Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 37
MORQUNBLADjP. LAUGARDAGIJS 15.,JttNf. 1985 37 Athugasemd um laxveiðispár — eftir Björn Jóhannesson Það kann að vera álitamál hvort laxveiðispár séu ákjósanlegar. T.d. geta svartsýnisspár haft áhrif á sólu sportveiðileyfa og jafnvel á sálarástand stangveiðimanna. En gerist menn á annað borð spá- menn og þetta á einkum við um fiskifræðinga sem eðlilegt er að almenningur treysti, þá er sann- gjarnt að krefjast þess að þeir sneiði hjá rökleysum. En að mínu mati vill svo óheppilega til að fleirum en einum laxasérfræðingi í opinberri þjónustu hefur nýlega orðið á glappaskot í þessu sam- bandi. Þeir hafa feilreiknað sig um eitt ár svo sem nú skai greina. Til þess að laxaseiði silfrist á til- teknu vori eða sumri og gangi til sjávar, þarf það að hafa náð lág- marksstsrð, svokallaðri göngu- stærö, (10—11 sm) haustið áður. Minni seiði dveljast áfram í ánni og þau sem að haustinu ná göngu- stærð hverfa ekki þaðan á haf út fyrr en næsta sumar, jafnt þótt vaxtarskilyrði í ánni hafi verið hin ákjósanlegustu á sumrinu. Að öðru jðfnu ná færri seiði göngu- stærð á tilteknu sumri ef kalt er í ári og vaxtarskilyrði óhagstæð. Þessi einföldu atriði eru mergur- inn málsins. Að öðru jöfnu hafa því tiltölu- lega fá iaxaseiði náð góngustærð kalda sumarið 1983, og þar af leið- andi voru tiltölulega fá seiði þess búin að ganga til sjávar vorið eða sumarið 1984 (vegna hagstæðs tíð- arfars munu þau að vísu hafa gengið óvenju snemma úr ánum). „Vænta má lélegrar smálaxagöngu 1985 og sömuleiðis slakrar stór- laxagóngu sumarið 1986." Af því leiðir svo, að vænta má lé- legrar smálaxagöngu 1985 og sömu- leiðis slakrar stórlaxagöngu sumarið 1986. Önnur áhrif kalda sumarsins 1983 voru þau að þá hurfu laxa- seiði óvenju síðla sumars til hafs. Þetta hefur stytt vaxtartímabilið í hafinu, enda var smálax óvenju smávaxinn sumarið 1984. Finnur Garðarsson, fiskifræð- ingur hjá Veiðimálastofnun, tekur fram í viðtali við Morgunblaðið frá 8. júní, að „mælingar sem við höfum gert benda til þess að víða hafi mikið af seiðum gengið til sjávar" sumarið 1984. Eg kemst ekki hjá því að vefengja þessa staðhæfingu. Ámóta ranga tel ég spá hans um að „smálaxagöngur muni verða sterkar" á þessu sumri. Finnur er einfaldlega einu ári á „undan áætlun" með sínar spár. Loks skal þess getið, að fram- angreindar bollaleggingar eiga ekki við um laxagöngur sem grundvallast á seiðum sem sleppt er frá hafbeitarstöðvum, þar sem fjöldi, stærð og hreysti slikra seiða eru óháð islensku veðurfari. Ilöfundur er rerkfrteðingar og starfadi um irabil njá Þróunar- stofnun SÞíNew York. Doktor í verkfræði GRÉTAR Tryggvason lauk nýlega doktorsprófi í verkfraeði frá Brown Hniversity á Rhode Island í Banda- ríkjunum. Grétar er fæddur 2. febrúar 1956, sonur hjónanna Tryggva Stefáns- sonar bónda á Skrauthólum á Kjal- arnesi og Sigríðar Arnfinnsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af eðlisfræðibraut árið 1975 eftir þriggja ára nám. Haustið 1976 hóf hann nám í vélaverkfræði við Há- skóla Islands og lauk prófi þaðan 1980. Síðastliðin fimm ár hefur hann verið við nám í Bandaríkjun- um. Grétar skrifaði ritgerð til loka- prófs og ber hún nafnið „Numerical studies of flows with sharp inter- faces". Dr. Grétar Tryggvason Eiginkona Grétars er Elfa Jóns- dóttir handavinnukennari og eiga þau tvö börn. ...plús fólkið og fjöriö á Bifröst! Nú er aldeilis upplagt að njóta pess sem Hótel Bifrðst hefur uppó að bjóða - allar veitingar; góðan mat, meðlœti og drykki í sérflokki. Goð aðstaða fyrir hópa, hópafsláttur. Skemmtileg afpreyingar- og afslöppunaraðstaða, auk vandaðrar gistingar - og síðast en ekki síst er náttúrufegurðin hjá okkur alveg einstök! HótelBifrost Borgarfiröi. Sími 93-5000. SSJPPippp??^^^ Vorhappdrættí SjáJfstæðisflokksins Dregid í dag Opið frá kl. 10 Vinsamlega geriö skil á heimsendum miöum. Af- greiöslan er í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Sími 82900. Sjálfstæðisflokkurinn. Sækjum — sendum :^&W^As4W->Vj:»i»«rt -.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.