Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR T5.'J0NÍ >985 17 Hesta- og veiðiferðir á Arnarvatnsheiði HESTA- og veiðiferðir Arinbjörns Jóhannssonar um Arnarvatnsheiði verða farnar sjöunda árið í röð í sumar. Þrjár sjö daga ferðir verða farnar að Arnarvatni og rótum Lang- jökuls og haldið til í gangnamanna- kofa við Strípalón skammt norðan Arnarvatns og aðrar þrjár níu daga . v . . T". ... 72S <r * komið við í Surtshelli og ferða- langarnir geta skolað af sér ferða- rykið í heitum náttúrupollum. í kynningarpésa Arinbjarnar er þess getið, að til að geta tekið þátt í Arnarvatnsheiðaferðunum sé æskilegt að kunna að fara með hest, vera til í ævintýri og að kasta frá sér munaðarlífi, vera fær um að taka því, sem að hönd- um ber og geta tekið „virkan þátt í afslöppuninni“. Kostnaður við hverja ferð er 2.000 krónur á dag og er þá inni- falið matur, hestar, veiðarfæri og viðlegubúnaður, en ferðalangarnir koma sér sjálfir að Laugarbakka í Miðfirði og þaðan aftur. maskinhuset leo medseno/s TOZ járnsmíðavélar Fbrstjóri Maskinhuset Leo Madsen A/S, Axel Nordahl, verdur á Hótel Sögu (sími 29900) hrrbergi 611, og erþar til vidtals 16., 17. og 18.júní nk. frá kl. 2—6 e. h. alla dagana. Allar nánari upplýsingar veitir Vélsmiðjan FAXI hf. Skemmuvegi 34 Kópavogi. Sími 76633. Morgunblaöið/Emilía Þeysireið á Arnarvatsheiði í hesta- og veiðiferð með Arinbirni Jó- hannssyni fyrir fáum árum. ferðir verða farnar að Húsafelli. Lagt er upp í allar ferðirnar frá Brekkulæk í Miðfirði, þar sem Ar- inbjörn hefur aðsetur á sumrin. Sex til átta manns taka þátt í hverri ferð. Farnar eru misjafn- lega langar dagleiðir á hestbaki en þess á milli er tímanum varið til gönguferða, silungsveiða í vötnum og náttúruskoðunar. Fyrsta ferðin verður farin 26. júní næstkomandi og úr hinni síð- ustu verður komið 26. ágúst. Á leiðinni í Húsafell verður m.a. Deildir dagvistar- heimila borg- arinnar verði fullmannaðar Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi: „Fundur forstöðumanna dag- vistarheimila Reykjavíkurborgar haldinn þ. 12.6. 1985 á Grettisgötu 89, lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þess ófremdarástands sem skapast hefur á dagvistarheimil- um borgarinnar, vegna skorts á fóstrum og ófaglærðu starfsfólki. Ef ástandið verður óbreytt í haust og ekki tekst að fá fóstrur og hæft starfsfólk til starfa, og fullmanna deildir dagvistarheim- ila, sjá forstöðumenn ekki aðra leið færa en að loka þeim deildum, enda treysta forstöðumenn sér ekki til að ábyrgjast lengur ríkj- andi ástand gagnvart börnunum. Fundurinn skorar því á borgar- yfirvöld að taka ákvörðun um leið- ir til úrbóta, m.a. varðandi launa- kjör starfsfólks nú þegar.“ Flugleiðir bjóða dags- ferðir til Kulusuk á Grænlandi FLUGLEIÐIR bjóða upp á dagsferð- ir til Kuiusuk á Grænlandi frá og með nk. mánudegi, 17. júní. Flogið verður frá Reykjavík kl. 11.30 á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum og lent í Kulusuk tæpum tveimur tímum síðar. Þar er síðan dvalið fram eftir degi, eða til kl. 17.45. Þá er flogið frá Kulusuk og lent í Reykjavík kl. 19.30. Fararstjóri verður með í ferðunum. Ferðin til Kulusuk kostar um 10.000 krónur. laugardag frá kl. 13 til 17 Viö kynnum fjóra OPEL bíla á bílasýning- unni í BÍLVANGSSALNUM á laugar- daginn: OPEL KAPETT, sem valinn hefur veriö sem bíll ársins 1985, OPEL ASCONA, sem fullnægir flestum kröfum bílaáhugamannsins, OPEL WEKOBIX bílinn sem sker sig hvarvetna úr, og OPEL COBSA, smábílinn sem allir falla fyrir OPEL bílarnir eru samnefnari þess besta í þýskri hðnnun. Traustir og liprir í akstri og einstaklega þægilegir fyrir ökumann og farþega. Þú kynnist þessum bílum á Opelsýning- unni aö Höföabakka 9. Ef þú átt góöan notaöan bíl erum viö vísir til aö vilja kippa honum upp í einn nýjan og spegilgjjáandi OPEL, til aö auövelda þér viöskiptin. Greiösluskilmálarnir hjá okkur eru líka sveigjanlegri en gengur og gerist. BiLVANGURsfr HÖFÐABAKKA 9 SÍMJ 687300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.