Morgunblaðið - 31.05.1985, Síða 4

Morgunblaðið - 31.05.1985, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAl 1985 (( Cuðmundur J. Guðmundsson formaður VMSÍ: „Það var aðeins samþykkt að fresta þessu máli „ÞAÐ var aöeins ein samþykkt gerð á þessum fundi, og það var tillaga fri mér, þess efnis að málið yrði ekki af- greitt fyrr en á formannafundi á morg- un, þar sem ég hafði lofað for- mannafundi því að það gæti enginn hnekkt ákvörðun formannaráðstefnu nema annar formannafundur," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formað- ur Verkamannasambands íslands, f samtali við blm. MbL.l ger. Guðmund- ur var spurður hvort hann liti þannig i að hann veri að missa undirtökin í VMSf, þar sem meirihluti fram- kvemdastjórnar sambandsins lýsti þeim vilja sínum i fundi sl. þriðjudag, að hefja nú þegar viðreður við Vinnu- veitendasamband fslands um samn- ingstilboð þess. Þetta var gert í blóra við vilja Guðmundar, sem er andvígur slíkum viðreðum, og hefur sagt að ekki sé til neins að reða við VSÍ um kjarabetur iður en samningar eru út- runnir. „Þessi tillaga mín var samþykkt," sagði Guðmundur, „um meirihluta eða minnihluta veit ég ekki. Það hef- ur oft komið til þess að menn hafa haft misjafna skoðun á ýmsu i stjórn Verkamannasambandsins og ekki gert það að blaðamáli. Kg mun halda mig við þá reglu sem hefur verið f heiðri höfð í stjórn Verkamanna- sambandsins, að þó að skoðana- ágreiningur ríki í einhverjum mál- um, þá sé það afgreitt innan sam- bandsins en ekki f dagblöðunum.“ „Loftbrú“ Útsýnar til Spánar og Portúgal í sumar TVÖ HUNDRUÐ og fimmtíu farþegar fóru í gær utan til Algarve í Portúgal og Costa del Sol á Spáni með DC-8 þotu frá Flugleiðum, sem Ferðaskrifstofan Útsýn hefur tekið á leigu. Mun slík ferð farin þriðja hvern fimmtudag í allt sumar fram í október. Samkvæmt upplýsingum Ingólfs Guðbrandssonar, forstjóra Útsýn- ar, hefur það ekki gerzt frá árinu 1978 að svo margir farþegar hafi farið í einu á vegum ferðaskrifstofunnar, en hvert sæti var skipað í þotunni, sem fór utan í gær. Sagði Ingólfur að með því að senda svo marga utan í einu væri unnt að halda flugkostnaðinum í lágmarki. Farþegarnir verða erlendis um 3ja vikna skeið, en flest sætin á þessari flugleið eru seld í sumar. Athugasemd Axels Gíslasonar framkvæmdastjóra skipadeildar SÍS: Rainbow Navigation hefur undirboðið flutninga ÁTVR Vextir af ríkis- skuldabréfum ekki lækkaðir segir Albert Guð- mundsson fjármála- ráðherra „VEXTIR af þeim ríkisskuldabréf- um sem gefin hafa verið út og eru í gildi, verða ekki lækkaðir,“ sagði Al- bert Guömundson fjármilaráðherra er blm. Mbl. spurði hann hvort fyrir- huguð væri vaxtalækkun á ríkis- skuldabréfum. Fjármálaráðherra sagði að ekki kæmi til greina að breyta þeim kjörum sem væru á bréfunum. Þau hefðu verið seld með ákveðnum kjörum og þau kjör yrðu í gildi út gildistíma bréfanna. „íslenskir umboðsmenn banda- ríska skipafélagsins Rainbow Nav- igation hafa að undanförnu haldið uppi vörnum í dagblöðum fyrir bandaríska félagið vegna fullyrð- inga um undirboð þess á flutning- um til fslands sem undirritaður hefur upplýst að fram færu í skjóli úreltra einokunarlaga í Bandaríkj- unum,“ segir m.a. í athugasemd sem borist hefur Morgunblaðinu frá Axel Gíslasyni framkvæmda- stjóra skipadeildar SÍS. Þar segir ennfremur: „Fullyrða umboðsaðilar, Gunnar Guðjóns- son sf., Hafnarstræti 5, Reykjavík, að Rainbow Navigation hafi aldrei undirboðið neina flutninga, hvorki til né frá fslandi og benda á að undirritaður hafi ekki nefnt nein- ar tölur eða staðreyndir máli sínu til stuðnings. Af þessu tilefni vill undirritaður ítreka fyrri ummæli sín um undir- boð Rainbow Navigation og vill í því sambandi nefna dæmi um flutninga á tóbaki frá Bandarikj- unum til Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins, en staðfest hefur verið af forstjóra ÁTVR að boðnar hafi verið vörur, fluttar með Rain- bow Navigation, á farmgjaldi sem er langt undir því er íslensku fé- lögin hafa skráð hjá FMC í Wash- ington (Federal Maritime Comm- issionj.í þessu sambandi skal tek- ið fram að þó svo að gerð hafi verið tilraun til að fela undirboðin með því að bjóða vörumar CIF í stað FOB áður, breytir það í engu þeirri staðreynd að Rainbow Nav- igation hefur í skjóli einokunar- aðstöðu hafið undirboð á flutning- um til íslands. Undirritaður stendur við þau orð sem áður hafa verið sögð um undirboð Rainbow Navigation og tilburði Gunnars Guðjónssonar sf. til að halda uppi vörnum fyrir um- bjóðendur sína, Rainbow Navigat- ion, verður væntanlega að líta á sem þekkingarleysi því vart verð- ur þeim ætlað að fara vísvitandi með rangt mál“. Flutningar Rainbow Navigation: Hafskip hf. hefur tapað um 80 millj. kr. á síðasta ári NÚ hefur bandaríska skipafélagið Rainbow Navigation Inc. séð um alla flutninga fyrir varnarliðið í rúmt ár. Morgunblaðið hafði samband við Ragnar Kjartansson forstjóra Hafskips og var hann spurður hvernig þessi breyting horfði við forsvarsmönnum fyrirtækisins. „Þegar við misstum þessa flutn- Fjármálaleg ráðgjöf á Suðumesjum: 99 Þjónustan ekki bundin við vanda húsbyggjenda“ Segir Sævar Reynisson, viðskiptafræðingur „VIÐ FÖRUM HÆGT í sakirnar. Höfum í byrjun opið tvo tíma í senn tvisvar í viku,“ sagði Sævar Reynisson, viðskiptafræðingur, sem veitir forstöðu skrifstofu, er annast fjármálalega ráðgjöf fyrir almenning á Suðurnesjum. „Garðar Garðarsson, lögfræðingur hér á Suðurnesjum, reifaði fyrstur hugmyndina að fjármálalegri ráðgjöf fyrir almenning. Honum blöskraði ríkjandi ástand og var orðinn þreyttur á að skrifa upp sófasett fólks. Hann átti frumkvæði að viðræðum við banka hér á Suður- nesjum, Lífeyrissjóð verkamanna og Verkalýðsfélagið í Keflavík. Rætt var við Jóhann Einvarðsson, aöstoðarmann tryggingaráðherra, og Hús- næðismálastofnun ríkisins bættist svo við. í framhaldi af þessum viðræð- um var svo ákveðið að reyna þetta. Ég óttast helst að menn telji að héðan verði peningum ausið í allar áttir, en það er alls ekki hugmyndin. Fólk getur komið hingað og fengið ráð til að freista þess að leysa fjárhagsleg vandamál sín. I samráði við banka getum við skuldbreytt lánum eða lengt lánstíma og bent fólki á lánamöguleika. En jafnframt legg ég áherslu á, að þjónustan er alls ekki bundin við vanda húsbyggjenda. Ég tel mikilvægt að fólk, sem hyggur á kaup á húsnæði, geti komið hingað og fengið holl ráð. Við yfirförum kauptilboð — metum útgjöld og hvort dæmiö hreinlega gangi upp, stuðlum að því að fólk meti kalt og yfirveg- að, hvort það geti klofið þær fjárhagslegu skuldbindingar, sem það tekst á hendur með kaupum á húsnæði. í viðræðum um stofnun ráð- gjafarþjónustunnar kom fram gagnrýni á fasteignasala; ýms- um sýnist að sumir þeirra rækti ekki þá skyldu sína að upplýsa fólk. Margir hafa því miður reist sér hurðarás um öxl, hafa fest kaup á húsnæði, þrátt fyrir óvÍ8su um að geta staðið í skil- um. Ég tel algengt að ungu fólki hafi um of verið att út í kaup á húsnæði. Foreldrar jafnvel sagt: Jú, þetta gátum við þegar við vorum ung. Á undanförnum misserum hefur kaupmáttur launa minnkað. Fólk hefur þurft að standa skil á hávaxtalánum, sem hefur reynst mörgum ofviða." — Hvernig skiptist kostnaður við rekstur skrifstofunnar? „Bankarnir og verkalýðsfélag- ið skipta með sér kostnaði. Verkalýðsfélagið leggur fram húsnæði og aðstöðu, síma og fleira. Fólk getur snúið sér til félagsins og pantað tíma, en ég legg áherzlu á að þetta er öllum opið og án endurgjalds. Húsnæð- ismálastofnun leggur fram tölvuforrit til að gera greiðslu- áætlanir. Samningurinn er til sex mán- aða. Að þeim tíma liðnum tökum Morgunblaðið/Einar Falur Sævar Reynisson, viðskiptafræð- ingur, forstöðumaður fjármálalegr- ar ráðgjafaþjónustu á Suðurnesj- við afstöðu til framhaldsins; metum reynsluna af þessari til- raun,“ sagði Sævar Reynisson. inga fyrir rúmu ári, eftir að hafa annast þá að hluta til í mörg ár, urðum við að sjálfsögðu fyrir miklu tekjutapi," sagði Ragnar Kjartansson. „Nettótap á síðast- liðnu ári, sem rekja má til þessar- ar breytingar, nam um 80 milljón- um króna. Við höfum haft þá trú að islensk stjórnvöld væru að fást við málið og verið vongóðir um að það yrði leitt til lykta. Við erum enn þeirr- ar skoðunar og teljum líkur á að afgerandi hreyfing verði á málinu á næstu vikum," sagði Ragnar. Vinsældalisti rasar 2: Duran Duran í fyrsta sæti VINSÆLDALISTI rásar 2 er sem hér segir þessa vikuna: 1. (1) A View to a Kill/Duran Duran. 2. (2) Axel F./Harold Falter- meyer. 3. (3) 19/Paul Hardcastle. 4. (10) Just a Gigolo-Ain’t got Nobody/David Lee Roth. 5. (17) Clouds Across the Moon/ Rah Band. 6. (19) Lover Come Back to Me/ Dead or Alive. 7. (6) The Beast in Me/Bonnie Pointer. 8. (8) The Unforgettable Fire/U2. 9. (7) Some Like it Hot/The Power Station. 10. (5) Kiss Me (With Your Mouth)/Stephen „Tintin" Duffy.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.