Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 20
MOBGUNBLAÐID, FÖSTUPAOUR 31. MAf 1985
Kristján Sveins-
son — Minning
Sú sorgarfrétt barst mér seinni
hluta dags þ. 23. maí aö föðurbróð-
ir minn Kristján Sveinsson hefði
látist. Bar þetta að mjög svo
skyndilega í kaffiboði, sem haldið
var 50 ára og eldri stúdentsár-
göngum. Kristján var með fullu
starfi til hinztu stundar og lézt
eins og hann hefði helst kosið
sjálfur — eins og slökkt hefði ver-
ið á kerti.
Kristján frændi minn var alda-
mótabarn f. 8. febrúar árið 1900
við Ríp í Hegranesi, Skagafirði,
sonur síra Sveins Guðmundssonar
og Ingibjargar Jónasdóttur — afa
míns og ömmu.
Ég ætla mér ekki í þessari
minningargrein að tína allt til í
ævi þessa stórmerka manns, en
stikla fremur á því helsta, sem
mér finnst að skipti máli.
Að loknu læknisprófi frá HÍ
1927 vann hann sem staðgengill
héraðslækna á Norðurlandi og
Vesturlandi og skipaður héraðs-
læknir Dalamanna frá 1929—1932.
Á þeim tíma vann hann markvisst
að undirbúningi síns lífsstarfs.
Hann setti strax markið hátt —
ákveðinn í að afla sér bestu
menntunar sem völ var á í augn-
lækningum á þeim tíma, á Allge-
meine Krankenhaus í Vínarborg.
Á þeim árum var sjúkrahús þetta
talið eitt besta og virtasta sjúkra-
hús veraldar og Vínarborg þá tal-
in Mekka læknisfræðinnar.
Faðir minn var um sama leyti
við framhaldsnám í skurðlækn-
ingum og minntist Kristján oft
þessa tímabils með mikilli gleði og
jafnframt söknuði.
Hvers vegna valdi Kristján
augnlækningar sem sitt framtíð-
arstarf? Vafalaust kom margt til.
Tvennt kemur mér til hugar. Á
þeim tíma er Kristján tekur sína
ákvörðun er aðeins einn starfandi
augnlæknir á landinu — einnig
hitt að tíðni á blindu hefur vafa-
lítið verið mjög há á þessum tíma.
Þarna hefur hinn ungi læknir
fundið sér hinn rétta starfs-
grundvöll þ.e. að draga úr tíðni
blindu á Islandi og viðar með það
besta veganesti sem nokkur lækn-
ir getur öðlast, þ.e. góð undir-
stöðumenntun, góðar gáfur,
manngæzka, sálarstyrkur og
læknishendur. Allt þetta hafði
Kristján fengið I vöggugjöf og
einnig í góðu og ástríku uppeldi
þar sem hlúð var að þessum eigin-
leikum.
Viðurkenningu sem sérfræðing-
ur í augnlækningum hlaut Krist-
ján 8. febrúar 1933 á afmælisdegi
sínum. Frá þeim tíma starfaði
hann á Landspítalanum, fyrst sem
sérfræðingur og stundakennari og
dósent við læknadeild Hl frá
1959-1973. Kristján hélt þó
áfram að starfa sem einasti sér-
fræðingur í augnlækningum á
Landspítalanum, en hætti þeim
störfum fyrir tveimur árum. Auk
fyrrgreindra starfa stundaði hann
sínar lækningar áratugum saman
á St. Jósefsspítala í Reykjavík og
Elliheimilinu Grund og sem fyrr
greinir var hann starfandi á lækn-
ingastofu sinni í Pósthússtræti 17
til dauðadags.
Allir sem þekktu vissu um hinn
langa vinnudag Kristjáns eða frá
7 f.h. til 9.30—10 e.h. en hitt vissu
færri, eða aðeins hans nánasta
fjölskylda og kollegar, að í gegn-
um árin skrifaði Kristján einhver
býsn af vísindalegum ritgerðum,
þar sem hann byggði á sinni löngu
reynslu.
1 síðustu birtu grein sinni í virtu
erlendu læknatímariti (1982) lýsir
hann tíðni ákveðins augnsjúk-
dóms hjá 21.500 íslendingum sem
Kristján hafði fylgst með í 50 ár.
Frá læknisfræðilegu sjónarmiði
verður þetta að teljast meiri hátt-
ar þrekvirki hjá 82 ára gömlum
manni. Kristján var ættfróður og
minnugur með afbrigðum og leit-
aði oft sjúkdóma með þessum eig-
inleikum sínum. Efast ég um að
tölvur hefðu gert öllu betur.
Kristján var þegar orðinn all-
þekktur meðal erlendra kollega
sinna fyrir 25—30 árum. Marg-
sinnis var honum því boðið til
fyrirlestrahalds á erlendum vett-
vangi. Ég minnist þess oft seinni
árin, að hann ték mig afsíðis og
sýndi mér fjöldann allan af bréf-
um frá erlendum kollegum, þar
sem þeir báðu um afrit af greinum
hans. Aldrei minnist ég við slík
tækifæri að hann fylltist stærilæti
yfir velgengni sinni heldur auð-
mýkt og þakklæti aö einhver teldi
sig þess virði að spyrjast fyrir um
augnheilsu þessa litla lands norð-
an við heimskautsbaug. Þá var ég
stoltur af frænda mínum.
Kristján var mikill hamingju-
maður í sinu einkalífi. 1936
kvæntist hann Maríu Þorleifsdótt-
ur Thorlacius og eignuðust þau tvö
börn, Kristján tannlækni kvæntur
Katrínu Þorgrímsdóttur og eiga
þau tvö börn — Þorgrím og Maríu
Kristínu — og Guðborgu gift
Bjarna Marteinssyni arkitekt.
Börn þeirra eru María, Kristján,
Kristín og Þóra Björk.
Fljótlega eftir að Kristján hóf
störf í Reykjavík byggði hann
heimili á Oldugötu 9, ekki ein-
göngu fyrir sjálfan sig, heldur
einnig foreldra sína, tvær systur,
tengdaforeldra og tvo systursyni
sína.
Frá því að ég man eftir mér var
Öldugata 9 mitt annað heimili. Má
segja að heimilisbragur hafi ekki
verið ósvipaður og á prestssetri
með óhemju miklum gestagangi —
ekki ósvipað því og Kristján og
systkinin voru alin upp við í æsku
og á unglingsárunum. Öldugata
varð fljótlega miðdepill í lífi
föðurfjölskyldu minnar og að-
dráttaraflið var mikið. Maja, en
svo var María nefnd innan fjöl-
skyldunnar, var stórkostlegur
persónuleiki — stórglæsileg og
góð kona, sérstök móðir, eiginkona
og húsmóðir á þessu mannmarga
heimili. Því miður lézt hún um
aldur fram aðeins 52 ára gömul.
Þetta var mikið áfall fyrir Krist-
ján, börnin og alla fjölskylduna.
Eftir fráfall Maju tók Guðborg
dóttir Kristjáns að sér húsmóð-
urhlutverkið á Öldugötunni og
hefur staðiö sig með miklum
sóma. Hefur þeim feðginum með
góðum stuðningi Kristjáns sonar
Kristjáns heitins og tengdabarna
tekist að halda uppi gömlum hefð-
um og viðhalda tengslum fjöl-
skyldunnar. Ég veit að Kristján
mat þetta mikils. Barnabörnin sex
að tölu veittu honum ómælda
hamingju.
Sem dæmi um vinsældir Krist-
jáns minnist ég atviks er ættingj-
ar síra Sveins fóru norður til Árn-
ess, Strandasýslu, í tilefni 100 ára
aldarafmæli hans. Var m.a. stans-
að í Hólmavík og snæddur hádeg-
isverður. Samkvæmt áætlun var
reiknað með 1 klst. viðkomu. Þeg-
ar á staðinn var komið biðu tugir
sjúklinga eftir Kristjáni. í stað
þess að byrja á hádegisverði fór
hann samstundis i sjúkraskýlið og
lauk sínum „skyldustörfum“ á 1
klst. Ánægjan að hafa getað orðið
einhverjum að liði var honum
meira virði en hádegisverður, sem
þá var orðinn kaldur og af skorn-
um skammti.
Kristján var mikill húmoristi,
jafnvel á örlagastundum. Minnist
ég þess er Kristján lá á hjarta-
deild Landspítalans fyrir nokkr-
um mánuðum, eftir hjartaáfall.
Ung stúlka, tæknifræðingur, setti
hjartaritstengingu á brjóst
Kristjáns. Með þessu var hægt að
fylgjast með hjartslættinum í
vaktherberginu. Kristjáni fannst
mikið ti) þessarar tækni koma og
sagði við stúlkuna: „Elskan mín, ef
þetta hefði átt sér stað fyrir 2—3
öldum hefðirðu sennilega verið
brennd á báli fyrir galdra vegna
allra þessara tæknikúnsta." Ég
held að Kristján hafi gert sér fulla
grein fyrir að lífshlaupið var að
renna út siðustu mánuðina. Ekki
gat maður þó merkt þetta í hans
fari. Fyrir nokkru hitti ég eldri
borgara á Landspítalanum og tók-
um við að ræða um daginn og veg-
inn. Barst talið að Kristjáni
frænda mínum. Endaði maðurinn
samræðurnar með þessum orðum:
„Ég held, Haukur minn, að sé
eitthvað til sem kallast gæti Guð,
þá sér maður þetta allt í honum
Kristjáni Sveinssyni."
Með Kristjáni frænda mínum er
farinn einhver göfugasti maður,
sem ég hefi kynnst.
Haukur Jónasson
Með Kristjáni Sveinssyni augn-
lækni er fallinn í valinn einn
ágætasti maður sem ég hef
kynnst. Ég átti því láni að fagna
að verða vígður aðstoðarprestur
föður hans, og var það fyrsta ár
míns prestsskapar norður í Árnesi
á Ströndum. Eitthvað um mánað-
ar tíma dvaldi ég á heimili hinna
eftirminnilegu prestshjóna sr.
Sveins og frú Ingibjargar Jónas-
dóttur áður en þau fluttu hingað
suður til Reykjavíkur og áttu síð-
an heima í húsi Kristjáns sonar
síns á Öldugötu 9. Eftir um sjö ára
prestsskap á Ströndum þar sem ég
hafði eignast konu og þrjá syni
fluttist ég til Þingeyrar við Dýra-
fjörð. Þar tók á móti mér og mín-
um frú Elínborg símstjóri, dóttir
séra Sveins, og maður hennar
ólafur Jónsson húsasmiður. Átt-
um við hjón margar glaðar og góð-
ar stundir á heimili þeirra sæmd-
arhjóna næstu árin eða álfka tima
og vera mín var í Árnesi. Eftir það
lá leiðin líka hingað í borg. Sr.
Sveinn var þá látinn fyrir nokkr-
um árum. Og svo vildi til að bú-
staður minn var á næstu grösum
við hús Kristjáns læknis, þar sem
móðir hans og tvær systur áttu
einnig heima. I því húsi átti maö-
ur siðan fjölda margar góðar
stundir. Kona mín er af ætt góð-
vina prestshjónanna í Árnesi. Sr.
Sveinn hafði bæði skírt hana og
fermt. Og hér var hún tíður gestur
á heimili frú Ingibjargar og dætra
hennar og eins eftir að móðir
þeirra var fallin frá. Hvíld var það
henni að koma á það heimili. Þar
var ró og friður. Finnst mér líka
að þetta góða og trygglynda fólk
frá Árnesi hafi tekið mér eins og
ég væri einn af fjölskyldunni.
Þetta var mér mikils virði. Daginn
fyrir andlát Kristjáns fékk kona
mín hjá honum ný gleraugu. Með
sömu rósemi og nákvæmni og
hann var vanur að vinna sín verk
rannsakaði hann augu hennar og
sjón. Þarf víst ekki að geta þess að
engan eyri tók hann fyrir þetta. Á
engu var unnt að merkja að dagar
hans voru þá taldir.
Vitaskuld er hins góða föður,
tengdaföður, afa og bróður sárt
saknað. En þakklætið fyrir að
hafa átt hann sem slíkan mun
samt öllu ofar. Hans nánustu
munu líka vita að ekki kveið
Kristján vistaskiptunum. Konan,
sem átti allt hans hjarta, var fyrir
all löngu á undan farin. Kristján
talaði fátt um trú sína. En vonin
um endurfundi mun samt hafa bú-
ið í hjarta hans — og getur þar
tekið undir orð skáldsins, sem
kvað:
Anda sem unnast
fær aidregi
eilífð að skilið.
Ég þakka honum og fólki hans
órofa vináttu fyrr og síðar.
Þorsteinn Björnsson
„Þú gætir aldrei sagt of gott um
hann, hvað sem þú segðir ...
Þetta sagði kona á dögunum við
þann, sem þetta skrifar. „Sá iifði
aldeilis fögru og hreinu lífi,“ sagði
önnur manneskja, granni hins
látna við Kirkjutorg, sem sá hann
nálega á hverjum degi.
Það er hamingja út af fyrir sig
— lífshamingja — að hafa kynnzt
manni eins og Kristjáni heitnum
Sveinssyni, augnlækni.
Að hitta hann á förnum vegi —
næstum alltaf í hjarta borgarinn-
ar — var eins og að stiga inn í
biblíusögu ellegar að upplifa
endurtekningu á biblíusögu — og
að finna hlýtt handtak hans og
góðleik streyma til sín gerði mann
að nýrri og betri manni í hvert
skipti sem slíkt gerðist og gaf trú
á það bezta í lífinu.
Að sjá hann rétt við Dómkirkj-
una á leið í hádegismat úr vinn-
unni örfáum dögum fyrir andlát
hans og heyra góðar óskir af vör-
um hans gaf manni meira og hald-
betra veganesti í lífinu en orð fá
lýst, og að sjá andlátsfrétt um
hann i Morgunblaðinu rifjaði
kynni af honum óslitið frá því
fyrir herrans mörgum árum.
Það var ævintýri líkast að koma
á stofuna til hans og láta hann líta
eftir augum manns. Það var sko
ekkert venjulegt. Veröldin leit
öðru vísi út eftir á. Fyrir fimm
árum varð undirskráður fórnar-
dýr augnkvilla, sem fór eins og
eldur í sinu um hluta af Norður-
amtinu. Þetta gerist norður í
Skagafirði ellegar á Skagaströnd.
Það var bagalegt í marga mánuði.
Kristján heitinn að viðbættum
tveim öðrum kollegum sínum, sér-
fróðum, græddu sárin af prýði —
og ekki sízt Kristján — að hinum
ólöstuðum. Hann gaf dropa í aug-
un annað veifið — einhverja töfra-
formúlu. Og sjá — sjónin skýrðist
— og eins og alkunna er, þá eru
augun hluti sálarinnar.
Hann kallaði undirskráðan
frænda sinn — og það er gott að
finna til stolts og heiðurs yfir því
að teljast til frændsemi við slíkan
mann og snilling sem Kristján var
(hann og faðir greinarhöfundar
voru þéttingsskyldir og perluvinir
og hittust oft og blönduðu geði
saman).
Bróðir Kristjáns, Jónas Sveins-
son læknir, var líka öndvegismað-
ur — ýmsir vita, að hann var á
undan samtíð sinni. Fáir menn
sögðu betur frá en hann, sbr.
æviminningar hans, Lífið er dá-
samlegt, sem kom út eftir andlát
hans.
Þau systkinin voru af hinni
stórbrotnu Skarðsætt (nægir að
benda á formóðurina Ólöfu ríku)
og I ofanálag af húnvetnskum
uppruna. Faðir þeirra var prestur
og ólust þau systkin upp við
menntun og víðsýni og ýmsar
merkar hefðir, sem mótuðu skap-
höfnina.
Skarðsverjar og Skarðsverjur
hafa sterk ættareinkenni — eins
og allir vita, sem þeim hafa
kynnzt — og öðrum þræði er þetta
sérlundað fólk, sem fer sínar eigin
leiðir.
Þetta eru höfðingjar.
Hinn húnvetnski ættarmeiður
Kristjáns er líka stórlyndur — en
af ýmsum talinn mannlegur og
jafnframt gæddur sterkri sjálfs-
virðingu.
Kristján stundaði læknisstörf
lengur en flestir kollegar hans, lífs
og liðnir.
Hann var langtum meira en
venjulegur læknir — hann var
græðari og mannvinur, sem ten-
draði sálarfegurð og líf og ljós í
hjörtum sjúklinga og samferða-
manna sinna og lengdi því sitt eig-
ið líf og líf þeirra og gaf lífi fólks
tilgang.
Að Hæðardragi, Rvík,
Steingrímur St.Th. Sigurðsson.
Á skammri stund skipast veður
í lofti. Fimmtudaginn í fyrri viku
sátu 50 ára stúdentar og eldri
samsæti á Elliheimilinu Grund.
Þar vorum við fjórir bekkjarbræð-
ur og stúdentar frá árinu 1922, all-
ir á níræðisaldri, en glaðir og
hressir að vanda. í lok samsætis-
ins þyrmdi skyndilega yfir Krist-
ján okkar Sveinsson og var hann
látinn, er hann kom á sjúkrahús
skömmu síðar. Kristján hafði
kennt sjúkleika undanfarið ár og
vissi að andlát hans gæti borið að
með skyndilegum hætti.
Við þessa andlátsfregn setti
flesta Islendinga, sem komnir eru
til vits og ára, hljóða.
Þjóð vor á Kristjáni Sveinssyni
augnlækni meira að þakka en
flestum öðrum.
Sá vinahópur, sem harmafregn-
in sló einna harðast, er æskuvin-
irnir.
í æviminningabók Kristjáns
segir hann frá því að fundum
okkar hafi fyrst borið saman 1904
á skipsfjöl á Sauðárkróki, hann á
ieið til Flateyjar á Breiðafirði með
fjölskyldu sinni, en ég með for-
eldrum mínum til Reykjavíkur.
Síðan segir Kristján:
„Jæja. Mörgum árum seinna,
þegar ég er kominn í fjórða bekk
Menntaskólans í Reykjavík — þá
er þessi sami strákur í bekk með
mér.
Þetta var Gunnlaugur minn
Briem, fyrrverandi ráðuneytis-
stjóri. Með okkur tókst ævilöng
vinátta, sem aldrei hefur borið
skugga á.“
Á námsárum okkar stúdent-
anna frá 1922 var félagslíf með
ágætum í Menntaskólanum og
Háskólanum, og áttum við þar
góða og glaða daga. Skemmtanir
voru á þessum árum fábreyttari
en síðar varð og urðum við að vera
sjálfum okkur nógir í þeim efnum.
í grein er Bjarni læknir Bjarna-
son ritaði árið 1973 segir svo:
„Samheldni og vinátta innan
bekkjarins okkar, sem útskrifaðist
úr Menntaskólanum 1922, hefur
löngum verið viðbrugðið. Tengslin
hafa haldist mjög náin gegnum öll
þessi ár, og seinast í vor fundum
við að allt var þetta ófölskvað á 50
ára stúdentsafmæli okkar.
Út úr stúdentaárganginum frá
1922 kristallaðist dálítill hópur
sem batzt alveg sérstökum
tryggða- og vináttuböndum, og
gerði sér það að reglu að hittast
jafnan, stundum oft á ári, og svo
er enn, þó að fundum hafi nú
fækkað í seinni tíð, vegna þess
hvað stór skörð hafa verið höggvin
í hópinn okkar hin síðari ár.“
Þessi orð eru vissulega sann-
mæli, og má í því efni minnast
kvæðisins „Æskuvinir" eftir séra
Sigurð skáld Einarsson, samstúd-
ent okkar, en kvæðið er helgað
stúdentunum frá 1922.
Að öðru leyti vísa ég til Ævi-
minningabókar Kristjáns frá 1982
um skólaár okkar, en bók hans
varð metsölubók á sinum tíma.
í bók þessari skýrir Kristján
skilmerkilega frá ættum sinum,
námsferli og læknisstörfum.
Skapgerð Kristjáns var slík, að
öðlingsnafnið bar hann með sóma.
Drengskap hans, góðvild og
hjartahlýju dáðum við og traustur
var hann sem bjarg er á reyndi.
Alvara var ríkur þáttur í eðlisfari
hans, en hverjum manni var hann
skemmtilegri í vinahópi, ef gleði
var á ferðum, gamansamur og
fyndinn.
Árið 1936 gekk Kristján að eiga
ágætiskonu, Maríu Þorleifsdóttur.
Leitun var á samhentari hjónum.
María, góð og glæsileg, bjó manni
sínum fagurt og notalegt heimili,
þar sem ættfólki og vinum var
tekið með rausn og hlýju.
í minningabókinni segir Krist-
ján:
„Vorið 1965 virtist María konan
mín hraust og glöð eins og hún var
vön að vera.
En þegar sumarið nálgast, hef-
ur hún orð á því, að hún sé ekki
jafn góð til heilsunnar og hún eigi
að sér.
„Skjótt hefur sól brugðið sum-
ri“, segir Jónas Hallgrímsson í
ljóði sínu um Bjarna Thorarensen.
Það kom eins og reiðarslag, þeg-
ar hún við nána rannsókn reyndist
vera heltekin banvænum sjúk-
dómi.“
María andaðist 15. október 1965,
53 ára gömul.
Síðar segir hann: „María var
mér sannkölluð heillastjarna.
Hennar hef ég sárt saknað."
Þau María og Kristján eignuð-
ust tvö börn, Kristján tannlækni
og Guðborgu, og hafa þau tekið að