Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNl 1965 KísilmálmvJnnslan: RTZ Metals segir af eða á á næstu vikum MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Stóriðjunefnd: „Dagana 10,—13. júní dvöldust hér á landi fulltrúar frá breska fyrirtækinu Rio Tinto Zinc Metals. Tilgangur komunnar til íslands var aö kanna möguleika á eignar- þátttöku RTZ Metals í Kísilmálm- vinnslunni á Reyðarfirði. Fundir voru haldnir með viðræðunefnd Iðnaðarráðuneytisins um þátttöku erlendra aðila í fyrirtækinu, svo og með ráðgjafarverkfræðingum, sem unnið hafa að áætlunum um byggingu og rekstur. Ennfremur fóru fulltrúar RTZ Metals til Reyðarfjarðar til að kynna sér að- stæður þar. Auk þess áttu full- trúar fyrirtækisins stuttan fund með iðnaðarráðherra. Ofangreind- ir fundir voru fyrst og fremst í þeim tilgangi að kynna RTZ Met- als sem best allar áætlanir um Kísilmálmvinnsluna. RTZ Metals mun nú á næstu vikum vinna úr þeim upplýsingum sem þeir hafa aflað hér og munu innan nokkurra vikna skýra íslenskum stjórnvöld- um frá því, hvort þeir óski að ganga til samningaviðræðna við íslensk stjórnvöld um þátttöku í fyrirtækinu." Þorkell Fri vinstri Ingi V. Jóhannsson, frá Húsnæðisstofnun ríkisins, Jókann Einvarðsson, aðstoðarmaður raðherra, Stefin ólafsson, lektor Félagsvísindadeild Háskólans, Alexander Stefánsson. félagsmálaraðherra, Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, Jón Rúnar Sveinsson, fri Húsnæðisstofnun rflusins, og Friðrik Jónsson, fri Félagsvísindadeild Hiskólans. Norrænir ónæmisfræðingar þinga í Reykjavík: Sýning Elíasar 22. júní í þættinum „Hvað er að ger- ast um helgina" í föstudagsblaði Morgunblaðsins í gær urðu þau mistök, að sagt var að sýning Elíasar B. Halldórssonar í vest- ursal Kjarvalsstaða hæfist í dag. Hið rétta er, að sýningin verður opnuð laugardaginn 22. júní nk. Morgunblaðið biðst afsökunar i þessum mistökum. Nýlíftækni veldur straumhvörf- um í heilbrigðisþjónustunni NÚ STENDUR yfir í Menntaskólanum við Hamrahlíð í Reykjavík, 16. ársþing norrænna ónæmisfræðinga og það fyrsta sem haldið er hérlendis. f tengslum við þingið er haldið þriggja daga námskeið um sameindaerfðafræði og ónæmisfræði en þær mynda í sameiningu burðaris svokallaðrar „nýlíf- tækni", eins og segir í fréttatilkynningu fri undirbúningsnefnd riðstefnunn- ar. í samtali við Helga Valdimars- son prófessor, sem sæti á í undir- búningsnefndinni, kom fram að margir telja að nýliftæknin sé í þann veginn að valda straum- hvörfum á ýmsum sviðum heil- brigðisþjónustunnar. Nefndi hann sem dæmi, að nú þegar sé hægt að koma í veg fyrir alvarlegar bækl- anir vegna erfðagalla, með þvi að greina gallana i fóstri á fyrstu vikum meðgöngu, eða í foreldrun- um og í náinni framtíð verði vænt- anlega unnt að koma í veg fyrir slíka sjúkdóma að mestu leyti. Einnig kom fram hjá Helga að þessi tækni eykur mjög verulega skilning manna á eðli sjúkdóma eins og krabbameins, hjarta- og æðasjúkdóma, ofnæmis og liða- gigtar. Sagði hann að menn teldu nú litlar líkur á að þessi tækni muni í náinni framtíð efla svo skilning manna á orsökum og eðli þessara sjúkdóma, að það valdi viðlíka byltingu í baráttunni við þá, eins og bakteríurannsóknir ollu í baráttunni við smitsjúk- dóma um siðustu aldamót. Sem dæmi um árangur af rann- sóknum á sviði nýlíftækni nefndi Helgi að skyldleiki veirunnar, sem veldur alnæmi (AIDS) annars veg- » ¦¦¦HHMH|: mmmmwg—mwgmam* S^£-t^mm\J ^ &: ''EHCí'-' ¦ :i'i::; :,,: i '!iM'if:,|?SfiH ""** - ^ « w Ws fT % T wmm ¦r # ^jé. \\\ ' L -^naV '*m+ "^m^m^Tmm- nHÍlShS^nV. 1 nlll^J ^A^V* *~ ar og hinsvegar veirunnar sem veldur visnu í sauðfé, hafi upp- götvast með þessum aðferðum, en þessi uppgötvun auki mjög skiln- ing manna á báðum þessum sjúk- dómum. Þetta dæmi sé þekktast meðal almennings, en mörg fleiri megi nefna. Fram kom hjá Helga Valdi- marssyni og öðrum úr undirbún- ingsnefndinni, sem rætt var við í gær, að þróun þessara mála er óhemju hröð um þessar mundir og því erfitt fyrir litla þjóð að fylgj- ast með og hafi því verið efnt til þessa námskeiðs, sem mun vera hið fyrsta sinnar tegundar á Norð- urlöndum. Fjöldi fyrirlesara er á námskeiðinu, þeirra á meðal ýms- ir af fremstu vísindamönnum á þessu sviði, víða að úr heiminum. Þátttakendur eru alls um 300, þar af 70 Islendingar. Áformað er að gefa alla fyrirlestrana út á bók. Ráðstefnunni lýkur á sunnudag. Fri þingi norrænna óncmisfræðinga í Menntaskólanum við Hamrahlíð, þar sem einkum er rætt um möguleika þi sem felast í hinni s.k. „nýlíftækni". Félagsmálaráðuneytið og Húsnæðisstofnun ríkisins: Könnun gerð á hús- næðisþörf ungs fólks ÁKVEÐIÐ hefur verið að tilhhitan Húsnæðisstofnunar ríkisins og félags- milariðuneytisins að kanna húsnæðismál ungs fólks hér i landi. Sendur hefur verið út spurningalisti til 1000 einstaklinga á aldrinum 18—29 ira og þeir beðnir um að svara spurningum er varða viðhorf til þeirra valkosta, sem bjóðast í húsnæðismilum. Félagsvísindastofnun Háskóla fslands mun sjá um framkvæmd þessarar rannsóknar og hafa starfsmenn hennar útbúið spurn- ingalistann. Þeir munu síðan sjá um að vinna úr þeim gögnum sem berast. Vonast er til að sem flestir taki þátt í þessari könnun og sendi inn svörin hið fyrsta en stefnt er að því að niðurstoður liggi fyrir í haust. Að sögn Alexanders Stefánsson- ar, félagsmálaráðherra, hefur könnun sem þessi ekki verið gerð hér á landi áður og því ekkert vitað um húsnæðisþarfir ungs fólks. Niðurstöður könnunarinnar með þeim upplýsingum sem þar fengj- ust væru mjog nauðsynlegar ekki sist þegar verið væri að marka framtíðarstefnu í húsnæðismálum. Á fundi með fréttamönnum kom einnig fram að um 70% þeirra sem sækja um lán til Húsnæðisstofnun- ar ríkisins væru á aldrinum 18 til 29 ára og að árið 1980 voru 46% landsmanna undir 25 ára aldri. Þetta er mun hærra hlutfall heldur en á hinum Norðurlöndunum, þar erþað 30-37%. Könnunin er liður í samnorrænu verkefni á vegum norrænu hús- næðisráðstefnunar, sem haldin er árlega og íslendingar hafa verið virkir þátttakendur að frá árinu 1982. Að tilhlutan Húsnæðisstofn- unar ríkisins hefur húsnæðisstaða ungs fólks verið tekin upp sem verkefni innan ramma þessa nor- ræna samstarfs og hefur Norræna ráðherranefndin samþykkt að veita 395 þús. Nkr. til verkefnisins í heild. Fljótlega kom í ljós að íslend- ingar stóðu hinum Norðurlanda- þjóðunum að baki hvað varðar upp- lýsingar um húsnæðisþarfir ungs fólks og því var veitt 30 þús. Nkr. aukafjárveiting til könnunarinnar hér á landi. Hafnarfjörður: Undirskrifta- söfnun vegna áfengisútsölu Undirskriftasöfnun stendur nú yfir í Hafnarfirði þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að kanna vilja bæjarbúa til opnun- ar ifengisútsölu í bænum. Hóp- ur manna stendur að könnun- inni og hefur hann dreift undir- skriftalistum á um 30 staði í Hafnarfirði. Þórarinn Jón Magnússon ritstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta mál hefði verið mikið rætt í Hafn- arfirði hin síðari ár. Að undir- skriftasöfnuninni stæðu menn úr öllum flokkum. Þetta væru aðeins tilmæli til bæjaryfir- valda um að kanna hug fólks. „Það er til marks um, hversu aftarlega við erum á merinni, að hér er verið að ræða um heimild til opnunar áfengis- útsölu meðan verið er að leyfa bjórinn," sagði Þórarinn. Hann kvaðst engar niðurstöð- ur hafa úr undirskriftasöfnun- ínni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.