Morgunblaðið - 31.05.1985, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐID. FOSTUDAGUR 31. MAÍ 1985
33
'utínr
Málverkasýning í
Vestmannaeyjum
Vestmannaeyjum.
GUÐGEIR Matthíasson frá Vina-
minni í Vestmannaeyjum opnaði 30.
maí málverkasýningu í Akógeshús-
inu í Vestmannaeyjum. Sýningin er
sölusýning og stendur yfir til
sunnudagsins 2. júní nk. Opið verð-
ur frá kl. 13 og til kl. 22 alla sýn-
ingardagana en opnað verður kl. 20
á fimmtudagskvöldið.
Á sýningu Guðgeirs verða 40
málverk sem öll eru unnin á síð-
astliðnu einu og hálfu ári. Þetta
eru landslagsmyndir og smásögu-
myndir sem lýsa á sterkan og
raunsæjan hátt þjóðarsálinni.
Þetta verður í annað skipti sem
Guðgeir sýnir í Akóges en hann
hefur einnig verið með einkasýn-
ingar á Reynistað í Eyjum og á
Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Þá
hefur Guðgeir Matthíasson tekið
þátt í þremur samsýningum með
ýmsum öðrum listamönnum.
— hkj.
Umferðarfræðsla í Kópavogi
LÖGREGLAN í Kópavogi gengst
fyrir umferðarfræðslu meðal 5 og 6
ára barna í hænum. Fræðslan fer
fram sem hér segir:
28. maí í Snælandsskóla kl. 9:30
og endurtekið kl. 11:00, Kópa-
Göngudagur
hjá
Ferðafélaginu
Á SUNNUDAG verður sjöundi
„Göngudagur“ Ferðafélags ís-
lands. Að venju hefur verið valin
leið sem er brattalítil og tor-
færulaus, svo að fólk á öllum
aldri geti komið með og notið
göngunnar. Ferðafélagið vill
með þessum sérstaka göngudegi
vekja athygli fólks á öllum öðr-
um göngudögum félagsins sem
eru á áætlun allt árið um kring á
sunnudögum og öðrum frídög-
um.
Gengið verður í frá Hös-
kuldarvöllum um Oddafell, í
Sogaselsgíg og meðfram
Trölladyngju að upphafsstað.
Brottfarartímar eru kl. 10.30
og kl. 13.00 frá Umferðarmið-
stöðinni austanmegin. Skóla-
hljómsveit Mosfellsveitar leik-
ur í upphafi göngu.
(Úr rrétutilkyn'iingu.)
Myndbönd og skólastarf
vogsskóla kl. 13:30 og endurtekið
kl. 15:00.
29. ' maí í Snælandsskóla og
Kópavogsskóla á sama tíma og 28.
maí.
30. maí í Kársnesskóla kl. 9:30
og endurtekið kl. 11:00, Digranes-
skóla kl. 13:30 og endurtekið kl.
15:00.
31. maí í Kársnesskóla og
Digranesskóla á sama tíma og 30.
maí.
Það skal tekið fram að fræðslan
fer fram á tveimur dögum í hverj-
um skóla. Gert er ráð fyrir, að
börnin dvelji u.þ.b. eina klst. j
skólanum hvorn dag. Hver
kennslustund er tvíflutt í skólan-
um og er börnunum frjáls að koma
í hvorn tímann sem er. Veljið bæði
skóla og tíma sem best hentar.
Foreldrar eða forráðamenn barna
eru velkomnir með börnunum
Krétutilkynning.
Kirkja Óháða safnaðarins
Sýning og fyrirlestrar á vegum Námsgagnastofnunar
Óhádi söfnuður-
inn heldur fjöl-
skylduskemmtun
MYNDBÖND og skólastarf
er yfirskrift sýningar og
dagskrár sem Námsgagna-
stofnun stendur fyrir með
þátttöku Kennaraháskóla ís-
lands, skólaþróunardeildar
menntamálaráöuneytisins,
íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur og fjölmargra
fyrirtækja.
Sýningin verður í húsi Kennara-
háskólans við Stakkahlíð og hefst
á morgun, laugardaginn 1. júní, og
stendur til 4. júní. Opið verður alla
dagana frá kl. 13.00 til kl. 18.00.
Sýnt verður allt það helsta, sem á
boðstólum er á þessu sviði m.a.
myndbandstæki, upptökuvélar og
sjónvarpstæki, auk myndbanda-
efnis, sem hentar til notkunar i
skólastarfi, eins og segir í frétta-
tilkynningu frá Námsgagnastofn-
un.
í tengslum við sýninguna verður
efnt til fyrirlestra, kynninga og
stuttra námskeiða.
Laugardaginn 1. júní kl. 10.00 til
12.00 verður dagskrá um stöðu og
horfur í þessum málum. Þar flytja
ávörp: Karl Jeppesen deildarstjóri
í Námsgagnastofnun, sem fjallar
um stöðuna í myndbandamálum
stofnunarinnar. Markús Örn Ant-
onsson útvarpsstjóri ræðir um
fræðsluefni í sjónvarpi og mögu-
leika á samstarfi við fræðsluyfir-
völd. Hjörleifur Kvaran fram-
Sumar-
starf í
Árbæjar-
safni
LAUGARDAGINN 1. júní bvrjar
sumarstarfsemi Árbæjarsafns. I vet-
ur hefur verið unnið að þvi að Ijúka
viðgerð á Dillonshúsi, en hafist var
handa við gagngerar endurbætur á
því haustið 1981. Þar verða seldar
veitingar í sumar eins og venja hefur
verið.
Safnið verður opið frá kl. 13.30
til kl. 18.00 alla daga nema mánu-
daga.
kvæmdastjóri lsfilm ræðir um
möguleika á framleiðslu íslensks
fræðsluefnis á myndböndum og
loks mun dr. Jón Torfi Jónasson
lýsa í stuttu máli námsefni, sem
byggir á samtengingu myndbanda
(mynddiska) og tölva.
Sunnudaginn 2. júní kl.
11.00—12.30 flytur Karl Jeppesen
erindi um val á myndbandstækj-
um og búnaði. Kl. 14.00—16.00
sama dag verður kynnt dæmi úr
nokkrum skólum um heimatilbúið
efni á myndböndum.
Mánudaginn 3. júní kl.
10.00—12.30 flytur Hrafn Gunn-
laugsson kvikmyndagerðarmaður
fyrirlestur, með dæmum af
myndböndum, um myndmál og
myndlestur.
Þriðjudaginn 4. júní kl.
10.00—12.00 fjalla þær Jacqueline
Friðriksdóttir og Sigurlín
Sveinbjarnardóttir, námsstjórar í
skólaþróunardeild menntamála-
ráðuneytisins, um myndbönd sem
hjálpartæki í tungumálakennslu.
Allir fyrirlestrarnir verða í
stofu 201 í húsi Kennaraháskól-
ans.
Kennurum og skólanefndar-
mönnum utan Reykjavíkursvæðis-
ins er bent á að Arnarflug og
Flugleiðir veita 25% afslátt af
fargjaldi, gegn framvísun skrif-
legrar staðfestingar skólastjóra.
Eins og áður sagði er sýningin
opin dagana 1. til 4. júní kl.
13.00—18.00 daglega. Hún er öll-
um opin og eru foreldrar hvattir
til að skoða hana. Börn eru einnig
velkomin í fylgd með fullorðnum,
segir að lokum í fréttatilkynningu
frá Námsgagnastofnun.
ÓHÁÐI söfnuðurinn í Reykjavík
gengst fyrir fjölskylduskemmtun í
Menningarmiðstöðinni við Gerðu-
berg á morgun, laugardaginn 1.
júní, kl. 15.00. Tilgangur skemmt-
unarinnar er að afla fjár til að
standa straum af kostnaði við við-
gerð og endurnýjun á kirkju safn-
aðarins.
Meðal þeirra sem koma fram á
skemmtuninni eru ómar Ragn-
arsson, Dúa Einarsdóttir söng-
kona og jasshljómsveit Árna Elf-
ars. Kynnir verður Bryndís
Schram.
Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn og kosta kr. 250 fyrir
fullorðna, en kr. 100 fyrir börn,
yngri en 12 ára.
„Rokkárás"
í Tónabæ
í KVÖLD kl. 21.00 verða stórhljóm-
leikar í Tónabæ og nefnast þeir
„Rokkárás". Fram koma hljómsveit-
irnar Drýsill, Fist og Gypsy, sem all-
ar eru í fremstu röð rokkhljómsveita
hérlendis um þessar mundir.
í fréttatilkynningu frá aðstand-
endum hljómleikanna segir að
með þessum tónleikum og nafninu
„Rokkárás", sem lesa má á tvo
vegu, sé öðrum þræði verið að
vekja athygli á lélegu tónlistarvali
á rás 2. Telja þeir að rokktónlist.^
hafi þár borið skarðan hlut frá
borði, þrátt fyrir háværar raddir
um úrbætur.
Forsala aðgöngumiða á hljóm-
leikana verður í dag í hljómplötu-
verslunum Karnabæjar í Austur-
stræti og Fálkans á Laugavegi 24.
Miðaverð er 250 krónur.
Fræðslufund-
ur hjá bóka-
gerðarmönnum
FÉLAG bókagerðarmanna heldur
fræðslufund í húsi FÍP að Háaleit-
isbraut nk. þriðjudag kl. 17.00. Ole
Brinch mun fjalla um þróun og
framtíð prentiðnaðarins með sér-
stöku tilliti til tölvutækni.
Karlakór Akureyrar leggur land undir fót
KARLAKÓR Akureyrar syngur í
Hlégarði, Selfossbíói og Hafnar-
fjarðarkirkju nú um helgina.
Fyrst syngur kórinn í Hlé-
garði Mosfellssveit kl. 21.00 á
föstudagskvöld, kl. 13.30 á laug-
ardag í Selfossbíói og kl. 18.00
um kvöldið í Hafnarfjarðar-
kirkju.
Söngskráin er all fjölbreytt og
á henni eru bæði erlend og inn-
lend lög, m.a. nýtt lag eftir söng-
stjórann Atla Guðlaugsson sem
kórinn frumflytur. Þá er boðið
upp á einsöng, tvísöng og einnig
kemur fram tvöfaldur kvartett
kórfélaga.
Söngstjóri er eins og fyrr
sagði Atli Guðlaugsson, og und-
irleikari Antonía Ogonovsky.