Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1985 29 nýir íslendingar: Koma frá 17 ríkj- um og 4 heimsálfum Frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar FRUMVARP um veitingu íslenzks ríkisborgararéttar, sem nú er til meóferó- ar í efri deild Alþingis, gerir ráö fyrir að veita 29 einstaklingum slíkan rétt Þar af eru sjö fæddir á Islandi, fjórir í Þýzkalandi, tveir frá Búlgaríu og tveir frá Rúmeníu en fjórtán frá öórum löndum. mmmm 8. 10. Samkvæmt frumvarpinu öðlast eftir- taldir íslenzkan ríkisborgararétt: 1. Adamsson, Doris Anita, húsmóðir i Öngulsstaðahreppi, f. 30. mars 1960 í Svíþjóð. 2. Anna Lísa Siti Jóhannsdóttir, barn , í Svíþjóð, f. 16. júlí 1983 í Indónesíu. 3. Anoruo, Fidelia Emmanuel, verkakona í Reykjavík, f. 12. apríl 1952 í Nigeriu. 4. Balluz, Claus Carl, verkfræðingur i Reykjavík, f. 11. mars 1950 í Þýska- landi. 5. Belomajova, Tatjana Veselinova, húsmóðir í Reykjavík, f. 20. mars 1949 í Búlgaríu. 6. Clinceanu, Eugenia-Dorina, einka- ritari í Reykjavík, f. 1. mars 1945 í Rúmeníu. 7. Fucci, Cosimo, nemi í Reykjavik, f. 22. febrúar 1962 á Ítalíu. Haní, Abdellazíz, iðnnemi í Reykja- vik, f. 2. janúar 1954 i Marokkó. Hansen, Rikhard Dúrke, vélvirki á ísafirði, f. 9. mars 1954 á Islandi. Hentze, Artha, húsmóðir í Reykja- vík, f. 2. janúar 1941 i Færeyjum. 11. Húbner, Tryggvi Júlíus, nemi 1 Kópavogi, f. 11. janúar 1957 í Reykjavík. 12. Jurczak, Krystyna Anna, húsmóðir í Reykjavík, f. 22. júlí 1953 í Pól- landi. 13. Júnemann, Ursula Elisabeth, kenn- ari í Mosfellssveit, f. 28. des. 1950 í Þýskalandi. Fær réttinn 27. nóv. 1985. 14. Kowalk, Bent, verkstjóri i Sval- barðsstrandarhreppi, f. 29. septem- ber 1962 í Þýskalandi. 15. Lund, Hermod Ingemar Jakob, verkstjóri á Patreksfirði, f. 20. ' mars 1933 í Noregi. 16. Mellk, Marilyn Herdis, húsmóðir í Reykjavík, f. 4. febr. 1961 í Banda- rikjunum. Fær réttinn 31. des. 1985. 17. Middleton, Inga Lísa, nemi i Reykjavík, f. 9. des. 1964 í Bret- landi. 18. Mileris, Maria Carmen, húsmóðir f Reykjavík, f. 12. ágúst 1949 í Spáni. 19. Moustacas, Illias Karolos, nemi f Reykjavík, f. 21. maí 1963 á íslandi. 20. Nilssen, Erna, húsmóðir f Gerða- hreppi, f. 18. ágúst 1948 á íslandi. 21. Nilssen, Gyða Minny, húsmóðir i Gerðahreppi, f. 26. apríl 1951 á ís- landi. 22. Paulsen, Ingrid Marie, kennari f Garðabæ, f. 4. nóv. 1936 í Þýska- landi. 23. Ponzi, Tómas Atli, nemi f Mos- fellssveit, f. 10. júní 1959 á íslandi. Í4. Popovié, Sava, tækniteiknari í Reykjavík, f. 28. október 1945 í Júgóslavíu. 25. Richardson, Paul, kennari í V-Skaftafellssýslu, f. 2. ágúst 1943 f Skotlandi. 26. Smíd, Pavel, tónlistarmaður i Reykjavfk, f. 6. janúar 1949 í Tékkóslóvakíu. 27. Smidová-Mintcheva, Violeta, tón- listarmaður í Reykjavík, f. 22. ág- úst 1944 í Búlgaríu. 28. Sólheim, Edgar, verkamaður ( Nes- kaupstað, f. 1. jan. 1960 á íslandi. 29. Stupcanu, Ioan, tónlistarmaður í Reykjavík, f. 11. október 1948 í Rúmenfu. Þörungavinnslan að Reykhólum Skýrsla iðnaðarráðherra: Afkoma fyrirtækja og stofn- ana er heyra undir ráðuneytið Eins og greint var frá í Morgunblaðinu si. fimmtudag hefur Sverrir Hermannsson iönaðarráöherra lagt fram skrýrslu til ALþingis um starfsemi ríkisfyrirtækja, stofnana og hlutafé- laga er heyra undir iðnaðarráðuneytið. Sementsverksmiöja ríkisins Rekstarahagnaður Sements- verksmiðju ríksins árið 1984 var 3,3 milljónir króna. Afskriftir námu um 65 milljónum króna. Eigið fé í árslok var 229,3 milljón- ir króna. Starfsmönnum verksmiðjunnar fækkaði um 10 á síðasta ári og voru í byrjun þessa árs 172. Gjallframleiðsla Sementsverk- smiðjunnar var rúmlega 100 lestir og sementsframleiðsla um 114 lestir, en sala 118 lestir. Síðastliðinn miðvikudag var fellt frumvap iðnaðarráðherra um að breyta verksmiðjunni í hlutafé- lag, en þar var gert ráð fyrir að selja 20% af hlutafjáreign ríkisins á almennum markaði. Sjóefnavinnslan Framkvæmdakostnaður vegna Sjóefnavinnslunnar 1984 var um 40 milljónir króna. Engar fram- kvæmdir hafa átt sér stað síðan í október síðastliðnum. í skýrslu iðnaðarráðherra er tekið fram að í raun er ekki um að ræða rekstur fyrirtækis á þessu stigi. Margt hefur reynst torveld- ara í vinnslu salts, en gert var ráð fyrir. Af þessum sökum og eins vegna þróunar í gengis- og vaxta- málum er ekki fyrirsjáanlegt að stofnkostnaður endurheimtist, nema að mjög takmörkuðu leyti. Ráðherra hefur fallist á til málamiðlunar að fyrirtækið starfi áfram næstu 5 til 6 mánuði. Steinullarverk- smiðjan hf. fslenska ríkið á 40% hlutafjár i Steinullarverksmiðjunni á Sauð- árkróki og er stærsti hluthafinn. í árslok nam innborgað hlutafé um Dómsmálaráðherra: 135 brunar í atvinnu- húsnæði 1980—1985 Fá ársbyrjun 1980 fram til apríl 1985 vóru 135 brunar í atvinnuhús- itæði á íslandi, þar af 39 samtals í Reykjavík og nágrannasveitarfélög- um, Kópavogi, llafnarfirði, Garða- bæ, Seltjarnarnesi og Mosfellssveit. Eidsupptök eru kunn í 112 af þess- um 135 brunatilfellum. í 11 tilfellum er talið að um íkveikju hafi verið að ræða. í sjö af þessum ellefu íkveikjutilfellum áttu börn eða van- gefið fólk hlut að máli, samkvæmt niðurstöðum sem byggðar eru á lög- reglurannsóknum og áliti sérfróðra manna. f einu tilfelli var eigandi fyrir- tækis ákærður vegna íkveikju. Dómstóll taldi sannað að um íkveikju væri að ræða en sýknaði eigandann vegna ónógra sannana. í átta tilfellum þar sem elds- upptök eru ekki sönnuð, er um grun um íkveikju að ræða. í þrem tilfellum byggist sú niðurstaða m.a. á rannsókn sérfróðra manna. í fjórum tilfellum þar sem um íkveikju var að ræða samkvæmt framansögðu hafa verið gefnar út ákærur á hendur þeim sem taldir eru eiga sök á brununum. Framangreind efnisatriði komu fram í svari Jóns Helgasonar, dómsmálaráðherra, svari við fyrirspurn Einarssonar (BJ), sem fram á Alþingi í gær. í skriflegu Guðmundar lagt var 70%, en eftirstöðvar hafa verið innkallaðar á fyrri hluta þessa árs. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan nái á fjórum árum 70% mark- aðshlutdeild innanlands. Breyt- ingar hafa orðið á þeim forsendum sem lagðar voru til grundvallar í upphafi við arðsemisáætlanir: Glerull hefur lækkað í verði, raunvextir hækkað, og þróun verðlags og gengis er óhagstæð. Miðað við nýjar forsendur verður arðsemi verksmiðjunnar viðun- andi, eins og segir í skýrslu iðnað- arráðherra, en sjóðsstreymi verð- ur neikvætt fyrstu þrjú árin. Þörungavinnslan hf. Rekstrarhalli Þörungavinnsl- unnar 1984 var rúmlega 21 milljón kr. og eigið fé er neikvætt um 33,5 milljónir króna. Starfsmenn fyrir- tækisins eru að jafnaði 30. í fyrr- nefndri skýrslu kemur fram að rekstrarhorfur eru allgóðar. Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins Heildarvelta Rannsóknastofn- unar byggingariðnaðarins var 24,8 milljónir króna á seinasta ári, og var að helmingi aflað með eigin tekjum, en ríkissjóður lagði fram 50%. Orkustofnun Útgjöld Orkustofnunar 1984 voru rúmar 124 milljónir króna og var hækkun milli ára 7,2%. A sama tíma hækkaði vísitala vöru og þjónustu um 30,3%. Sértekjur stofnunarinnar voru um 50 millj- ónir króna. Nokkur samdráttur varð í starfsmannahaldi Orkustofnunar Vöruflutningar á sjó til varnarliðsins: „Skulu vera frjálsir“ segir í frumvarpi Ellerts B. Schram Flutningar á sjó á vörum til varnarliðsins, öðrum en olíu og hergögnum, skulu vera frjálsir. I þeim efnum skal ekkert erlent skipafélag njóta sérréttinda um- fram íslenzk. Skal sú meginregla gilda að kaupskipaútgerðir annizt þessa flutninga með hliðsjón af siglingatíöni þeirra, að því til- skyldu að verð, greiðslukjör og þjónusta einstakra útgerða séu sambærileg. Þetta eru efnisatriði úr fyrstu grein frumvarps, sem Ellert B. Schram (S) flytur, „um frjálsa vöruflutninga á sjó vegna varna íslands". í annarri grein segir að utan- ríkisráðuneytið „skuli gæta þess að framangreindri meginreglu sé fylgt“. í greinargerð segir að frum- varpið sé flutt vegna þess að bandarískt skipafélag hefur haf- ið reglubundnar siglingar til ís- lands í skjóli bandarískra laga frá 1904, sem áskilji bandarísk- um skipum einkarétt til flutn- inga fyrir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Slíkur einka- réttur sé í ósamræmi við rétt- arvitund íslenzku þjóðarinnar og skerðing á hagsmunum hennar. á árinu. Fastráðnir starfsmenn unnu 90 ársverk, verkefnaráðnir 26 ársverk og sumarvinnufólk og annað lausráðið starfsfólk vann 29 ársverk. Iðntæknistofnun íslands Fjárveiting ríkisins til Iðn- tæknistofnunar var 19,3 milljónir króna, en eigin tekjur voru 15,2 m.kr. eða 47,4% af heildargjöld- um. Starfsmenn stofnunarinnar í árslok 1984 voru 50 og hafði fjölg- að um fimm. Útflutningsmiðstöð iðnaðarins Á árinu 1984 voru samþykkt lög frá Alþingi um að Útflutnings- miðstöð iðnaðarins fengi 2/7 af iðnlánasjóðsgjaldi. Þessi tekju- stofn, sem jafnframt var tekju- auki, var notaður til að færa út kvíarnar og opna fleiri skrifstofur erlendis. Framlag ríkissjóðs til Útflutn- ingsmiðstöðvarinnar 1984 nam tæpum 2,9 milljónum króna. Tap var á rekstrinum, en eigið fé í árslok var 662 þúsund krónur. Iðnlánasjóður Árið 1984 bárust Iðnlánasjóði 365 umsóknir um lán. Lánsbeiðnir í krónum jukust um 50% og námu 739,1 m.kr., en afgreidd voru 276 lán að fjárhæð 352,5 m.kr. og var aukning frá fyrra ári um 64%. Framlag rikissjóðs til sjóðsins var fellt niður sl. ár. Iðnþróunarsjóður Iðnþróunarsjóður samþykkti 59 lán að upphæð 304 milljónir króna. Hagnaður sjóðsins var 90 milljónir króna og eigið fé í árslok var um 790 m.kr. Þróunarsjóður lagmetisiðnaðarins Heildartekjur Þróunarsjóðs lag- metisiðnaðarins voru 7,3 milljónir króna, rekstrarafgangur var 4,5 milljónir króna. Á árinu voru veitt lán til verksmiðja og upphæð 2,7 m.kr. og styrkir til uppbyggingar í verksmiðjum og til markaðsmála námu um 4,2 milljónum króna. Orkujöfnunarsjóður Framlag ríkissjóðs til Orkujöfn- unarsjóðs á síðasta ári var 211 milljónir króna. Verðjöfnunar- gjald var 381 m.kr. og lántökur sjóðsins urðu 202,7 milljónir króna. Eigið fé Orkujöfnunarsjóðs er neikvætt um 377,6 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.