Morgunblaðið - 31.05.1985, Page 5

Morgunblaðið - 31.05.1985, Page 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAl 1985 Selfoss: 857 bæjar- búar styðja bæjarstjóra Selfosa, 29. maí. f DAG var forseta bæjarstjórnar, Óla Þ. Guðbjartssyni, og formanni bæjar- ráðs, Ingva Ebenhardssyni, afhent mappa sem innihélt traustsyfirlýsingu við Stefán Ómar Jónsson, bæjarstjóra, sem undirrituð var af 857 bæjarbúum. Það voru 857 atkvæðisbærir bæj- arbúar sem undirrituðu svohljóð- andi áskorun til bæjarstjórnar Sel- foss: „Við undirritaðir atkvæðisbærir íbúar Selfosskaupstaðar lýsum yfir fyllsta trausti við bæjarstjóra Sel- fosskaupstaðar, Stefán Ómar Jóns- Páll Jónsson fyrrver- andi bókavörður látinn Þess vegna gerum við þá kröfu til fulltrúa okkar f bæjarstjórn, að þeir geri nú þegar þær ráðstafanir sem megi veröa til þess að bæjarfélagið fái áfram notið starfskrafta hans.“ Þessi áskorun afhentu Guðjón Eg- ilsson og Gunnþór Gíslason forseta bæjarstjórnar og formanni bæjar- ráðs á skrifstofu bæjarins og óskuðu þess að hún yrði færð til bókar á næsta bæjarstjórnarfundi. Eins og áður hefur komið fram i Mbl., hefur Stefán Ómar Jónsson bæjarstjóri sagt starfi sinu lausu vegna samstarfsörðugleika við veitu- stjóra bæjarins. Slg. JÓHH. PÁLL JÓNSSON fyrrverandi bóka- vörður er látinn. Páll fæddist í Lundum í Stafholts- tungum þann 20. júní 1909. Foreidrar hans voru hjónin Jón Gunnarsson og Ingigerður Kristjánsdóttir. Páll fluttist til Reykjavikur er hann var unglingur og stundaði þar verslunarstörf. Hann stundaði nám í Þýskalandi og Sviss árið 1936. A árunum 1941—1953 var hann auglýsingastjóri dagblaðsins Vfsis. Þá var Páll ráðinn bókavörður í Borgarbókasafni Reykjavíkur og gegndi því starfi til 1980. Hann var einn af stofnendum Bandalags ísienskra farfugla og sat lengi í stjórn félagsins. Hann átti einnig sæti í stjórn Ferðafélags ís- iands frá 1947 og var kjörinn heið- ursfélagi þess 1980. Páll var ritstjóri Árbókar FÍ frá 1968. Páll fékkst mikið við ljósmyndun og hafa myndir hans birst í árbókum Ferðafélagsins og ýmsum blöðum og Páll Jónsson tímaritum. Auk þess hafði Páll um- sjón með útgáfu myndabóka. Páll var ókvæntur og barnlaus. Björn Bergmann kennari látinn Álftirnar hraktar úr hólmanum sínum ÁLFTAPAR sem hafði gert sér hreiður í hólma í Elliðaánum, hefur verið hrakið frá hreiðri sínum og eggjunum stolið. Fólk óð út í hólmann og hestamenn fóru á hestum sínum til þess að skoða hreiðrið. Álftirnar reyndu að verja hólmann sinn og nokkrum sinnum hringdi fólk í nágrenninu til lögreglu, sem brást vel við og stuggaði við forvitnum og tillitslausum vegfarendum. En nú hefur hreiðrið verið rænt og álftirnar hraktar í burtu. Nokkur undanfarin ár höfðu þær verpt í hólmanum og ævinlega komið upp ungum, frá þremur upp í fimm. BJÖRN BERGMANN kennari er lát- inn. Björn fæddist þann 24. maí 1910 á Marðarnúpi í Vatnsdz.1. Foreldrar hans voru Jónas Bergmann bóndi og smiður og Guðrún Krístín Guðmundsdóttir. Björn nam við Héraðskólann að Laugum 1932—1934. Hann tók kenn- arapróf 1936 og kenndi síðan f Skútustaðahreppi i Suður-Þingeyj- arsýslu 1936—1939, í Svfnavatns- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu 1941—1942 og við barnaskólann á Blönduósi frá 1942 þar til hann hætti kennslu fyrir nokkrum árum fyrir aldurs sakir. Björn bjó lengst af á Blönduósi, en eftir að hann hætti störfum átti hann heima á öxl og Leysingjastöð- um i Þingi. Björn var í stjórn Ungmennafé- lagsins Hvatar á Blönduósi i 3 ár. Hann sat á náttúruverndarþingi frá upphafi og var mikill náttúruskoð- andi. í fjölda ára var hann fréttaritari Morgunblaðsins. Björn tók fjöldann allan af ljósmyndum, m.a af flestum bæjum í Austur-Húnavatnssýslu. Hann var ókvæntur og barnlaus. Björn Bergmann SJÓMANNADAGSHÓF ISULNASAL sunnudag 2. júní Hófið hefst með borðhaidi kl. 19.30 Matseðill Rjómalöguð kjúklingasúpa Nautahryggur m. villisveppasósu Mokkaís með kalúha-sósu * Magnús og Finnbogi spila létta tónlist meðan borðhald stendur yfir. -K Hin frábæra Carol Nielsen syngur lög úr þekktum söngleikjum ma. CATS -K Hinn óborganlegi Ómar Ragnarsson skemmtir af sinni alkunnu snilld. ■K Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi. Borðapantanir og miðasala í anddyri Súlnasalar frá kl. 17-19 fimmtudag, föstudag og laugardag, eða í síma 20221. (Tilvalið fyrir sjómenn á hafi úti að notfæra sér símaþjónustuna). Dansað til kl. 2. Miðaverð með mat kr. 1200. Verð kr. 350 fyrir aðra en matargesti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.