Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐID. FOSTUDAGUR 31. MAÍ 1985 33 'utínr Málverkasýning í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum. GUÐGEIR Matthíasson frá Vina- minni í Vestmannaeyjum opnaði 30. maí málverkasýningu í Akógeshús- inu í Vestmannaeyjum. Sýningin er sölusýning og stendur yfir til sunnudagsins 2. júní nk. Opið verð- ur frá kl. 13 og til kl. 22 alla sýn- ingardagana en opnað verður kl. 20 á fimmtudagskvöldið. Á sýningu Guðgeirs verða 40 málverk sem öll eru unnin á síð- astliðnu einu og hálfu ári. Þetta eru landslagsmyndir og smásögu- myndir sem lýsa á sterkan og raunsæjan hátt þjóðarsálinni. Þetta verður í annað skipti sem Guðgeir sýnir í Akóges en hann hefur einnig verið með einkasýn- ingar á Reynistað í Eyjum og á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Þá hefur Guðgeir Matthíasson tekið þátt í þremur samsýningum með ýmsum öðrum listamönnum. — hkj. Umferðarfræðsla í Kópavogi LÖGREGLAN í Kópavogi gengst fyrir umferðarfræðslu meðal 5 og 6 ára barna í hænum. Fræðslan fer fram sem hér segir: 28. maí í Snælandsskóla kl. 9:30 og endurtekið kl. 11:00, Kópa- Göngudagur hjá Ferðafélaginu Á SUNNUDAG verður sjöundi „Göngudagur“ Ferðafélags ís- lands. Að venju hefur verið valin leið sem er brattalítil og tor- færulaus, svo að fólk á öllum aldri geti komið með og notið göngunnar. Ferðafélagið vill með þessum sérstaka göngudegi vekja athygli fólks á öllum öðr- um göngudögum félagsins sem eru á áætlun allt árið um kring á sunnudögum og öðrum frídög- um. Gengið verður í frá Hös- kuldarvöllum um Oddafell, í Sogaselsgíg og meðfram Trölladyngju að upphafsstað. Brottfarartímar eru kl. 10.30 og kl. 13.00 frá Umferðarmið- stöðinni austanmegin. Skóla- hljómsveit Mosfellsveitar leik- ur í upphafi göngu. (Úr rrétutilkyn'iingu.) Myndbönd og skólastarf vogsskóla kl. 13:30 og endurtekið kl. 15:00. 29. ' maí í Snælandsskóla og Kópavogsskóla á sama tíma og 28. maí. 30. maí í Kársnesskóla kl. 9:30 og endurtekið kl. 11:00, Digranes- skóla kl. 13:30 og endurtekið kl. 15:00. 31. maí í Kársnesskóla og Digranesskóla á sama tíma og 30. maí. Það skal tekið fram að fræðslan fer fram á tveimur dögum í hverj- um skóla. Gert er ráð fyrir, að börnin dvelji u.þ.b. eina klst. j skólanum hvorn dag. Hver kennslustund er tvíflutt í skólan- um og er börnunum frjáls að koma í hvorn tímann sem er. Veljið bæði skóla og tíma sem best hentar. Foreldrar eða forráðamenn barna eru velkomnir með börnunum Krétutilkynning. Kirkja Óháða safnaðarins Sýning og fyrirlestrar á vegum Námsgagnastofnunar Óhádi söfnuður- inn heldur fjöl- skylduskemmtun MYNDBÖND og skólastarf er yfirskrift sýningar og dagskrár sem Námsgagna- stofnun stendur fyrir með þátttöku Kennaraháskóla ís- lands, skólaþróunardeildar menntamálaráöuneytisins, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og fjölmargra fyrirtækja. Sýningin verður í húsi Kennara- háskólans við Stakkahlíð og hefst á morgun, laugardaginn 1. júní, og stendur til 4. júní. Opið verður alla dagana frá kl. 13.00 til kl. 18.00. Sýnt verður allt það helsta, sem á boðstólum er á þessu sviði m.a. myndbandstæki, upptökuvélar og sjónvarpstæki, auk myndbanda- efnis, sem hentar til notkunar i skólastarfi, eins og segir í frétta- tilkynningu frá Námsgagnastofn- un. í tengslum við sýninguna verður efnt til fyrirlestra, kynninga og stuttra námskeiða. Laugardaginn 1. júní kl. 10.00 til 12.00 verður dagskrá um stöðu og horfur í þessum málum. Þar flytja ávörp: Karl Jeppesen deildarstjóri í Námsgagnastofnun, sem fjallar um stöðuna í myndbandamálum stofnunarinnar. Markús Örn Ant- onsson útvarpsstjóri ræðir um fræðsluefni í sjónvarpi og mögu- leika á samstarfi við fræðsluyfir- völd. Hjörleifur Kvaran fram- Sumar- starf í Árbæjar- safni LAUGARDAGINN 1. júní bvrjar sumarstarfsemi Árbæjarsafns. I vet- ur hefur verið unnið að þvi að Ijúka viðgerð á Dillonshúsi, en hafist var handa við gagngerar endurbætur á því haustið 1981. Þar verða seldar veitingar í sumar eins og venja hefur verið. Safnið verður opið frá kl. 13.30 til kl. 18.00 alla daga nema mánu- daga. kvæmdastjóri lsfilm ræðir um möguleika á framleiðslu íslensks fræðsluefnis á myndböndum og loks mun dr. Jón Torfi Jónasson lýsa í stuttu máli námsefni, sem byggir á samtengingu myndbanda (mynddiska) og tölva. Sunnudaginn 2. júní kl. 11.00—12.30 flytur Karl Jeppesen erindi um val á myndbandstækj- um og búnaði. Kl. 14.00—16.00 sama dag verður kynnt dæmi úr nokkrum skólum um heimatilbúið efni á myndböndum. Mánudaginn 3. júní kl. 10.00—12.30 flytur Hrafn Gunn- laugsson kvikmyndagerðarmaður fyrirlestur, með dæmum af myndböndum, um myndmál og myndlestur. Þriðjudaginn 4. júní kl. 10.00—12.00 fjalla þær Jacqueline Friðriksdóttir og Sigurlín Sveinbjarnardóttir, námsstjórar í skólaþróunardeild menntamála- ráðuneytisins, um myndbönd sem hjálpartæki í tungumálakennslu. Allir fyrirlestrarnir verða í stofu 201 í húsi Kennaraháskól- ans. Kennurum og skólanefndar- mönnum utan Reykjavíkursvæðis- ins er bent á að Arnarflug og Flugleiðir veita 25% afslátt af fargjaldi, gegn framvísun skrif- legrar staðfestingar skólastjóra. Eins og áður sagði er sýningin opin dagana 1. til 4. júní kl. 13.00—18.00 daglega. Hún er öll- um opin og eru foreldrar hvattir til að skoða hana. Börn eru einnig velkomin í fylgd með fullorðnum, segir að lokum í fréttatilkynningu frá Námsgagnastofnun. ÓHÁÐI söfnuðurinn í Reykjavík gengst fyrir fjölskylduskemmtun í Menningarmiðstöðinni við Gerðu- berg á morgun, laugardaginn 1. júní, kl. 15.00. Tilgangur skemmt- unarinnar er að afla fjár til að standa straum af kostnaði við við- gerð og endurnýjun á kirkju safn- aðarins. Meðal þeirra sem koma fram á skemmtuninni eru ómar Ragn- arsson, Dúa Einarsdóttir söng- kona og jasshljómsveit Árna Elf- ars. Kynnir verður Bryndís Schram. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og kosta kr. 250 fyrir fullorðna, en kr. 100 fyrir börn, yngri en 12 ára. „Rokkárás" í Tónabæ í KVÖLD kl. 21.00 verða stórhljóm- leikar í Tónabæ og nefnast þeir „Rokkárás". Fram koma hljómsveit- irnar Drýsill, Fist og Gypsy, sem all- ar eru í fremstu röð rokkhljómsveita hérlendis um þessar mundir. í fréttatilkynningu frá aðstand- endum hljómleikanna segir að með þessum tónleikum og nafninu „Rokkárás", sem lesa má á tvo vegu, sé öðrum þræði verið að vekja athygli á lélegu tónlistarvali á rás 2. Telja þeir að rokktónlist.^ hafi þár borið skarðan hlut frá borði, þrátt fyrir háværar raddir um úrbætur. Forsala aðgöngumiða á hljóm- leikana verður í dag í hljómplötu- verslunum Karnabæjar í Austur- stræti og Fálkans á Laugavegi 24. Miðaverð er 250 krónur. Fræðslufund- ur hjá bóka- gerðarmönnum FÉLAG bókagerðarmanna heldur fræðslufund í húsi FÍP að Háaleit- isbraut nk. þriðjudag kl. 17.00. Ole Brinch mun fjalla um þróun og framtíð prentiðnaðarins með sér- stöku tilliti til tölvutækni. Karlakór Akureyrar leggur land undir fót KARLAKÓR Akureyrar syngur í Hlégarði, Selfossbíói og Hafnar- fjarðarkirkju nú um helgina. Fyrst syngur kórinn í Hlé- garði Mosfellssveit kl. 21.00 á föstudagskvöld, kl. 13.30 á laug- ardag í Selfossbíói og kl. 18.00 um kvöldið í Hafnarfjarðar- kirkju. Söngskráin er all fjölbreytt og á henni eru bæði erlend og inn- lend lög, m.a. nýtt lag eftir söng- stjórann Atla Guðlaugsson sem kórinn frumflytur. Þá er boðið upp á einsöng, tvísöng og einnig kemur fram tvöfaldur kvartett kórfélaga. Söngstjóri er eins og fyrr sagði Atli Guðlaugsson, og und- irleikari Antonía Ogonovsky.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.