Morgunblaðið - 31.05.1985, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 31.05.1985, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAl 1985 ÍSLANDSMEISTARI í HÁRGREIÐSLU 1985 DÓRÓTHEA MAGNÚSDÓTTIR, PAPILLU Gefur manni aukið sjálfs- traust Þetta gefur manni aukið sjálfs- traust, sagði Eiríkur Þorsteins- son er blm. spyrði hvort það breytti einhverju að verða íslandsmeistari. — Hefurðu verið þátttakandi í slíkri keppni áður? — Já, þetta er í þriðj^ skipti sem ég reyni við íslandsmeistaratitilinn. Fyrst var það 1975 er keppni þessi var fyrst haldin og síðan ’83. Reyndar nældi ég mér þá í silfrið fyrir blástur. Um haustið fór ég á Norðurlandamót- ið og það gekk bærilega. — Mikill undirbúningur fyrir keppnina? — Það er óhætt að segja það. Ég æfði mig síðustu mánuðina fyrir keppnina ekki sjaldnar en tvisvar í viku. Það kallast nú ekki mikið ef hárskerar erlendis eru teknir sem dæmi. Víða æfa þeir a.m.k. tvisvar til þrisvar í viku hálft ár fyrir keppni. Ég notaði þrjú nmodel“ til skiptis við æfingar. — Hefur keppnin breyst mikið síð- an fyrst? — Mikil ósköp. Kröfurnar eru allt aðrar og meiri. Það er þó alltaf gam- an að taka þátt í þessu og þetta eykur áhugann á starfinu. — Stefnirðu á keppni erlendis? — Já, maður stefnir á Norður- landamótið og síðan veltur allt á hvernig manni tekst þar til. Þess má geta að Danir voru í ööru sæti í hár- skurði í heimsmeistarakeppninni í fyrra, þannig að við keppum við menn á heimsmælikvarða. Sat í þurrku í þrjá og hálfan dag Við byrjuðum þrjár að æfa okkur í febrúar, ég, Guð- finna Jóhannsdóttir og Helga Bjarnadóttir. Að meðaltali höf- um við hist svona einu sinni í viku og auk þess að vera góð æf- ing þá varð þetta skemmtilegur félagsskapur. Við vorum mjög ánægðar að sjá að einhver ár- angur skilaði sér því allar lent- um við einhvers staðar í fimm efstu sætunum. Þegar við fórum að athuga hve miklum tíma „módelið" mitt hafði eytt í hárþurrku þennan æfingatíma fengum við út þrjá og hálfan dag. Var ekkert erfitt að fá sjálf- boðaliða til að æfa sig á? — Nei sú sem var valin besta „módelið" þetta kvöld var Jón- heiður Steindórsdóttir sem var mitt „módel" og er nemandi hérna á stofunni hjá mér. Hún hefur mikinn áhuga á því sem ég var að gera og fer náttúrulega út með mér á Norðurlandamótið. Hún varð að vísu að fórna sínum „stíl“ og fórna tíma en þetta lagði hún á sig fyrir málstaðinn. — Nú var hárgreiðslusætan þín klædd mjög sérstaklega. — Já, Jórunn Karlsdóttir hannaði og saumaði á Jónheiði þrjá mismunandi klæðnaði úr sama efni sem ég keypti sér- staklega fyrir tilefnið í London. Annars voru öll módelin mjög fagmannleg bæði í framkomu og útliti að' áliti flestra. Margar okkar fengu Heiðar Jónsson til að kenna „módelunum" stell- ingar og að koma fram. — Hefurðu tekið þátt í svona keppni áður? — Já einu sinni í nemakeppni í hárskurði og þar lenti ég í fyrsta sæti. Það var svo fyrir tveimur árum að ég var þátttak- andi í íslandsmeistaramóti og lenti þá í áttunda sæti. Ég var mjög illa undirbúin þá og kunni ekki eins til verka þannig að núna var ég staðráðin í að reyna aftur. Þetta er líka allt að breytast svo með þessa keppni. Nú er þetta farið að verða svo spenn- andi, þ.e. við eigum þess kost í fyrsta skipti að taka þátt í Evr- ópumeistaramóti og í heims- meistaramóti auk Norðurlanda- mótsins. Þetta virkar mjög hvetjandi og ýtir undir það að maður leggi eitthvað á sig. Þú stefnir þá líklega út í sumar? — A.m.k. á Norðurlandamótið, sem verður í lok ágúst. Maður er auðvitað spenntur fyrir hinum líka en þetta kemur bara í ljós. íslandsmeistarakeppni í hárgreiðslu og hárskurði er haidin hérlendis annaöhvert ár og nýlega fór hún fram á Broadway. Eiríkur Þorsteinsson varð ís- iandsmeistari í hárskurði 1985 en Doróthea Magn- úsdóttir í hárgreiðslu. ÍSLANDSMEISTARI í HÁRSKURÐI 1985 EIRÍKUR ÞORSTEINSSON, GREIFANUM Eiríkur Þorsteinsson að vinna við „módel“ sitt Rúnar Harðarson. Blástur og klipping ■k f Galagreiðsla Dórótheu en módelið hennar, sem var valið besta „módel“ kvölds- ins hjá dömunum, er Jón- fríður, nemandi Dórótheu. Dóróthea Magnúsdóttir að vinna að daggreiðslu. íslandsmeistari í hárskurði 1985, Eiríkur Þorsteinsson, Greifanum. Rúnar Harðarson nýklippt- ur ... en hann var valinn besta módel kvöldsins hjá herrunum. fclk í fréttum Spjallað við íslandsmeistarana í hárskurði og hárgreiðslu íslandsmeistari í hár- greiðslu 1985, Dóróthea Magnúsdóttir, Papillu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.