Morgunblaðið - 31.05.1985, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1985
29 nýir íslendingar:
Koma frá 17 ríkj-
um og 4 heimsálfum
Frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar
FRUMVARP um veitingu íslenzks ríkisborgararéttar, sem nú er til meóferó-
ar í efri deild Alþingis, gerir ráö fyrir að veita 29 einstaklingum slíkan rétt
Þar af eru sjö fæddir á Islandi, fjórir í Þýzkalandi, tveir frá Búlgaríu og tveir
frá Rúmeníu en fjórtán frá öórum löndum.
mmmm
8.
10.
Samkvæmt frumvarpinu öðlast eftir-
taldir íslenzkan ríkisborgararétt:
1. Adamsson, Doris Anita, húsmóðir i
Öngulsstaðahreppi, f. 30. mars 1960
í Svíþjóð.
2. Anna Lísa Siti Jóhannsdóttir, barn
, í Svíþjóð, f. 16. júlí 1983 í Indónesíu.
3. Anoruo, Fidelia Emmanuel,
verkakona í Reykjavík, f. 12. apríl
1952 í Nigeriu.
4. Balluz, Claus Carl, verkfræðingur i
Reykjavík, f. 11. mars 1950 í Þýska-
landi.
5. Belomajova, Tatjana Veselinova,
húsmóðir í Reykjavík, f. 20. mars
1949 í Búlgaríu.
6. Clinceanu, Eugenia-Dorina, einka-
ritari í Reykjavík, f. 1. mars 1945 í
Rúmeníu.
7. Fucci, Cosimo, nemi í Reykjavik, f.
22. febrúar 1962 á Ítalíu.
Haní, Abdellazíz, iðnnemi í Reykja-
vik, f. 2. janúar 1954 i Marokkó.
Hansen, Rikhard Dúrke, vélvirki á
ísafirði, f. 9. mars 1954 á Islandi.
Hentze, Artha, húsmóðir í Reykja-
vík, f. 2. janúar 1941 i Færeyjum.
11. Húbner, Tryggvi Júlíus, nemi 1
Kópavogi, f. 11. janúar 1957 í
Reykjavík.
12. Jurczak, Krystyna Anna, húsmóðir
í Reykjavík, f. 22. júlí 1953 í Pól-
landi.
13. Júnemann, Ursula Elisabeth, kenn-
ari í Mosfellssveit, f. 28. des. 1950 í
Þýskalandi. Fær réttinn 27. nóv.
1985.
14. Kowalk, Bent, verkstjóri i Sval-
barðsstrandarhreppi, f. 29. septem-
ber 1962 í Þýskalandi.
15. Lund, Hermod Ingemar Jakob,
verkstjóri á Patreksfirði, f. 20.
' mars 1933 í Noregi.
16. Mellk, Marilyn Herdis, húsmóðir í
Reykjavík, f. 4. febr. 1961 í Banda-
rikjunum. Fær réttinn 31. des. 1985.
17. Middleton, Inga Lísa, nemi i
Reykjavík, f. 9. des. 1964 í Bret-
landi.
18. Mileris, Maria Carmen, húsmóðir f
Reykjavík, f. 12. ágúst 1949 í Spáni.
19. Moustacas, Illias Karolos, nemi f
Reykjavík, f. 21. maí 1963 á íslandi.
20. Nilssen, Erna, húsmóðir f Gerða-
hreppi, f. 18. ágúst 1948 á íslandi.
21. Nilssen, Gyða Minny, húsmóðir i
Gerðahreppi, f. 26. apríl 1951 á ís-
landi.
22. Paulsen, Ingrid Marie, kennari f
Garðabæ, f. 4. nóv. 1936 í Þýska-
landi.
23. Ponzi, Tómas Atli, nemi f Mos-
fellssveit, f. 10. júní 1959 á íslandi.
Í4. Popovié, Sava, tækniteiknari í
Reykjavík, f. 28. október 1945 í
Júgóslavíu.
25. Richardson, Paul, kennari í
V-Skaftafellssýslu, f. 2. ágúst 1943 f
Skotlandi.
26. Smíd, Pavel, tónlistarmaður i
Reykjavfk, f. 6. janúar 1949 í
Tékkóslóvakíu.
27. Smidová-Mintcheva, Violeta, tón-
listarmaður í Reykjavík, f. 22. ág-
úst 1944 í Búlgaríu.
28. Sólheim, Edgar, verkamaður ( Nes-
kaupstað, f. 1. jan. 1960 á íslandi.
29. Stupcanu, Ioan, tónlistarmaður í
Reykjavík, f. 11. október 1948 í
Rúmenfu.
Þörungavinnslan að Reykhólum
Skýrsla iðnaðarráðherra:
Afkoma fyrirtækja og stofn-
ana er heyra undir ráðuneytið
Eins og greint var frá í Morgunblaðinu si. fimmtudag hefur
Sverrir Hermannsson iönaðarráöherra lagt fram skrýrslu til
ALþingis um starfsemi ríkisfyrirtækja, stofnana og hlutafé-
laga er heyra undir iðnaðarráðuneytið.
Sementsverksmiöja
ríkisins
Rekstarahagnaður Sements-
verksmiðju ríksins árið 1984 var
3,3 milljónir króna. Afskriftir
námu um 65 milljónum króna.
Eigið fé í árslok var 229,3 milljón-
ir króna.
Starfsmönnum verksmiðjunnar
fækkaði um 10 á síðasta ári og
voru í byrjun þessa árs 172.
Gjallframleiðsla Sementsverk-
smiðjunnar var rúmlega 100 lestir
og sementsframleiðsla um 114
lestir, en sala 118 lestir.
Síðastliðinn miðvikudag var
fellt frumvap iðnaðarráðherra um
að breyta verksmiðjunni í hlutafé-
lag, en þar var gert ráð fyrir að
selja 20% af hlutafjáreign ríkisins
á almennum markaði.
Sjóefnavinnslan
Framkvæmdakostnaður vegna
Sjóefnavinnslunnar 1984 var um
40 milljónir króna. Engar fram-
kvæmdir hafa átt sér stað síðan í
október síðastliðnum.
í skýrslu iðnaðarráðherra er
tekið fram að í raun er ekki um að
ræða rekstur fyrirtækis á þessu
stigi. Margt hefur reynst torveld-
ara í vinnslu salts, en gert var ráð
fyrir. Af þessum sökum og eins
vegna þróunar í gengis- og vaxta-
málum er ekki fyrirsjáanlegt að
stofnkostnaður endurheimtist,
nema að mjög takmörkuðu leyti.
Ráðherra hefur fallist á til
málamiðlunar að fyrirtækið starfi
áfram næstu 5 til 6 mánuði.
Steinullarverk-
smiðjan hf.
fslenska ríkið á 40% hlutafjár i
Steinullarverksmiðjunni á Sauð-
árkróki og er stærsti hluthafinn. í
árslok nam innborgað hlutafé um
Dómsmálaráðherra:
135 brunar í atvinnu-
húsnæði 1980—1985
Fá ársbyrjun 1980 fram til apríl
1985 vóru 135 brunar í atvinnuhús-
itæði á íslandi, þar af 39 samtals í
Reykjavík og nágrannasveitarfélög-
um, Kópavogi, llafnarfirði, Garða-
bæ, Seltjarnarnesi og Mosfellssveit.
Eidsupptök eru kunn í 112 af þess-
um 135 brunatilfellum. í 11 tilfellum
er talið að um íkveikju hafi verið að
ræða. í sjö af þessum ellefu
íkveikjutilfellum áttu börn eða van-
gefið fólk hlut að máli, samkvæmt
niðurstöðum sem byggðar eru á lög-
reglurannsóknum og áliti sérfróðra
manna.
f einu tilfelli var eigandi fyrir-
tækis ákærður vegna íkveikju.
Dómstóll taldi sannað að um
íkveikju væri að ræða en sýknaði
eigandann vegna ónógra sannana.
í átta tilfellum þar sem elds-
upptök eru ekki sönnuð, er um
grun um íkveikju að ræða. í þrem
tilfellum byggist sú niðurstaða
m.a. á rannsókn sérfróðra manna.
í fjórum tilfellum þar sem um
íkveikju var að ræða samkvæmt
framansögðu hafa verið gefnar út
ákærur á hendur þeim sem taldir
eru eiga sök á brununum.
Framangreind efnisatriði komu
fram í svari Jóns Helgasonar,
dómsmálaráðherra,
svari við fyrirspurn
Einarssonar (BJ), sem
fram á Alþingi í gær.
í skriflegu
Guðmundar
lagt var
70%, en eftirstöðvar hafa verið
innkallaðar á fyrri hluta þessa
árs.
Gert er ráð fyrir að verksmiðjan
nái á fjórum árum 70% mark-
aðshlutdeild innanlands. Breyt-
ingar hafa orðið á þeim forsendum
sem lagðar voru til grundvallar í
upphafi við arðsemisáætlanir:
Glerull hefur lækkað í verði,
raunvextir hækkað, og þróun
verðlags og gengis er óhagstæð.
Miðað við nýjar forsendur verður
arðsemi verksmiðjunnar viðun-
andi, eins og segir í skýrslu iðnað-
arráðherra, en sjóðsstreymi verð-
ur neikvætt fyrstu þrjú árin.
Þörungavinnslan hf.
Rekstrarhalli Þörungavinnsl-
unnar 1984 var rúmlega 21 milljón
kr. og eigið fé er neikvætt um 33,5
milljónir króna. Starfsmenn fyrir-
tækisins eru að jafnaði 30. í fyrr-
nefndri skýrslu kemur fram að
rekstrarhorfur eru allgóðar.
Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins
Heildarvelta Rannsóknastofn-
unar byggingariðnaðarins var 24,8
milljónir króna á seinasta ári, og
var að helmingi aflað með eigin
tekjum, en ríkissjóður lagði fram
50%.
Orkustofnun
Útgjöld Orkustofnunar 1984
voru rúmar 124 milljónir króna og
var hækkun milli ára 7,2%. A
sama tíma hækkaði vísitala vöru
og þjónustu um 30,3%. Sértekjur
stofnunarinnar voru um 50 millj-
ónir króna.
Nokkur samdráttur varð í
starfsmannahaldi Orkustofnunar
Vöruflutningar á sjó til varnarliðsins:
„Skulu vera frjálsir“
segir í frumvarpi Ellerts B. Schram
Flutningar á sjó á vörum til
varnarliðsins, öðrum en olíu og
hergögnum, skulu vera frjálsir. I
þeim efnum skal ekkert erlent
skipafélag njóta sérréttinda um-
fram íslenzk. Skal sú meginregla
gilda að kaupskipaútgerðir annizt
þessa flutninga með hliðsjón af
siglingatíöni þeirra, að því til-
skyldu að verð, greiðslukjör og
þjónusta einstakra útgerða séu
sambærileg.
Þetta eru efnisatriði úr fyrstu
grein frumvarps, sem Ellert B.
Schram (S) flytur, „um frjálsa
vöruflutninga á sjó vegna varna
íslands".
í annarri grein segir að utan-
ríkisráðuneytið „skuli gæta þess
að framangreindri meginreglu
sé fylgt“.
í greinargerð segir að frum-
varpið sé flutt vegna þess að
bandarískt skipafélag hefur haf-
ið reglubundnar siglingar til ís-
lands í skjóli bandarískra laga
frá 1904, sem áskilji bandarísk-
um skipum einkarétt til flutn-
inga fyrir varnarmálaráðuneyti
Bandaríkjanna. Slíkur einka-
réttur sé í ósamræmi við rétt-
arvitund íslenzku þjóðarinnar og
skerðing á hagsmunum hennar.
á árinu. Fastráðnir starfsmenn
unnu 90 ársverk, verkefnaráðnir
26 ársverk og sumarvinnufólk og
annað lausráðið starfsfólk vann 29
ársverk.
Iðntæknistofnun
íslands
Fjárveiting ríkisins til Iðn-
tæknistofnunar var 19,3 milljónir
króna, en eigin tekjur voru 15,2
m.kr. eða 47,4% af heildargjöld-
um. Starfsmenn stofnunarinnar í
árslok 1984 voru 50 og hafði fjölg-
að um fimm.
Útflutningsmiðstöð
iðnaðarins
Á árinu 1984 voru samþykkt lög
frá Alþingi um að Útflutnings-
miðstöð iðnaðarins fengi 2/7 af
iðnlánasjóðsgjaldi. Þessi tekju-
stofn, sem jafnframt var tekju-
auki, var notaður til að færa út
kvíarnar og opna fleiri skrifstofur
erlendis.
Framlag ríkissjóðs til Útflutn-
ingsmiðstöðvarinnar 1984 nam
tæpum 2,9 milljónum króna. Tap
var á rekstrinum, en eigið fé í
árslok var 662 þúsund krónur.
Iðnlánasjóður
Árið 1984 bárust Iðnlánasjóði
365 umsóknir um lán. Lánsbeiðnir
í krónum jukust um 50% og námu
739,1 m.kr., en afgreidd voru 276
lán að fjárhæð 352,5 m.kr. og var
aukning frá fyrra ári um 64%.
Framlag rikissjóðs til sjóðsins
var fellt niður sl. ár.
Iðnþróunarsjóður
Iðnþróunarsjóður samþykkti 59
lán að upphæð 304 milljónir
króna. Hagnaður sjóðsins var 90
milljónir króna og eigið fé í árslok
var um 790 m.kr.
Þróunarsjóður
lagmetisiðnaðarins
Heildartekjur Þróunarsjóðs lag-
metisiðnaðarins voru 7,3 milljónir
króna, rekstrarafgangur var 4,5
milljónir króna. Á árinu voru veitt
lán til verksmiðja og upphæð 2,7
m.kr. og styrkir til uppbyggingar í
verksmiðjum og til markaðsmála
námu um 4,2 milljónum króna.
Orkujöfnunarsjóður
Framlag ríkissjóðs til Orkujöfn-
unarsjóðs á síðasta ári var 211
milljónir króna. Verðjöfnunar-
gjald var 381 m.kr. og lántökur
sjóðsins urðu 202,7 milljónir
króna. Eigið fé Orkujöfnunarsjóðs
er neikvætt um 377,6 milljónir
króna.