistöðu
fimm flokka ríkisstjórnar hans í
nýafstöðum bæjar- og sveitar-
stjórnakosningum.
Flokkur ítalskra kommúnista,
stærsti kommúnistaflokkurinn í
Vestur-Evrópu, er ekki lengur
stærsti stjórnmálaflokkur Ítalíu.
Sú staða flokksins var raunar
ótrygg fyrir kosningarnar.
Þótt kosningarnar hafi engin
bein áhrif á afdrif rikisstjórnar
Craxis er almennt viðurkennt að
úrslitin hafi stóreflt stöðu henn-
ar. Ef Craxi getur lafað til
hausts mun hann hafa setið
lengur við völd en nokkur annar
forsætisráðherra á Italíu siðan
síðari heimsstyrjöldinni lauk.
Ríkisstjórnir á Ítalíu hafa yf-
irleitt ekki haldizt lengur við
völd en í sjö mánuði síðan strið-
inu lauk.
Ríkisstjórn Craxis er fyrsta ít-
alska stjórnin, sem hefur verið
undir forsæti sósíalista. Hún
kom til valda fyrir tæpum
tveimur árum.
Flokkarnir fimm, sem standa
að samsteypustjórninni — sósí-
alistar, kristilegir demókratar,
lýðveldissinnar, sósíaldemókrat-
ar og frjálslyndir — njóta nú
stuðnings 58 af hundraði kjós-
enda samkvæmt úrslitum bæjar-
og sveitarstjórnakosninganna.
Stjórnarflokkarnir hafa því
aukið fylgi sitt um tvo af hundr-
aði síðan kosningarnar til Evr-
ópuþingsins fóru fram fyrir einu
ári. Kommúnistar fóru þá fram
úr kristilegum demókrötum og
urðu í fyrsta skipti stærsti
stjórnmálaflokkurinn á Ítalíu.
Nú lítur helzt út fyrir að úrslit
kosninganna til Evrópuþingsins
á Ítalíu hafi ekki verið dæmi-
gerð. Það kann vel að hafa haft
áhrif á afstöðu kjósenda þá að í
miðri kosningabaráttunni lézt
virtur leiðtogi kommúnista, Enr-
ico Berlinguer, fyrir aldur fram.
Kommúnistar virtust vera
mjög bjartsýnir fyrir kosn-
ingarnar að þessu sinni og spáðu
því að þeir yrðu stærsti flokkur-
inn. Úrslitin leiddu annað i ljós
og flokkurinn missti fylgi í flest-
um landshlutum.
Miðað við kosningarnar í fyrra
hefur fylgi kommúnista minnk-
að um fjóra af hundraði, en sósi-
alistar og kristilegir demókratar
hafa aukið fylgi sitt um um það
bil tvo af hundraði.
Kommúnistar hafa ekki farið
dult með að úrslit kosninganna
hafa valdið þeim vonbrigðum.
Fabiomussi, talsmaður flokks-
ins, sagði: „Þetta er ekki það sem
við vildum eða það sem við gerð-
um ráð fyrir.“
Hins vegar neitaði Fabiomussi
að viðurkenna að kommúnistar
hefðu beðið ósigur og sagði að
framrás flokksins hefði aðeins
verið „hnekkt".
Ein skýringin á hrakförum
kommúnista er talin sú að
frammistaða Alessandro Netti,
hins nýja leiðtoga flokksins, var
heldur léleg.
Kommúnistar hafa gert kröfu
til þess að fá aðild að ríkisstjórn
og sú viðleitni hefur orðið fyrir
áfalli vegna kosningaúrslitanna.
Niðurstöður kosninganna eru
taldar gefa einstaklega ná-
kvæma mynd af viðhorfum ít-
alskra kjósenda, því að kjörsókn
var furðugóð, eða 88,9 af hundr-
aði.
Þetta var töluvert meiri kjör-
sókn en spáð hafði verið fyrir-
fram, því að óttazt hafði verið að
stór hluti kjósenda mundi ekki
mæta á kjörstað og sitja heima
til þess að mótmæla sparnaðar-
ráðstöfunum, sem samsteypu-
stjórnin hefur talið sig tilneydda
að grípa til.
í síðustu bæjar- og sveitar-
stjórnakosningum, sem fóru
fram 1980, var kjörsóknin 70,8 af
hundraði.
Það sem mest kom á óvart í
kosningunum nú var sigur
hægrihreyfingarinnar Movim-
ento Sociale Italiano i Bolzano,
höfuðborg Alto Adige (Suður-
Týrol).
MSI hlaut 22,5% atkvæða
miðað við 6,3% 1980, Suður-Týr-
olflokkurinn 20,2% og kristilegir
demókratar 18,4%. Þýzkumæl-
andi fólk er í meirihluta í hérað-
inu, en Italir búa aðallega í bæj-
um.
Spáð er aukinni spennu þýzku-
og ítölskumælandi manna í Alto
Adige.
Flokkur kristilegra demó-
krata, sem hefur verið áhrifa-
mesti stjórnmálaflokkurinn á Ít-
alíu í fjóra áratugi, hefur nú
stöðvað hnignun, sem var farin
að virðast óstöðvandi, og endur-
heimt sinn fyrri sess sinn í ít-
ölskum stjórnmálum.
Kristilegi demókrataflokkur-
inn hefur unnið að því öllum ár-
um að hrista af sér slyðruorðið
undir forystu nýs ritara síns,
Ciriaco de Mita.
Flokkurinn hefur reynt að
breyta þeirri skoðun býsna
margra að hann sé orðinn
steinrunninn kerfisflokkur og
spilltur klúbbur aldraðra
flokksgæðinga. Nú virðist þetta
starf farið að bera ávöxt.
Þótt Bettino Craxi hafi ástæðu
til þess að vera ánægður með
frammistöðu samsteypustjórn-
arinnar í heild var frammistaða
sósíalista sjálfra ekki eins góð og
þeir höfðu gert sér vonir um.
Sósíalistar fengu aðeins 13,3
af hundraði greiddra atkvæða.
Fyrir kosningarnar hafði verið
álitið að flokkurinn þyrfti að fá
meira en 14 af hundraði atkvæða
til þess að geta haldið því fram
að hann hefði farið með sigur af
hólmi.
Engu að síður eru úrslit kosn-
inganna talin jafngilda trausts-
yfirlýsingu við Craxi og stjórn
hans, sem treysti sig í sessi.
Fyrir kosningarnar hafði
Craxi látið svo um mælt að
stjórnin mætti ekki við því að
bíða alvarlegan ósigur. Sá ótti
reyndist ástæðulaus.
Það athyglisverðasta, sem
kosningarnar leiða í ljós, er að
ítalir eru í grundvallaratriðum
mjög íhaldssöm þjóð.
Breytingar á fylgi flokkanna
nema sem fyrr aðeins nokkrum
prósentum. Flokkar kristilegra
demókrata og kommúnista eru
enn sem fyrr tveir stærstu
stjórnmálaflokkarnir eins og
þeir hafa jafnan verið undan-
farna fjóra áratugi.
Hættan af kommúnistum, sem
stöðugt er til staðar, hefur enn-
þá þokazt til hliðar og lífið held-
ur áfram að ganga sinn vana-
gang án verulega breytinga frá
því sem verið hefur.
Höfundar erv brezkir fréttaritarar
i Róm.
- eftir ROBIN LUSTIG, ALAN COPPS og JOHN EARLE
Forsætisráöherra ftalíu, Bettino Craxi (til vinstri), og forseti Ítalíu, Sandro PertinL