Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1985 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ny ujATnhi''aa'ij ir Hvöt, félag Sjilfstæöiskvenna, heldur skemmtun. Þakklæti til Hvatar Kæri Velvakandi. Bið þig vinsamlegast að birta eftirfarandi fyrir 78 ára gamla móður mína: Mig langar til að færa stjórn Hvatar, félags sjálfstæðis- kvenna, innilegar þakkir fyrir boð þeirra laugardaginn 18. mai sl. Þessar góðu konur buðu okkur eldri félagskonum á skemmtun í Sjálfstæðishúsinu. Þarna stóðu þær og tóku á móti okkur gömlu konunum, brosandi og alúðlegar. Okkur var boðið upp á heimabakaðar kökur og kaffi, formaður flokksins flutti sérstaklega hlýlega og góða ræðu, við vorum fræddar um tryggingamál aldraðra. Söngur og gamanvísur voru fluttar. Við skemmtum okkur mjög vel og áttum þarna indæla dagstund. Svona eiga stjórnmálaflokkar að vera. Hvöt sýndi þarna að ekki er bara hugsað til okkar gamla fólksins rétt fyrir kosningar til stuðnings flokknum. Ég vil ítreka þakkir mínar til þessara góðu kvenna í stjórn Hvatar. Oska ég þeim og Sjálf- stæðisflokknum allra heilla í framtíðinni. Virdingarfyllst, f.h. Guðmundu Helgadóttur Margrét Sveinsdóttir Þessir hringdu . . . Þrautleiðinlegt skaf tpottaglamur Kona af Akureyri hringdi: Ég er alveg sammála konunni, sem skrifaði í Velvakanda um daginn og sagði að nýju auglýs- ingastefin í útvarpinu væru þrautleiðinlegt skaftpottaglam- ur. Ég var t.d. að telja þau nú síðasta klukkutímann og fóru þau upp í sex. í eitt skiptið ætl- aði Jóhannes Arason að segja hvað klukkan væri. Hann var bara búinn að segja „klukkan er ... “ og þá var þessu leiðinlega stefi slengt á. Það er allt of mik- ið gert af þessu. Ég vil helst ekki hafa nein stef, heldur ætti að hafa þetta eins og það áður var. Ég veit eiginlega ekki hverju þetta þjónar. Stuðningur við Hagvirki Kinar hringdi: Mig langar til að lýsa yfir stuðningi við fyrirtækið Hag- virki og þeirra áform um að leggja veg til Akureyrar með bundnu slitlagi. Einnig vil ég lýsa óánægju minni með þá stjórnmálamenn, sem eru á móti þessu. Að lokum vil ég hvetja alla þá, sem áhuga hafa á mál- inu, til að láta frá sér heyra. Fegurðarsam- keppni er líka fyrir karlmenn Anna hringdi: Ég vil endilega að haldnar verði fegurðarsamkeppnir fyrir karlmenn í eins formi og fyrir kvenmenn. Karlmennirnir eiga sama rétt á að spreyta sig eins og kvenmennirnir. Mér finnst svona fegurðarsamkeppnir mjög jákvæðar, en það er mikil mis- munun kynjanna að halda þær einungis fyrir stelpur. Leyfið köttunum að vera heima Svanlaug hjá Kaltavinafélaginu hringdi: Okkur er kunnugt um að kett- ir hafa oft týnst frá sumarbú- stöðum og lent í miklum hörm- ungum. Það eru því vinsamleg tilmæli til kattaeigenda að þeir fari ekki með ketti sína í sumar- bústaði eða í önnur ferðalög heldur leyfi þeim að vera heima. Þó er fólk hvatt til þess að láta Kattavinafélagið vita ef eitthvað hendir ketti þeirra. Taktu flag í fóstur Rikki í Höfnum hringdi: Ég er að reyna að halda fram áróðri fyrir því að fólk taki flag í fóstur. Venjan hefur verið sú að þegar fólk grisjar í görðum sín- um pakkar það því sem henda á í poka og hendir því í sorpeyð- ingarstöðina. Hins vegar vil ég endilega að fólk taki þessa af- ganga úr görðum sínum og í stað þess að henda þeim ætti það að gróðursetja meðfram Reykja- nesbrautinni. Mér finnst sóun að henda þessu í sorpið. Ég hef reynt að gera þetta sjálfur og er ég mjög hrifinn af árangrinum. Fólk ætti að velja sér moldarflag og setja þær jurt- ir, sem eru duglegar við að fjölga sér í flagið meðfram Reykjanes- brautinni. Þungarokk inn- an um léttmetið Rokkunnandi hringdi: Mér finnst Skonrokk orðið dá- lítið leiðigjarnt. Það mætti gjarnan vera meira um þunga- rokk innan um léttmetið. Síðast- liðna þrjá þætti hefur ekki eitt einasta þungarokkslag verið spilað, og er það fyrir neðan all- ar hellur miðað við það að þátt- urinn á að þjóna sem flestum tónlistarunnendum, en ekki bara léttmetis-smáfólkinu. Þvi segi ég að reglan ætti að vera: A.m.k. eitt þungarokkslag á Skonrokks- dag kemur skapinu í lag. Að lokum vil ég þakka Sjón- varpinu fyrir „Hótel Tindastól", sem ég tel vera bestu gaman- þætti sem sjónvarpið hefur sýnt. Vonandi fáum við að sjá fleiri þætti þegar þessi fyrsta þáttaröð rennur sitt skeið á enda. Dún og fiöur Guðrún hringdi: Ég vil gjarnan skila kæru þakklæti til starfsmanna versl- unarinnar „Dún og fiður" fyrir mjög góða þjónustu og lipurð í alla staði. Ég bý út á landi og það sem ég pantaði úr verslun- inni var komið til mín eftir einn sólarhring. FLYMO SVIFNÓKKVARNIR Fisléttir hraðvirkir meðfærilegir Flymo rafsvifnökkvinn er besta, léttasta og viðhaldsfríasta sláttuvélin fyrir litla og meðalstóra grasfleti, 100 m2 - 500 m2. Flymo rafsvifnökkvinn er sá ódýrasti á markaðinum. Verð frá aðeins kr. 7.900,- 20 metra löng snúra fylgir. Flymo svifnökkvann er auðvelt að leggja saman og hengja upp á vegg eftir notkun. llálluvéla markaóurinn Smiðjuvegur 30 E-gata, Kópavogur Simi 77066 Flymo Látið JOKI vinna verkió meö styrk og lipurð JOKI færibandamótorar vinna nær hvaða verk sem er án erfiöis, án hávaða, án afláts. Lokaðir, oliukældir og sjálfsmyrjandi útiloka þeir bæði raka og óhreinindi. Þess vegna er hreinsun auðveld og allt viðhald ein- faltog ódýrt. í verksmiðjum, verslunum eða fiskvinnslustöðum eru JOKI færibandamótorar trygging fyrir hreinlæti og hagkvæmni í rekstri. JOKI er fáanlegur með stiglausri hraðastillingu. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN SELJAVEGI 2 SlMI 24260 REYKJAVlK Bladburöarfólk óskast! Vesturbær Faxaskjól Kópavogur Birkihvammur Kópavogur Hraunbraut Úthverfi Ðlesugróf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.